Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.2014, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 lagsins í mörg ár og vann meist- aralega að hag þess – um það heyrði ég marga eldri lækna, fyrrverandi samstarfsmenn, vitna í áttræðisafmælishófi henn- ar. Mamma talaði lengi alltaf um hana sem „stelpuna hana Haddý“. Hún átti þá við hana litlu systur sína sem hún hafði m.a. eitt sinn fóstrað og kennt þegar hún var við farskóla- kennslu norður í Önundarfirði. Um vorið þurftu þær systur að komast heim í Vatnsdal. Það mál var einfaldlega leyst með því að fara gangandi vestur yfir heiðar. Þetta tók víst einhverja daga en var ekkert mál, sagði mamma; hún var svo dugleg hún Haddý, þá aðeins 13 ára gömul. Tuttugu árum síðar, þegar leið mín lá suður, snerust málin við. Ég fór í „fóstur“ til Haddýjar frænku. Hún gekk mér sem næst í móð- urstað og hjá henni átti ég heima á mínum menntaskólaárum syðra og víst húsaskjól enn leng- ur. Síðar gekk Sigurður bróðir í þetta sama skjól. Já, það var ekkert nema kærleikur og gleði á þessu heimili. Aldrei minnist ég þess að hún hafi skammast út af nokkrum hlut, aðeins mildar ábendingar stöku sinnum. Þetta voru skemmtileg ár. Haddý var svo mikil athafnakona að með ólíkindum var; allt var gert á fullu, ekki hálfkák við nokkurn hlut. Í frítímum sínum stundaði hún íþróttir, hesta- og fjalla- mennsku af slíkum krafti að maður dróst ósjálfrátt með. Hún hafði verið Íslandsmeistari kvenna í badminton en lét sér nú nægja að spila einu sinni í viku og útvegaði mér tíma og spila- félaga. Ekki var hún ánægð fyrr en ég – þá strákur um tvítugt – hafði náð slíkri færni að ég gat veitt henni sjálfri keppni – þá kominni nær á fimmtugsaldurinn – tækjum við saman leik. Hest- arnir biðu á stalli uppi í Gufunesi og þeim varð að sinna. Marga ánægjustundina átti ég með henni við að snúast í kringum þessa hesta, hreyfa þá og spretta úr spori. Og svo voru það skíða- ferðirnar upp um fjöll og firn- indi. Hér var ég að vísu jafnoki hennar í þeirri kúnst að skáskera brekkur enda nánast fæddur með skíði á fótunum. En hjá Haddý lærði ég líka á aðra og skemmtilega hlið þessarar íþróttar – að ganga á skíðum í fjallanna sal og njóta og finna sig í öræfaheimi. Þetta hafði frænka mín líkast til lært og komist í kynni við í Jöklarannsóknafélag- inu. Þar fór hún mikinn eins og allsstaðar (starfandi í nefndum og ráðum) og náði sjálf að standa á þeim „tindi Heklu hám“, sem það var að komast í Vatnajök- ulsleiðangur, vorið 1959. Með Halldóru er gengin góð og mik- ilhæf kona. Hugur minn fyllist þökk, nú að leiðarlokum, fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti og deildi með þessari stór- frænku minni. Einar Jónsson. Kær og mæt vinkona okkar, Halldóra Thoroddsen, er fallin frá. Hún var traustur vinur ásamt því að vera vinnufélagi okkar og húsbóndi, er við hjón unnum bæði hjá Krabbameins- félögunum. Kynni mín við hana hafa varað alla tíð frá því er ég kom til Reykjavíkur til náms haustið 1975 og bjó þá tímabund- ið á heimili hennar og Sverris þá- verandi sambýlismanns hennar í Safamýrinni. Hún varð fjöl- skylduvinur þegar við hjónin hófum búskap og fylgdist hún með frá fyrstu tíð og skapaðist gagnkvæm vinátta milli okkar og hennar. Síðar komu börnin og yngsta dóttirin skírð Katrín Halldóra eftir ömmu Kötu og Halldóru. Var það Halldóru til mikillar gleði og talaði hún æv- inlega um Katrínu nöfnu sína, þegar mikið lá við. Hún kom með hestana sína til frambúðar í hest- húsið okkar í Mosfellssveitina: Kolbein frá góðvini Halldóru Þorgeiri í Gufunesi og Helming, sem hún átti að hálfu með Rögnu vinkonu sinni. Litla hestamanna- félagið okkar Háhestur