Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 25
28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 B irkir Vagn Ómarsson, íþróttafræðingur og þjálfari hjá World Class, er mikill íþróttagarpur og fer allt að átta sinnum í ræktina á viku. Hann á tvö börn, Kára og Eddu Lilju, og segir að það þurfi ekki alltaf mikinn tíma til að ná góðri æfingu. Stundum sé allt í lagi að fara bara í göngutúr með börnin ef tíminn er knapp- ur. Gælunafn: Mamma kallaði mig oft ljósið og það yfirfærðist, mér til mikillar ánægju, yfir til vina minna. Atvinna: Íþróttafræðingur og vinn við að þjálfa í World Class. Hversu oft æfir þú á viku? Þegar ég er í stuði fer ég átta sinnum í viku og hvíli mig á sunnudögum. En yf- irleitt fer ég einu sinni á dag, sex daga vikunnar. Hver er lykillinn að góðum árangri? Það er mikilvægt að setja sér gáfuleg markmið og vera þol- inmóður í því sem maður er að gera. Hvernig er best að koma sér af stað? Það er mikilvægt að koma sér á staðinn. Margir vilja mikla fyrir sér hlutina en það er um að gera að byrja rólega. Hvað ráðleggur þú fólki sem vill hreyfa sig meira? Maður þarf að vera skynsamur og fara ekki fram úr sér. Ég vil hafa sem mesta fjöl- breytni í minni líkamsrækt. Það er hægt að æfa of mikið og það er ekki gott því líkaminn þarf sína hvíld, mjög mikilvægt. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Ég hef alla tíð verið mikið í íþróttum og það kemur sér oft vel. Ég nýti mér ýmsa staði þegar ég er í fríi. Leikvelli, náttúruna og bara það sem mér dettur í hug. Maður þarf ekki langan tíma til að gera fína æfingu. Svo er bara að fara út að ganga með börnin eða léttan hlaupatúr. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Já ég er meðvit- aður um mataræðið en ég á það til eins og svo margir að detta í smásukk annað slagið. Það er mikilvægt að vita hvað mað- ur er að láta í systemið á sér. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég drekk bara vatn og reyni að borða eins hreina fæðu og ég get. Ég fer ekki oft út í einhverjar öfgar. Hvaða óhollusta freistar þín? Ég hef alltaf verið veikur fyrir einni ískaldri kók í dós. Ég er lítill nammikall en pítsa og kók er nokk- uð sem ég gæti fengið mér daglega. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Það er langbest að borða eins hreint og maður getur. Það er enginn matur eða drykkur hlutlaus. Fínt að hugsa það þannig að það er til tvenns konar fæða; fæða sem gerir þig heilbrigðari og fæða sem gerir þig minna heil- brigðan. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Mikið gildi. Það er mikilvægt að hreyfa sig og finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtileg. Hvort sem það er lyftingar, göngutúrar, sund, hjólreiðar eða eitthvað annað. Við eigum öll að geta fundið smátíma af deginum til að koma okkur í góða hreyfingu, al- veg sama hversu mikið er að gera í vinnunni. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Margir sem byrja að hreyfa sig ætla að gleypa heiminn á einum degi. Það borgar sig að byrja rólega og láta hlutina bara gerast ró- lega. Vinnandi í líkamsrækt- arstöð allan daginn sé ég líka alltof marga beita líkamanum rangt við æfingar og það getur verið slæmt. Mik- ilvægt er að kunna æfing- arnar sem maður er að gera. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Róbert Traustason er toppþjálfari sem hefur kennt mér mikið. Svo er Ebbi frændi (Evert Víg- lundsson) þjálfari sem er til fyrirmyndar, á fimmtugsaldri í topp- standi. KEMPA VIKUNNAR BIRKIR VAGN ÓMARSSON Það þarf ekki langan tíma til að fara á fína æfingu Sjósund og sjóböð njóta vaxandi vinsælda hér á landi. Margir sækja í sjóinn allt árið um kring og telja það allra meina bót. Yfir veturinn er opið í heita pottinn og búningsklefa í Nauthólsvík mánudaga til laug- ardaga kl. 11-13 og auk þess mánudaga og miðvikudaga kl. 17-19. Sjóbað yfir veturinn* Þetta er ekkert mál fyrirJón Pál.Jón Páll Sigmarsson (1960-1993) Margir hreyfa sig meira yfir sum- artímann en almennt á veturna. Á þessu er þó allur gangur og hreyfing yfir sumartímann er oft óregluleg, t.d. fjallgöngur, fótbolti með fé- lögum, hjóltúrar og göngur í nátt- úrunni, en hreyfing yfir vetrarmán- uðina hins vegar reglulegri enda hreyfingin stunduð inni í sölum lík- amsræktarstöðva eða á öðrum reglulegum æfingum. Haustið er því tíminn þegar marg- ir kaupa sér kort í líkamsræktina eða aðgang að einstaka nám- skeiðum. Slíkt er alls ekki ókeypis enda boðið upp á toppaðstöðu og jafnvel leiðbeiningar þjálfara. Þeir sem vilja spara sér eyrinn ættu þó að huga að því að reglulegar göngur að vetri til geta verið alveg jafn skemmtilegar og göngur á sumrin. Skokkhópar eru í flestum hverfum og sundlaugar landsins bjóða upp á fyrsta flokks laugar fyrir lítið. Þá eru danshópar sem hittast og hægt er að sækja dansnámskeið í Háskóla Ís- lands fyrir lítið. Það eina sem þarf er að líta í kringum sig, rífa sig frá sjón- varpinu og fara út að hreyfa sig hvort sem snjóar eða blæs. Ódýrari hreyfing í vetur Íslenskar sundlaugar auka lífsgæði okkar umtalsvert allan ársins hring. Morgunblaðið/Golli Tölvurisinn Apple er heldur betur að stimpla sig inn í heilsugeirann. Það hefur reyndar einkennt fyrir- tækið að þegar tekin er ákvörðun um að fara inn á ákveðið svið er það gert með nýrri nálgun sem gjörbyltir gömlum hefðum, líkt og iPod og iTunes gerðu fyrir tónlist- armarkaðinn og iPhone fyrir far- símamarkaðinn. Nú hefur Apple kynnt Healt- hKit sem gerir notendum iPhone og síðar iWatch færi á að fylgjast betur með heilsunni yfir daginn. Þegar eru nokkrir spítalar farnir að prófa HealthKit en Stanford University Hospital notar nýju vöru Apple til að fylgjast með blóðsykri sjúklinga og Duke Uni- versity er að hanna, í samstarfi við Apple, leið til að nota heilsu- forrit Apple til að fylgjast náið með blóðþrýstingi, þyngd og öðr- um þáttum sjúklinga með hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameins- sjúklinga. Tölvusnillingarnir hjá Apple hefur yfirleitt tekist vel til þegar kynntar eru nýjar vörur og öllu jafna umbylta þeir þeim markaði sem sótt er inn á. AFP Byltir Apple heilsugeiranum? Hollar vörur úr náttúrunni í hæsta gæðaflokki Hamp fræ Kinoa fræ Chia fræ Möndlumjöl H-Berg efh | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is FRÁBÆR T VERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.