Morgunblaðið - 08.09.2014, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.09.2014, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Nútíminn Síminn er orðinn stór hluti af lífi fólks og augun oft á skjánum í lófanum. Ekki er ólíklegt að þessir gestir fjölskyldugarðsins séu að senda myndir á alnetið af siglingu með börnunum. Ómar Berlín| Þær koma sí- fellt betur í ljós, hinar glundroðakenndu af- leiðingar þess að „Bandaríski friðurinn“ er að leysast upp smátt og smátt. Bandaríkin hafa varið í sjö áratugi alþjóða- kerfi, sem – þrátt fyrir alla galla sína og þrátt fyrir öll þau mistök sem risaveldið hefur gert – tryggði almennt séð að lágmarks stöðug- leiki ríkti. Að minnsta kosti var Pax Americana nauðsynlegur þáttur í öryggiskerfi Vesturlanda. En Bandaríkin eru hvorki tilbúin né hafa þau getu til þess lengur að vera alheimslögregla. Hinar ótrúlega miklu hættur og ófriður sem heimurinn þarf að glíma við í dag – í Úkraínu, Írak, Sýrlandi, Gaza og Líbíu – tengjast hinni nýju afstöðu Bandaríkjanna. Færi það svo að það slægi í brýnu á öðru átakasvæði í heiminum – nefnilega Austur-Asíu – stæði heimsbyggðin frammi fyrir alþjóð- legum hörmungum vegna þess hversu margar svæðisbundnar kreppur ættu sér stað á sama tíma. Augljóslega yrði það hættuástand sem enginn gæti stjórnað eða haldið niðri. Hinn tvípóla heimur kalda stríðs- ins heyrir sögunni til; George W. Bush sólundaði hinni skömmu stund sem Bandaríkin voru hið eina sanna risa- veldi heimsins. Efna- hagsleg alþjóðavæðing hefur ekki náð hingað til að búa til ramma fyrir nýtt alþjóðakerfi. Kannski erum við í miðju óreiðunnar, ferl- is sem mun leiða til nýrrar skipan alþjóða- mála – eða, það sem líklegra er, erum við einungis að hefja það ferli. Umræðan um það hvernig heims- byggðin verði í framtíðinni á sér að- allega stað á Vesturlöndum – nánar tiltekið, Norður-Ameríku og Evr- ópu. Þar sem þau ríki sem eru á uppleið eru aðallega að reyna að að- laga stöðu sína að eigin þjóðarmetn- aði og hagsmunum, vilja þau ekki eða geta ekki lagt fram þær hug- myndir og grunnreglur sem ættu að liggja til grundvallar nýrri skipan alþjóðamála. Hvernig, til dæmis, eru áætlanir Kínverja eða Indverja um nýtt milliríkjakerfi? (Í ljósi nýlegra at- burða í austurhluta Úkraínu, er það líklega betra að spyrja ekki of mikið um það hvernig Rússar sjá framtíð- ina fyrir sér.) Hin gömlu Vestur- veldi beggja vegna Atlantsála virð- ast vera þau einu sem íhuga það og eru því ómissandi ef það á að við- halda stöðugleika heimsins. Á sama tíma hafa þessar mörgu kreppur endurvakið á Vestur- löndum hina gömlu hefðbundnu deilu á milli hugsjónastefnu og raunsæis, eða það hvort utanríkis- stefnu beri að miða við lífsgildi eða hagsmuni. Þó að það sé löngu orðið ljóst að vestræn ríki treysta á hvort tveggja, er munurinn, sama hversu raunverulegur hann er, nú aftur í brennidepli. Ástandið í Írak og hið hryllilega ofbeldi sem Íslamska ríkið (IS) hef- ur beitt þar og í Sýrlandi, er að stórum hluta afleiðing þess að Vest- urveldin ákváðu að skipta sér ekki af sýrlenska borgarastríðinu. „Raunsæismennirnir“ í utanríkis- málum mótmæltu því að gripið yrði inn í atburðarásina af „mannúðar- ástæðum“. Afleiðingarnar er nú skýrar: Neyðarástand vegna flótta- manna og alvarleg