Morgunblaðið - 08.09.2014, Side 23

Morgunblaðið - 08.09.2014, Side 23
Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfé- laga, LSS, og starfaði þar í sex ár. Hún hóf störf hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, LSR, er hún útskrifaðist úr viðskiptafræðinni og starfaði þar fyrst við lánadeild en starfar nú þar á Fjárreiðudeild við eignaumsýslu verðbréfa sjóðsins og fleira. Breyttur og betri lífsstíll Þegar vinnunni sleppir er Anna Sigríður með hugann við fjölskyld- una, hreyfingu, ferðalög og grúskar auk þess við tölvur: „Ég fór í Hlaupahóp FH árið 2011 og við það breyttist hugarfarið mitt algjörlega. Hreyfing er nú orðin hluti af lífi mínu en var það alls ekki áður. Nú finnst mér göngur á fjöll, hjól, hlaup og Crossfit alveg ótrúlega skemmti- legt. Ég er mest stolt af því að hafa náð að hlaupa hálft maraþon, meira að segja tvö á síðasta ári. Ég hefði aldrei séð það fyrir að ég ætti nokk- urn tímann eftir að fara að stunda hlaup af neinu tagi. Svo náði ég því líka, ólíkt mörgum jafnöldum mín- um, að verða amma fyrir fertugt. Ég elska ömmuhlutverkið enda er barnið alveg yndislegt.“ Fjölskylda Eiginmaður Önnu Sigríðar er Arnar Karlsson, f. 19.10 1969, vél- fræðingur. Hann er sonur Karls Halldórs Ágústssonar, f. 29.11. 1932, d. 4.7.1998, framkvæmdastjóra hjá Baader, og Guðrúnar Maríu Guð- mundsdóttur, f. 19.9. 1939, húsfreyju í Hafnarfirði. Börn Önnu Sigríðar og Arnars eru María Arnarsdóttir, f. 20.9.1993, nú í fæðingarorlofi en dóttir hennar er Íris Anna, f. 10.5. 2014; Karl Ágúst Arnarsson, f. 25.2. 1999, nemi í Víði- staðaskóla; Andrea Arnarsdóttir, f. 22.3. 2008, nemi í Engidalsskóla. Systkini Önnu Sigríðar eru Ragna Hjördís Hannesdóttir, f. 14.7. 1965, móttökuritari, búsett í Árnesi; Sig- urður Örn Arnarson, f. 27.4. 1969, múrari, búsettur í Hafnarfirði; Mar- grét Arnardóttir, f. 2.9. 1984, harm- onikkuleikari og lífeindafræðingur, búsett í Reykjavík. Foreldrar Önnu Sigríðar eru Hulda Böðvarsdóttir, f. 24.12. 1945, fyrrv. þjónustufulltrúi í LSS, búsett í Hafnarfirði, og Örn Arason, f. 26.6. 1944, vélstjóri og fyrrv. öryggisstjóri Landsvirkjunar, búsettur í Kópa- vogi. Eiginkona Arnar er Guðbjörg Sig- urjónsdóttir, f. 21.12. 1946, skóla- stjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Eiginmaður Huldu er Sigurður Rúnar Jónasson. f. 6.2. 1939, rafvéla- virki. Úr frændgarði Önnu Sigríðar Arnardóttur Anna Sigríður Arnardóttir Margrét Elíasdóttir húsfr. á Skálum Jón Guðmundsson b. og útgerðarm á Skálum á Langanesi Sigríður Jónsdóttir símamær í Rvík Ari Björnsson vélstjóri í Rvík Örn Arason vélstjóri í Kópavogi Katrín Málfríður Arngrímsd. húsfr. í Neskaupstað Björn Björnsson ljósmyndari og verslunarm. í Neskaupstað Ingibjörg Einarsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Friðrik Ágúst Hjörleifss. skipstjóri í Hafnarfirði Ragna Hjördís Ágústsd. húsfr. í Hafnarfirði Böðvar B. Sigurðsson bóksali í Hafnarfirði Hulda Böðvarsdóttir þjónustufulltr. í Hafnarfirði Elísabet Böðvarsdóttir kaupm. í Hafnarfirði Ingibjörg Böðvarsd. Örn Garðarss. kokkur í Keflav. Sigga D. Arnard. kynfr. í Rvík Sigurður Sigurðsson íþróttafréttamaður Jafet Sigurðsson skipstjóri Sigríður Jafetsd. húsfr. í Rvík Jafet Ólafsson forseti Bridgesambandsins Nikkólína Hildur Sigurðard. húsfr. í Rvík Guðni Guðmundss. rektor MR Sigurður Sigurðsson kaupm. í Rvík Hlauparinn Anna Sigríður í Brúar- hlaupinu árið 2012. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Ólafur fæddist á Siglufirði 8.9.1944. Foreldrar hans voru Þ.Ragnar Jónasson, mjólkur- fræðingur og bæjargjaldkeri á Siglu- firði, og Guðrún Ólafsdóttir Reykdal húsfreyja. