Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 20
Þ
ótt Marokkó tilheyri Afríku eru engar sérstakar hindranir fyrir ferða-
menn að komast til landsins. Ekki þarf sérstaka vegabréfsáritun, eng-
ar sprautur eru nauðsynlegar og ferðalagið er ekki sérlega langt held-
ur. Flug frá London til Agadir tók til að mynda þrjár klukkustundir og
45 mínútur.
Agadir er sjöunda stærsta borg Marokkó með tæplega 400 þúsund íbúa og
hefur um árabil verið vinsæll sumarleyfisstaður bæði innfæddra og erlendra
ferðamanna. Blaðamaður naut leiðsagnar Marokkóbúa af berbneskum upp-
runa um Agadir og næsta umhverfi auk þess sem farið var í dagsferð til Marra-
kech, einnar stærstu borgar Marokkó með um tvær milljónir íbúa.
Marrakech er litríkur staður og gaman að ráfa um götur gamla bæjarins eða
„medina“ þar sem götur eru þröngar og iða af lífi. Fjölbreytnin kristallast
ágætlega í þeirri staðreynd að á göngu um borgina mættum við álíka mörgum
sem drógu klyfjaða asna og óku um á vélknúnum vespum.
Saga Marokkó er margbrotin og of langt mál væri að rekja öll þau ættarveldi
araba og berba sem stýrt hafa þessu ríki sem stofnað var árið 789. Berbar eru
frumbyggjar Marokkó en arabar komu síðar með nýja trú og siði. Um 98%
þjóðarinnar eru múslimar, en berbar voru upphaflega kristin þjóð. Menning
berba er þó í hávegum höfð og tungumál þeirra, berbneska, er nú orðið rík-
ismál til jafns við arabísku. Marokkó var undir stjórn Frakka frá 1912 til 1956
og franska er víða töluð. Skilti eru jafnan á arabísku og frönsku en margir tala
fína ensku þannig að samskipti við heimamenn eru frekar einföld og afslöppuð.
Landið er nú þingbundið konungsveldi. Völd konungsins, Mohammeds VI
sem tók við 1999, eru mikil þótt raunar hafi hann gert meira en nokkur forvera
hans til að draga úr eigin valdi. Marokkóski kóngurinn hefur beitt sér fyrir
margskonar umbótum á síðastliðnum áratug sem taldar eru einsdæmi í þess-
um heimshluta. Mohammed VI er afar andsnúinn öfgatrú og hefur gert mik-
ilvægar breytingar á löggjöf sem tryggt hafa réttindi kvenna, en fyrir hans tíð
máttu konur t.a.m. ekki skilja við menn sína. Þá hefur hann lagst gegn fjöl-
kvæni og gert breytingar á lögum sem torvelda slíkt. Leiðsögumaðurinn í ferð-
inni leyndi ekki aðdáun sinni á kónginum og sagðist sjálfur telja stjórnmála-
menn óþarfa þegar svona góður kóngur væri við völd. Hann var sérstaklega
ánægður með baráttu kóngsins gegn fjölkvæni … enda skildi hann ekki að
nokkur maður ætti að vilja eiga fleiri en eina tengdamóður!
AGADIR Í MAROKKÓ
Afslappað
andrúmsloft
Í MAROKKÓ BÚA 33 MILLJÓNIR MANNA Í FREMUR STRJÁL-
BÝLU LANDI. TÆP 40% LANDSMANNA STARFA VIÐ LAND-
BÚNAÐ EN FERÐAÞJÓNUSTA ER Í MIKILLI SÓKN OG YFIR-
VÖLD Í MAROKKÓ VINNA NÚ AÐ ÞVÍ AÐ LAÐA FERÐA-
MENN TIL LANDSINS.
Texti og myndir: Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Í marokkóskri matargerð mætast
ólíkir heimar; Afríka, Arabalönd,
Miðjarðarhafið og berbnesk
áhrif blandast saman.
Kúskús er algengur mat-
ur og er meira að
segja notað í eft-
irrétti – sem kem-
ur skemmtilega á
óvart. Í hinum
uppmjóu „tagine“-
leirpottum eru svo
gjarnan bornir fram
dýrindis kjúklingaréttir
og lambakjöt. Ekta marokk-
óskt brauð er eldbakað á steinum
í sérstökum leirofni og er algjört
lostæti beint úr ofninum.
ELDBAKAÐ BRAUÐ
OG KÚSKÚS
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014
Ferðalög og flakk
Markaðir þar sem kaupandi og seljandi þrátta um verðið
eru algengir í Marokkó. Fyrir Íslendinga sem eru vanir
því að lesa á verðmiða getur verið snúið að átta sig á
hvað er eðlilegt að greiða fyrir hlutina. Mark-
aðirnir eru jafnan yfirfullir af glingri og fólki. Þar
má fá dýrindis marokkóska lampa, handofin
teppi, skartgripi, leirpotta, leðurvörur og alls
kyns handverk. Á mörkuðum sem heimamenn
versla á sjálfir eru seld raftæki, húsgögn og í
raun allt til heimilisins. Sölumennirnir geta verið
ágengir og þegar ferðamenn birtast eiga þeir það
til að verðleggja vöruna hátt. Útskorinn skartgripa-
kassi átti að kosta 500 dirham að sögn sölumanns en fékkst loks á 200 dir-
ham. Þrátt fyrir að það hafi hljómað ágætlega miðað við upphaflega 500-
kallinn er í raun engin leið að vita hvort „rétt verð“ var jafnvel helmingi
lægra. Góð þumalputtaregla á mörkuðum er að gera sér einhverja hug-
mynd fyrirfram um hvað maður er tilbúinn að greiða fyrir hlutina og víkja
ekki mikið frá því verði. Labba þá frekar bara á næsta bás ef verðið er
óviðunandi.
HVAÐ Á ÞETTA AÐ KOSTA?
Í eyðimerkursandi um klukkustund frá Agad-
ir var þennan fýr að finna undir tré. Hann
vildi ólmur leyfa ferðafólki að taka myndir.
Margar konur og karlar í Marokkó velja að klæðast hefðbundnum fatnaði en
reyndar er allur gangur á því. Í Agadir og Marrakech mátti að minnsta kosti sjá
allar útgáfur af fatastílum, rétt eins og í borgum annars staðar í heiminum.
* Gjaldmiðillinn í Marokkó heitir dirham (DH)og jafngildir 1 DH um 14 íslenskum krónum. Víða
eru verð gefin upp bæði í dirham og í evrum.
* Kaffibolli10 DH / 1 EUR / 153 ISK
* Bjór (oftast flöskubjór)22 - 35 DH / 2 - 3,5 EUR / 300 - 540 ISK
* Máltíð á veitingastað80 -120 DH / 7 -11 EUR / 1.000 -1.700 ISK
* LeigubíllTvenns konar leigubílar eru í gangi, a.m.k. í Agadir.
Innanbæjarbílar eru með gjaldmæli en bílar sem
ganga á lengri leiðum, t.d. frá flugvelli og inn í
borg, rukka fast gjald fyrir tilteknar leiðir.