Morgunblaðið - 30.09.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.09.2014, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Mr. Turner, nýjasta kvik-mynd verðlaunaleik-stjórans Mike Leighsem hlýtur heiðurs- verðlaun RIFF, er að mörgu leyti ólík fyrri verkum hans. Og þá sér- staklega hvað það varðar, að í stað þess að skapa skáldaða frásögn um persónurnar, með afgerandi hvörf- um, eins og margir þekkja til að mynda úr meistaraverkinu Secrets and Lies, er hér sögð raunveruleg saga eins helsta listamanns Breta síð- asta aldarfjórðunginn sem hann lifði. Dramatíkin er fyrir vikið ólík þeirri sem Leigh hefur áður birt á hvíta tjaldinu, en þetta er engu að síður firnafín og vönduð kvikmynd. Leigh er lífi Turners afar trúr. Jo- seph Mallord Willam Turner (1775- 1851) var einn af lykilmönnum róm- antísku stefnunnar í myndlist og mál- aði dulúðugar og stemningsríkar myndir, sem urðu sífellt meira ab- strakt þegar leið á ævina og þá misstu margir samtímamanna hans líka tengingu við þær. Í skondinni senu gerir Viktoría drottning lítið úr þeim á sýningu, þegar Turner heyrir til. Timothy Spall túlkar sérlundaðan listmálarann á meistaralegan hátt, rymjandi og stynjandi, iðulega æði durtslegur en á þó til að opinbera óvænta blíðu og tilfinningasemi eins og í makalausu atriði þar sem hann syngur hluta af harmljóði eftir Pur- cell. Spall naut tilsagnar í málun í tvö ár, áður en kvikmyndatakan hófst, og í eftirminnilegum senum sjáum við hann ráðast á strigann með penslum, tuskum og spýtingum, í leit að réttu myndrænu áhrifunum. Turner bjó lengst af sínum fullorð- insárum með öldruðum föður (Paul Jesson), og er samband þeirra sýnt á fallegan hátt. Listmálarinn kemur ekki jafn vel fram við ráðskonu sína (Dorothy Atkinson), sem dáir hann en nýtur lítillar athygli, nema þegar mál- arinn kemur fram vilja sínum við hana, eins og hundur. Turner hafði áður átt í sambandi við ekkju í Lund- únum, frænku ráðskonunnar, og getið henni dætur sem hann gekkst ekki formlega við; öll samskipti við þetta fólk eru sérkennileg, en svo fellur list- málarinn fyrir annarri ekkju, sem Marion Bailey túlkar listavel, og eyðir drjúgum tíma ævikvöldsins með henni. Myndin er einstaklega fallega kvikmynduð og iðulega með hliðsjón af myndverkum eftir Turner. Töku- maðurinn Dick Pope beitir gulum filt- er, eins og horft sé á gamalt fern- iserað málverk, og hægar tökurnar eru margar hverjar hreint augnakon- fekt. Búast má því að áhugafólk um myndlist njóti Mr. Turner sér- staklega vel. Til að mynda að sjá svið- setningar leikstjórans á senum úr Konunglegu listakademíunni, þar sem samkeppni listamanna er nánast áþreifanleg og Turner tekst að móðga John Constable. Auka- persónur eru dregnar jafn skýrum og eftirminnilegum dráttum og aðal- persónur, þar á meðal listheimspek- ingurinn John Ruskin sem er gerður afar hlægilegur og tilgerðarlegur. Mr. Turner er enn ein gæðakvik- myndin úr smiðju Leigh og túlkun Spall á listamanninum meistaraleg. Ólíkindatól Leikarinn Timothy Spall í hlutverki JMW Turner, sem tekur hér út verkin sem hengd hafa verið upp fyrir sýningu Konuglegu listakademíunnar. Spall fer á kostum í túlkun sinni á sérsinna listamanninum. Sérlundaður snillingur RIFF 2014 - Háskólabíó Mr. Turner bbbbm Leikstjóri og handritshöfundur: Mike Leigh. Kvikmyndataka: Dick Pope. Helstu hlutverk: Timothy Spall, Paul Jesson, Dorothy Atkinson. Bretland 2014. 149 mínútur. EINAR FALUR INGÓLFSSON KVIKMYNDIR 30.09.2014 Háskólabúió 1. Kl. 20. Spurt og svarað. RIFF 2014 31 Tilkynnt hefur verið að Ingolf Ga- bold hljóti heiðursverðlaun fyrir æviframlag á uppskeruhátíð evr- ópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa sem fram fer í Berlín 18.