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Elín Bergs og eru synir þeirra Ragnar Helgi myndlistarmaður og Kjartan Örn viðskiptaráðgjafi. Ólafur lauk verslunarprófi frá VÍ 1963 og nam dagskrárgerð fyrir sjón- varp við sjónvarpsstöðvar í Dan- mörku og Svíþjóð 1966 og við háskól- ann í Syracuse í New York 1973. Ólafur var blaðamaður við Alþýðu- blaðið 1965, frétta- og dagskrárgerð- armaður við Sjónvarpið 1966-76 og ritstjóri Vísis 1976-81. Hann stofnaði, ásamt konu sinni, bókaforlagið Vöku 1981, var framkvæmdastjóri Vöku og síðar Vöku-Helgafells við sameiningu forlaganna 1985 og til 1999, var stjórnarformaður Vöku-Helgafells 1999-2000 og síðar Eddu – miðlunar og útgáfu hf., 2000-2002. Hann hóf aftur afskipti af bókaútgáfu 2005 er hann var annar stofnenda bóka- forlagsins Veraldar. Hjá Sjónvarpinu gerði Ólafur fjölda heimildarkvikmynda og þátta og hafði einnig umsjón með fjölda út- varpsþátta, kom að útgáfu hundraða bók og ritverka, ritstýrði átta bókum, ritaði samtalsbók við dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, tók saman, ásamt Valgerði Benedikts- dóttur, bókina Lífsmyndir skálds, um æviferil Halldórs Laxness, skrifaði bókina Halldór Laxness Líf í skáld- skap, og bókina Halldór Laxness – Til fundar við skáldið. Þá sendi hann frá sér ljóðabókina Agnarsmá brot úr eilífð. Ólafur var formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda, Bóka- sambands Íslands og Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka, sat í stjórn Minja og sögu, í stjórn Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins, í nefnd til undirbúnings 1000 ára af- mælis kristintöku á Íslandi og var formaður Samstarfsnefndar um reykingavarnir. Hann var aðalræðis- maður Hollands á Íslandi frá 1991. Ólafur lést 27.3. 2008. Merkir Íslendingar Ólafur Ragnarsson 100 ára Guðríður Hjaltested 90 ára Einar Sigtryggsson Elísabet Jónsdóttir Garðar Halldórsson Sturlína Sturludóttir 85 ára Cecilia Steingrímsdóttir Paul D.B. Jóhannsson Sigurður K. Eiríksson Sveinn Steinsson 80 ára Arndís Björnsdóttir Árni Arinbjarnarson Geir Ragnar L. Andersen Maríanna Sigurðardóttir Ólöf Erla Þórarinsdóttir Pálmar Þorsteinsson Sigurjón Kristinsson 75 ára Ásdís Svava Hrólfsdóttir Karen María Pálína Gestsdóttir Sigrún Jónsdóttir Svanheiður Friðþjófsdóttir 70 ára Guðlaug Þorkelsdóttir Guðrún Júlíusdóttir Gunnar Richter Hilmar Karlsson Hulda Kristjánsdóttir Sigríður Garðarsdóttir 60 ára Ari Biering Hilmarsson Berit Gunhild R. Þórhallsdóttir Bjarni Bjarnason Guðbjörg Eggertsdóttir Hrafn Hjartarson Jón Þórir Óskarsson Kristín Hálfdánardóttir Margrét Þ. Hlíðdal Baldursdóttir Óla Steina Agnarsdóttir Sigríður Björg Þórðardóttir Sveindís M. Sveinbjörnsdóttir 50 ára Ásta Bryndís Sveinsdóttir Bergljót Á. Sigurðardóttir Einar Þór Birgisson Elín María Thayer Guðmundur Emil Jónsson Helga Birkisdóttir Nina Sapronova Sigríður O. Halldórsdóttir Þórdís Thorlacius 40 ára Ásta Hólm Birgisdóttir Daiva Zelvyte Danupiene Eiríkur Sigurður Sigurðsson Hulda Rósa Stefánsdóttir Karina Gladys Bolivar Serge Ólafur Freyr Númason 30 ára Ella Björg Rögnvaldsdóttir Ingunn Þorvarðardóttir Jón Ragnar Hjálmarsson Kristján Vignir Hjálmarsson Lukasz Wolozyn Páll Þorsteinsson Steinunn Hafsteinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Lára ólst upp í Borgarnesi, býr í Grundarfirði og er skrifstofustjóri hjá Láka Tours í Grundarfirði. Maki: Jón Frímann Eiríks- son, f. 1976, stýrimaður og skipstjóri á Hring SH. Börn: Kolbrún Líf, f. 2005, og Eiríkur Frímann, f. 2007. Foreldrar: Þórey Guð- laugsdóttir, f. 1964, og Magnús Óttarsson, f. 1963. Lára Magnúsdóttir 30 ára Jón Ingi býr í Kópavogi, lauk MS-prófi í tölvunarfræði frá Edin- borgarháskóla og er for- ritari hjá Azazo. Maki: Ingibjörg Jóhanns- dóttir, f. 1986, mannfræð- ingur, kennari og tölv- unarfræðingur. Börn: Jökull Freyr, f. 2011, og Hekla Líf, f. 2014. Foreldrar: Sveinbjörn Brandsson, f. 1960, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1960. Jón Ingi Sveinbjörnsson 30 ára Birgir ólst upp í Breiðholti en býr nú Graf- arholti og er sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. Maki: Einar Ágúst Gunn- steinsson, f. 1994, starfs- maður hjá N-1. Foreldrar: Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson, f. 1945, ökukennari og leigubifreiðastjóri, og Pál- ína Guðný Emilsdóttir, f. 1956, ritari við Fellaskóla. Þau eru búsett í Reykja- vík. Birgir Már Guðlaugsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.