Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Mér finnst það bara fínt. Benedikt Karl Gröndal, 28 ára. Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu sekt- aðir fyrir samkeppnislagabrot. Adolf Guðmundsson, 60 ára. Ég hef ekkert fylgst með því máli. Ég get því ekki tjáð mig um það. Þórunn Elín Pétursdóttir, 42 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Mér finnst það bara rosalega fínt. Vonandi að einhver vakni varðandi það að svona samkeppni þarf að eiga sér stað til þess að þessi smáu fyr- irtæki komist að og að eitthvað annað en bara þessi risafyrirtæki hafi eitthvað að segja. Erla Karlsdóttir, 42 ára. Morgunblaðið/Kristinn SPURNING VIKUNNAR: HVAÐ FINNST ÞÉR UM AÐ MJÓLKURSAMSALAN HAFI VERIÐ SEKTUÐ UM 370 MILLJÓNIR? Sturla Friðriksson erfðafræð- ingur hefur gefið út forvitnilega bók með endurminningum. Hann segir meðal annars af föður sínum, sem var annar hinna framtakssömu Sturlu- bræðra. Menning 54 Í BLAÐINU Meðalaldur Íslendinga 1994 2004 2014 40 30 20 10 0 Heimild: Hagstofan 33,5 ár 35,5 ár 37,2 ár REYNIR LYNGDAL SITUR FYRIR SVÖRUM Glæpir og drama undir jökli Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson. Sue Hodder, einn fremsti vín- gerðarmaður Ástralíu, var í heimsókn hér á landi í vikunni. Hennar nálgun er að blanda saman aðferðum sem hafa sann- að sig og nýjum og spennandi aðferðum. Matur 30 Matreiðslumaðurinn og veitingarhúsaeigandinn Gunnar Karl Gíslasn gaf nýverið út bókina The New Nordic Cuisine of Iceland, en hann vann að bókinni í þrjú ár. Gunnar gefur dýrindis uppskrift að ljúffengu og einstaklega smart snarli. Matur 34 Magnea Einarsdóttir og Sigrún Halla Unn- arsdóttir sýndu fágaða prjóanlínu undir fyrirtæki sínu Magneu. Magnea og Sigrún sóttu innblástur til bygg- ingarsvæða í berlín og vinnufatnaðar. Tíska 42 Íslenski sakamálaþátturinn Hraunið rúllar af stað á RÚV á sunnudag. Reynir Lyngdal leikstýrir þáttunum, sem gerðir eru eftir handriti Sveinbjörns I. Baldvinssonar og eru sjálfstætt framhald Hamarsins, þátta sem sýndir voru 2011. Björn Hlynur Haraldsson er í aðalhlutverki sem fyrr. Þú varst ungur farinn að kynna þig sem kvikmyndagerðarmann. Var alltaf draumurinn að búa til kvikmyndir? Ég byrjaði frekar ungur að gera stuttmyndir og tónlistarmyndbönd svo þetta var frekar borðliggjandi titill. Ég og félagi minn Arnar Jónasson vorum ekki nema 15 ára þegar við hlutum fyrstu verðlaun á Stuttmyndadögum í Reykjavík fyrir myndina Athyglissýki. Kvik- myndagerðin hefur, frá því ég var barn, átt hug minn allan svo það var aldrei neinn vafi hvað mig langaði að gera við líf mitt. Fyrst ég gat ekki verið persónurnar á skjánum þá var það bara að skapa þær. Hver var fyrsta myndin sem þú gerðir? Fyrsta alvörustuttmyndin var fyrrnefnd Athyglissýki, svart/hvít grín- mynd sem var gerð á Hi 8-vél. Hún fjallaði um strák sem á erfitt með að fóta sig í skóla sökum athyglissýki. Í dag fengi þessi drengur líklegast grein- ingu sem ofvirkur. Þið Arnar unnuð stuttmyndadaga tvö ár í röð fyrir At- hyglissýki og Matarsýki. Komu þessir sigrar ykkur á kort- ið? Já, ætli það ekki bara. Þetta var svolítið fyndið, okkur var boðið með mynd- irnar á nokkrar kvikmyndahátíðir í Skandinavíu og víðar. Þar vorum við 15- 16 ára viðstaddir frumsýningu en komumst ekki inn í frumsýningarpartíin sökum aldurs. Á Kaffibarnum hófst svo Gullfoss og Geysir-ævintýrið og þið spiluðuð um víða veröld. Spilið þið enn saman? Við í Jói B í Gullfossi og Geysi erum enn að og aldrei verið betri. Við köllum þetta ævintýri okkar oft trilluna. Þegar allt annað klikkar er alltaf hægt að fara út á trillunni og fiska smá. Nú átt þú tvö börn, Unu Margréti, 12 ára, og Nínu Magneu, eins árs. Hefur foreldrahlutverkið breytt þér sem kvikmyndagerðarmanni? Að vera foreldri er það besta sem hægt er að hugsa sér og ég vona að það hafi gert mig að betri manni. Ég sé alla vega heiminn öðru vísi núna en fyrir 12 árum. Kvikmyndin Frost þótti ákaflega vel heppnuð hryllingsmynd. Er hún komin í frost eða verður framhald? Það er kannski ekki svo vitlaus hugmynd! Mér skilst á framleiðendunum að það séu enn pælingar í gangi með endurgerð í Hollywood. Kannski gerir það fólk bara fram- hald! Annars langar mig að gera meira grín, það verður vonandi næst, grínmynd. Kitlan úr Hrauninu lofar góðu. Ertu að fara að halda þjóðinni í heljargreipum á sunnudagskvöldum? Ég vona að Hraunið verði fólki að skapi, ég get alla vega lofað glæpum og drama undir Snæfellsjökli. Morgunblaðið/Ómar Í fókus

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.