- 25. október nk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Prix Europa. Gabold fæddist í Heidelberg árið 1942, sonur þýsks föður og danskr- ar móður. Þegar hann var aðeins þriggja ára flúði móðir hans með hann til Danmerkur þar sem hann nam síðar við Konunglega danska tónlistarháskólann og varð þekkt tónskáld. Árið 1974 var hann ráð- inn til Danska útvarpsins sem fram- leiðandi hljómsveitarefnis. Hann einbeitti sér síðar að skrifum og fjölmiðlasamskiptum og hefur m.a. kennt við Danska leiklistarskólann og Háskólann í Árhúsum. Árið 1999 var hann ráðinn yfirmaður leikins efnis hjá Danska útvarpinu 1999 og gegndi þeirri stöðu til ársins 2012. Hann er því maðurinn á bak við vin- sæla sjónvarpsþætti á borð við Rejseholdet, Nikolaj og Julie, Krøniken, Ørnen, Forbrydelsen og Borgen. Aðspurður hver sé lykillinn að baki velgengni hans sem yfirmanns leikins efnis svarar Gabold einfald- lega: „Hættu áður en þú ferð að endurtaka þig. Berðu höfundana á höndum þér. Útvegaðu þeim vinnu- herbergi þar sem þeir geta skrifað, full laun og algjört listrænt frelsi.“ Þegar Gabold lét af störfum hjá Danska útvarpinu sökum aldurs réð hann sig til starfa hjá al- þjóðlega framleiðslufyrirtækinu Eyeworks þar sem hann vinnur nú að þróun nýrrar þáttaraðar sem nefnist Witnesses sem hefur göngu sína í Bandaríkjunum haustið 2015. Ingolf Gabold heiðraður á Prix Europa Farsæll Ingolf Gabold er maðurinn á bak við þáttaraðirnar Borgen og Forbrydelsen. ★★★★ – SGV, MblHamlet – Róðarí (Aðalsalur) Lau 4/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Sun 12/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Fim 9/10 kl. 20:00 Sun 19/10 kl. 20:00 Kameljón (Aðalsalur) Sun 5/10 kl. 20:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 12/10 kl. 14:00 Lífið (Aðalsalur) Lau 18/10 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00 Sun 26/10 kl. 13:00 Sun 2/11 kl. 15:00 Sun 9/11 kl. 15:00 Sun 26/10 kl. 15:00 Lau 8/11 kl. 14:00 All Change hátíðin (Aðalsalur, kaffihús, önnur rými) Lau 4/10 kl. 14:00 Ýmsir viðburðir allan daginn Sun 5/10 kl. 11:00 Ýmsir viðburðir allan daginn Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós) Fim 23/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00 Fös 24/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00 Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Gullna hliðið –★★★★★ – H.A. - DV Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 4/10 kl. 13:00 10.k. Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 5/10 kl. 13:00 11.k. Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 5/10 kl. 16:30 12.k. Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 11/10 kl. 13:00 13.k. Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 12/10 kl. 13:00 14.k. Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Sun 12/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Lau 18/10 kl. 13:00 15.k. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 Lau 18/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 Sun 19/10 kl. 13:00 16.k. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/lina-langsokkur/ Bláskjár (Litla sviðið) Fim 2/10 kl. 20:00 5.k. Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 7/10 kl. 20:00 aukas. Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar! Gullna hliðið (Stóra sviðið) Fös 3/10 kl. 20:00 5.k. Fös 10/10 kl. 20:00 7.k. Fös 17/10 kl. 20:00 9.k. Fim 9/10 kl. 20:00 6.k. Fim 16/10 kl. 20:00 8.k. Fös 24/10 kl. 20:00 10.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/gullna-hlidid/ Kenneth Máni (Litla sviðið) Þri 30/9 kl. 20:00 4.k. Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Mið 1/10 kl. 20:00 5.k. Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Fös 3/10 kl. 20:00 6.k. Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Sun 5/10 kl. 20:00 7.k. Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Mið 8/10 kl. 20:00 8.k. Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Fim 9/10 kl. 20:00 9.k. Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Fös 10/10 kl. 20:00 10.k. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/kenneth-mani/ Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið) Lau 4/10 kl. 20:00 2.k. Lau 11/10 kl. 20:00 2.k. Epískir tónleikar með leikhúsívafi. Aðeins þessar sýningar! Gaukar (Nýja sviðið) Fim 2/10 kl. 20:00 3.k. Fös 17/10 kl. 20:00 7.k. Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Sun 5/10 kl. 20:00 4.k. Lau 18/10 kl. 20:00 8.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fös 10/10 kl. 20:00 5.k. Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k. Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. http://www.borgarleikhus.is/syningar/gaukar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.