Morgunblaðið - 08.09.2014, Page 13

Morgunblaðið - 08.09.2014, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuAltatilprufu ívikutíma Sími5686880 PrófaðuALTAfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góðheyrnerokkuröllummikilvæg.ALTAeruný hágæðaheyrnartæki fráOticonsemgeraþér kleift aðheyra skýrt ogáreynslulaust í öllumaðstæðum. ALTAheyrnartækinerualvegsjálfvirkoghægter að fáþau ímörgumútfærslum. næsta þéttbýli og fátt í umhverfinu sem glepur. Hér hafa menn hvorki aðgang að neti, útvarpi né sjónvarpi og geta því einbeitt sér að því að ná bata,“ segir Karl sem kom til starfa hjá SÁÁ árið 2006. Hafði þá náð tökum á eigin alkóhólisma en í framhaldi af því aflaði hann sér menntunar í áfengisráðgjöf. Hefur frá því námi lauk starfað á ýmsum póstum SÁÁ, en veitt starfseminni á Staðarfelli forstöðu síðastliðin tvö ár. Samkvæmt almennum við- miðum eru sjúkdómsstig alkóhól- isma þrjú. Hið fyrsta er að ein- staklingur er í neyslu sem er að þróast til illviðráðalegs vandamáls, á öðru stigi er neyslan stjórnlítil og einstaklingurinn í félaglegum vanda. Á þriðja stiginu er viðkom- andi í öngstræti og getur ekki sinnt skyldum sínum í daglegu lífi. „Á Íslandi er vel staðið að með- ferðarstarfi og inngripið getur kom- ið fljótt. Það dugar samt ekki allt- af,“ segir Karl sem áætlar að þriðjungur Staðfellinga sé end- urkomumenn, sem hafi verið áður þar og á Vogi. Meðferð þeirra er með sama hætti og þeirra sem koma í fyrsta sinn, nema hvað þeir fá þétt- ara utanumhald og eftirfylgd á göngudeild í eitt ár að lokinni með- ferð. Góðir hlutir gerast „Okkar skilaboð til þeirra manna sem hingað eru að koma í annað eða þriðja sinn eru samt al- veg skýr: að endurkoma er aldrei tapleikur. Sumt tekst í fyrstu lotu en stundum þarf að reyna aftur. Auðvitað er margt í svona vinnu sem tekur á og snertir mann. Maður þarf því líka að hugsa um eigin líðan og eiga líf utan vinnunnar til að brenna ekki upp. En sé það í lagi er þetta starf – þar sem maður sér svo marga góða hluti gerast – af- skaplega gefandi,“ segir Karl S. Gunnarsson að síðustu. ufsa og ýsu. Fiskurinn er unninn í frystihúsi fyrirtækisins í bænum eða seldur ferskur úr landi. Skipin eru aðeins tvo til þrjá daga að veiðum í senn. Þau sigla heim þeg- ar þau hafa fyllt sig. Þessi stutti tími veldur því að fyrirtækið getur boðið upp á ferskara og betra hráefni. Og um leið leggur það lóð á vogar- skálar betra fjölskyldulífs sjómanna sinna. Dregið hefur úr þýðingu veiðar- færagerðarinnar vegna tækni- framfara, en verkefnin hafa aðal- lega falist í gerð botntrolla fyrir fiskiskip á Grundarfirði og þjónustu við rækjuveiðibáta á Breiðafjarðar- svæðinu. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Gunnar Kristjáns Höfnin Skipafjöldinn ber vott um þýðingu útgerðar fyrir Grundarfjörð. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. „Það voru margir mjög ósáttir með mig en það hefur jafnað sig vel. Það er allt fallið í ljúfa löð,“ segir Páll Margeir Sveinsson, formaður knatt- spyrnudeildar Snæfells. Hann var þjálfari meistaraflokks liðsins þeg- ar hann skráði sig í sögubækurnar fyrir tveimur árum með 31-0-tapi gegn Haukum í bikarkeppni KSÍ. Tímabilið í heild reyndist liðinu raunar erfitt því það tapaði öllum fimmtán leikjum sínum í 3. deild með markatöluna mínus 173. Páll segir að það hafi verið vitað fyr- irfram að leikurinn myndi reynast liði sínu erfiður. „Haukar höfðu ekki tapað leik í þrjá mánuði og voru meðal annars búnir að vinna KR og Fram,“ segir Pall kíminn. Staðan var 13-0 í hálf- leik og fleiri mörk bættust við í þeim seinni. Eftir leik Brasilíumanna og Þjóðverja á heimsmeistaramótinu í sumar þar sem þeir síðarnefndu nið- urlægðu heimamennina 7-1 varð Páli hugsað til leiksins gegn Hauk- um og bar saman leikskýrslurnar. „Þjóðverjarnir náðu að skora þarna fjögur mörk á sex mínútum á sama hraða og Haukanir keyrðu á okkur. Þetta var bara það sama og þegar mest lét hjá Haukunum. Þjóð- verjarnir hafa lagt upp með sama hugarfarið og Haukarnir á móti okkur,“ segir Páll sem hafði sér- staka samúð með Brössunum. Í sumar hefur liðið átt betra gengi að fagna og endaði í 5. sæti í átta liða riðli sínum í 4. deild þrátt fyrir að stundum rændi makríllinn liðið leikmönnum. „Þetta er alltaf sama vesenið. Í síðustu umferð voru tveir byrjunarliðsmenn bundnir í makríl og einn á makrílbát. Það er erfitt að vera í samkeppni við makrílinn en þá fá bara aðrir séns,“ segir Páll. kjartan@mbl.is Í samkeppni við makrílinn um leikmennina Hafa rétt úr kútnum eftir 31-0-tap Morgunblaðið/Eggert Þjálfari Páll stýrir æfingu á spark- vellinum í Stykkishólmi. Matmóðir alkanna ÞÓRA STELLA STARFAÐI LENGI HJÁ SÁÁ Á STAÐARFELLI „Strákarnir sem hér hafa dvalist eru þakklátir, sem gerir starfið ánægjulegt. Það hefur líka verið reynt að ala þá vel á íslenskum heimilismat,“ segir Þóra Stella Guðjónsdóttir á Staðarfelli. Starfsemi SÁÁ vestra hófst haustið 1980 og tveimur árum síðar tók Þóra að sér að matseld á meðferðarstöðinni. Það starf hafði hún með höndum allt til ársins 2012. Áfengismeðferð er stíf vinna Þau Þóra og Sveinn Gestsson, eiginmaður hennar, hafa lengi búið á Staðarfelli. Staðurinn hef- ur sess í sögunni og lungann úr 20. öldinni og allt fram til 1975 var þar starfræktur húsmæðra- skóli. „Dalamenn vildu að hér yrði einhver starfsemi áfram og við vorum heppin að fá SÁÁ hingað,“ segir Þóra sem hleypur undir bagga og grípur í sitt gamla starf þegar svo ber undir og þarf. Margt þarf að gera á stóru heimili. „Boðskapurinn í meðferðarstarf- inu er mannbætandi fyrir alla, mikilvæg atriði eins og að til- einka sér jákvæð viðhorf í lífinu og mæta öllum áskorunum af æðruleysi. Gefast ekki upp og muna að þó að hlutirnir gangi ekki upp þá kemur alltaf nýr dagur. Allt er þetta annars spurning um viðhorf og þjálfun; það að vera í áfengismeðferð er stíf vinna.“ Svipurinn breytist Þegar litið er til baka segir Þóra að eðlilega renni margt saman í eitt í hugskoti sínu. „Jú, maður man vissulega eftir sumum sem hér hafa dvalist. Annars er það nú svo að þegar fólk hættir drykkju eða neyslu þá breytist svipur þess, sumt virðist hrein- lega yngjast upp um tíu ár að sjá. Þetta hef ég séð svo oft,“ segir Þóra sem með sóma ber þann titil að vera matmóðir ís- lenskra alkóhólista. Eldhúsið Þóra segir strákana þakkláta sem hún eldar heimilismat ofan í. I I 1 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðu vaxtarbroddu í atvinnu­ lífinu u land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn bl.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.