Morgunblaðið - 08.09.2014, Page 8

Morgunblaðið - 08.09.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 T 7/1 1200 wött 7 ltr. tankur Gólfhaus CV 48/2 Ryksuga með bursta 1200 wött 5,5 ltr. tankur CV 38/2 Ryksuga með bursta 1150 wött 5,5 ltr. tankur Ryksugur Fyrir heimilið og vinnustaðinn Margir aukahlutir fáanlegir Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð T 10/1 1250 wött 10 ltr. tankur Margir fylgihlutir Gólfhaus T 12/1 1300 wött 12 ltr. tankur Sérlega hljóðlát Margir fylgihlutir Gólfhaus Einhver af hinum fjölmörgufjármálaráðherrum, sem sátu í umboði vinstriflokkanna á síðasta kjörtímabili eða kannski þeir allir, reyndu að þröngva auðkennis- lyklum inn á menn, þeg- ar þeir þurftu að endurnýja greiðslu- kortin sín.    Fáir voru ginn-keyptir fyrir því að verða hengd- ir í það band ráðu- neytisins.    Ögmundur Jónasson, sem varðtvívegis ráðherra í síðustu rík- isstjórn, kannast augljóslega við að sú stjórn gafst upp við þetta ætl- unarverk sitt. Hann segir:    Við ríkisstjórnarskiptin var þessiþráður tekinn upp að nýju og nú tekur út yfir allan þjófabálk þeg- ar ríkisstjórnin, hluti hennar eða embættismenn, taka þá ákvörðun að gera það að skilyrði fyrir skulda- leiðréttingu að notast sé við rafræn auðkenni bankanna …“ Og Ög- mundur spyr: Hver tók þessa ákvörðun og á hvaða forsendum var það gert?“    Kannski verður fróðlegt aðheyra svarið við þessari spurningu Ögmundar. En hið raun- verulega inntak þess verður þó þetta:    Það var að vísu skipt um ríkis-stjórn eftir kosningar. En emb- ættismennirnir í fjármálaráðuneyt- inu fara enn sínu fram, í anda Steingríms og Indriða, rétt eins og embættismennirnir í utanríkisráðu- neytinu eru enn á leiðinni með Ís- land inn í ESB.    Svipaða sögu er því miður aðsegja úr fleiri ráðuneytum. Ögmundur Jónasson Rauður þráður þjófabálks STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.9., kl. 18.00 Reykjavík 12 alskýjað Bolungarvík 12 alskýjað Akureyri 14 súld Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 21 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 21 heiðskírt París 23 heiðskírt Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 20 skýjað Berlín 25 léttskýjað Vín 20 skýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 28 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 17 léttskýjað New York 24 heiðskírt Chicago 24 léttskýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:31 20:21 ÍSAFJÖRÐUR 6:31 20:30 SIGLUFJÖRÐUR 6:14 20:14 DJÚPIVOGUR 5:59 19:51 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Líflegar umræður hafa verið á fund- um Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, sem nú er á leið um landið að kynna hugmyndir Hvítbókar um umbætur í menntun á Íslandi. Ráðherrann fundaði með skólastjórnendum, kennurum, for- eldrum, sveitarstjórnarfólki og öðr- um áhugasömum á Akureyri, Húsa- vík, Siglufirði og Sauðárkróki um helgina og var vel tekið í hugmyndir ráðherrans um umbætur í skólakerf- inu að hans sögn. „Umræður á þessum fundum eru alltaf líflegar og þeir eru mjög gagn- legir fyrir mig vegna þess að þarna fæ ég tækifæri til að heyra frá kenn- urum og foreldrum hvernig við get- um tekist á við t.d. ýmis vandamál sem blasa við okkur í skólakerfinu.“ Ekkert sem viðkemur mennta- kerfinu er undaskilið á fundum með ráðherranum sem segir þó helst vera rætt um það markmið að bæta læsi og námsframvindu í framhaldsskól- um. „Það er ekki ásættanlegt að 30 prósent drengja og 14 prósent stúlkna uppfylli ekki lágmarksvið- mið í lestri við lok grunnskólanáms og við ræðum á þessum fundum hvernig má bæta lesturinn og þá er jafnframt mikilvægt að huga að auknu samstarfi milli foreldra og skóla. Þó að allt væri gert rétt í skólakerfinu þurfa nemendur að æfa sig heima og lesa sér til gagns utan skólans.“ Ljúki námi á réttum tíma Námsframvinda nemenda í fram- haldsskólum getur ekki talist viðun- andi meðan innan við helmingur nemenda lýkur námi á tilskildum tíma. Illugi segir bætta lestrarkunn- áttu og námsárangur í framhalds- skólum haldast í hendur. „Við höfum sett það markmið að hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma hækki úr 44% og upp í 60% á næstu árum. Þessu markmiði verði náð m.a. með því að endurskipuleggja námstíma og stytta nám til loka- prófa. Lesskilningur og námsfram- vinda helst líka í hendur og um leið og við sjáum lesskilning nemenda aukast má búast við því að náms- framvindan verði betri,“ segir Illugi, sem telur mikla sátt vera innan skólakerfisins og samfélagsins um að ná markmiðum Hvítbókarinnar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Menntamál Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnir hugmyndir Hvítbókarinnar um umbætur í menntun á fundaherfð um landið. Illugi ræðir um- bætur í menntun  Áhersla á lesskilning og námstíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.