Morgunblaðið - 30.09.2014, Side 21

Morgunblaðið - 30.09.2014, Side 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Við eigum afmæli í dag Þökkum öllum okkar viðskiptavinum fyrir samfylgdina og viðskiptin Við leggjum metnað okkar í að veita viðskiptavinum okkar vandaða og persónulega þjónustu Alpha Skeifunni 17, 477 7777 Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali 820-8081 sylvia@remax.is Brynjólfur Þorkelsson 820-8080 binni@remax.is Davíð Ólafsson Löggiltur fasteignasali 897-1533 david@remax.is Guðmundur Steinþórsson Löggiltur fasteignasali 899-9600 ghs@remax.is Haukur Halldórtsson Löggiltur fasteignasali 695-9990 haukurhalldors@remax.is Hörður Sverrisson Löggiltur fasteignasali 899-5209 hordur@remax.is Einar Birgisson Sölufulltrúi 661-9032 einar@remax.is Halldór Kristján Sigurðsson Sölufulltrúi 695-4649 hks@remax.is Haukur Hauksson Sölufulltrúi 699-2900 haukur@remax.is Hörður Björnsson Sölufulltrúi 660-8002 hb@remax.is María Kristín Jónsdóttir Sölufulltrúi 821-7676 maria@remax.is Salvör Þ. Davíðsdóttir Sölufulltrúi, MBA 844-1421 salvor@remax.is Sunna Rós Baxter Sölufulltrúi 823-2266 sunnabaxter@remax.is Þórdís Björk Davíðsdóttir Sölufulltrúi 862-1914 thordis@remax.is Ein helsta krafa eldri borgara í kjara- málum í dag er krafan um að kjaragliðnun sú, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum, verði leiðrétt. Með kjaragl- iðnun er átt við það að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði minna en lægstu laun en samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka til jafns við hækkun neyslu- vísitölu og taka mið af hækkun launa. Á kreppuárunum eftir banka- hrunið var lífeyrir aldraðra og ör- yrkja frá Tryggingastofnun fryst- ur. Lægstu laun hækkuðu hins vegar um 16% árin 2009 og 2010. En á sama tímabili hækkaði líf- eyrir aldraðra og öryrkja frá al- mannatryggingum ekki um eina krónu. Síðan hafa lægstu laun hækkað mun meira en lífeyrir. Líf- eyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa. Þess vegna er það ósvífið að frysta kaup lífeyrisþega á sama tíma og önnur laun hækka. Mikil kjaragliðnun Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík telur að kjaragliðnunin sé það mikil sl. 5 ár að hækka þurfi lífeyri strax um a.m.k. 20% til þess að jafna metin. Flokksþing Framsóknarflokksins ályktaði á þessa leið um þetta mál fyrir þing- kosningarnar 2013: Lífeyrir aldr- aðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var fyrir kosningarnar 2013, fjallaði einnig um málið. Þar var eft- irfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leið- réttur strax til sam- anburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Hér var um alveg skýr kosningaloforð að ræða hjá báðum stjórnarflokkunum. Þeir lofuðu að leið- rétta kjaragliðnunina. En efndir hafa engar orðið enn. Ekki er að finna eina krónu í fjár- lagafrumvarpinu fyrir 2015 til leið- réttingar á kjaragliðnun kreppu- tímans. Svo virðist því sem stjórnarflokkarnir ætli að humma þetta kosningaloforð fram af sér. Eða með öðrum orðum: Svo virðist sem stjórnarflokkarnir ætli að svíkja þetta kosningaloforð. Engar nýjar kjarabætur í fjárlagafrumvarpinu Ekki eru í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2015 nein framlög til nýrra kjarabóta aldraðra og öryrkja. Að- eins er í frumvarpinu eðlileg leið- rétting vegna fjölgunar bótaþega lífeyristrygginga milli ára, vegna endurmats útgjalda og vegna hækkunar á frítekjumarki lífeyr- issjóðstekna ellilífeyrisþega sam- kvæmt samkomulagi, sem stjórn- völd gerðu við Landssamtök lífeyrissjóða 2010. Bætur hækka um næstu áramót um 3,5% í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs. Lægstu laun hækkuðu um 5% við gerð síðustu kjarasamninga. Talið er að laun muni hækka um 5-6% næsta ár. Það er því ljóst, að 3,5% hækkun lífeyris nær ekki hækkun lægstu launa. Er þetta í samræmi við af- stöðu stjórnvalda fyrr og nú gagn- vart öldruðum og öryrkjum, þ.e. þá stefnu að klípa alltaf af bótum aldraðra og öryrkja og halda kjör- um þeirra niðri. Matarskattur stórhækkaður Mestu tíðindi fjárlagafrumvarps- ins og tekjuöflunarfrumvarps í