Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Side 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Side 21
28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Ferðaþjónusta er vaxandi at- vinnugrein í Marokkó og stendur undir um einum tí- unda af útflutningstekjum landsins auk þess sem sama hlutfall vinnandi fólks starfar við greinina. Í Agadir er upp- byggingin augljós; bygging- arkrana og flennistórar mynd- ir af væntanlegum hótelbyggingum má sjá víða. Yfirvöld í Marokkó hafa sett sér það markmið að fjöldi ferðamanna verði 16 milljónir árið 2020 og er uppbygging innviða, s.s. flugvalla og vega, nú þegar hafin til að undirbúa að taka á móti þessum fjölda. Á síðasta ári er talið að um tíu milljónir ferðamanna hafi komið til landsins. VILJA FJÖLGA FERÐAMÖNNUM Arganolía, sem er vinsæl í matargerð og einnig sem snyrtivara, er unnin úr ávöxtum argantrésins sem vex aðeins á tilteknu svæði milli borganna Agadir og Essao- uira á suðvesturströnd Marokkó. Á þessu 800 þúsund hektara svæði er um 21 milljón argantrjáa en UNESCO hefur lýst yfir að skógurinn sé friðland. Vinnsla olíunnar er tímafrek og byggist á alda- gömlum aðferðum. Stofnuð hafa verið sérstök samlög sem halda utan um vinnslu og sölu á af- urðum þessara trjáa sem í Marokkó eru kölluð „tré lífsins“. Vinnan er nær alfarið í höndum kvenna og samtals hafa 2,2 milljónir atvinnu af vinnslu og sölu arganaf- urða. Í verslunum sem samlögin halda úti er hægt að fræðast um hvert skref í vinnsluferlinu og um virkni arganolíunnar, en Marokkóbúar hafa notað hana öldum saman í matargerð, á húðina og við ýmsum kvillum. Skyldi því engan undra að olían skuli oft nefnd „fljótandi gull“ af heimamönnum. Þær Hind og María eru báðar 23 ára og hafa starfað í um ár hjá argansamlagi við sölu á olíunni frægu og tengdum vörum. Þær gátu lýst kostum hennar af mikilli nákvæmni fyrir ferðamönn- um sem heimsóttu verslunina og sögðust þakklátar fyrir að hafa öruggt starf, það væri ekki sjálf- gefið fyrir konur í Marokkó. Þær sögðust telja konur betur til þess fallnar en karla að vinna við fram- leiðslu olíunnar þar sem þær hefðu meiri þolinmæði til tíma- frekrar handavinnu. GEITUR SKOPPPA Á GULLI Geiturnar hoppa fimlega frá einni grein til annarrar í argantrjánum. Þær sækja í ávexti trésins og eftir að þær hafa étið þá skilar náttúran hnetunum innan úr aftur til jarðar. Úr þeim hnetum er einnig unnin olía, en sú olía er ódýrari en sú sem unnin er úr handtíndum ávöxtum. Fjórir af hverjum tíu Marokkóbúum starfa við landbúnað. Enn finnast hirðingjar í landinu, sjálfsþurft- arbúskapur er talsvert útbreiddur og aðferðir langt frá því að vera þróaðar á vestrænan mælikvarða. Bóndinn á myndinni var til í að leyfa myndatöku gegn klinki, en hann var á leið yfir ána með strá af rúgplöntu til þurrkunar en stráin eru síðan notuð í húsþök, mottur og fleira. ASNAR ALGENG VINNUDÝR Vatnsberana er auðvelt að þekkja úr hópnum. Þá mátti sjá bæði á mörkuðum í Agadir og Marrakech. Þeir kall- ast „guerrab“ og bera látúnsbolla og vatnsskjóðu utan á litríkum klæðnaði. Upphaflega höfðu þeir þann starfa að selja vatn til þyrstra viðskiptavina á troðnum mörkuðum. Sérstök leyfi þarf til að starfa sem „guerrab“ og þeim er úthlutað ákveðnu svæði fyrir sín viðskipti. Núorðið fá vatnsberarnir þó meiri tekjur með því að rukka ferða- menn fyrir að taka myndir af þeim en að selja kranavatn í bollatali, enda fáir ferðamenn sem drekka annað en vatn úr plastflöskum. MYNDVÆNIR VATNSBERAR Krakkar hlupu í skólabúningunum um þröng stræti í gamla bænum (Medina) í Marrakech. Þótt menntunarstig þjóðarinnar fari hækkandi eru aðeins 69% fullorðinna Marokkóbúa læs. Frá árinu 1963 hefur verið skólaskylda í landinu fyrir börn 6-13 ára. Sölumaðurinn í þessum hrörlega söluvagni var með ýmsan varning á boðstólum en huldi andlit sitt vand- lega fyrir myndavélinni. Morgunblaðið/Eyrún Piparmyntute með sykri er drukkið eftir máltíð og stundum fyrir líka. Að hella teinu í glös er sérstök kúnst.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.