Morgunblaðið - 30.09.2014, Síða 13

Morgunblaðið - 30.09.2014, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Fulltrúar Lionsklúbbsins Freys af- hentu Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins nýlega nýtt Lucas hjartahnoðtæki til afnota í sjúkra- bílum. Fram kemur í tilkynningu að tækið spennist utan um sjúklinginn og hnoðar hann með tjakki sem gengur niður á brjóstið. Þannig veitir það jafnt og stöðugt hjarta- hnoð sem getur aukið lífslíkur sjúk- lings sem þarf að flytja milli staða, oft á tíðum við erfiðar aðstæður. Guðmundur Jón Helgason, for- maður Freys, sagði þegar hann af- henti tækið, að þeir félagarnir von- uðu að þeir þyrftu aldrei á þessu tæki að halda en óskuðu þess ein- læglega að það kæmi að góðum not- um. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri, tók við tækinu fyrir hönd slökkviliðsins og sagði að sambæri- legt tæki hjá SHS hefði létt mönn- um verulega starfið. Lionsfélagar hófu söfnun þegar þeir heyrðu að SHS vantaði hjarta- hnoðtæki. Þar með er búið að tækjavæða tvær af þremur stöðvum SHS. Lionsmenn söfnuðu fyrir hjartahnoðtæki Gjöf Félagar í Lionsklúbbnum Frey ásamt forsvarsmönnum Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins við hjartahnoðtækið sem Lionsmenn söfnuðu fyrir. Stefnt er að því að flestir geti séð um miðjan október hversu mikið höf- uðstóll íbúðalána þeirra lækkar vegna aðgerða ríkisstjórn- arinnar. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnastjóri höfuðstólslækk- unarinnar. „Það er sú tímasetning sem við höfum verið að miða við ef allt gengur sam- kvæmt áætlun,“ segir hann. „Þá fer fram svokölluð birting og þá eiga all- flestir að geta séð hvernig þetta verður.“ Hann segir að einhver þús- und tilfella séu flóknari viðfangs vegna fjölskyldusögu og/eða við- skiptasögu. Fólk hefur kannski skil- ið, gengið í hjónaband, selt eignir o.s.frv. Slík mál gætu tafist. „Við erum auðvitað að reyna af öllu afli að stuðla að því að hægt verði að birta sem mest,“ segir Tryggvi. Stefnt sé ennfremur að því að aðgerðirnar verði komnar end- anlega til framkvæmda um áramótin og þá verði hægt að sjá lækkanirnar á greiðsluseðlum. Fólk hafi að há- marki þriggja mánaða umhugs- unartíma frá birtingu til þess að samþykkja niðurstöðuna. Lækkun ljós í næsta mánuði Tryggvi Þór Herbertsson  Nokkur þúsund tilfelli eru flókin Von er á lifrarbólgu C lyfinu Sovaldi til landsins bráðlega, samkvæmt upplýsingum frá framleiðandanum. Eins og sagði frá í Morgunblaðinu í síðustu viku bíða lifrarbólgu C sjúklingar hér á landi eftir að hingað komi nýtt lyf við sjúkdómnum sem læknar hann á áhrifaríkari og ein- faldari hátt en hingað til hefur verið hægt að gera. Lyfið er hið fyrr- nefnda Sovaldi og kemur frá banda- ríska líftæknifyrirtækinu Gilead. Lyfið hefur gilt markaðsleyfi á Ís- landi og það er Gilead sem er mark- aðsleyfishafinn. Þegar markaðsleyfi hefur verið gefið út þarf markaðs- leyfishafinn að fá samþykkt verð og greiðsluþátttöku hjá lyfjagreiðslu- nefnd. Gilead hefur ekki enn sótt um það til nefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Gi- lead er fyrirtækið skuldbundið til að gefa Sovaldi út á Íslandi eins fljótt og auðið er. Hins vegar, eins og á við flest lyf, fylgir Sovaldi ákveðinni út- gáfureglu og endurgreiðsluröð í Evrópu. Nákvæm tímasetning um komu Sovaldi til Íslands er háð verði og viðræðum um endurgreiðslu í öðrum Evrópulöndum. Sovaldi kem- ur eins fljótt og auðið er Síldveiðiskip Síldarvinnslunnar, Beitir og Börkur, héldu til veiða á föstudagskvöld og á laugardag að afloknu stuttu hléi. Starfsfólk fisk- iðjuversins fékk því gott helgarfrí og allmargir starfsmenn sóttu sjáv- arútvegssýninguna, segir á heima- síðu fyrirtækisins. Beitir kom til hafnar í Neskaupstað í fyrrinótt með 900 tonn af nánast hreinni síld. Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri segir á heimasíðunni að aflinn hafi fengist í fimm holum í Reyðarfjarð- ardýpi 30-50 mílur frá Norðfjarðarhorni. „Þetta verður ekki styttra og þar að auki er þetta stór og góð síld sem þarna fæst,“ sagði Hálfdan. Fengu góða síld í stuttum túr Beitis Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu og prófaðu, það er engu líkt! Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.