Morgunblaðið - 08.09.2014, Síða 16

Morgunblaðið - 08.09.2014, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar hugsaðer umsænsk stjórnmál, leitar hugurinn nánast ósjálfrátt til hins stóra Sósíaldemókrataflokks, sem hefur oftast nær haft tögl og hagldir í sænskum stjórn- málum síðustu áttatíu árin eða svo. Það þykir því nánast undrum sæta, að síðustu átta árin hafi verið hægri stjórn við völd í Svíþjóð, og sækist Fredrik Reinfeldt forsætis- ráðherra eftir því að verða fyrsti hægri sinnaði forsætis- ráðherra Svíþjóðar til þess að halda velli í gegnum þrennar þingkosningar, en Svíar ganga að kjörborðinu næst- komandi sunnudag. Útlitið er þó ekki bjart fyr- ir Reinfeldt. Skoðanakann- anir benda til þess að sænskir kjósendur vilji breytingar, og hefur fylgi Moderatarna, flokks Reinfeldts, fallið um nærri því þriðjung á kjör- tímabilinu. Við þetta bætist að með honum í ríkisstjórn eru þrír aðrir flokkar, en þar af eiga tveir þeirra, Miðflokk- urinn og Kristilegi demó- krataflokkurinn, það á hættu að lenda röngu megin við 4%- þröskuldinn sem þarf til þess að ná mönnum inn á þing. Að hluta til má skýra fylgis- tap Reinfeldts með því að sósíaldemókratar hafa nú náð vopnum sínum á ný, og býr hinn nýi leiðtogi þeirra, Stef- an Löfven, að mikilli reynslu úr einu stærsta verkalýðs- félagi Svíþjóðar, þó að hann sé nú nýgræðingur á vett- vangi stjórnmálanna. Þá benda sumar kannanir til þess að kjósendur vilji refsa Reinfeldt fyrir stöðu efna- hagsmála í land- inu en atvinnu- leysi hefur aukist um 3% á síðustu átta árum. Reinfeldt hefur af þeim sökum lagt höfuð- áherslu á þann árangur sem náðst hafi, en hann bendir meðal annars á að ríkisstjórn sín hafi lagt grunninn að um 250.000 nýjum störfum, að Svíþjóð hafi farið betur út úr efnahagskrísunni en önnur ríki og að ríkisstjórnin hafi staðið fyrir margvíslegum umbótum á stöðnuðu velferðarkerfi Svía. Sósíaldemókratar benda á móti á það að umbætur Rein- feldts eigi sér lengri rætur aftur í tímann, og að ríkis- stjórn hans geti ekki eignað sér allan árangurinn ein. Það er margt til í því, en eins og vinstri flokkarnir tala nú, ekki síður væntanlegir sam- starfsflokkar sósíaldemókrat- anna en þeir sjálfir, er full ástæða til að hafa áhyggjur af að Svíþjóð snúi af braut um- bóta í velferðarmálum. Slík breyting væri ekki til þess fallin að draga úr atvinnuleysi eða efla efnahagslífið á annan hátt. Nú, þegar tæp vika er til kosninganna, benda flestar kannanir til þess að ný ríkis- stjórn vinstri flokkanna þriggja verði mynduð að kosningum loknum. Reinfeldt getur huggað sig við það að bilið á milli framboðanna hef- ur verið að minnka nokkuð eftir því sem nær dregur kosningunum. Fátt bendir þó til annars, en að pendúllinn í sænskum stjórnmálum muni aftur leita til sósíal- demókrata. Reinfeldt berst fyrir lífi ríkisstjórnar sinnar} Fer pendúllinn til baka? Það er gömulsaga og ný að misjafn sauður leynist í mörgu fé og erlendir ferða- menn til Íslands eru ekki öðruvísi en aðrir hóp- ar að þessu leyti. Engan þarf svo sem að undra þó að nokkr- ir misjafnir sauðir leynist á meðal þeirra milljón ferða- manna sem leggja leið sína hingað til lands í ár, en með auknum fjölda og þar með aukinni hættu á vafasömu at- hæfi þarf aukinn viðbúnað. Flestir þeir sem hingað koma sækja í náttúruna og nær allir láta sér nægja að njóta hennar án þess að valda vísvitandi spjöllum. En eins og dæmin í sumar sanna er einn og einn sem vill ganga lengra en lög leyfa og nátt- úran þolir, svo sem með skaðlegum utan- vegaakstri. Í ljósi þeirra breyttu að- stæðna sem orðið hafa með miklum fjölda erlendra ferða- manna er nauðsynlegt að auka ekki aðeins upplýs- ingagjöf til