Morgunblaðið - 30.09.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.09.2014, Qupperneq 14
VI TINN 2014 VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Bæjarbúar hafa tekið þessu fram- taki óskaplega vel. Margir hafa létt undir með okkur með því að láta okkur fá alls konar huti og húsgögn til starfseminnar. Fyrirtæki í bæn- um hafa líka stutt okkur,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, forsvarsmaður Lunga skólans á Seyðisfirði. Skólinn hóf sína fyrstu reglulegu önn í haust eftir velheppnaða tilraunakennslu í vor. Eru nú rúmar tvær vikur liðnar af tólf vikna tímabilinu sem starf- semin tekur á hverri önn. Hugmyndin að skólanum spratt upp úr samnefndri listahátíð ungs fólks í bænum. Sú hátíð hefur frá árinu 2000 dregið þúsundir gesta til Seyðisfjarðar á hverju sumri. Lunga er lýðháskóli með áherslu á listir, sköpun og mann- rækt og sérstöðu hvers einstaklings. Innblástur er sóttur til KaosPilot háskólans í Danmörku. „Við förum djúpt í tilfinningar og upplif- anir nemenda,“ segir Björt. Hún segir að í nemendahópnum sé mjög frjór jarð- vegur fyrir slík vinnubrögð. „Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því hve hópurinn hefur náð að hristast vel saman á þessum dögum sem liðnir eru frá því að við byrjuðum,“ segir hún. Björt segir nemendur mjög ánægða og jákvæða. Lunga skólinn er ekki ókeypis. Hver önn kostar rúmlega hálfa millj- ón og verða nemendur að greiða skólagjöldin úr eigin vasa, því skól- inn er ekki lánshæfur í opinbera kerfinu. „En við bjóðum upp á greiðsludreifingu og nemendurnir hafa náð að kljúfa þetta,“ segir Björt. Í gjöldunum er innifalin gisting á staðnum. Kennslan, sem er á ensku, fer fram í félagsheimilinu Herðubreið, en gist er í gamla spítalanum sem nýlega hefur verið endurbyggður. Menntamálaráðu- neytið hefur veitt skólanum styrk til að komast yfir erf- iðasta hjallann í upphafi. Forsvars- menn skólans hafa hins vegar áhuga á því að starfsemin verði leidd í lög og skólinn fái stuðning eins og aðrar menntastofnanir. Nemendur Lunga skólans eru í haust ellefu auk tveggja lærlinga. Um helmingur er Íslendingar en hinir eru frá Ítalíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Fastir kennarar – eða hópstjórar eins og þeir kjósa að kalla sig – eru þrír. Þá koma nokkrir stundakennarar að skólanum, m.a. frá útlöndum. Hópurinn í kringum skólann er því um tuttugu manns. Skólinn er því farinn að skipta máli Áhersla skólans er á listir og mannrækt  Nýr lýðháskóli dregur fjölda fólks til Seyðisfjarðar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Forsvarsmenn F.v. Lasse Høgenhof, Björt Sigfinnsdóttir og Jonatan Spejlborg. Þau eru fastráðin við skólann. AUSTURLAND2014Á FERÐ UMÍSLAND Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þar sem áður var seld matvara, fatnaður og búsáhöld er nú unnið að listum og sköpun í víðasta skilningi. Vöruhúsið er ný sköpunarsmiðja á Höfn í Hornafirði, hún er í gamla Kaupfélagshús- inu og þar geta allir sem áhuga hafa fengið að- stöðu og tækja- búnað til list- eða nýsköpunar. „Það má segja að þetta hafi allt byrjað með nýrri aðal- námskrá grunn- skólanna,“ segir Vilhjálmur Magnússon sem veitir Vöruhúsinu forstöðu. „Í henni er lögð meiri áhersla á skapandi grein- ar og verklegt nám í skólastarfi en áður. Við fórum um landið, sáum hvernig aðrir eru að gera þetta og í kjölfarið fórum við að móta starfið.