Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 * Vestfirðir hafa setið á hakanum í samgöngu-umbótum undanfarin ár og er sunnanvertsvæðið engin undantekning. Elsa Lára Arnardóttir og fleiri þingmenn Framsóknar á bb.is Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is UM ALLT LAND kv. til að setja fram skilyrði um fari fram í fasteign sem er Bæjaryfirvöld telja slíkt ák til að hafa áhrif á uppbygg bæjarfélaginu. NESKAUPSTAÐUR Framkvæmdir eru hafnar við byggingu fjögurra íbúða raðhúss á einni hæð við Sæbakka 25 í Neskaupstað. Nes ehf. annast byggingu hússins sem er u.þ.b. 500 fermetrar að stærð og er hver íbúð því um 125 fermetrar með innbyggðum bílskúr. Stefnt er að því að hafa fyrstu íbúðina tilbúna til afhendingar sumarið 2015. VESTMANNAEYJAR Forráðamenn Eyja Tours estmanní V á að byggja þjónustuhús fyrir fer Umhverfis- og skipulagsráð se „Samkvæmt gildandi aðalski lóðir í úteyjunu þar á.“ Í Ellið fyrir bjargn bent ÁRBORG dis s tels 000. íbúi arfélaginu Árborg. Drengurinn var 5 og 3.970 g og eru foreldrar hans þau Helgi Ó son go Thelma Karen Ottósdóttir. Fulltrúi frá sveitarfélaginu Árborg hitti fjölskylduna nú í vikunni o ði drengnum peningagjöf, samfellu með 80 Árborgarbúinn“ og blómv heimasíðu sveitarfélagsins HÖRGÁRSVEIT Unnið er að lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið. Fyrirtækið Tengir hf. á Akureyri gerði samning við sveitarfélagið um stuðning við verkefnið, þannig nn eiðara að voru á þessu ári og verið erði tengdir við ljóslei Einnig er búið að leggja stofnlagnir um hluta svæ Bægisá. Ef veður leyfir verður byrjað á áföngum sem voru á áætlun Að undanförnu hefur veriðunnið að margvíslegumumhverfisbótum í sunnan- verðri Heiðmörk, sem á stundum er nefnd Garðabæjarhlutinn. Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur (SR) hef- ur umsjón með Heiðmerkursvæð- inu og fyrir nokkrum misserum var gert samkomulag milli félags- ins og Garðabæjar um ýmsar fram- kvæmdir sem nauðsynlegar þóttu. „Þetta voru aðkallandi verkefni sem höfðu dregist. En þegar sam- komulag við sveitarfélagið var í höfn var tekið til óspilltra mál- anna,“ segir Helgi Gíslason, fram- kvæmdastjóri SR. Bætt, breytt og borið í vegina Heiðmörkin, sem er í jaðri höfuð- borgarsvæðisins, er áhugaverður staður sem nær yfir upplönd Garðabæjar og Reykjavíkurborgar. Svæðið er um 3.200 hektarar sem er ámóta og allt byggt svæði í Reykjavík. Aðalæðin inn í Heiðmörkina er þegar ekið er frá Suðurlandsvegi við Rauðhóla í norðri fram að Elliðavatni. Frá vatninu liggur leið- in suðaustur svonefnda Hjallabraut en þar eru nokkrir þeirra níu úti- vistarlunda sem eru í Heiðmerkur- skógum. Af þessum slóðum liggur 13 kílómetra langur vegur allt suð- ur í Vífilsstaðahlíð og þar er ein- mitt komið í Garðabæjarhlutann. Á áðurnefndri leið er farið um fjöl- breytt landslag um hraun, skóga, opin svæði og svo mætti áfram telja. Í sumar voru, í krafti áðurnefnds samkomulags við Garðabæ, útbúin bílastæði við útivistarsvæðið í Hjalladal og nærri Búrfellsgjá, þar sem er vinsæl gönguleið. Aðstaða í Vífilsstaðahlíð var lagfærð, bíla- stæði bætt og mörkuð af og upp- lýsingaskilti, merkingar, borð og bekkir lagfærðir. Þá var grillskýli á staðnum tekið niður. Allstórt skóglendi við Vífilsstaðahlíðina var grisjað og borið í vegarkafla sem liggur jafnhliða háspennulínu á þeim slóðum. Mest munar þó sjálf- sagt um endurbætur á þeim hluta Heiðmerkurvegar sem liggur í Garðabæ. Voru þessar fram- kvæmdir greiddar af sveitarfé- laginu. „Já, þar sem er ekið upp úr Hjalladal upp á hálsinn hafði runnið úr veginum og þar voru komin hvörf svo þarna var nánast ófært þegar verst lét. Þetta lög- uðum við og nú er leiðin greið,“ segir Helgi. Hann bætir við að fyrir nokkrum árum hafi Vega- gerðin afsalað sér Heiðmerkurvegi til sveitarfélaganna tveggja, Reykjavíkur og Garðarbæjar, sem hafi ekki viljað þiggja. Fyrir vikið hafi verið nokkur rekistefna um viðhald vegarins, en nú séu málin komin á hreint. Gróðursetja 100 þúsund plöntur á ári Umhirða skóganna, grisjun og um- hverfisbætur hverskonar, eru eitt helsta verkefni starfsmanna í Heið- mörk. Þá er jafnt og þétt unnið að gróðursetningu og í mold á ári hverju fara um 100.000 plöntur. Þar láta hópar sjálfboðaliða að sér kveða. Í því sambandi nefnir Helgi til dæmis Garðyrkjufélag Íslands sem á reit með fjölbreyttu plöntu- safni. Þá hefur verið mikil drift í liðsmönnum skógræktarhóps SÁÁ sem kalla sig Timburmenn. HEIÐMÖRK Bæta aðstöðu, gróðursetja og grisja ÞAÐ ER HEILMARGT Í GANGI Í HEIÐMÖRK. ÚR ÝMSU HEF- UR VERIÐ BÆTT Á SUNNANVERÐU SKÓGARSVÆÐINU, SVO SEM Í HJALLADAL OG VÍFILSSTAÐAHLÍÐINNI EN HVORT TVEGGJA ER VINSÆLT ÚTIVISTARSVÆÐI. Helgi Gíslason við Vífilsstaðahlíð. Þar og annars staðar í suðurhluta Heiðmerkur hefur margt verið fært til betri vegar á síðustu misserum. Samkomulag náðist við Garðabæ þar um, en þessi hluti svæðisins er innan marka sveitarfélagsins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Einn af skemmtilegum stöðum í Heiðmörk er Thorgeirsstaðir. Húsið er í norska stílnum og er í eigu Nordmannslage, sem er félag Norðmanna á Íslandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.