Morgunblaðið - 08.09.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 08.09.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta“ Við vorum í söluhugleiðingum og var okkur bent á að fá RE/MAX, Alpha, til að sjá um söluna. Við sjáum ekki eftir því! Þau sáu um allan pakkann fyrir okkur. Íbúðin var seld á þremur dögum og sáu þau um allt sem snýr að sölunni. Einnig aðstoðu þau okkur við kaup á nýju fasteigninni. Virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta, allt sem var sagt stóðst og er því auðvelt að mæla með RE/MAX, Alpha. Kv. Áslaug og Benni 820 8080 Hringdu núna ogpantaðu frítt söluverðmat Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Degi rauða nefsins verður fagnað í sjötta sinn á Íslandi 12. september með beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Markmiðið með deginum er að fræða landsmenn um starf UNICEF, barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna, í þágu barna um víða veröld og bjóða fólki að slást í hóp heimsforeldra samtakanna. Á myndinni er Ólafur Darri Ólafs- son, leikari og heimsforeldri, á Madagaskar þar sem hann kynnti sér nýlega starf UNICEF. Safnað fyrir börn undir merki Rauða nefsins Ljósmynd/UNICEF Skemmti- og söfnunardagskrá UNICEF verður í beinni sjónvarpsútsendingu á föstudag Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Á flóðinu [aðfaranótt sunnudags] var búið að koma taugum í skipið og losnaði það af strandstað. Hófust þá aðgerðir við að draga það inn í örugga höfn,“ segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, og vísar í máli sínu til Akrafells, flutn- ingaskips Samskipa, sem strandaði undan Vattarnesi að morgni laug- ardags. Hefur flutningaskipið nú verið fært til hafnar á Eskifirði, en upphaflega stóð til að fara með það til hafnar í Reyðarfirði, sem skil- greind er sem neyðarhöfn. „Landhelgisgæslan mat aðstæður þannig að farsælla væri að fara með það inn á Eskifjörð. Það varð nið- urstaðan og er nú unnið að því að meta tjón,“ segir Pálmar Óli. Að sögn hans eru ástæður strandsins enn óljósar en áhöfn skipsins mun hins vegar ekki hafa tilkynnt um nein vandræði áður en siglt var í strand. Spurður af hverju skipt var um áfangastað á miðri leið svarar Pálmar Óli: „Um tíma höfðu menn áhyggjur af því að sjór væri kominn í öftustu lestina, sem síðar reyndist ekki vera rétt. En á þeim tíma töldu menn öruggara að fara með skipið til Eskifjarðar, þar sem minna dýpi er í höfninni. Ef menn hefðu af einhverjum ástæðum ekki ráðið við að dæla sjó nægjanlega hratt úr skipinu þá hefði það bara sest þar og ekki valdið neinu telj- andi tjóni.“ Sýndu merki um eitrun Níu manns voru sendir undir læknishendur á Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað vegna koltví- sýringseitrunar eftir að hafa unnið við björgun skipsins. Eitrunina má rekja til þeirra dælna sem notaðar voru til að dæla sjó úr skipinu. Hafa mennirnir nú allir verið útskrifaðir. Orsök strandsins enn óljós  Akrafell hefur nú verið flutt til hafnar á Eskifirði  Óttuðust að sjór væri kom- inn í öftustu lest skipsins  Engin merki um vandræði áður en siglt var í strand Ljósmynd/Jens G. Helgason Strand Flutningaskipið Akrafell var mjög sigið og hallaðist nokkuð eftir að hafa siglt í strand undan Vattarnesi. Það er nú komið í örugga höfn. