Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Systurnar eiga mjög margar góðar minningar um afa. Guðlaug Ósk segir: Ég man þeg- ar ég fór með afa í Djúpavík. Við fórum í berjamó, í fjöru, klifruð- um upp á fjall, skoðuðum hreiður og margt fleira. Þar var gaman. Við skriðum líka undir pallinn í Leiðhömrunum að leita að stein- um sem við sögðum að væri fjár- sjóður. Afi spilaði líka fótbolta við mig og leyfði mér að vinna. Í fyrravetur þegar afi var að keyra mig í skólann og við vorum komin snemma tók afi mig með sér í vinnuna í Skautahöllinni og ég fékk að kveikja á öllum ljós- unum og skjánum og búa til kaffi, síðan skutlaði afi mér aftur í skólann. Þegar mér leið illa var afi alltaf kominn til að fara með mér í gönguferð og ræða málin. Ásdís Anna segir: Þegar við vorum með afa í bíl, þá var hann með spurningakeppni. til dæmis fór hann með ljóð eða málshátt og spurði svo hvað síðasta orðið var, eða bað okkur að nefna tvær tegundir af bílum eða spurði okkur stærðfræðispurninga og fleira. Einnig skemmtum við okkur við að búa til nöfn úr stöf- um á bílnúmeraplötum. Ég man hvað var gaman þegar afi sótti mig í skólann og hversu glöð ég varð þegar ég sá hann bíða fyrir neðan stigann. Á Kanarí var afi að reyna að svæfa mig og svo sofnuðum við bæði. Við fórum einu sinni í bíl- túr frá sumarbústaðnum, afi keyrði okkur út um allt og sýndi okkur ýmislegt, gömul hús og annað. Í dýragarði í sumar sáum við skilti þar sem stóð að það mætti ekki opna bílgluggann, þá hugsuðum við að afi væri ekki bara búinn að opna gluggann, ✝ Valur Ósk-arsson fæddist 19. janúar 1946. Hann lést 18. sept- ember 2014. Útför Vals fór fram 29. september 2014. heldur kominn út og jafnvel farinn að gefa dýrunum. Lilja Rós segir: Afi fór alltaf með okkur í Sjóræn- ingjaskipið. Við sát- um oft saman í stólnum inni í afa herbergi og horfð- um á Tomma og Jenna og Simpsons. Afi leyfði mér að teikna á gömul fréttablöð og teiknaði fyrir mig dýr og fólk. Afi lék stundum við mig með dúkk- urnar, það var gaman. Við söknum þín afi okkar. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Guðlaug Ósk, Ásdís Anna og Lilja Rós. Send mér eld í anda eilífðar úr heimi, Drottinn. Lífs af lindum ljós þitt til mín streymi. Grafist gamlar sorgir. Gleymist dagsins mæða. Sé mín þrá og sigur sókn til þinna hæða. (Einar M. Jónsson) Okkur langar til að minnast frænda okkar í örfáum orðum, önnur af Pálsættinni (föðurætt- in), hin af Þorsteinsættinni (móðurættin). Leiðir okkar þriggja hafa oft legið saman á lífsleiðinni við ólíkar kringum- stæður, alltaf skemmtilegar, þar sem Valur var hrókur alls fagn- aðar. Minningar um Val sækja að okkur, m.a. minningar tengdar Ströndunum, sem hann sýndi mikinn áhuga síðustu árin. Hann var ættaður frá Bassastöðum í Steingrímsfirði í föðurætt, átti rætur að rekja í Staðarsveitina á Snæfellsnesi í móðurætt og fæddur á Geirmundarstöðum í Strandasýslu. Valur hefur alla tíð verið mjög félagslyndur. Allt frá því að hann var unglingur hefur gítarinn aldrei verið langt undan. Hann var síspilandi, sísyngjandi, frum- samda texta og aðra texta, og hélt alltaf uppi fjörinu. Það var alltaf glatt á hjalla þar sem Valur var. Hann fer snemma í Kennara- skólann og það virðist hafa verið hans köllun að vera kennari. Hann hafði orð á því þegar hann var kominn á eftirlaun að hann sæi eftir kennarastarfinu. Á starfsferli sínum sinnti hann ýmsum störfum í skóla- starfi, hann var skólastjóri við heimavistarskóla af gömlu gerð- inni og kom að stjórnun stærri