Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Matur og drykkir Dívuboð Dóru Welding DEKRAÐ VIÐ ÆSKUVINKONURNAR É g hef mikla ástríðu fyrir góðum og fallegum mat en elska samt mest tilstandið og bröltið í kringum veislurnar, búa til fallega stemningu og skemmta kærum vinum,“ segir Dóra Welding sem bauð heim æskuvinkonum sínum heim í mat. Helsta leyniráð Dóru í boðum segir hún vera að elska það sem maður er að gera, njóta þess í botn og hafa gaman af og það skín berlega í gegn. „Það sem ég hafði helst í huga var að galdra eitthvað fram sem ég hafði aldrei gert áður nema að forréttinn hef ég reyndar prófað. Bringurnar lukkuðust súpervel og maturinn allur sló vægast sagt í gegn. Þær voru allar bibburnar í hamingjukasti sem segir allt sem segja þarf enda miklir matarsérfræðingar allar; ofursmekklegar og grand þegar kemur að veislum.“ Dóru finnst skemmtilegt að elda nær allan mat, aðalatriðið sé að vinda sér í verkið og vera með skynbragð á bragð og krydd. „Ég hef altlaf haft yndi af smáföndri í kringum bringur en það er endalaust hægt að leika sér með það hráefni og flest grænmeti gerir alla rétti ljúffenga. Humarpastarétturinn hennar Diddu vinkonu minnar sem mér hefur nú tekist að útbúa slær samt öllu rafmagni út, ekkert sem getur toppað það og sáraeinfalt.“ Dóra leggur talsvert upp úr tónlistinni og hvaða lag passar hverjum rétti. Þannig spilaði hún Girl from Ipanema eftir Stan Getz þegar for- rétturinn var borinn fram, lagið með aðalréttinum var At Last með stórdívunni Ettu James og slagarinn Is This Love með Bob Marley hljómaði þegar eftirrétturinn var borinn fram. Dóra er beðin að rifja upp eftirminnilega uppákomu í eldhúsinu og man strax eftir einu. „Ég var grátbeðin um að gera rækjubrauðtertu fyrir stórafmæli vinkonu og lét slag standa. Ég vandaði mig í heilan dag í eldhúsinu hennar, skreytti eftir kúnstarinnar reglum með öllu því fíneríi sem tilheyrir, renndi brauðtertunni á svakalega fallegan bakka og trítlaði með hann fram með rosalegum montsvip. Allir í stofunni vorandi gapandi mát og undrandi yfir flottheitunum, þangað til að fyrsta sneiðin var skorin og gestir komust að því að rækjusal- atið sem átti að vera þarna á milli var inni í ísskáp, grafkjurt í skál- inni,“ segir Dóra hlæjandi og bætir við að hún hefði þurft áfallahjálp hún skammaðist sín svo mikið. En viðurkennir að það sé búið að hlæja hressilega að þessari uppákomu síðan. Í boðum hjá Dóru eru brandararnir ekki sparaðir og hlátrasköllin tíð. Dóra nostrar við matinn áður en hún ber hann á borð fyrir gesti kvöldsins. LÍFSKÚNSTERINN DÓRA WELDING BAUÐ GÓÐUM VIN- KONUM HEIM Í ÞRIGGJA RÉTTA MÁLTÍÐ OG PASSAÐI AÐ SPILA RÉTTU TÓNLISTINA MEÐ HVERJUM RÉTTI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * Ég hef altlaf haft yndi af smáföndri í kringumbringur en það er endalaust hægt að leika sér meðþað hráefni og flest grænmeti gerir alla rétti ljúffenga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.