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við fengum leyfi til þess að skoða aðstæður í skamma stund en aðkom- an var skelfileg,“ sagði Stella Stef- ánsdóttir, framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar Whales of Iceland, í gær eftir að hafa skoðað vettvang brun- ans, sem kom upp í húsakynnum safnsins að Fiskislóð í Reykjavík á laugardag. Eldur kom upp í einum af fjölmörgum hvölum safnsins Orsök eldsvoðans liggur ekki fylli- lega ljós fyrir en upptökin eru talin vera í einum af 23 sýningargripum safnsins. „Um var að ræða fremur staðbundinn eld en það er mikið sót í húsinu og vatnstjón er talsvert því brunakerfið fór í gang,“ sagði Stella og bætti við að iðnaðarmenn hefðu verið að störfum í sýningarrýminu þegar eldurinn kom upp. Þykir allt benda til að glóð hafi náð að læsa sig í einn af hvölum safnsins með fyrr- greindum afleiðingum. Að sögn Stellu var í gær fremur erfitt að meta umfang tjónsins og um leið þær aðstæður sem við blöstu innandyra. Stella á hins vegar von á því að mæta á vettvang ásamt tryggingafulltrúum síðar í dag. Verður tjónið þá metið af meiri ná- kvæmni. Spurð hvort hvalir safnsins séu mjög viðkvæmir sýningargripir bendir Stella á að þeir séu hannaðir til þess að geta staðið úti. Eiga þeir því að þola vatn ágætlega. Upphaflega stóð til að opna sýn- inguna næstkomandi fimmtudag en í ljósi aðstæðna verður dráttur þar á. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna var sent á vettvang þegar eldurinn kom upp og fóru m.a. reykkafarar inn í húsið. Vel gekk að ráða niður- lögum eldsins, einkum vegna þess að sjálfvirkt slökkvikerfi fór í gang, og var rýmið í kjölfarið reykræst. Eldsvoðinn talinn eiga upptök í sýningargrip Morgunblaðið/Júlíus Hvalasafn Fjölmennt lið var sent á vettvang vegna brunans í safninu.  Aðkomunni lýst sem skelfilegri Nýkjörin stjórn DV ehf. hefur ráðið Hallgrím Thorsteinsson ritstjóra DV og dv.is. Hann tekur því við af Reyni Traustasyni sem hefur verið leyst- ur undan starfs- skyldum. Hall- grímur hefur störf í dag en í samtali við mbl.is sagði hann ráðninguna hafa haft stuttan aðdraganda. „Fyrir nokkrum dögum spurði Þorsteinn mig hvort ég væri tilbúinn að taka að mér þetta starf, ef til þess kæmi. Ég hugleiddi það um nokkra stund og svo þróaðist það út frá því,“ segir Hallgrímur. Stefnu blaðsins verður ekki breytt að sögn Hallgríms sem telur að sú fasta blaðamennska sem DV hefur stundað geri það að verkum að mið- illinn sé á köflum óvæginn og hann megi líka vera það. „Það má vel vera að DV hafi misstigið sig í einstaka málum en það fylgir líka landslaginu og þeim leiðum sem það fer. DV hef- ur alla tíð haft forustu um að láta mál ekki liggja í þagnargildi í litlu sam- félagi þar sem allir þekkja alla. Þetta er eðlileg slóð sem blaðið hefur fetað samkvæmt sinni sannfæringu í gegnum tíðina og það hefur afleið- ingar og fylgir þessari stefnu sem blaðið hefur tekið, að stinga á mál- um. Þá verða margir sárir oft á tíð- um.“ Fundað með starfsmönnum Í tilkynningu sem stjórn DV sendi frá sér í kjölfar ritstjóraskiptanna kemur fram að Hallgrímur er með áratugareynslu af fjölmiðlum. Hann hafi átt farsælan feril í frétta- og þáttastjórn í útvarpi og jafnframt stýrt uppbyggingu vefmiðla. Þá er Hallgrímur með meistarapróf í gagnvirkri miðlun frá New York University. Í sömu tilkynningu segir að boðaður hafi verið starfsmanna- fundur með starfsmönnum DV í dag þar sem þeim verði gerð grein fyrir framtíðaráformum og hvernig ný stjórn ætli að tryggja að DV verði áfram sjálfstæður og óháður fjöl- miðill. Hallgrím- ur tekur við DV Hallgrímur Thorsteinsson  Reynir leystur undan starfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.