“ Stafræn hönnunarsmiðja Vöruhúsið er rekið af sveitarfé- laginu Höfn og Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Vil- hjálmur segir aðalmarkmið Vöru- hússins vera að auka vægi skapandi greina í samfélaginu. Núna felist starfsemin aðallega í því að taka á móti þeim sem vilji leggja stund á listir eða handverk, einnig eru þar kenndar list- og hönnunargreinar á framhaldsskólastigi og þá er þar Fab lab, stafræn hönnunarsmiðja með tækjum til að búa til nánast hvað sem hugurinn stendur til. Fab lab-smiðjurnar, sem er stytting á enska heitinu Fabrication labora- tory eru víða um heim, nokkrar eru starfandi hér á landi og er talsvert samstarf og þekkingarmiðlun þeirra á milli. Fátt er Vöruhúsinu óviðkom- andi. Þar er t.d. framköllunarher- bergi, aðstaða til fatahönnunar, smíðastofa, textílstofa, keramikofn, aðstaða til hljóðupptöku, tónlistar- herbergi og málm- og rafsuðurými. Allir geta sótt um þessa aðstöðu. Að auki er félagsmiðstöð barna og ung- linga á Höfn, félagsmiðstöðin Þrykkjan, með aðsetur í Vöruhús- inu. Fjölbreyttari kennsla Á næstu mánuðum stendur til að færa í Vöruhúsið verklegar greinar í grunnskólanum á staðn- um. „Stefnan er að bjóða upp á fjöl- breyttari kennslu í verklegum greinum en gengur og gerist,“ segir Vilhjálmur. „Við viljum mennta unga fólkið okkar betur og reyndar alla þá sem áhuga hafa, á þessum sviðum. Í Vöruhúsinu samþættum við skólann, einstaklinga og fyrir- tæki.“ Sköpunin er við völd í gamla Kaupfélagshúsinu Ljósmynd/Vilhjálmur Magnússon Sköpun Í Vöruhúsinu er aðstaða til fjölbreyttrar listsköpunar, meðal ann- ars myndlistar, og stendur aðstaðan opin öllum þeim sem hafa áhuga. Vilhjálmur Magnússon Tónlist Í Vöruhúsinu eru fjögur æf- ingaherbergi fyrir hljómsveitir. Kennsla í náttúru- og samfélags- greinum er óhefðbundin austur á Bakkafirði. Bylgja Dögg Sigur- björnsdóttir kennari og María Guðmundsdóttir skólastjóri stigu skref til breytinga sem hefur gef- ist afar vel, að sögn Bylgju. Hentum bókunum! Við kennsluna er ekki notast við bækur. „Við hentum bókunum!“ segir Bylgja Dögg við Morg- unblaðið og brosir. „Við kennum krökkunum sjálfstæð vinnubrögð með þessum hætti. Við kennum í lotum; við byrjuðum á því að spyrja hvað þau héldu að ætti að gera í náttúru- og samfélags- fræðigreinum, þau settu saman lista og réðu námsefninu í fyrstu lotu, við í þeirri næstu og svo koll af kolli.“ Í fyrstu lotu vetrarins var farið yfir eldgos og jarðskjálfta og ekki að undra, enda líklegasta algeng- asta umræðuefnið hér á landi um þær mundir. „Þau fá verkefni, eiga að afla sér upplýsinga sjálf og koma þeim svo frá sér og leiðirnar til þess eru margar; það getur ver- ið leikrit, stuttmynd eða hvað sem er. Það er algjörlega undir krökk- unum komið.“ Alls eru 11 kennslustundir í þessum greinum í viku hverri. Hver lota stendur í tvær til þrjár vikur, og í lok hverrar er bæjar- búum boðið í heimsókn og krakk- arnir kynna verkefnin. Dugleg að skapa Bæði börn og kennarar hafa gaman af þessari leið. „Krakkarnir draga fram margt sem okkur hefði líklega ekki dottið í hug; þau eru dugleg að skapa. Þetta er líka mjög góð leið fyrir tvítyngdu börnin, sem eiga erfitt með að lesa langa, þunga texta á íslensku.“ Á Bakkafirði eru nokkur börn Pólverja og einnig börn sem eru Hentu bókunum til að kenna sjálf- stæð vinnubrögð  Kennarar sem fara sínar eigin leiðir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Una sér vel Hjónin Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir, kennari á Bakkafirði, og Jón Marinósson. Stelpan þeirra heitir Ronja Sjöfn Jónsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.