Morgunblaðið - 30.09.2014, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.09.2014, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Gunnar Ingi Birgisson er verkfræðingur og starfar mikið íNoregi. Hann er raunar á leið þangað á afmælisdaginn, nán-ar tiltekið til Narvíkur í Norður-Noregi. „Í gegnum höfnina í Narvík eru flutt 80% af öllu málmgrýti sem unnið er úr í Evrópu. Nú er verið að bæta vegakerfið þangað og í Hálogalandsfirði er verið að reisa næstlengstu hengibrú í Noregi, 1.100 metrar að lengd. Suð- urverk sér um að leggja veginn að brúnni, annar verktaki sér um brúna og þriðji verktakinn, sem er frá Kína, sér um vírinn sem held- ur brúnni. Vegavinnunni á að vera lokið á næsta ári en brúin á að vera tilbúin 2017. Annars er þetta svo mikið reglugerðarsamfélag í Noregi að ég verð örugglega búinn að breytast í reglustiku áður en yfir lýkur.“ Gunnar verður í viku úti í Noregi núna en venjulega er hann rúmlega tvær vikur þar og tæpar tvær vikur á Íslandi. Gunnar bæði teflir og spilar brids í tómstundum sínum. „Ég tefli í skákdeild KR en hef mætt illa undanfarið vegna vinnunnar í Noregi. Ég hef svo teflt á Flugleiðamótinu sem er sveitakeppni og er haldið um hver áramót og okkur tókst að vinna mótið síðast. Ég hef hins vegar ekki enn komist í að tefla brids opinberlega. Svo dvel ég lang- dvölum í sumarbústað sem við hjónin eigum í Ölfusi og sinni barna- börnunum. Það er alltaf nóg að gera.“ Kona Gunnars er Vigdís Karlsdóttir, sjúkraliði á öldrunardeild Landakots, og dæturnar eru tvær, Brynhildur og Auðbjörg Agnes. Gunnar á fimm barnabörn. Gunnar Birgisson er 67 ára í dag Morgunblaðið/Eggert Skæður skákmaður Gunnar var fastagestur á hraðskákmótum í KR-húsinu en hefur lítið teflt undanfarið vegna anna í Noregi. Vinnur að stór- verkefni í Noregi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Magnea Ósk Indriðadóttir og Jóna Karítas Guðmunds- dóttir söfnuðu 3.000 krón- um til styrktar Rauða kross- inum. Það gerðu þær með því að standa fyrir utan Hlíð- arkaup á Sauðárkróki og selja skraut af ýmsu tagi sem þær höfðu föndrað sjálfar. Með þeim stöllum á myndinni er Ólöf Erla Indriðadóttir. Hlutavelta Brúðkaup Ljósmynd/Anna Ellen Douglas Harpa Sigmarsdóttir og Þór Sæþórsson voru gef- in saman í hjónaband 21. júní síðastliðinn. H anna Björg fæddist í Reykjavík 30.9. 1974 en ólst upp í Hafn- arfirði: „Ég ólst upp á Hraunbrún þar sem hraunið og Víðistaðatúnið blasa við. Byggðin þarna var mun minni en nú og alls staðar leiksvæði, grasblettir og dásamleg drullusvæði. Á þeim árum voru allir úti að leika langt fram á kvöld og mikið um að vera. Við krakkarnir vorum mikið á BMX-hjólum, héldum keppnir og mót en hápunkturinn var hjóla- brettarampur sem við fengum að búa til á túninu við Víðistaðaskóla. Þar vorum við öllum stundum á brettum og hjólum. Ég er mikill „Gaflari“ þó ég búi núna í Reykjavík enda stefni ég að því að eyða efri árunum í Hafnar- firði.“ Hanna Björg var í Víðistaðaskóla, var í MR í eitt ár en lauk stúdents- prófi frá Flensborg 1995. Hún vann Hanna Björg S. Kjartansdóttir íþróttafræðingur – 40 ára Í gönguferð Hanna Björg og Sara, ásamt Camillu og Daníel Kjartani, koma niður í Reykjadal ofan úr Hengladölum. Lífsglöð íþróttakempa Á tónleikum Justin Timberlake Hanna Björg og Sara kynntust 1998. Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.