styrkti tengslin við góða vini í sveitinni. Við fórum á hestbak saman og í hestaferðir á sumrum sem voru gleðistundir. Þar taldi Halldóra ekki eftir sér að vera með í sem flestum ferðum. Hún var órög í öllum aðstæðum og stundum varð hún fyrir nokkrum óhöpp- um í hestaferðum, en lét það ekki aftra sér. Var jafnan komin í hnakkinn á ný þegar hún hafði náð sér. Hún var regluföst, ráða- góð og trygg sínum vinum. Hún hafði líka sínar reglur til að lifa fyrir. Hún naut þess að vera úti við hvort heldur var á hestbaki eða skíðum, gönguferðum eða í náttúruskoðun. Hjá Krabba- meinsfélagi Íslands var hún framkvæmdastjóri lengst af. Hún var metin að verðleikum í hópi þeirra samstarfskvenna og starfsfélaga sem hún hafði unnið með árum saman. Mynduðu þau samheldinn vinahóp, sem naut þess að hittast og fara saman í leikhús, tónleika, sjá sýningar, sitja við spil, eða hittast í göngu- ferðum. Slíkan vinahóp kunni Halldóra vel að meta. Hún rækt- aði sína vináttu á einstakan hátt við þá sem hún vildi eiga að vin- um. Og hennar vinir urðu okkar vinir. Eftir að við fluttum austur á Norðfjörð var talast við í síma og hún var heimsótt ef við kom- um í borgina. Hún kom einnig austur til okkar ásamt góðri vin- konu. Það eru forréttindi að hafa kynnst Halldóru Thoroddsen og allri hennar vináttu, bæði í leik og starfi. Þegar ég söðlaði um og flutti mig um set, „hætti við hest- inn og fór í prestinn“, taldi Hall- dóra að tímabært væri að hætta hestamennskunni. Hún setti punkt við hestahaldið, hestarnir felldir og hún sjálf var farin að hægja á í starfi. Þannig var hún skipulögð og valdi sér leiðir sem ekki urðu henni of erfiðar við slík umskipti. Nú er sviðið autt, Hall- dóra horfin af vettvangi. Öll sím- tölin og heimsóknir til hennar í gegnum tíðina eru nú fjársjóður minninganna. Við fjölskyldan þökkum henni samfylgdina með- an varaði og biðjum góðan Guð að hafa hana í faðmi sínum í ljósi eilífs lífs. Guð blessi minningarn- ar og samleiðina meðan varaði. Sigurður Rúnar Ragnarsson og Ragnheiður Hall. Nú er einn góður ferðafélagi okkar Sigrúnar fallinn frá. Með Halldóru er horfin ein afar trygg vinkona okkar. Við rifjuðum það upp fyrir skömmu, að um tuttugu ára skeið höfðum við ferðast saman á hrossum um hálendi Íslands. Á þessum tímum voru í góðra vina hópi jafnan kannaðar einhverjar ævintýralegar slóðir á heiðum uppi. Haldið var af stað í lok júl- ímánaðar og ferðast fram í miðj- an ágúst. Voru tveir fylgdar- menn oftast í för, og riðið úr hlaði frá Ásum í Hreppum með yfir þrjátíu hross. Voru í þeim flokki burðarklárar, sem fluttu farangur okkar, tjöld, matföng og ýmsan annan varning. Í hópi okkar voru þrenn læknishjón, og svo bættust nokkrir einstakling- ar í liðið. Á hverju sumri í mörg ár voru jafnan kannaðar ein- hverjar nýjar leiðir og skoðaðar sögufrægar slóðir á hálendi landsins. Í lok hverrar ferðar hittist svo sami hópur um vet- urinn á þorrablótum eða við svip- uð tækifæri, og voru þá rifjaðar upp ferðirnar, sýndar myndir úr leiðöngrum, endursagðar sögur og farið með vísur sem kveðnar höfðu verið í ferðinni. Var Halldóra alltaf kát og fjörug í þessum ævintýraferðum, og tók þátt í öllum meiriháttar athöfnum leiðangursins. Ég man eftir henni hlúa að meiðslum og syngja vísur í áningarstöðum eða í Eyvindarkofaveri. Varla er unnt að tengjast betri vinar- böndum en í slíkum öræfaferð- um. Á seinni árum stunduðu þær ferðafélagarnir Halldóra og Ell- en Pétursdóttir oft leikhúsferðir saman. Við Sigrún og aðrir ferða- félagar sendum ættmönnum hennar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sturla Friðriksson, vistfræðingur. Dánarfregn Halldóru kom mér á óvart