Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014
Heilsa og hreyfing
Lindy hop er sveifludans sem þróaðist á þriðja og
fjórða áratug síðustu aldar í Harlem í New York.
Hann varð til úr dönsum á borð við charleston og
steppdans og þróaðist samhliða djasstónlist þess
tíma og er yfirleitt dansaður við djass eða sveiflu-
tónlist. Á þessum tíma voru aðalskemmtistaðirnir
danssalir með lifandi tónlist. Þar spiluðu reglulega
stórhljómsveitir þeirra Cab Calloway, Duke Ell-
ington og Count Basie og mátti sjá skemmtilegt
samspil hljómsveitar og dansara. Dansinn er byggð-
ur upp á átta takta kerfi evrópskra samkvæmisdansa
en blandar samt við það öðrum takttegundum og
skrefum og jafnvel dönsum. Það er hægt að dansa í
opinni og lokaðri stöðu, á móti hvoru öðru, hlið við
hlið eða hvort í sínu lagi. Þetta frelsi í dansinum ger-
ir hann mjög fjölbreyttan. Blómaskeið dansins var
frá um 1920 til 1950, þangað til rokkið sigraði heim-
inn. Hægt er að lesa meira um dansinn á vefsíðunni
www.haskoladansinn.is.
HVAÐ ER LINDY HOP?
Fjölbreyttur
sveifludans
Ljósmynd/Arctic Lindy Exchange – Andrew Miller
Myndirnar voru allar teknar á danshátíðinni Arctic Lindy Exchange í fyrra og sýna vel stemninguna í kringum lindy hop. Allir eru búnir að klæða
sig upp og dansinn er í fullri sveiflu. Fanney segir að það sé hægt að læra mikið af því að dansa við nýtt fólk.
F
anney Sizemore byrjaði að
dansa lindy hop fyrir ári og
er kolfallin fyrir þessari
hreyfingu sem felur líka í
sér skemmtilegan félagsskap. „Ég
fór á námskeið hjá Háskóladans-
insum og fann minn dans,“ segir
Fanney sem var búin að vera á
leiðinni í þrjú ár áður en hún dreif
sig af stað.
Hún hefur náð góðum árangri á
þessum tíma og þakkar það
ástunduninni. „Ég fór strax að
mæta á danskvöldin og þá er þetta
fljótt að koma.“
Hún fór á æfingu einu sinni í
viku í fyrra og beint úr tímanum á
danskvöld. „Ég er núna aðstoð-
armaður í Háskóladansinum í vetur
og mæti aftur í byrjendatíma þar
og er að æfa mig í að leiða. Fer svo
í miðstigstímann og beint þaðan á
danskvöld. Þannig að þetta eru
svona fjórir til fimm tímar af dansi.
Miðvikudagskvöldin eru bara lindy
hop-kvöld.“
Danskvöldin eru haldin á staðn-
um Ríó við Hverfisgötu. Alla jafna
er þetta sportbar en þar er gott
rými baka til sem lindy hop-
dansararnir leggja undir sig.
Á danskvöldum er venjan að
hafa marga dansfélaga og ekki þarf
að mæta með ákveðinn dansfélaga
á námskeiðin. Í hverjum dansi er
einn sem fylgir og annar sem leiðir.
„Yfirleitt læra strákar að leiða en
þetta getur verið öfugt,“ segir hún.
Fanney hefur líka ást á djass-
inum og sveiflutónlist þessa tíma,
sem ýtir undir áhugann. Hún hlust-
aði á tónlistina áður en hún byrjaði
að æfa dansinn og klæddi sig enn-
fremur í þessum stíl.
„Það gengur ekki fyrir fólk að
dansa við tónlist sem það er ekki
hrifið af,“ segir hún. „Mér finnst
líka þægilegt að vera í hreyfingu
þar sem ég þarf ekki að vera í sér-
stökum íþróttafötum.“
Pinnahælarnir duga skammt en
það er hægt að vera á lágum dans-
hælum. „Þetta eru svo mikil hopp.
Ég er bara uppstríluð í striga-
skóm.“
Margir virðast alveg heillast af
lindy hop þegar þeir byrja. Hvað
er svona heillandi við þetta?