ferðamanna held- ur einnig eftirlit utan alfara- leiða. Vissulega þarf að gæta hófs í því eins og öðru en eng- in ástæða er til að svörtu sauðirnir trúi því að þeir geti spillt íslenskri náttúru áhættulaust. Aukinn fjöldi ferða- manna kallar á ýms- ar breytingar } Misjafn sauður Þ eir sem vilja frið, þurfa að undir- búa sig fyrir stríð,“ segir latneskt máltæki, en Rómverjar til forna vissu manna best á fornöld hvern- ig fara ætti með ófriði á hendur öðrum og á móti hvernig forðast mætti að vera gripinn í bólinu, ef einhver hygðist ráðast á mann. Segja má að Vesturlönd hafi haft hina róm- versku speki að leiðarljósi þegar kalda stríðið knúði dyra, en ógnin sem ráðamenn þar upp- lifðu frá Sovétblokkinni knúði þá til þess að eyða, jafnvel um efni fram, í alls kyns drápstól og morðvopn, sem líklega gætu eytt mestöllu lífi á jörðinni hér um bil fimm sinnum, sem aftur knúði Moskvustjórnina til þess að gera slíkt hið sama. Þegar kalda stríðinu lauk án þess að mannkynið hefði náð að fyrirfara sér, önduðu margir léttar, og sömu ráðamenn og áður höfðu eytt umtalsverðum fjármunum í hergögn, töldu sér nú óhætt að spara aurinn. En einhvers staðar í látunum gleymdist að heimurinn var ekki orðinn friðsæll staður, þó að líkurnar á því að hann færist í kjarnorkueldi væru orðnar engar. Ríki Atl- antshafsbandalagsins töldu sér óhætt að rifa seglin, Bandaríkjamenn lokuðu varnarstöðinni hérna, og vondu Rússarnir voru allt í einu orðnir vinir okkar. Hversu lengi gat slíkt ástand enst? Og hversu langur tími gat lið- ið áður en Rússar upplifðu sig umsetna á ný? Þó að fátt eða ekkert geti afsakað innrás Rússa inn í annað fullvalda ríki eða innlimun Krímskag- ans er það einnig ljóst að gjörðir Pútíns eru ekki fullkomlega að ástæðulausu, og að vest- urveldin og Evrópusambandið geta tekið á sig mikið af sökinni fyrir því hvernig komið er fyrir hlutunum nú. Atlantshafsbandalagið þarf því á ný að setja upp í sig vígtennurnar og búa sig undir stríð, í þeirri von að það komi aldrei. Ákveðið var fyrir helgi að stofna nýtt „hraðlið“, skipað 4.000 hermönnum, sem gætu brugðist við innan tveggja sólarhringa, færi það svo að Rússar létu til skarar skríða gegn t.d. Eystrasaltslöndunum. Jafnframt voru uppi fögur orð um að ríkin Evrópumegin við Atlantshafið myndu auka útgjöld sín til öryggismála, en líklegt er að flest þeirra muni heykjast á því þegar til kastanna kem- ur. Stóra spurningin hér er hvort þessar tilfæringar veiti trúverðuga vörn. Einhverra hluta vegna verður það að teljast ólíklegt að tiltölulega lítill flokkur manna gæti veitt hugsanlegum árásaraðila langt viðnám. Og jafnvel það gerir ráð fyrir að Rússar muni ráðast á viðkomandi land eða lönd af fullum þunga, í stað þess sem þeir hafa gert í Úkraínu, að lauma sér hægt og bítandi í betri stöðu þangað til andstæðingar þeirra standa frammi fyrir orðnum hlut. Hvenær yrði hraðliðið kallað út? Vilji menn frið, þarf að undirbúa stríð segir máltækið. Mann er farið að gruna að við þau orð megi bæta: „og undirbúa það vel.“ sgs@mbl.is Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Hraðvarið land? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is ÁLeiknisvelli á fimmtu-dagskvöld mátti sjá tárvotaugu stuðningsmannaLeiknis þegar félagið tryggði sæti í efstu deild í fyrsta skipti. Knattspyrnufélagið var stofn- að árið 1973, hefur aðsetur í efra Breiðholti og þjónustar að mestu Fella- og Hólahverfi þar sem um 13 þúsund manns búa. Þrátt fyrir stórt hverfi hefur félagið fæsta iðkendur allra knattspyrnufélaga í Reykjavík sem halda úti yngri flokka starfi. Garðar G. Ásgeirsson hefur fylgt fé- laginu frá áttunda áratugnum sem leikmaður og þjálfari og hjarta