þar sem við hjónin höfðum hitt hana og vinkonu hennar Ellen á leiksýningu hjá Borgarleikhúsinu ekki alls fyrir löngu og þá var hún eins og ávallt allhress en aðspurð um heilsufarið sagði hún þó „að ekki væri allt sem sýndist“. Kynni okkar Halldóru hófust þegar ég hóf störf hjá Krabba- meinsfélaginu sem yfirlæknir Leitarstöðvar á miðju ári 1982 eftir skyndilegt fráfall fyrrver- andi yfirlæknis Guðmundar Jó- hannessonar kvensjúkdóma- læknis. Halldóra var hávaxin, glæsileg og áveðin kona og var á þeim tíma allt í senn gjaldkeri, framkvæmdastjóri og forstjóri Krabbameinsfélagsins við hlið ólaunaðs gjaldkera og stjórnar- formanns stjórnar félagsins. Á þeim árum var enginn samning- ur við hið opinbera um fjármögn- un leitarinnar og starfsemin byggðist að mestu á frjálsum framlögum félagsmanna og ann- arra góðviljaðra borgara lands- ins. Fjárhagurinn var því oft erf- iður en Halldóra hélt svo fast utan um öll fjárútlát að ýmsum þótti nóg um og reksturinn bjargaðist því ætíð fyrir horn. Halldóra tók mér í byrjun með vissri varúð þar sem hún vildi sjá hvað nýr yfirlæknir hefði upp á að bjóða en ég tel að hún hafi samt sætt sig við þenn- an nýja yfirlækni þar sem hún sagði eitt sinn við mig: „Kristján, ég held að þú sért betri en eng- inn.“ Hún reyndi einnig að hvetja mig til að vinna úr gagna- safni leitarinnar með þeim orð- um: „Kristján, þú verður nú að skrifa um eitthvað annað en eggjastokkakrabbamein í Sví- þjóð.“ Ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að kynnast Halldóru ut- an veggja Krabbameinsfélags- ins. Halldóra var mikil hestakona og fengum við hjónin stundum að fljóta með henni og félögum hennar í útreiðarferðum í nágrenni Reykjavíkur þar sem staldrað var við uppi á heiði og grafið eftir vissum fjársjóði sem hún hafði þar áður falið. Eftir langa samveru hjá Krabbameinsfélaginu get ég ekki sagt annað en að okkur Halldóru hafi samið vel þar sem við bárum gagnkvæma virðingu fyrir hlutverki hvort annars í oft aðþrengdum rekstri félagsins. Við ferðalok þakka ég ánægju- lega samfylgd um leið og ég votta aðstandendum og vinum samúð vegna brottfalls góðrar vinkonu. Kristján Sigurðsson. Halldóru Thoroddsen kynntist ég fyrst er ég tók sæti í stjórn Krabbameinsfélags Íslands 1988. Hún var þá framkvæmdastjóri félagsins og hafði unnið því dyggilega, allt frá stofnun, 27. júní 1951. Hún var í raun fyrsti starfsmaður Krabbameinsfélags- ins en hafði áður unnið á Rann- sóknastofu Háskólans í meina- fræði með Níelsi Dungal, Halldóra Thoroddsen ✝ Eggert StefánSverrisson fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1956. Hann lést 29. ágúst 2014. Eggert var sonur hjónanna Katrínar Melsteð og Sverris Ragnarssonar. Hann var elstur af sex sytkinum en hin eru: Katrín (látin), Guðrún, Ragnar, Einar Stein- grímur og yngstur er Þorsteinn Páll. Eftirlifandi eiginkona Egg- erts er Guðrún Sigurðardóttir, fædd 16. maí 1955. Hún er dóttir hjónanna Þóru Steingrímsdóttur og Sigurðar Þorgrímssonar sem bæði eru látin. Eggert gekk börnum Guðrúnar í föðurstað en þau eru Þóra Stefánsdóttir, gift Ágústi Þór Sigurjónssyni og eiga þau Viktor Daða og Önnu Margréti, og Haraldur Arnar Stefánsson, giftur Jóhönnu Njáls- dóttur en þeirra börn eru Stefán og Alexandra Líf. Eggert ólst að mestu leyti upp á Akureyri en fluttist með foreldrum sín- um og systkinum suður í Laugarás í Biskups- tungum eftir fermingu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Laugarvatni og síðan lá leiðin í frekara nám, meðal annars í skipasmíðastöðinni Stálvík. Sjó- mennskan var þó það sem hann starfaði lengst við. Útför Eggerts fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 