„Þetta er bara gleðidans. Það er
ekki hægt að vera í vondu skapi og
dansa lindy hop. Þetta er líka svo
skemmtilegur félagsskapur,“ segir
Fanney sem hefur kynnst fullt af
nýju fólki á síðastliðnu ári.
Aðgangur að tímavél
Fyrir henni er líka hluti af aðdrátt-
araflinu að fá þarna aðgang að
tímavél og upplifa stemningu sem
er ekki í boði annars.
Hún útskýrir að það sé heilmikið
samfélag í kringum lindy hop hér-
lendis sem erlendis. „Útlendingar á
ferð um Ísland hafa samband og
spyrja um danskvöld. Ég hef ekki
farið til útlanda síðan ég byrjaði að
dansa en það fyrsta sem ég geri
þegar ég fer út verður að finna
danskvöld. Þetta er úti um allan
heim og er opið og skemmtilegt
samfélag.“
Reyndir dansarar koma hingað
til lands þrisvar til fjórum sinnum
á ári og halda námskeið. Hátíðin
Arctic Lindy Exchange er síðan
haldin einu sinni á ári hérlendis og
henni fylgja mörg böll og nám-
skeið.
„Það gisti einn dansari frá Sví-
þjóð, sem ég þekkti ekki áður, hjá
mér á meðan hátíðinni stóð. Svo
var maður að dansa við marga út-
lendinga sem komu hingað að
dansa. Maður lærir svo mikið á því
að dansa við aðra,“ segir hún um
síðustu hátíð.
Það er hægt að taka vel á því í
fjörugu lögunum í lindy hop og all-
ir verða sveittir, segir Fanney.
„Það er svo gaman að maður tekur
varla eftir því fyrr en maður kem-
ur heim,“ segir hún en þetta er
sannarlega öðruvísi hreyfing en að
mæta á líkamsræktarstöð.
„Það er kannski ekki nóg að vera
einu sinni í viku í dansi. En ég finn
mun á sjálfri mér eftir að ég byrj-
aði að dansa. Ég er oft með hug-
ann við þetta og æfi spor í strætó-
skýlum,“ gantast hún.
200. danskvöldið framundan
Næsta ball verður haldið á 200.
lindy hop-danskvöldinu 4. október.
Upplýsingar um danskvöldin og
böllin er hægt að finna á Facebook
undir Reykjavík Rhythm Groove.
Þrátt fyrir nafnið Háskóladans-
inn er þetta opið öllum, ekki bara
háskólanemum. Ennfremur er
hægt að læra lindy hop hjá Lindy
Ravers en næsta byrjendanámskeið
fer af stað 2. október. Nánari upp-
lýsingar er að finna á samnefndri
Facebook-síðu. Lindy hop er ódýr
líkamsrækt en annargjaldið er
7.000 krónur fyrir háskólanema og
10.000 krónur fyrir aðra. Gjaldið
gildir í alla dansa sem Háskóla-
dansinn býður upp á. Árgjaldið hjá
Lindy Ravers er 4.000 krónur.
MIKIÐ SAMFÉLAG Í KRINGUM LINDY HOP
Dansar gleði-
dans uppstríl-
uð í strigaskóm
Fanney Sizemore er búin að dansa lindy hop í ár. Hún klæðir sig alla jafna í anda dansstílsins.
Morgunblaðið/Þórður
Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDUM DANSAR FANNEY SIZEMORE Í
FJÓRA TIL FIMM TÍMA. HÚN KYNNTIST LINDY HOP FYRIR
ÁRI OG ER KOLFALLIN FYRIR ÞESSUM DANSSTÍL OG
STEMNINGUNNI Í KRINGUM DANSINN.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
* Mér finnst líkaþægilegt aðvera í hreyfingu þar
sem ég þarf ekki að
vera í sérstökum
íþróttafötum.
Á myndinni til hliðar má sjá eldri mann æfa í garði í Beijing á föstudag. Kínverskir miðlar
greindu frá því að unga fólkið væri að þyngjast og hreyfði sig minna en þeir sem eldri eru.
Rúmlega helmingur eða 51% fólks á aldrinum 20 til 39 ára stundaði enga skipulagða hreyfingu.
Þetta er óvirkasti hópurinn á meðal fullorðna fólksins en eldra fólkið hreyfir sig meira.
Eldra fólkið hreyfir sig meira