Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 19
28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 New York-ferðalangar eiga helst ekki að láta helgarferðina í haust eða vetur líða án þess að líta inn í Brooklyn Museum, þótt ekki sé nema í stutta stund. Þar er sýning á háhæluðum skóm sem má marga telja til listaverka og geta sýning- argestir fengið að prófa að ganga í ein- hverjum þeirra. Yfirskrift sýningarinnar er „Killer Heels“ og eins og nafnið gefur til kynna er oft mjög erfitt, jafnvel ógjörningur, að ganga á skón- um en sýningunni er skipt niður í sex þemu – eitt þeirra kallast til dæmis „geimganga“. Þar má sjá afar framúrstefnulega skóhönnun og oft furðulega og jafnvel er undarleg til- finning að ganga á þeim. Skópörin eru öll eftir heimsþekkta hönnuði og þekkta skó- framleiðendur en þau eru frá ýmsum tím- um, allt frá 4. áratug síðustu aldar til dagsins í dag, en saga hárra hæla er rakin í heild á sýningunni og er um margt merkileg. Skórn- ir eru oftar en ekki verkfræðilegt listaverk enda er eitt þemað í viðbót kallað „arki- tektúr“ og þar má sjá hvernig hælaskór eru uppbyggðir og tæknina á bak við hvernig þeir eru framleiddir. Þá má geta þess að einn hluti sýningarinnar kallast „Glamúr og blæti“ og þar má meðal annars sjá svört leðurstígvél sem Lady Gaga hefur gengið í, með 20 sentimetra hæl. Forvitnilega sýningu á háhæluðum skóm er að finna fyrir ferðalanga sem ætla til New York nú í haust og vetur. Sýningin er í Brooklyn Museum og stendur fram í febrúar á næsta ári. AFP Nýstárlegt safn í New York Það er alltaf að verða vinsælla að ferðast og láta ferðalagið snúast um göngur, jafnvel styttri sveita- göngutúra í nánasta nágrenni hót- elsins, og Bretland er þar frábær kostur. Í Wales er fjölbreytt úrval gisti- staða sem bjóða göngugörpum upp á heimilislegan kvöldverð eftir göngu dagsins og hlýja krá og eru með starfsfólk sem getur aðstoðað við að velja gönguleiðir. The Guardian birti úttekt á slíkum gisti- stöðum í vikunni og má skoða listann á vefsíðu þeirra, guardi- an.co.uk. Það er margt fyrir göngufólk að sækja í Wales og margir gistimöguleikar. Wikimedia Commons Sveitagisting í Wales Seth Kugel er þess virði að bæta við á vinalistann á Twitter. Kugel kallar sig „The Frugal Traveler“ og undir því nafni finnst hann á sam- skiptasíðunni. Hans helsta markmið er að ferðast um allan heim og hans helsta markmið er að ferðalögin séu ekki kostnaðarsöm en skemmtileg. Ferðalangurinn skrifar einnig um ferðalög sín í Wash- ington Post en á Twitter fylgjast þó flestir með þessum sparnaðar- ráðumhans en um hálf milljón manna eru fylgjendur hans þar. The Frugal Traveler er einn vinsælasti Twitter-ferðalangurinn. Deilir sparn- aðarráðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.