Morgunblaðið - 08.09.2014, Side 15

Morgunblaðið - 08.09.2014, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Súpur í Fylgifiskum Við seljum þrjár gerðir af súpum; austurlenska fiskisúpu, kraftmikla fiskisúpu og rjómalagaða humarsúpu. Súpurnar eru hitaðar upp að suðu þegar heim er komið. Fiskurinn er settur hrár á hvern súpudisk og rjúkandi súpan sér um eldunina. Humarinn þarf að snöggsteikja áður en hann er settur í humarsúpuna. Fiskisúpur 1.590 kr/ltr Humarsúpa 2.900 kr/ltr Fiskur og humar seldur sér Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-14.00 (Kópavogur) Liðsmenn íslömsku öfgasamtak- anna Boko Haram sölsuðu undir sig fleiri bæi á landamærum Nígeríu og Kamerún um helgina. Samtökin ráða nú fjölda bæja í norðaustur- hluta Nígeríu en markmið þeirra er að koma á fót kalífadæmi þar. Hermenn stjórnarhersins tóku til fótanna undan árás hundraða upp- reisnarmanna. Þá flúðu margir íbú- ar bæjanna átökin þrátt fyrir að ísl- amistarnir hafi hvatt þá til að vera um kyrrt. „Þeir fullvissuðu okkur um að þeir myndu ekki ráðast á okkur en fólk forðaði sér, sum höf- um við flúið því við óttumst að þeir snúi byssum sínum að okkur þegar þeir hafa yfirbugað hermennina,“ sagði vitni við AP-fréttastofuna. Hvetja íbúana til að vera um kyrrt Íslamistar Boko Haram-liðar í mynd- skeiði samtakanna frá því í ágúst. NÍGERÍA AFP málum á borð við húsnæðismál og skattalækkanir til auðugra. Viðbrögð varaforsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, við könnuninni virðast renna einhverj- um stoðum undir kenningu Brown. „Æ fleira fólk gerir sér nú grein fyrir að já-atkvæði er eina tækifæri Skotlands til að láta auð sinn nýtast öllum sem búa hér betur, skapa fleiri störf og verja grunnþjónustu […] fyrir eyðileggjandi áhrifum einka- væðingar [stjórnvalda í] Westmins- ter,“ sagði hún. Niðurstaða skoðunarkönnunarinn- ar nú hefur vakið þá sem vilja halda í samband Skota og Breta af værum blundi, að sögn Allistairs Darlings, fv. fjármálaráðherra Bretlands og leið- toga nei-sinna. Hann segist enn viss um að nei-ið verði ofan á í þjóðarat- kvæðagreiðslunni en niðurstaðan ráðist ekki fyrr en í blálokin. Sakar ríkisstjórnina um að reyna að múta Skotum  Skotum lofað meira sjálfræði eftir könnun sem sýnir forskot sjálfstæðissinna AFP Fylgissveifla Sjálfstæðissinnum í Skotlandi hefur vaxið ásmegin undanfarnar vikur. Framan af virtust nei-sinnar hafa nokkuð öruggan meirihluta en nú eru fylkingarnar nánast jafnar. Kosið verður um sjálfstæði 18. september. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Útlit er fyrir að mjótt verði á mun- unum þegar Skotar greiða atkvæði um sjálfstæði eftir tæpan hálfan mánuð. Hingað til hefur meirihluti þeirra verið á móti sjálfstæði þó að já-hreyfingin hafi unnið á undanfar- ið. Ný skoðanakönnun sem birt var um helgina olli því titringi á meðal þeirra sem styðja það að Skotland verði áfram hluti af Bretlandi en hún sýndi að naumur meirihluti styddi sjálfstæði. Könnunin er sú fyrsta sem mark er á takandi þar sem meirihluti mælist fyrir sjálfstæði en hún var gerð fyrir The Sunday Times. Sam- kvæmt henni myndi 51% Skota greiða atkvæði með sjálfstæði en 49% gegn því þegar ekki var tekið tillit til þeirra sem höfðu ekki gert upp hug sinn. Enn voru 6% þátttak- enda í könnuninni óákveðin. George Osborne, fjármálaráð- herra Bretlands, brást við tíðindun- um með því að segja að tilkynnt yrði um aukið sjálfræði Skotlands í skatta og útgjaldamálum á næstu dögum sem yrði framfylgt