Morgunblaðið - 08.09.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 08.09.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Ágeir Ingvarsson ai@mbl.is Verktakar og einyrkjar eiga oft í mesta basli með að halda utan um öll sín launatengdu gjöld. Flækjustigið er töluvert þegar kemur að tekjusköttunum og eins er ekki auðvelt að reikna út ýmsar smærri og stærri greiðslur sem þurfa að fara hingað og þangað. Virðisaukaskattinum má heldur ekki gleyma og mistökin geta verið dýrkeypt, óvænt og óþægileg. Launaskil.is á að einfalda öll þessi skref, bæta yfirsýnina og spara ein- yrkjunum dýra bakreikninga frá skattinum. Um er að ræða lausn úr smiðju frumkvöðlanna ungu hjá Reon Tech. Leiðinlegir útreikningar „Það kallar alla jafna á nokkuð flókna og leiðinlega útreikninga fyrir sjálfstætt starfandi fólk að greiða sjálfu sér laun. Til þessa hafa fáar hugbúnaðarlausnir getað gert þetta á sjálfvirkan hátt, nema þá dýr bók- haldsforrit. Launaskil.is er einföld leið til að reikna launin og launa- tengdu gjöldin, gegn mjög hófstilltri mánaðarlegri áskrift,“ segir Ólafur Páll Geirsson. Ólafur starfar við hugbúnaðarþró- un hjá Reon Tech. Hann segir not- endur fyrst leidda í gegnum einfalt og auðskiljanlegt uppsetningarferli þar sem þeir gefa t.d. upp veflykil sinn hjá skattstjóra og virðisaukaskattsnú- mer, ef við á. „Síðan biður forritið um upplýsingar á borð við hvaða lífeyr- issjóðs á að greiða til, hvort greiða á viðbótarlífeyrissparnað og framlög til stéttarfélags.“ Reiknað með einum hnappi Þá tekur við stjórnborð, þar sem annars vegar er hægt að velja að skila inn launatengdum gjöldum og hins vegar virðisaukaskatti. „Ef t.d. not- andinn hyggst greiða sér 350.000 kr. í laun þann mánuðinn þarf hann bara að slá inn þá tölu, ýta á takka og for- ritið reiknar út öll gjöldin,“ útskýrir Ólafur. „Forritið talar síðan við ýmis önnur kerfi, s.s. greiðslukerfi lífeyr- issjóðanna og skattstjóra, og birtast samsvarandi greiðsluseðlar í net- banka notandans. Ef þetta væri allt gert „í höndunum“ myndi notandinn þurfa að skrá sig inn og út úr fjöl- mörgum kerfum og reikna sjálfur út réttu upphæðirnar í hverju tilviki.“ Athygli vekur að reiknivélin leyfir að slá inn upphæð og vinna með hana út frá þremur forsendum, eftir því hvort þarf að finna laun fyrir skatta, útborguð laun, eða heildarkostnað launagreiðanda. Einyrki sem hefur t.d. 500.000 kr. aflögu af rekstrinum þann mánuðinn getur reiknað fljót- lega út að hann getur borgað sjálfum sér í laun 416.900 kr. fyrir þá upphæð, og fengið útborgað 290.814. „Hann þarf ekki að giska á tölurnar og reikna nokkrum sinnum til að fina réttu upphæðina,“ segir Ólafur. Létta launastússið Morgunblaðið/Ómar Ergelsi „Það kallar alla jafna á nokkuð flókna og leiðinlega útreikninga fyr- ir sjálfstætt starfandi fólk að greiða sjálfu sér laun,“ segir Ólafur Páll Geirs- son forritari og einn af aðstandendum vefsins Launaskil.is  Hafa þróað þjónustu á netinu sem reiknar út launatengdu gjöldin og minnkar umstangið fyrir sjálfstætt starfandi. Risarnir Nike og Adidas hafa lengi barist um yfirráðin á bandaríska íþróttafatamarkaðinum. Banda- rískir neytendur hafa verið mun hrifnari af Nike sem seldi þar vörur fyrir 8,9 milljarða dala fyrstu átta mánuði ársins. Á sama tímabili seldi Adidas íþróttafatnað og skó fyrir 1,1 milljarð dala. Salan hjá Adidas hefur dregist saman um 23% miðað við sama tímabil í fyrra en aukist um 20% hjá bandaríska merkinu Under Armour, sem fyrstu átta mánuði ársins seldi vörur fyrir 1,2 millj- arða dala. Er Under Armour því búið að bola Adidas úr öðru sætinu á íþróttavörumarkaði vestanhafs. Adidas hefur átt á brattann að sækja undanfarið og hefur m.a. þurft að horfa upp á Nike taka til sín æ stærri skerf af Evrópumark- aði, þar sem þýska merkið Adidas er á heimavelli. Ruðningur og hafnabolti MarketWatch segir frá því að Adidas hafi reynt að bregðast við þróuninni í Bandaríkjunum með því að setja nýjan mann yfir Norð- ur-Ameríkudeildina. Mark King, sem áður stýrði dótturfyrirtækinu ToylorMade-Adidas Golf, á að leiða sóknina. Hefur hann sagt fjölmiðl- um að á meðan Adidas hafi mikinn sýnileika í knattspyrnu hafi merkið ekki verið áberandi í vinsælustu íþróttagreinum Bandaríkjanna og stefnt að því að gera merkið sýni- legra á körfubolta-, hafnabolta- og ruðningsvellinum. ai@mbl.is AFP Átök Ein af verslunum Adidas í new York. Það gerir árangur Under Armo- ur áhugaverðan að merkið hefur töluvert færri sölustaði en Adidas. Under Armour fram úr Adidas  Þýski framleiðandinn fer halloka á bandaríska íþróttafatamarkaðinum Kínverski netrisinn Alibaba stefnir að því að selja hluti fyrir allt að 21,1 miljarð dala í fyrirhuguðu hlutafjárútboði á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Jafngildir það um 2.500 millj- örðum króna og myndi þýða að heildar-markaðsvirði Alibaba yrði 162,7 milljarðar dala, um 19.200 milljarðar króna. Væri fyrirtækið þá orðið verð- mætara en 95% þeirra fyrirtækja sem mynda Standard & Poors 500 vísitöluna, og þriðja verðmætasta internetfyrirtækið á bandaríska markaðinum, á eftir Google og Facebook. Google er í dag metið á 400,38 milljarða dala og Facebook á 200,88 milljarða. Nýtt heimsmet? Bloomberg segir að ef Alibaba nái markmiðum sínum í hlutafjar- útboðinu verði um bandarískt met að ræða. Fyrra metið átti greiðslukorta- fyrirtækið Visa í hlutabréfaútboði árið 2008 sem rakaði inn 19,7 milljörðum dala. Ef heimild fæst til að auka fjölda hluta sem boðnir verða gæti Alibaba aflað allt að 24,3 milljörðum dala í hlutafjár- útboðinu og þannig slegið núver- andi heimsmet Agricultural Bank of China sem aflaði jafnvirði 22,1 milljarðs dala í útboði í Kína árið 2010. Alibaba hefur skapað sér mjög sterka stöðu í netverslun á kín- verska markaðinum og stækkað í takt við vaxandi hagsæld þar í landi. Hefur fyrirtækinu verið líkt við bandarísku netverslunarrisana eBay og Amazon. ai@mbl.is Alibaba vill fá tugi milljarða í útboði AFP Veldi Hér gefur að líta auglýsingu frá Alibaba í Hong Kong.  Hlutafjárútboð gæti mögulega slegið heimsmet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.