Morgunblaðið - 30.09.2014, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.09.2014, Qupperneq 15
fyrir bæjarfélagið. Hann setur svip á bæjarbraginn, eflir mannlífið og færir samfélaginu á staðnum tekjur og atvinnu. Skólanum hefur verið styrktur af því að nokkrir þekktir ein- staklingar hafa tekið sæti í stjórn hans. Þar má nefna Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur fatahönnuð, Dýra Jónsson framkvæmdastjóra Vest- urports, Nínu Magnúsdóttur lista- konu og stjórnarformann Nýlista- safnsins, Margréti Pálu Ólafsdóttur skólastjóra, Guðmund Odd prófess- or við Listaháskólann og Ólaf Stef- ánsson handknattleiksmann. Skólinn var prufukeyrður í mars og apríl síðastliðnum. Gekk það vonum framar. Skólann sóttu þá sautján nemendur frá átta mismun- andi löndum. Ekkert aldurstakmark er í skólanum, en hingað til hafa nemendur flestir verið í kringum tví- tugt og þrítugt. Morgunblaðið/Golli Prufukeyrslan Guðmundur Oddur prófessor í Listaskólanum ræddi við nemendur á vornámskeiðinu. Morgunblaðið/Golli Áberandi Lunga, hátíðin og skólinn, setja sterkan svip á Seyðisfjörð. VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. hollensk í aðra ættina. „Þau finna sér upplýsingar á netinu á sínu eigin tungumáli en skrifa svo og flytja verkefnin á íslensku.“ Ástæða þess að þær Bylgja Dögg og María ákváðu að leggja af hefðbundna kennslu í þessum greinum var til að koma í veg fyr- ir páfagaukalærdóm, sem stundum er kallaður svo; þegar eitthvað er lært utanbókar án þess þó að muna það til frambúðar. „Ég áttaði mig á þessu þegar við vorum á nemendaferðalagi tveim- ur vikum eftir sögupróf; tvær stelpur höfðu fengið 10 á prófinu og mér datt í hug að kanna hvað þær myndu. Lagði fyrir þær sömu spurningar og á prófinu og þær vissu varla um hvað ég var að tala! Þarna áttuðum við okkur á því að það væri líklega ekki sérlega heppilegt að kenna þessi fög eins og alltaf hefur verið gert. Nú veit ég að það skilur miklu meira eftir að kenna eins og við gerum nú.“ Bylgja Dögg er fædd og uppalin á Vogum á Vatnsleysuströnd og flutti ekki austur fyrr en 2010. Halldór Njálsson eiginmaður prestsins á Skeggjastað, séra Brynhildar Óladóttur, var með Bylgju í jarðfræði í Háskóla Ís- lands á sínum tíma og vissi að hún hafði tekið að sér forfallakennslu annað slagið. „Dásamlegt“ „Halldór hringdi í mig þegar vantaði kennara hér og spurði hvort ég hefði áhuga á að koma. Ég dreif mig á staðinn og fannst svo gaman að kenna hér að ég festist. Svo kynntist ég líka Jóni, manninum mínum, og vil vera hér. Það er dásamlegt að vera á Bakkafirði,“ sagði Bylgja Dögg þegar Morgunblaðið hitti hana að máli. Nú eru 15 börn í grunnskól- anum á Bakkafirði, þar af eru 11 í 5. til 10. bekk og er kennt saman, m.a. í vinnustofunum í náttúru- og samfélagsgreinunum. skapti@mbl.is Meðal fallegra gripa í Vopna- fjarðarkirkju er skírnarfontur sem stendur á útskornum stöpli og moldunartrog. Gripina fékk kirkjan báða að gjöf; fontinn og stöpulinn til minningar um Einar Björnsson í Holti, sem fórst með vitaskipinu Hermóði í febrúar 1959, og trogið og reku til minn- ingar um Einar frænda hans Sig- urðsson, sem lést í svefni á ung- lingsaldri, árið 1978. Stöpullinn undir skírnarfont- inn er úr smiðju Ríkarðs Jóns- sonar, myndhöggvara og tré- skurðarlistamanns. Ríkarður hannaði gripinn en þýskur starfsmaður á verkstæði hans í Reykjavík er sagður hafa skorið hann út. Það er listilega gert. Björn Jóhannsson, skólastjóri og kennari, byggði húsið Holt á Vopnafirði og bjó þar. Hann var faðir Einars heitins. Sigurður sonur Björns og bróðir Einars býr nú í húsinu ásamt eiginkonu sinni, Þuríði Eyjólfsdóttur, en þau áttu Einar yngri. Í Holti búa nú einnig Anna, dóttir þeirra hjóna, og Hjalti Jörgensson maður hennar. Einar eldri fórst með vitaskip- inu Hermóði, sem fyrr greinir. Þá létust alls tólf manns þegar skipið var á leið frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur í af- takaveðri aðfaranótt miðviku- dagsins 18. febrúar 1959. Einar var þá þrítugur. „Þessi gripir eru meðal þeirra sem ég segi sérstaklega frá þeg- ar ég sýni kirkjuna. Mér hefur lengi þótt athyglisvert hvernig þeir nafnar og frændur hafa fylgt Vopnfirðingum frá vöggu til grafar,“ sagði Ólafur Val- geirsson, formaður sóknar- nefndar, í samtali við blaðamann Morgunblaðins sem skoðaði kirkjuna á dögunum. Ólafur segir gripina jafnan vekja athygli og ekki síður sög- una af því hvernig þeir eru til- komnir. skapti@mbl.is Vopnfirsku frændurnir Einar og Einar Fylgja íbúum frá vöggu til grafar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fallegt Skírnarfonturinn á stöpl- inum, moldunartrogið og rekan. Vinsæl og fjölsótt listahátíð LUNGA HALDIN Á SEYÐISFIRÐI Í MEIRA EN ÁRATUG LungA hátíðin hefur verið haldin á Seyð- isfirði í meira en áratug. Þetta er listahá- tíð, einkum sniðin að ungu fólki. Dag- skráin er fjölbreytt, skapandi vinnustofur, listsýningar, gjörningar, dans, leiklist og tónleikar. Mikil aðsókn er jafnan að hátíðinni. Þegar hún var haldin í júlí í sumar sem leið komu á fjórða þúsund gestir til Seyð- isfjarðar. Sannkölluð vítamínssprauta fyr- ir bæjarfélag þar sem íbúar eru innan við sjö hundruð. LungA Frá fyrstu listahátíð unga fólksins árið 2000. Jantzen Jolene Tvær tegundir af glæsilegum hægindastólum með snúning og ruggu. Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181www.innlit.is Þekking • Þjónusta HÆGINDASTÓLAR GLÆSILEGIR FRÁ WHITE FEATHERS 4 leðurlitir 2 taulitir Jantzen & Jolene Verð: 139.000 áklæddur leðri (4 litir) 98.000 með sterku tauáklæði (2 litir) 20% Kynninga- afsláttur MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.