Morgunblaðið - 30.09.2014, Side 28

Morgunblaðið - 30.09.2014, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Almannatengslahluti stjörnukorts þíns lýsist upp við sérhvert framtak. Kynntu þér alla málavexti vandlega áður en þú afræður að veðja á einhvern hestinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert með ýmsar vangaveltur í sam- bandi við ákveðna samstarfsmenn. Reyndu að skipuleggja tíma þinn þannig að þú get- ir sinnt sjálfum þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst einhvern veginn eins og þú náir ekki til fólks og ættir því að endurskoða með hvaða hætti þú talar til þess. Taktu óhrædd/ur við aukinni ábyrgð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sumt virðist svo flókið og fjarlægt að þér finnst þú ekkert hafa í það að gera. Eitt er að slappa af en þegar það gengur út í öfgar verða afleiðingarnar slæmar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gætir lent í því að hæfni þín sé dregin í efa. Hefnd er eins og að brenna húsið sitt til að losna við rottu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Viðleitni þín til hagsýni og skipu- lagningar skilar árangri. Hverju þarftu að breyta til að verða glaður í vinnunni? 23. sept. - 22. okt.  Vog Við þurfum öll á heimili og fjölskyldu að halda. Mundu að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að gera einhverjar ráðstafanir varðandi heilsu þína. Einhver er viljugur til að hjálpa þér með vissan hlut í dag. Sinntu því vinum þínum og gefðu þér tíma til að hlusta á þá. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef fólk stendur auðum höndum í kringum þig skaltu finna því næg verk- efni. Líttu á verkefnið sem íþrótt; teygðu vel á og ekki gera þau sígildu mistök að borða yfir þig áður en „viðureignin“ hefst. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óöryggi er oft talið neikvætt en kannski eigum við að líta á það sem sann- leika í sumum tilvikum. Ef þú treystir á sjálfan þig munu aðrir ganga til liðs við þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert skyldurækinn og góður, gerir öðrum greiða og leiðbeinir týndum sálum. Farðu vel með þær, því það er þitt hlutverk að skila þeim áfram til eftirkom- enda þinna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt það sé alltaf auðvelt að leita uppi gamlar lausnir er það lélegt til lengd- ar. Láttu hvatvísina ráða för. Karlinn á Laugaveginum varsvolítið hissa á því sem Erna Indriðadóttir sagði á Eyjunni, að fólk yrði ósýnilegt með árunum. Hann hallaði undir flatt og horfði upp á Skólavörðuholtið: Enginn veit hvort Erna sér – ellin þessu veldur – hvernig útlits karlinn er, kerlingin ekki heldur. Davíð Hjálmar Haraldsson sagði á sunnudag að ekki væru nema 40 ár síðan fyrsti kvenpresturinn var vígður, áður var þetta eingöngu karlastétt. Nú er kona biskup, fjöldi kvenpresta og jafnræði kynja hjá kirkjunni. Áður var þar ærið bil, úr því kynin leystu. Núna virðist varla til vegprestur með eistu. Ágúst Marinósson hélt áfram: Með gleði um sveitir fóru fyr fullir prestar löngum. Núna heita heilagir í helgum anda ströngum. Hafsteinn Reykjalín bregður upp mynd úr bæjarlífinu og kallar „Ádeilu nr. 86“ Andinn hér á Ingólfstorgi, engu líkur er. Þó að flestir brosi’ og borgi, bölva aðrir hér. Fátæktin á fjölda hliða, fólk þar horfir á. Úr rusla fötum fóðrið víða, fá þeir mat sinn