8. sept- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Það var fyrir um 20 árum að Eggert og Gunna fóru að rugla saman reytum. Gunna var þá ekkja með tvö börn, Þóru og Har- ald, sem þá voru á unglingsaldri. Það leið ekki á löngu áður en þau hófu sambúð og Eggert varð órjúfanlegur hluti af fjölskyld- unni. Tíminn leið og Þóra og Har- aldur stofnuðu sínar eigin fjöl- skyldur og eru ömmu- og afabörnin fjögur talsins. Þau eru augasteinar og yndi afa og ömmu. Þótt þau séu öll búsett í Dan- mörku er sambandið alltaf mikið og gott. Óhætt er að segja að Eggert hafi sett svip sinn á fjölskylduna því það var aldrei lognmolla í kringum hann. Hann hafði yndi af hressandi samræðum og leiddist ekki þegar upp komu rökræður, sem var ósjaldan. Oft ákvað hann að halda fram andstæðum skoð- unum bara til að hleypa fjöri í samræðurnar. Slíkt endaði svo yfirleitt með hlátri Eggerts enda var þetta oftast stríðni af hans hálfu. Litlu börnin í fjölskyldunni fóru ekki varhluta af þessari stríðni og voru þau ótrúlega ung komin í spaugilegar uppákomur með Eggerti. Þótt Eggert væri oft að spauga á þennan hátt var það langt í frá alltaf. Hann hafði sterkar skoðanir bæði á mönnum og málefnum og var þá ekkert að skafa af hlutunum. Í gegn skein þá rík réttlætiskennd og var hann lítið fyrir dylgjur þegar kom að alvöru lífsins. Eggert og Gunna höfðu mikið yndi af því að ferðast, bæði hér- lendis og erlendis. Lengst af áttu þau ýmist húsbíl eða hjólhýsi sem þau ferðuðust á vítt og breitt og nutu þau sannarlega lífsins við leik og störf. Það var svo fyrir um sex árum að Eggert greindist með illvígan sjúkdóm sem að lokum dró hann til dauða. Veikindin tæklaði hann á sinn einstaka hátt og var engan bilbug á honum að finna. Okkur er ofarlega í huga ferð sem Egg- ert fór í um síðustu páska til Þýskalands og Danmerkur. Í Þýskalandi keypti hann sér mót- orhjól sem hann keyrði til Dan- merkur. Þar heimsótti hann Þóru, Harald og fjölskyldur. Síð- an keyrði hann hjólið í Norrænu. Sjálfur flaug hann heim og fór svo beint á Seyðisfjörð og tók á móti hjólinu. Þetta finnst okkur aðdáunarvert og það hvernig Eggert hætti aldrei að láta draumana rætast. Eftir þetta voru farnar nokkrar ferðir innan- lands þar sem vinir og vanda- menn voru heimsóttir. Hugmynd að næstu ferð var komin á kortið. Sú ferð var ekki farin því að fljótt skipast veður í lofti og Eggert hélt í sína hinstu ferð. Hún var farin í skyndi og þegar enginn átti von á. Ferðin sú er óvissuferð þótt Eggert hafi verið búinn að undirbúa hana eins og hægt var. Stórt skarð er höggvið í fjöl- skylduna við fráfall Eggerts og hans verður sárt saknað. Elsku Gunna, orð fá ekki lýst samúð okkar nú þegar þú ert orð- in ekkja í annað sinn. Hvernig það má vera er óskiljanlegt en við verðum að trúa því að það sé ekki meira á mann lagt en maður get- ur borið. Haraldi, Þóru, foreldrum, systkinum og fjölskyldum vott- um við einnig okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning þín Eggert og hvíl þú í friði. Katrín, Hilmar og fjölskylda. Eggert Stefán Sverrisson ✝ Jón Björn Sig-urðsson fædd- ist á Brautarhóli á Svalbarðsströnd 3. mars 1932. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akur- eyri 28. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Sigurlaug María Jónsdóttir frá Flatey á Skjálf- anda og Sigurður Vilhjálmsson frá Dálkstöðum, bændur á Brautarhóli. Systkini Jóns Björns voru Vilhjálmur, f. 16.3. 1926, d. 16.8. 1993, Hall- dóra, f. 24.11. 1927, d. 14.11. 1997, og Helgi, f. 2.12. 1933, d. 18.6. 