Morgunblaðið - 08.09.2014, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.09.2014, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 „Sjálfboðaliðar hafa gengið í hús um allt land til styrktar innanlands- starfi Rauða krossins en átakið gekk ágætlega og þá sérstaklega hjá deildum Rauða krossins á lands- byggðinni,“ segir Björn Teitsson, verkefnisstjóri upplýsinga- og kynningarmála Rauða krossins á Íslandi, en um var að ræða lands- söfnunina „Göngum til góðs“ sem hófst síðastliðinn fimmtudag og lauk á miðnætti í gær. „Göngufólk í Reykjavík var nokkuð færra en áður. Hins vegar stóð það sig mjög vel og skilaði vel í hús,“ segir Björn og bendir á að ný- breytnin í ár hafi verið rafrænn söfnunarbaukur fyrir snjallsíma- notendur. „Við vonumst til þess að þessi tilraun gefi okkur góðan tón til framtíðar.“ Rauði krossinn gekk í hús  Fjölmenntu á landsbyggðinni Morgunblaðið/Ómar Styrkur Landssöfnun Rauða kross- ins lauk á miðnætti í gær. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú í vikunni verður umferð hleypt á nýjan legg milli Kópavogs- og Borg- arholtsbrautar sem greiða á fyrir umferð um vesturbæinn í Kópavogi. Lagður hefur verið nýr vegur sem er tenging frá austurenda Kópavogs- brautar upp á Borgarholtsbraut, nærri Hamraborg. Með þessu er vænst að nokkuð létti á þunganum sem er á vestur- hluta Borgarholtsbrautar, þar sem Sundlaug Kópavogs er, en umferð þar hefur verið fólki nokkurt áhyggjuefni. Sem fyrr verður áfram tenging af Kópavogsbraut inn á Hafnarfjarðarveg, þ.e. æðina til suðurs. Kostar 100 milljónir „Nú er búið að malbika þarna á Kópavogsbrautinni, en kantsteypa og vinna við merkingar er eftir. Ég vonast til að þetta verði klárt og hægt að hleypa umferð þarna á, kannski á þriðjudag eða miðvikudag. Það voru allir sammála um að þetta verkefni væri brýnt enda greiðir það umferðina hér í gegnum vesturbæ- inn,“ sagði Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópa- vogsbæjar. Ákvörðun um þessar framkvæmd- ir var tekin af bæjaryfirvöldum. Gengið var að tilboði verktakafyrir- tækisins Hálsafell hf. Kostnaður við verkefnið verður röskar 100 milljón- ir króna, og segir Steingrímur að áætlanir um verð og verktíma standi allar á pari. Greiðir leið um vesturbæ Morgunblaðið/Ómar Kópavogur Framkvæmdum er að ljúka og umferð mun ganga greiðar.  Kópavogs- og Borgarholtsbraut tengdar  Opnað í vikunni Árlegur for- mannafundur Starfsgreina- sambandsins (SGS) hefst á Ísa- firði á morgun og stendur fram á miðvikudag. Þar munu formenn og varaformenn að- ildarfélaganna meðal annars ræða um kjaramál en framundan eru viðræður við vinnuveitendur um nýj- an kjarasamning. Núverandi kjara- samningur rennur út 28. febrúar. Engu að síður verður undirbúningur þeirra viðræðna ekki aðalmálið á for- mannafundinum. „Það verður rætt um kjaramálin en það verður ekki það sem við leggj- um mesta áherslu á. Við tókum ákvörðun um það að aðildarfélögin hefðu septembermánuð til þess að fara í gegnum sérmál sín til að sjá hvort það hafi orðið breyting á þeim frá því í fyrra. Við ætlum að koma saman um mánaðamótin aftur og þá göngum við endanlega frá því,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Formenn SGS funda saman á Ísafirði Björn Snæbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.