hjá. Svona er nú blessuð borgin, bölið ekki sér. Sumir éta kaffi-korginn, komi hann frá þér. Útlent fólk þungt andann dregur. Er það svona hér? Endalaus sem vetrar vegur vörðuð fátækt er. Pétur Stefánsson hefur sína sýn á mannfélagið: Ásýnd þeirra er guggin, grá. Glaðir púa og svæla. Ósköp finnst mér sárt að sjá sígarettuþræla. Ísleifur Gíslson orti „Eddu hina nýju“: Labbar ettir lágfættur laus, að prettum hniginn, „cigarettu-soghólkur“ sem hér fléttar stiginn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ósýnileiki, jafnrétti og ádeila nr. 86 Í klípu ÞÚ SAGÐIR AÐ VIÐ GÆTUM HLUSTAÐ Á TÓNLIST MEÐ MATNUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger BARA, EKKI GLEYMA ÞVÍ SEM DÓMARINN SAGÐI UM ÞAÐ AÐ GRÍPA TIL OFBELDIS EF ÞÚ TAPAR. Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kenna honum að dansa. ÉG HATA MORGNA. ÉG HATA FÓLK SEM ER MORGUNGLATT. OG ÉG HATA GAMLA GÚMMÍ- OMMELETTUGRÍNIÐ. KANN FÁTÆKLEGI BLENDINGSHUNDURINN ÞINN EINHVER BRÖGÐ? STUNDUM PISSAR HANN ÓSTJÓRNLEGA.JÁ Víkverji á ekki uppþvottavél, þaðgerir það að verkum að allt sem óhreinkast í eldhúsinu þarf að vaska upp í höndunum. Víkverji hefur ekki barmað sér yfir því enda ágætt að enda daginn á fullum vaski af leir- taui og góðu útvarpsefni. Miklu betra fyrir sálina en sjónvarpsgláp. x x x Eitt fer þó í taugarnar á Víkverja íuppvöskunarheiminum en það er hvað uppþvottahanskar eru léleg- ir. Vont er að vaska upp án viðeig- andi hanska sem verja viðkvæmar hendur Víkverja fyrir bleytu og hita vatnsins. Uppþvottahanskar sem fást hér úti í búð virðast samt ekki fyrir uppþvott gerðir – líklega bara ætlaðir fyrir uppþvottavélaeigendur sem vilja vera hanskaklæddir þegar þeir raða í vélina. x x x Víkverji hefur aldrei átt upp-þvottavél þrátt fyrir að vera kominn hátt í fertugt og því farið í gegnum ófáar tegundir af gúmmí- hönskum. Eitt sem einkennir þá alla er að eftir stutta notkun kemur gat og gúmmíhanski sem lekur gerir lít- ið gagn. Víkverji kaupir líklega nýtt par af uppþvottahönskum í hverjum mánuði og alltaf eftir nokkurra vikna uppvask kemur gat á vísifing- ur hægri handar og þumal fingur vinstri handar. x x x Þá kemur að öðru í sambandi viðuppþvottahanskana. Það virðist ekki vera ætlast til þess að hand stórir einstaklingar vaski upp. Í flestum matvöruverslunum er boðið upp á tvær til fjórar tegundir af uppþvottahönskum til sölu. Þeir koma í mismunandi stærðum og það er tilviljun ef Víkverji finnur hanska af stærstu gerð, eða large. Það virð- ast aftur á móti ógrynni keypt inn af hönskum í millistærð, medium, en þá stærð getur Víkverji ómögulega troðið sér í. Því er spurning hvort innkaupastjórar verslana séu haldn- ir gamaldags hugmynd um hlutverk kynjanna á heimilinu og panti aðeins hanska í kvenstærðum því í þeirra huga sé það hlutverk kvenkynsins að vaska upp. víkverji@mbl.is Víkverji Ég vil lofa nafn Guðs í ljóði og mikla hann í lofsöng. (Sálmarnir 69:31). Gnoðarvogi 44, 104 Rekjavík | sími: 588 8686 | hafberg@internet.is | hafberg.is VIRKA DAGA 10.00 - 18.15 LAUGARDAGA 11.00 - 15.00 OPIÐ FISKIVEISLA HAFBERGS Nýsteiktar fiskibollur aðeins 1390 kr/kg Plokkfiskur, sá besti í bænum 1390 kr/kg Humarsúpa Hafbergs Klausturbleikja Frí hei msend ing ef vers lað er fyrir 5 .000 eða m eira Hugsaðu umheilsunaog borðaðuFISK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.