skóla á höfuðborgarsvæðinu. Hann kom að kennslu á flestum sviðum, m.a. á tölvusviðinu þar sem hann sérhæfði sig í tölvu- notkun í grunnskólum. Hann var mjög fjölhæfur og margt til lista lagt. Valur fór ekki í manngreinar- álit, kom jafnt fram við alla. Hann var mikill sögumaður, ljóð- elskur og samdi mikið af mjög fallegum ljóðum, bæði tækifær- isvísur og önnur ljóð. Það var gaman að hitta Val í maí sl. þar sem hann var í Hús- dýragarðinum með dóttur og barnabarni. Þar lék hann á als oddi. Við frænkurnar í báðar ættir Vals sendum fjölskyldu Vals, eiginkonu, börnum, barnabörn- um, systkinum Vals og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um músíkalskan, hláturmildan húmorista og ynd- islegan frænda lifir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Laufey Valdimarsdóttir frá Hólmavík og Valgerður Birna Snæland Jónsdóttir frá Skarði í Bjarnarfirði. Valur Óskarsson var sannar- lega kennari af Guðs náð. Hann var hæfileikaríkur maður, gítar- leikari, hagyrðingur, ljósmynd- ari og teiknari svo að eitthvað sé nefnt. Valur var líka læs á um- hverfi sitt – íslenska náttúru og átti manna auðveldast með að umgangast nemendur sína á jafnréttisgrundvelli. Þegar Val- ur lauk kennsluferli sínum við Rimaskóla árið 2010 spannaði ferillinn 46 ár, ótrúlegt en satt, en samkvæmt bókinni Kennara- tal á Íslandi hóf hann kennslu 18 ára gamall. Það var okkur í ný- stofnuðum Rimaskóla gríðarleg- ur fengur að fá Val til kennslu árið 1995. Þessi reyndi skóla- maður kom ferskur til starfa og heillaðist af nýlegri kennslu- grein, tölvu- og upplýsinga- mennt, grein sem þá var í örri þróun. Valur eyddi miklum tíma við undirbúning kennslunnar, kynnti sér nýjustu kennsluað- ferðir og var í leiðandi hópi tölvukennara í lok 20. aldar. Auk kennslunnar var Valur óspar á tíma sinn við að aðstoða sam- kennara sína til þess að læra á og viðhalda tölvuþekkingu innan skólans. Hjálpsemi hans og hvatning létti okkur samstarfs- mönnum lífið. Valur kenndi við Rimaskóla í rúman áratug. Hann var frá fyrsta degi afar vinsæll og vel liðinn, jafnt af nemendum sem starfsmönnum. Valur var mikill húmoristi og orti ótal smellnar gamanvísur sem engan særðu en alla kættu. Á flestum árshátíðum starfsmanna og nemenda tróð Valur upp með gítar og söng. Þá runnu upp úr honum gamanvísur sem alltaf slógu í gegn. Valur var mikill tungumálamaður og kenndi dönsku, las ensku sér til ánægju og heimsótti Spánverja til að læra af þeim spænsku. Valur Óskarsson var virkur í Starfsmannafélagi Rimaskóla og ætíð boðinn og búinn að skipu- leggja skemmtanir og ferðalög. Ánægjulegar og árangursríkar fræðsluferðir kennara og starfs- manna til Halifax og Kaup- mannahafnar voru einstaklega vel undirbúnar og þar stóð Valur fremstur í flokki starfsmanna. Á 10 ára afmælishátíð vorið 2003 var skólasöngur Rimaskóla frumfluttur; texti Vals Óskars- sonar við lag Torfa Ólafssonar, sem var kennari við skólann, og velþekktur lagasmiður. Skóla- söngurinn er einstaklega falleg- ur og textinn innblásinn af skóla- menningu. Nemendur læra Rimaskólasönginn utan bókar í upphafi skólagöngu og boðskap- urinn er þeim skýr. „Í Rimaskóla erum og ýmislegt þar gerum, svo lærdómur og leikur saman fer.