uppreisn gegn hinum arabísku Mið-Austurlöndum eins og þau hafa verið síðustu öld- ina. Deilur í Evrópu um það hvort það beri að selja Kúrdum vopn virðast furðulegar í ljósi ástandsins í Írak. IS hótar fyrir framan nefið á okkur að drepa eða selja í þrældóm alla þá sem tilheyra öðrum trúarhópum eða þjóðabrotum sem taka ekki íslams- trú eða flýja. Það er siðferðileg skylda heimsbyggðarinnar að grípa til aðgerða þegar hún horfir upp á hótanir IS um þjóðarmorð. Spurn- ingar um það, til dæmis, hvað verði um vopnin sem Kúrdar fá, eftir að bardögunum lýkur, skipta minna máli. Þegar hugsað er út frá realpolitik styrkjast rökin ennfremur í ljósi þess að íraski herinn hefur nánast enga von til þess að geta sigrast á IS, en kúrdískar hersveitir hafa þá getu – en aðeins ef þær fá nútíma- leg vopn. Sigri Íslamska ríkið í Norður-Írak, eða jafnvel þó þeir nái aðeins Erbil, höfuðborg kúrdísku heimastjórnarinnar, myndi það ekki einungis valda ómældum hörm- ungum fyrir íbúana; það myndi einnig skapa stórkostlega pólitíska hættu fyrir gervöll Mið-Austurlönd og heimsfriðinn. Tengslin á milli siðferðisgilda og hagsmuna eru augljós, og gera deil- ur um grundvöll utanríkismála því óþarfar. Þetta á sérstaklega við um Evrópusambandið. Mið-Austurlönd, þar sem blóðþyrst og ómengað hryðjuverkaríki væri í miðpunkti, yrðu bein ógn við öryggi Evrópu. Þannig að hvers vegna ætti ekki að hjálpa þeim í Írak sem vilja og hafa getu til þess að takast á við þessa hættu? En ef aðeins vesturveldin taka ábyrgð á því viðhalda reglu í al- þjóðakerfinu, er ekki hætta á því að þau muni færast of mikið í fang, í ljósi þess hversu margar og marg- víslegar hættur steðja að heim- inum? Flestar af þessum deilum eru ekki á milli ríkja; þær eru ósam- hverfar, og vestræn samfélög – Bandaríkin þar á meðal – eru ekki tilbúin fyrir slíkt. Við þessar deilur bætist svo hin mikla harka sem ein- kennir trúarbragðastríð – alveg eins og þau sem hrjáðu Evrópu á sex- tándu og sautjándu öld. Þannig að, já, vesturveldin eiga það vissulega mjög á hættu að teygja sig um of. En hver er valkosturinn, annar en aukin ringulreið, mun fleiri ógn- anir, og fjölmargur flóttamanna- vandi? Vesturveldin – og Evrópa þar fyrst og fremst – geta ekki vikið sér undan þessari klemmu. Hættuástandið í heiminum í dag, ásamt stríðsþreytu Bandaríkjanna, neyðir Evrópu til þess að skilgreina hvaða hlutverki hún vill gegna í framtíð stöðugleika vestursins – og heimsins. Ef Bandaríkin geta ekki lengur haldið „Bandaríska friðnum“ við, verður Evrópa að sinna örygg- ismálum meira. En Evrópa getur ekki tekist á hendur meiri ábyrgð á alþjóðakerfinu án frekari pólitísks samruna. Því miður eru of margir leiðtogar í Evrópu sem geta ekki skilið – eða vilja ekki skilja þetta. Eftir Joschka Fischer »Hinar ótrúlega miklu hættur og ófriður sem heimurinn þarf að glíma við í dag – í Úkra- ínu, Írak, Sýrlandi, Gaza og Líbíu – tengjast hinni nýju afstöðu Bandaríkjanna. Joschka Fischer Joschka Fischer var utanríkisráð- herra Þýskalands og varakanslari frá 1998 til 2005, og var leiðtogi þýska Græningjaflokksins í næstum 20 ár. ©Project Syndicate/Institute for Human Sciences, 2014. www.project- syndicate.org Þegar of mikið er færst í fang

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.