Morgunblaðið - 08.09.2014, Side 6

Morgunblaðið - 08.09.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 8. september, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Á sgrím urJónsson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eftir snjóþungan vetur á Norðausturlandi kom hlýtt sumar um allt land. Gjörbreyting hefur orðið á ásýnd landsins samkvæmt gervitunglamyndum sem Jarðvísindastofn- un Háskóla Íslands hefur útvegað. Á mynd- inni til vinstri sem tekin var 6. júní sést að snjóþungt er inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi en á seinni myndinni sem tekin var 22. ágúst sést að snjórinn er að mestu horfinn. Mikil úrkoma var í fyrravetur á Norður- og Austurlandi. Í vor var því mikill snjór inn til landsins og mestur í efri byggðum Þingeyjarsýslu, samkvæmt veðuryfirliti Veðurstofu Íslands. Skaflar voru að þvæl- ast fyrir bændum og búaliði langt fram á sumar. Lítill snjór var í öðrum lands- hlutum. Sumarið hefur hins vegar verið hlýtt og úrkomusamt um allt land. Snjór hefur víða horfið, eins og yfirleitt síðari hluta sumars. Vatnsbúskapur Landsvirkjunar stóð illa í vor og þurfti að grípa til skerðinga á um- framorku til að spara miðlunarvatn í lón- um. Úr því rættist þegar leið á sumar. Eitt- hvert þurfti leysingavatnið að fara. Þannig fylltist Blöndulón í lok ágúst og Hálslón Kárahnjúkavirkjunar fór á yfirfall 1. sept- ember. Laxveiðimenn í Blöndu og Jöklu fengu því heldur lengri tíma til að veiða í tærum ám en oft áður. Staða Þórisvatns er talin viðunandi en þó er ekki reiknað með að það fari á yfirfall þetta árið. Gervitunglamynd/MODIS 6. júní 2014 Miklar fannir voru á Norðaustur- og Austurlandi eftir úrkomusaman vetur. Gervitunglamynd/MODIS 22. ágúst 2014 Snjór að mestu horfinn utan jökla en haustið boðar komu sína á Tröllaskaga. Hlýindasumarið breytir hvítu í grænt Brýnt er að vinda ofan af því að 30% allra matvæla í heiminum sé hent, hvort heldur er í fram- leiðslu, sölu eða af borðum neyt- enda. Þetta kom fram í máli þeirra sem stóðu að hátíðinni Saman gegn matarsóun sem hald- in var í Hörpu um helgina. Sam- koma þessi var haldin af Land- vernd, Kvenfélagasambandi Íslands og samtökunum Vakandi. Markar hún upphaf átaksverk- efnis um aðgerðir gegn matar- sóun. Unnið er samtímis að þessu verkefni á Norðurlöndunum. Það- an og víða frá komu fyrirlesarar og reifuðu málið frá ýmsum hlið- um. Þá kynntu fulltrúar fyrir- tækja og félaga sjónarmið sín. Þórunn Clausen leiklas fyrir börnin upp úr bókinni vinsælu um Smjattpattana sem margir muna ef til vill eftir og boðið var upp á andlitsmálun. Einnig græn- metissúpu og fleira, úr hráefni sem hefði að öðru jöfnu hefði verið fargað. sbs@mbl.is Landvernd, kvenfélögin og Vakandi vilja að matvæli sem til falla verði betur nýtt Sóun matar þykir þurfa að stöðva Morgunblaðið/Ómar Veisla Matur er mannréttindi, var slagorð Kvenfélagasambands Íslands á Hörpuhátíð helgarinnar. Kvenfélags- konur buðu upp á ýmsa græna rétti, en maturinn og annað sem kynna mátti sér var af mjög fjölbreyttum toga. Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, tilkynnti í gær að hann myndi verja titil sinn í einvígi við Vis- wanthan Anand í borginni Sotsí í Rússlandi. Einvígið á að standa frá 7. til 28. nóvember. Espen Agdestein, umboðsmaður Carlsens, greindi sjónvarpsstöðinni TV2 frá ákvörðuninni og barst skömmu síðar staðfesting frá Al- þjóðaskáksambandinu, FIDE. Anand hafði áður samþykkt að einvígið færi fram í Sotsí, en Carl- sen var ekki sáttur við mótsstaðinn að sögn Agdesteins. Carlsen hafði verið gefinn frestur til gærdagsins, 7. september, til að veita svar. Hefði hann neitað hefði Sergei Kar- jakín tekið sæti hans, en nú er ljóst að Carlsen og Anand mætast á ný. Carlsen teflir í Sotsí Teflir Carlsen birti mynd af sér á Twitter að undirrita yfirlýsinguna. „Núna þegar skuldaleiðréttingin er sett í framkvæmd er ákveðið að gera það að skilyrði að menn fari í gegn- um þetta fyrirtæki í stað þess að bjóða upp á aðra valkosti eins og þann að menn geti skrifað undir með eigin hendi,“ segir Ögmundur Jón- asson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi innanríkisráðherra, en hann mun kalla eftir skýringum á Al- þingi á því hvers vegna einungis verði notast við rafræn auðkenni bankanna við skráningu í skulda- leiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Hlutverkið er hins opinbera Ögmundur segist ekki sannfærður um að Íslykill Þjóðskrár Íslands dugi skammt til þessara samskipta. „Velti ég því fyrir mér hvort nota eigi skuldaleiðréttinguna til þess að styrkja fyrirtækið Auðkenni í sessi,“ segir Ögmundur. „Þegar almennt er rætt um þessi mál er ég þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi að tryggja mönnum þau tæki sem þarf til að þiggja opinbera þjónustu. Hins vegar er sjálfsagt að nýta sér val- kosti sem fyrirtæki á markaði bjóða upp á,“ segir hann og bætir við að ekki hafi staðið á Þjóðskrá í þessum efnum. Aðspurður segist Ögmundur ætla að taka málið fyrir á þingi þegar vettvangur skapast til fyrirspurna. „Ég vil fá að vita hverjir ákváðu þetta og á hvaða forsendum þessi ákvörðun var tekin,“ segir hann. Kallað verður eftir skýringum á Alþingi  Rafræn auðkenni bankanna skilyrði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.