tengslum við það eru tillögur um hækkun virðisaukaskatts á mat- væli. Lagt er til, að virðisauka- skattur, sem lagður er á matvæli, hækki úr 7% í 12%. En á móti lækki almennur virðisaukaskattur úr 25,5% í 24%.Vörugjöld falla nið- ur. Alþýðusamband Ísland gagn- rýnir hækkun á matarskatti og tel- ur að hún bitni verst á þeim lægst launuðu. Hagfræðingur ASÍ bendir á, að þeir lægst launuðu noti tvö- falt meira af tekjum sínum í mat- arkaup en þeir hæst launuðu eða 21% af tekjum sínum en þeir hæst launuðu noti aðeins 10% tekna sinna til matarkaupa. Hækkun barnabóta sem mótvægisaðgerð gagnast ekki eldri borgurum og ör- yrkjum. Aðeins 30% öryrkja hafa börn á framfæri sínu. Vegna hækk- unar matarskattsins hefði verið eðlilegt að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja á móti. Góð mótvæg- isaðgerð hefði einnig verið sú ráð- stöfun að hækka skattleysismörkin eins og LEB og FEB hafa farið fram á. Hækkun skattleysismarka hefði gagnast öldruðum og ör- yrkjum vel og láglaunafólki yf- irleitt. Stjórnin hefur lítið sem ekkert gert Fulltrúar stjórnarflokkanna tala mikið um það að ríkisstjórnin hafi gert einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja. En það eina sem rík- isstjórnin hefur gert fyrir þessa hópa er eftirfarandi: Frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra var hækkað úr 40 þús. á mánuði í 110 þús. kr. á mánuði. Það kostar 275 millj. kr. á ári. Og útreikningi grunnlífeyris var breytt á ný og hætt að reikna lífeyrissjóðs- greiðslur með tekjum. Það kostar 1.575 millj. kr. á ári. Alls eru þetta 1.850 millj. kr. á ári. Annað gerði stjórnin ekki að eigin frumkvæði fyrir lífeyrisþega. Skerðing tekju- tryggingar rann út af sjálfu sér, þar eða lögin þar um voru tíma- bundin og giltu til síðustu ára- móta. Minni skerðing tekjutrygg- ingar kostar 2,5 milljarða á ári. En þrjár aðrar skerðingar frá 1. júlí 2009 hefur stjórnin ekki leiðrétt. Og mesta kjaraskerðingin, kjaragl- iðnunin, er óleiðrétt. Stjórnin get- ur því hætt að guma af afrekum sínum í málum aldraðra og ör- yrkja. Hún valdi að gera það sem kostaði lítið sem ekki neitt. T.d. má búast við að kostnaður við breytt frítekjumark vegna atvinnu- tekna aldraðra komi allur til baka í ríkiskassann í auknum sköttum af vinnu aldraðra. Vonandi leiðréttir þingið fjár- lagafrumvarpið lífeyrisþegum í hag. Lífeyrir aldraðra hækki um 20% Eftir Björgvin Guðmundsson »Ekki eru í fjárlaga- frumvarpinu fyrir 2015 nein framlög til nýrra kjarabóta aldr- aðra og öryrkja. Aðeins er í frumvarpinu eðlileg leiðrétting … Björgvin Guðmundsson Höfundur er formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Butler hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson skoruðu mikið síðasta spilakvöld, 65 stig, og hafa tekið for- ystu í mótinu. Staðan eftir annað kvöld af fjórum: Jón Baldursson – Sigurbjörn Haraldss. 100 Hrólfur Hjaltason – Oddur Hjaltason 75 Kristján Blöndal – Hjördís Sigurjónsd. 74 Jöfn keppni á Suðurnesjum Vetrarstarfið hófst sl. miðvikudag með eins kvölds tvímenningi. Ekki eru allir komnir í vetrargírinn og var spilað á fjórum borðum. Keppnin var jöfn og spennandi og lauk með sigri Gunnlaugs Sævarssonar og Arnórs Ragnarssonar sem skoruðu 53. Jó- hannes Sigurðsson og Guðjón Svavar Jensen voru með 51 sem og Gunnar Guðbjörnsson og Sigurjón Ingi- björnsson. Feðgarnir Bjarki Dags- son og Dagur Ingimundarson urðu að láta sér nægja fjórða sætið með 50. Spilaður verður eins kvölds tví- menningur nk. miðvikudag kl. 19 í fé- lagsheimilinu á Mánagrund. Ársþing Bridssambandsins Ársþing BSÍ verður haldið í hús- næði Bridssambands Íslands sunnu- daginn 19. okt. og hefst klukkan 13. Félög innan hreyfingarinnar hafa setu- og atkvæðisrétt á þinginu sam- kvæmt kvótaútreikningi skilagreina en áheyrnarfulltrúar eru velkomnir að sitja þingið. Formenn eru beðnir um að senda útfyllt kjörbréf eða tölvupóst með nöfnum á þeim fulltrúum sem sitja eiga þingið á bridge@bridge.is Ef einhver hefur hug á að sitja þingið án þess að vera fulltrúi félags, sendi viðkomandi inn umsókn með tölvupósti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.