Morgunblaðið - 30.09.2014, Page 9

Morgunblaðið - 30.09.2014, Page 9
www.guinot.com HYDRADERMIE • Húðin fær aukinn raka og mýkt • Þéttir húð og gefur fallega áferð • Árangur sést strax eftir meðferð Andlitsmeðferð Snyrtistofur: www.guinot.is Guinot sérhæfir sig í árangursríkum andlits- meðferðum og snyrti- vörum sem viðhalda árangri meðferða. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Kjartan Sveinsson byggingatæknifræð- ingur lést á Landspít- alanum í Fossvogi laug- ardaginn 27. september síðastliðinn, 88 ára að aldri. Hann fæddist 4. september 1926 á Búð- areyri við Reyðarfjörð, sonur Sveins Jónssonar verslunarmanns og Guðnýjar Pálsdóttur húsfreyju. Kjartan lauk gagn- fræðaprófi 1945. Hann lærði húsasmíði hjá Tómasi Vigfússyni byggingameistara 1946-1950 en haustið 1950 fór hann til Svíþjóðar og nam við lýðháskóla í boði Nor- ræna félagsins. Árið 1952 hóf hann nám í byggingatæknifræði við Katr- ineholms Tekniska skola í Svíþjóð, sem hann lauk 1955. Kjartan hóf störf á teiknistofu Húsameistara Reykjavíkur 1955, þar sem hann vann meðal annars með Einari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni. Þar starfaði hann í sex ár en stofnaði eigin teiknistofu 1961 og rak hana í 43 ár. Eftir hann liggja teikningar að um það bil 5.000 ein- býlishúsum og raðhúsum og 10.000 íbúðum í fjölbýlis- húsum. Þá teiknaði hann Hótel Örk í Hveragerði og fjölda skóla ásamt skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði. Kjartan var afar far- sæll í starfi og eft- irsóttur hönnuður og þekktur fyrir þann stíl sem einkennir mörg húsa hans. Hafa þau meðal annars verið kölluð Kjartanshús, en hann varð einna fyrst- ur manna hér á landi til að skreyta einbýlishús með súlum. Kjartan og eftirlifandi eiginkona hans, Hrefna Kristjánsdóttir, ráku saman Bón- og þvottastöðina í Sól- túni í 37 ár, frá 1969-2006, þegar þau seldu fyrirtækið. Kjartan var mikill skautamaður og keppti meðal annars við kan- adíska hermenn í skautastökki á yngri árum og hafði sigur. Eftirlif- andi börn Kjartans eru Þórarinn, Álfheiður og Arndís en fósturdóttir Kjartans er Sigfríð Þórisdóttir. Útför Kjartans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 15 föstudag- inn 3. október. Andlát Kjartan Sveinsson Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Flottir bolir Verð kr. 8.900 | Str. M-XXXL Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is BUXUR - BUXUR fyrir allar konur w Niðurmjóar - Beinar Mörg snið - Margir litir GERRY WEBER - GARDEUR LAGERSALA Brjáluð gleðisprengja Mikið úrval af fatnaði á kr. 1.500 2.000 3.000 4.000 5.000 Kíktu það borgar sig Bonito ehf. • Friendtex • Praxis Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is Opið mánudag - föstudag 11:00-17:00, lokað laugardaga Þriðjudag – föstudag Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Vatnsheldar vetraryfirhafnir m/hettu Eldgosið við Holuhraun hefur vakið at- hygli víða um heim og margar myndir birst af gosinu og hrauninu í dagblöð- um og netmiðlum. Á meðfylgjandi gervitunglamynd sést hvernig fjögurra kílómetra langur taumur, um tveir fer- kílómetrar að flatarmáli, bætist við hraunið og rennur eins og eldtunga frá gosgígunum. Myndin var tekin í há- deginu í gær og má ætla af henni að hraunbreiðan sé ekki undir 46 ferkíló- metrum að flatarmáli. Gosið hefur nú staðið í rúman mán- uð og hefur virkni þess verið nokkuð stöðug undanfarna daga. Þá eru eng- ar teljanlegar breytingar á skjálfta- virkni á umbrotasvæðinu aðrar en þær að skjálftar sem mældust í gær voru nokkru færri en dagana á undan. Stærsti skjálftinn í gær var 5,5 stig og varð hann við suðaustanverða öskju Bárðarbungu. Hann er einn af fjórum skjálftum af þessari stærð sem mælst hafa við megineldstöðina frá því jarð- hræringar hófust um miðjan ágúst. Frá miðnætti í gær og fram á kvöld mældust þrjátíu skjálftar í Bárðar- bungu og fimmtán í ganginum Jarðvísindastofnun/MODIS/NASA Gígarnir og hraunelfurin sjást í gegnum skýjaglufu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.