kjósi Skotar að halda sig innan Bret- lands. Stefnan skemmir fyrir Alex Salmond, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, sagði loforð Osborne vera „mútur“. „Þetta eru aðgerðir settar fram í óðagoti vegna þess að já-fylkingin er að hafa sigur. Þeir eru að reyna að múta okkur en það mun ekki koma til með að virka því að þeir hafa eng- an trúverðugleika eftir,“ sagði Sal- mond í samtali við breska ríkisút- varpið BBC. Gordon Brown, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, kenndi Íhaldsflokknum um hversu mjótt væri á mununum. Nei-hreyfingin ætti erfitt með að ná til Skota vegna reiði þeirra út í stefnu stjórnvalda í Skærur héldu áfram í Austur- Úkraínu um helgina þrátt fyrir vopnahlé sem fulltrúar stjórnvalda í Kænugarði og uppreisnarmanna undirrituðu á föstudag. Seint á laugardag sögðu vitni að uppreisnarmenn hefðu gert sprengjuárás á eftirlitsstöð úkra- ínskra stjórnvalda austan við borg- ina Mariupol. Borgin hefur hingað til verið á valdi úkraínskra stjórn- valda. Einn óbreyttur borgari, kona á fertugsaldri, er sögð hafa fallið í árásinni. Þrír aðrir hafi særst. Kenna hvorir öðrum um Áður en vopnahléssamkomulagið var undirritað höfðu uppreisnar- menn nálgast flugvöllinn í Donetsk og Mariupol. Í gær bárust fregnir af átökum við flugvöllinn. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins BBC á flug- vellinum sögðust hafa heyrt í sprengjum bæði innan og utan flug- vallarsvæðisins. Starfsmenn Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu flestar sprengjurnar koma frá úkraínskum hermönnum. Átökin við flugvöllinn væru ekki næg til þess að kippa stoðunum undan vopnahléinu. Þrátt fyrir þetta sögðust bæði fulltrúar stjórnvalda og uppreisnar- manna hafa virt vopnahléið. Kenndu þeir hvorir öðrum um að hafa rofið það. kjartan@mbl.is AFP Eyðilegging Úkraínskir hermenn kanna ástand brunnins herbíls við Mariu- pol eftir árás uppreisnarmanna á eftirlitsstöð aðfaranótt sunnudags. Áfram einhver átök þrátt fyrir vopnahlé Jörðin hefur hingað til verið talin eini hnött- urinn í sólkerfi okkar með virk- ar jarðfleka- hreyfingar. Nú telja vísinda- menn mögulegt að slíkar hreyf- ingar sé að finna á Evrópu, ís- tungli Júpíters. Evrópa er aðeins minni en tunglið okkar en yfirborð þess er eitt það yngsta í sólkerfinu. Á jörðinni skiptist jarðskorpan upp í fleka sem fljóta ofan á möttl- inum og hreyfast gagnvart hver öðrum. Á Evrópu virðist stökkur, hreyfanlegur ís mynda flekana og flýtur hann ofan á hlýrri ís sem myndar hringstreymi. Grunur um fleka- hreyfingar á Evrópu Ístunglið Evrópa. SÓLKERFIÐ Ótrúlegt er hversu hratt hefur fjar- að undir stuðningi við sam- bandsríkið í Skotlandi, að sögn Peters Kellner, framkvæmdastjóra YouGov sem gerði skoðanakönn- unina fyrir The Sunday Times. Nei- sinnar virtust eiga sigurinn vísan en forskot þeirra mældist lengi vel um 58% á móti 42% já-sinna. Nú munar aðeins tveimur prósentu- stigum á þeim. „Á síðustu fjórum vikum hefur stuðningur við sambandríkið guf- að upp á undraverðum hraða,“ segir Kellner. Stuðningur fólks undir fer- tugu við sjálf- stæði hefur aukist úr 39% í 60% og á með- al verka- mannastéttar hefur hann far- ið úr 41% upp í 56%. Þá telja nú fleiri að Skotlandi vegni betur sjálfstæðu en í sumar og færri telja nú að það muni hljóta skaða af því að segja skilið við breska sambandsríkið. Fjarar undan sambandsríkinu SÉR EKKI Á MILLI HREYFINGANNA TVEGGJA Mörk Englands og Skotlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.