2006. Eftirlifandi eiginkona hans er Jóhanna Marín Kristjánsdóttir frá Róðhóli í Skagafirði, fædd 7. júlí 1934. Þau gengu í hjónaband maki Vilhjálmur Jón Valtýsson og eru börn þeirra fjögur: Val- björn Ægir, maki Katrín Elísa Einisdóttir og eiga þau þrjú börn, Kristín, maki Arnar Már Sigurðs- son og eiga þau tvö börn, Jón Björn, maki Gígja Jónsdóttir og eiga þau eitt barn, Aldís Erna, maki Jakob Sindri Þórsson. 4) Dagbjört Hrönn, maki Gunn- steinn Þorgilsson og eru börn þeirra fjögur: Rósa, maki Ragnar Gísli Ólafsson og eiga þau eitt barn, Þóra, maki Sveinn Brynj- ólfsson og eiga þau þrjú börn, Ol- geir, maki Guðlaug Sunna Kar- velsdóttir, Arnar. 5) Þráinn Viðar, maki Hafdís Garðarsdóttir og eru börn hans þrjú: Jóna Björk, maki Bjarki Kristinsson og eiga þau tvö börn, Sindri, maki Sunna Lind Höskuldsdóttir og eiga þau eitt barn, Guðrún Marín. 6) Kristján Birkir, maki Steinunn Eyjólfsdóttir og eru börn þeirra fjögur: Vala María, Jóhanna Mar- ín og á hún eitt barn, Eygló Erna og Sunneva. Útför Jóns Björns fer fram í Akureyrarkirkju í dag, 8. sept- ember 2014, kl. 13.30. 19. október 1953. Börn Jóns Björns og Jóhönnu eru: 1) Sig- ríður Sigurlaug, f. 19.8. 1953, maki Stefán Sveinbjörns- son, f. 5.8. 1950 og eru börn þeirra þrjú: Jóhanna Dögg, maki Óðinn Ásgeirs- son og eiga þau þrjú börn, Harpa Hrönn, maki Dick Johan- son, Birkir Örn, maki María Aldís og eiga þau eitt barn. 2) Jóna Guðný, f. 16.4. 1955, maki Þor- steinn Þ. Jósepsson og eru börn þeirra þrjú: Erna Mary, maki Helgi Þ. Svavarsson og eiga þau þrjú börn, Vilborg Birna, maki Sigmar Ólafsson og eiga þau tvö börn, Jóhann Ómar, maki Hrafn- hildur Harðardóttir og eiga þau tvö börn. 3) Helen, f. 4.1. 1958, Hugsaðu um allt sem að höndum ber hvort sem er sorg eða gleði, taktu því öllu eins og það er og ávallt með jafnaðargeði. (Alfreð Jónsson) Í dag kveðjum við elskulegan föður okkar, Jón Björn Sigurðs- son. Hann var greiðvikinn og einstakt ljúfmenni með allt sitt jafnaðargeð í gegnum súrt og sætt. Með þakklæti í huga minn- umst við þess hvað hann var okk- ur yndislegur faðir og góð fyr- irmynd í gegnum lífið. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Sigríður Sigurlaug, Jóna Guðný, Helen, Dagbjört, Viðar og Kristján. Í dag, mánudaginn 8. septem- ber 2014, er til grafar borinn tengdafaðir minn, Jón Björn Sig- urðsson, síðast til heimilis á dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri. Ég kynntist honum fyrst á ofan- verðri síðustu öld eða um 1971 er hann bjó ásamt fjölskyldu sinni á Bergi á Svalbarðseyri og vann í kaupfélagsbúð KSÞ þar á staðn- um en var að vinna á jarðýtu eitthvað líka um þetta leyti. Árið 1975 fluttu þau hjón, Jón og Jó- hanna, vestur að Bræðraá í Skagafirði. Það var á árum þeirra þar sem ég kynntist tengdapabba miklu betur en við hjón fórum marga ferðina vest- ur, stundum til að hjálpa eitthvað til og börnin okkar dvöldu öll um lengri eða skemmri tíma í sveit- inni hjá afa og ömmu. Við byggð- um okkur sumarbústað sem var fluttur vestur 1990 og hífður á sinn stað í svonefndum Hólum í landi þeirra hjóna á Róðhóli en þangað voru þau þá flutt frá Bræðraá. Þá var ekki að spyrja að tengdapabba sem mætti með ýtuna sína (nashyrninginn) og lagði veginn, sléttaði undir girð- ingu og var vakinn og sofinn við að hjálpa upp á sakirnar. Ég hef um dagana kynnst mörgu ágætu fólki en það er ekki á neinn hall- að þótt ég segi að tengdapabbi er einhver besta manneskja sem ég hef hitt. Alltaf sama jafnaðargeð- ið og góðmennskan og ekki skemmdi fyrir ef börn og ung- lingar voru að þvælast í kringum hann. Þá var stutt í galsa og góð- látlega stríðni sem einkenndu hann alla tíð. Það var erfitt hjá tengdapabba síðustu árin en hann hafði fengið heilablóðfall og Jón Björn Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.