Morgunblaðið - 08.09.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.09.2014, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Bati og sigur á þeim sjúkdómi sem alkóhólismi er verður alltaf lang- hlaup. Framfarirnar eru þó miklar. Vísindaleg þekking lækna og ann- arra á einkennum sjúkdómsins verður æ meiri og slíkt skilar sér út í meðferðarstarfið sjálft, sem er í föstum skorðum en stöðugri þróun. Allir geta fengið hjálp og batahorfur eru góðar miðað við að um krón- ískan sjúkdóm sé að ræða. Persónu- leg geta og félagslegur stuðningur eru mikilvægir þættir þegar horft er til árangurs af meðferðinni,“ seg- ir Karl S. Gunnarsson, dagskrár- stjóri SÁÁ á Staðarfelli í Dölum. Á þessu ári munu nærri 400 karlar koma að Staðarfelli í áfengis- og vímuefnameðferð. Starfsemi SÁA í gamla húsmæðraskólanum á Fellsströndinni hófst árið 1980 og á þeim árum sem síðan eru liðin hafa um 12.400 sjúklingar verið innrit- aðir. Fyrstu 20 ár starfseminnar á Staðarfelli var meðferðin þar bæði fyrir karla og konur, en um alda- mótin var sú breyting gerð að nú eru þar aðeins teknir inn karlar undir 55 ára aldri. „Nei, ég get ekki sagt að sjúk- lingahópurinn hafi breyst að neinu marki síðustu árin, til dæmis að hingað komi menn sem eru verr á vegi staddir en áður. Hins vegar er- um við oft að fá hingað mjög ungt fólk, oft niður í alveg 16-17 ára en annars má segja að hópurinn hér endurspegli allt litróf samfélagsins,“ segir Karl. Engin hvíldarinnlögn Gangurinn í starfsemi SÁÁ er sá að fólk sem hefur misst tök á neyslu sinni og þarf hjálp kemur fyrst á Vog. Meðferðin þar er 10 dagar og sé ástæða talin til tekur við framhaldsmeðferð á Staðarfelli. Hún er fyrir karla að 55 ára aldri, er fjórar vikur og á hverjum tíma eru 32 til 34 manns á staðnum. Starfsmenn SÁÁ á Staðarfelli eru sjö talsins; dagskrárstjóri, fjórir ráðgjafar og tveir í eldhúsi. Og það er í mörg horn að líta því meðferð er engin hvíldarinnlögn. Mannskap- urinn er ræstur klukkan 7.20 í hafragrautinn og þegar morgunmat sleppir tekur við þétt dagskrá með hópastarfi, fyrirlestrum, einka- viðtölum, verkefnavinnu og AA- fundum. Útivera, gönguferðir sem koma blóðinu á hreyfingu og skila súrefni í lungun eru einnig mik- ilvægur þáttur í endurhæfingunni. Þá sinna sjúklingar ýmsum hús- verkum og því sem til fellur. Iðja er auðnu móðir og sú reglufesta sem verkum fylgir er hluti af bataferl- inu. Inngripið kemur fljótt „Staðsetningin er mikill kostur fyrir þessa starfsemi. Hér er langt í Endurkoma í meðferð er aldrei tapleikur  Um 400 karlar á ári í framhaldsmeðferð á Staðarfelli Morgunblaðið/Eggert Meðferð Rakel Birgisdóttir er ráðgjafi og Karl S. Gunnarsson er dagskrárstjóri á Staðarfelli þangað sem um 400 manns koma á hverju ári til þess að fá hjálp við sjúkdómi sínum og margir komast fljótt á beinu brautina. Hólmarar fá ristil- speglun í boði Lions Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Öllum íbúum Stykkishólms og Helgafellssveitar, sem eru 55 ára á árinu, er boðið upp á ókeypis ristil- speglun. Um er að ræða samstarfs- verkefni Lionsklúbbs Stykkis- hólms, Lionsklúbbsins Hörpu og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og mun það standa yfir næstu fimm árin. Í ár fengu því allir íbúar svæð- isins, sem eru fæddir árið 1959 boð um skoðun, á næsta ári fólk fætt 1960 og svo framvegis. Um 15 íbú- um svæðisins mun standa þetta til boða á ári hverju „Fólk skráir sig hjá Heilsugæslunni og við borgum fyrir skoðunina,“ segir Gunnlaugur Auðun Árnason, Lionsmaður í Stykkishólmi. Spurður hvers vegna fólk á þessum tiltekna aldri fái þetta til- boð segir hann það vera vegna þess að sjúkdómurinn komi gjarnan upp á þessum aldri. „Samkvæmt upplýs- ingum frá læknum er þá oft komin fram byrjun á honum. Sjúkdómur- inn hefur langa meðgöngu og með því að skoða fólk snemma greinist hann fyrr. Á milli 120 og 130 Ís- lendingar látast úr ristilkrabba- meini á hverju ári og það mætti koma í veg fyrir hluta þeirra dauðs- falla með skimun.