“ Þessi vísuorð lýsa vel viðhorfum Vals til kennarastarfsins. Kennsluaðferðir hans voru oftar en ekki óhefðbundnar en áhuga- verðar og árangursríkar. Ís- lenskir og erlendir skólaspek- ingar eyða óratíma við að koma til móts við hugtakið „Skóli án aðgreiningar“ en Val Óskarssyni var hugtakið eðlislægt. Oft hef ég séð fyrir mér hvernig „skóli fyrir alla“ tengist kennsluaðferð- um Vals. Við ótímabært andlát Vals fyllumst við samstarfsmenn hans og vinir einlægum söknuði. Blessuð sé minningin um góðan og greiðvikinn félaga. Fyrir hönd okkar í Rimaskóla sendi ég Ásdísi, eiginkonu Vals og börn- um hans þremur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla. Það er undarlegt að hugsa til þess að okkar fyrrverandi ná- granni, kennari og vinur, Valur, sé ekki lengur á meðal okkar. Hann átti oft leið framhjá æsku- heimili okkar í Leiðhömrum og bankaði reglulega upp á eða spjallaði við okkur yfir runnann. Valur hafði góða nærveru og var spjallið oft langt og gott. Þó að minna hafi orðið um heimsóknir og spjall okkar á milli á síðari ár- um, eins og gengur og gerist, minnumst við Vals með þakklæti og kærleika í huga. Við vissum að til hans gátum við leitað og sótt til hans ráðgjöf og vináttu. Þessar stundir geymum við í hjarta okkar. Við sendum Ásdísi, Jóhönnu, Evu, Braga og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falli frá. Góðar minningar geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Þorsteinn Mar, Sara Hrund og Ástrós, áður Leiðhömrum 17. Valur Óskarsson Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Okkar ástkæra, RAGNHEIÐUR ANNA STEFÁNSDÓTTIR sjúkraliði, lést á dvalarheimilinu Grund sunnudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Neskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 1. október kl. 13.00. Margrét Stefanía Sveinsdóttir, Stefán Þór Herbertsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Víðir Þór Herbertsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMI ANTON SIGURÐSSON, áður Ægisstíg 3, Sauðárkróki, lést á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, laugardaginn 27. september. Ólöf Pálmadóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Guðbjörg Sigríður Pálmadóttir, Valgeir Steinn Kárason, Snorri Rúnar Pálmason, Anne Marie Haga, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 24. september. Útförin fer fram frá Kotstrandarkirkju fimmtudaginn 2. október kl. 14.00. Valur Snorrason, Sigurjón Valsson, Lucia Guðný Jörundsdóttir, Freyja Valsdóttir, Jón Sigfússon, Snorri Jón Valsson, Fanney Guðrún Valsdóttir, Vilbergur Karl Jónsson, Þórarna Vala Jónsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SJÖFN ZOPHONÍASDÓTTIR leikskólakennari, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laugardaginn 27. september. Útförin verður auglýst síðar. Gunnar M. Steinsen, Snorri Gunnarsson, Hróðný Njarðardóttir, Lilja Anna Gunnarsdóttir, Kristrún Sjöfn Snorradóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÁRNASON til heimilis í Lukku, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmanna- eyjum sunnudaginn 21. september. Hann verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning til styrktar ekkju hans á erfiðum tímum, kt. 220946-7899, banki 0582-15-31102. Kristín Valtýsdóttir, Árni Þór Gunnarsson, Hrund Óskarsdóttir, Ásta Sigrún Gunnarsdóttir, Regin Jacobsen, Kristinn Týr Gunnarsson, Rakel Rut Sigurðardóttir, barnabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELLEN K. EINARSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 27. september. Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 6. október kl. 15.00. Guðmundur Ingvason, Guðný Bjarkadóttir, Örn Orri Ingvason, Auður Hansen, Dagmar Svanhvít Ingvadóttir, Hjörvar Guðmundsson, Jóhann Ingvi Ingvason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.