Morgunblaðið - 08.09.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.09.2014, Qupperneq 29
» Dagur B. Eggerts-son borgarstjóri af- hjúpaði í fyrradag vegg- mynd eftir Erró á gafli íbúðablokkarinnar í Álftahólum 4-6 í Breið- holti. Erró útfærði teikningu sína í samráði við Listasafn Reykja- víkur á tvær byggingar í Breiðholti, blokkina og íþróttamiðstöðina við Austurberg og var lagt upp með að efri hluti myndarinnar á Álftahól- um sæist úr mikilli fjar- lægð. Neðri hlutinn birtist svo þegar komið er nálægt myndinni. Morgunblaðið/Ómar Slegið á létta strengi Erró gantast við borgarstjórann Dag B. Eggertsson. Tónar Blásið var í lúðra af tilefninu. Gleði Almenn ánægja var á meðal gesta við afhjúpun veggmyndarinnar. Máluðu Þessir tveir, Helgi Grétar Kristinsson og Arnar Óskarsson voru kampakátir, enda sáu þeir um að mála listaverk Errós á húsgaflinn. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2014 Fjöldi heimskunnra vina bandarísku sjónvarpskonunnar og uppistandar- ans Joan Rivers, sem lést í liðinni viku á sjúkrahúsi í New York, 81 árs að aldri, hefur minnst hennar með hlýhug. Þeirra á meðal eru Karl Bretaprins sem segir Rivers hafa verið einstaka konu með mikla anda- gift og spjallþáttastjórnandinn Dav- id Letterman segir Rivers hafa rutt brautina fyrir konur í uppistandi. Rivers naut mikilla vinsælda sem sjónvarpsþáttastjórnandi og uppi- standari í heimalandi sínu, Banda- ríkjunum, og þótti dásamlega kjaft- for og kaldhæðin. Hún kom fyrst fram í sjónvarpi árið 1965 í þætt- inum The Tonight Show sem Johnny Carson stjórnaði þá. Árið 1986 hóf hún að stýra spjallþættinum The Late Show, fyrst kvenna í Banda- ríkjunum. Síðustu fjögur ár ævinnar var hún einn þáttastjórnenda Fash- ion Police á sjónvarpsstöðinni E! en í þeim gagnrýndi hún klæðaburð fræga fólksins. Fyrir þremur árum hófu göngu sína raunveruleikaþættir um sam- skipti Rivers við dóttur sína, Mel- issu, Joan & Melissa: Joan Knows Best? og lauk síðustu þáttaröð í maí á þessu ári. Rivers var fleira til lista lagt en uppistand og þáttastjórn því hún skrifaði einnig bækur og sjón- varpsþáttahandrit og lék á sviði og í kvikmyndum. AFP Spaugsöm Joan Rivers með dóttur sinni Melissu á rauða dreglinum fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna árið 2006. Rivers lést 4. september sl. Minnst fyrir einstaka kímnigáfu Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEGT •100% NÁTTÚRUL EG T • Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN! Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlum Oft spurt? Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góð- gerlarnir svona vel og fljótt á marga meltinga- erfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Svar Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnummagann niður í smáþarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. Notkun 2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingjusamari. - Prófaðu og upplifðu muninn EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA 10 JENNIFER ANISTON ISLA FISHER Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 ÍSL. TAL L 12 12 12 14 PARÍS NORÐURSINS Sýnd kl. 8 - 10:10 LIFE OF CRIME Sýnd kl. 5:30 - 8 TMN TURTLES 3D Sýnd kl. 5:30 LET´S BE COP´S Sýnd kl. 10:10 LUCY Sýnd kl. 8 THE EXPENDABLES 3 Sýnd kl. 10 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.