“ Lúmskur gestur Á vefsíðu Krabbameinsfélags- ins segir að krabbamein í ristli og endaþarmi sé eitt algengasta krabbameinið hér á landi, um 7% illkynja æxla. Þau eru meðal tíð- ustu krabba- meina sem grein- ast hjá vest- rænum þjóðum og þriðja algeng- asta dánarorsök hjá krabbameins- sjúklingum á Ís- landi. Með skim- un sé hægt að lækka bæði ný- gengi og dán- artíðni. Þar segir líka að ristil- krabbamein sé gjarnan kallað „lúmskur gestur“, sjúkdómurinn vaxi hægt og til að byrja með séu engin einkenni. Húsvíkingar fyrirmynd Sjúkdómurinn er meira í ákveðnum ættum, meðalaldur við greiningu er um 70 ár og afar fáir greinast ungir. Á hverju ári grein- ast um 100 Íslendingar með ristil- krabbamein og 30-40 með krabba- mein í endaþarmi. Um 1.000 manns, sem hafa fengið þessi krabbamein eru á lífi hér á landi. Einkennin eru fjölþætt samkvæmt vefsíðu Krabba- meinsfélagsins, en þau helstu eru þreyta, breyttar hægðavenjur og uppþemba. Gunnlaugur segir fyrirmynd- ina að verkefninu sótta til Lions- klúbbs Húsavíkur. „Okkur leist vel á hugmyndina, að við gætum gert gagn með þessum hætti. Þetta er nokkuð ólíkt þeim verkefnum sem við höfum unnið að áður, þetta er fyrsta verkefnið sem tekur yfir svona langt tímabil,“ segir Gunn- laugur. Morgunblaðið/Þorkell Glaðir á góðri stundu Lionsmenn í Stykkishólmi á hinni árlegu bæjarhátíð Dönskum dögum, en þeir eru þar með uppboð á ýmsum munum. Gunnlaugur Auðun Árnason Óhætt mun að kalla sjávarútvegs- fyrirtækið G. Run á Grundarfirði draumafyrirtæki allra sjáv- arbyggða á Íslandi. Það er ekki aðeins helsti stólpinn og vaxtarbroddurinn í at- vinnulífi sveitarfélagsins heldur er allur rekstur þess miðaður við að gagnast samfélaginu sem best. „Við berum virðingu fyrir umhverfi okkar og því samfélagi sem við störfum í og leitumst við að skapa starfsumhverfi sem laðar að hæfa starfsmenn,“ segir í stefnu- yfirlýsingu fyrirtækisins sem lesa má á heimasíðu þess. Þetta eru ekki orðin tóm því fyrirtækið hefur markvisst leitast við að sameina fjárhagslegan og umhverfislegan ávinning, með því að bæta nýtingu hráefna, efna og orku sem notuð eru í starfseminni. Það hefur líka lagt áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, óháð kyni, aldri eða þjóðerni. Boðið er upp á breytilegan vinnutíma og almennt ekki unnið lengur en átta tíma á sól- arhring þar sem því verður við kom- ið, sem er einkum í landvinnslu og netagerð. G. Run stendur á gömlum merg. Ræturnar eru útgerð stofnandans, Guðmundar heitins Runólfssonar, en hún hófst árið 1947 með einum litlum trébát. Í núverandi mynd var fyr- irtækið stofnað árið 1974 og efldist mjög á tíunda áratugnum eftir að það var sameinað frystihúsinu í bæn- um með það að markmiði að byggja upp öfluga bolfiskvinnslu. Síðan hef- ur fyrirtækið vaxið og dafnað í hönd- um fjölskyldunnar, sjö barna Guð- mundar og eins frænda þeirra. Þar vinna nú um níutíu manns. Á Grund- arfirði eru alls rétt innan við 900 íbú- ar. Starfsemi G. Run er þríþætt, veið- ar, landvinnsla og veiðarfæragerð. Fyrirtækið gerir út tvö skip, minni gerðir af skuttogurum. Þetta eru Helga SH 135 og Hringur SH 153. Þau eru með tíu manna áhöfn hvort. Skipin sækja eingöngu karfa, þorsk, Er burðarásinn í atvinnulífinu  Starfsemin miðast við að gagnast samfélaginu á Grundarfirði sem best Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útgerð Hringur SH, annar tveggja togara G. Run., í veiðiferð. SNÆFELLSNES OG DALIR2014 Á FERÐ UM ÍSLAND 2014 Á FERÐ U Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.