Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Side 15
Þetta er fjölskyldudrama
sem lýsir því hvernig er
fyrir börn að búa við ást-
leysi, grimmd og höfnun.
En þetta er líka saga um
valdið og beitingu þess,
segir Þórhildur.
Morgunblaðið/Kristinn
en það hefur ekki áhuga á gamal-
dags pólitík. Við stöndum frammi
fyrir vandamálum sem sum hver
virðast óleysanleg, eins og lofts-
lagsmálin, og þetta fyllir ungt fólk
ótta við framtíðina. Það er gamla
systemið sem hefur skapað þetta
ástand og af hverju ætti ungt fólk
þá að trúa á það? Þá getur þótt
góð útleið að stinga höfðinu í sand-
inn og segja: Ég ætla að njóta lífs-
ins og hafa það sem best. Það má
segja að það lýsi votti af sjálf-
hverfu og eigingirni, en ég man eft-
ir svipuðum viðbrögðum við kjarn-
orkuvánni, sem er ekki horfin en
ekki lengur á dagskrá í sama mæli
og áður.
Það eru breytingar í vændum og
þær hljóta að verða hvort sem okk-
ur finnst þær til bóta eða ekki. Það
er ekki til neitt sem heitir kyrrt
ástand í mannlífinu og meðal ann-
ars lýðræðið er lífrænt ferli. Það er
þráhyggja að ætla að allt færist í
sama gamla horfið. Hvað eigum við
að gera til að ná til ungra kjós-
enda? Svarið er: Ekki gera það
sama og gert var í gær, heldur
reyna að skynja kall tímans. Það
mun ekki ganga að reyna að
þvinga allt í sama gamla farveg-
inn.“
Og að lokum, hvað tekur við hjá
þér þegar búið er að frumsýna Don
Carlo?
„Það er ýmislegt í farvatninu en
ég ætla að láta það vera leyndar-
mál hvað er næst á dagskrá. Ég
get hins vegar sagt að það er af
öðrum toga en óperusýning.“
28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Poltrona Frau
Kennedee JR 2P/L – L233 D86 H71 – Verð 1.319.000,-
Hönnuður Jean-Marie Massaud 2014