hans slær í takt við félagið. Hann telur að vera Leiknis í efstu deild geti dregið fram jákvæða sýn á Breiðholtið. „Of margt fólk úti í bæ telur að efra Breiðholtið sé vont hverfi þar sem glæpir séu algengir. Auðvitað er fólk að grínast en það er hvimleitt að heyra alltaf á þetta minnst þegar tal- að er um hverfið,“ segir Garðar. Lengi vel var illa haldið utan um yngri flokka starf í félaginu. Garðar segir að breyting hafi orðið til batn- aðar undir lok níunda áratugarins. „Fram að því var enginn að kenna leikmönnum heldur voru fótboltaæf- ingar staður til að hafa krakka á svo þeir hefðu eitthvað að gera,“ segir Garðar. Framan af gekk yngri flokk- um félagsins ekki vel og töpin voru fleiri en sigrarnir en það hefur breyst. Í dag standa margir flokkar félagsins sig vel. Eini Íslandsmeist- aratitillinn kom árið 1994 þegar 6. flokkur hampaði titlinum. Iðkendur af 24 þjóðernum Í hópi Leiknis sem tryggði sér sæti í efstu deild eru 2/3 hlutar upp- aldir Leiknismenn. Þykir það óvenju- hátt hlutfall þegar horft er til leik- mannahópa í meistaraflokki á Íslandi. „Leiknir er einstakur klúbbur þar sem fjölskyldustemning ríkir. Ég held að það séu fáir klúbbar þar sem eins mikil nánd ríkir á milli leik- manna, stjórnar, aðstandenda og áhorfenda,“ segir Garðar. Hvergi er hærra hlutfall inn- flytjenda en í Fella- og Hólahverfi í Reykjavík. Þannig eru t.a.m. 25% íbúa í Fellahverfi á aldrinum 18-54 ára innflytjendur. Endurspeglast það nokkuð vel í Leikni þar sem iðkendur eru af 24 þjóðernum, að sögn Garð- ars. Hann segir að ekki hafi gengið nægilega vel að fá börn innflytjenda á æfingar. „Ég held að hluti vandans sé sá að foreldra skortir oft leiðbein- ingar um það hvað stendur fólki til boða. Rannsókn sýnir t.a.m. að inn- flytjendur nota frístundakort mun síður en Íslendingar,“ segir Garðar. „Við förum yfirleitt með upplýsingar í skólana á 3-4 tungumálum,“ segir Garðar. Íslenskir gegn útlenskum „Það verður spennandi að sjá hvort börn innflytjenda skila sér alla leið upp í meistaraflokk,“ segir Garð- ar. Að sögn hans eru elstu börn inn- flytjenda, sem æfa í félaginu, fædd á árunum 1995-1997. Þegar hefur einn leikmaður, Frymezim Veselaja, sem er í öðrum flokki félagsins, bankað á dyr meistaraflokks. Hann er fæddur árið 1995 og foreldrar hans eru frá Albaníu. „Í fjórða flokki eru strákar af sjö þjóðernum. Stundum er skipt í lið á æfingum þar sem útlend- ingar eru á móti Íslendingum og þá þurfa Íslendingarnir að fá lánað hjá útlendingunum,“ segir Garðar í gamansömum tón. Hann segir þó að strákarnir velti ekkert þjóðernum fyrir sér. „Strákarnir pæla ekkert í því. Fyrir þeim eru þetta allt Ís- lendingar,“ segir Garðar. Einstakur fjölskyldu- klúbbur í efstu deild Morgunblaðið/Styrmir Kári Í efstu deild Leiknir í Reykjavík komst í fyrsta skipti í efstu deild á fimmtu- dagskvöld. Félagið er fjölskylduklúbbur þar sem mikil nánd ríkir. „Lið Leiknis í dag er skipað leik- mönnum sem ég kalla fyrstu kynslóð af Leiknismönnum. Það helgast af því að þegar ég var yngri og menn voru spurðir með hvaða liði þeir héldu, þá svör- uðu menn að þeir héldu með Fram eða Val eða eitthvað ann- að. Sjálfur sagðist ég halda með Þrótti en æfa með Leikni,“ segir Garðar og hlær við. Hann segir að þegar horft er tíu ár aftur í tímann þá hafi þessi verið raun- in. „En þegar strákarnir, sem eru í þessu liði í dag, voru spurðir sömu spurningar sögðust þeir halda bara með Leikni, eins og allir krakkar í félaginu í dag segjast gera,“ segir Garðar. Telur hann þetta til marks um breytta sýn iðkenda á félagið og sjálfsmynd þess. Eru stoltir Leiknismenn BREYTT SJÁLFSMYND Garðar G. Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.