Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 33
Morgunblaðið/Styrmir Kári Frá vinstri: Sigríður Kjartans- dóttir, Kristín Björgvinsdóttir, Dóra Welding, Áslaug Snorra- dóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Aldís Pála Arthursdóttir. 28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 150 g smjör 100 g suðusúkkulaði 120 hreint Cadbury-súkkulaði smá sletta af rjóma 1 bolli sykur 2-3 tsk. vanilludropar ¼ tsk. salt 1 msk. kakó 2 egg 2 msk. volgt vatn 2/3 bolli hveiti Bræðið smjörið í potti og bræðið í öðrum potti súkkulaðið og rjómann saman. Mikilvægt er að fylgjast vel með bráðinni svo súkku- laðið festist ekki við botninn. Bland- ið öllu saman í skál, hrærið vel og vandlega saman. Setjið í hringlaga 24 cm form og hitið í miðjum ofni við 250°C í um 40-50 mínútur eða þannig að kakan sé enn örlítið blaut í miðjunni. Gott er að stinga prjóni varlega í kökuna síðustu 10 mín- úturnar til að fylgjast með. Berið fram með mynturjómanum. Kingston Brownies MYNTURJÓMI 250 ml rjómi 1 msk. vanillusykur 4 dropar piparmyntudropar smá grænn matarlitur nokkur Remi-myntukex ½ askja jarðarber Þeytið rjóma saman við van- illusykur. Þegar rjóminn er full- þeyttur skal blanda vanillu- dropunum hægt og rólega saman við sem og smávegis af grænum matarlit til að fá fallegan myntulit á rjómann, best er að nota skeið. Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið eftir smekk með Remi- myntukexi og jarðarberjum. Fyrir 6 2 pokar rækjur, Dóra mælir með rækjum frá Dögun 1 rauð paprika, smátt skorin ½ agúrka, smátt skorin ½ hunangsmelóna, skorin í litla bita ½ askja jarðarber, smátt skor- in kál að eigin smekk 1 búnt fersk steinselja Afþíðið rækjurnar. Rífið kálið og setjið í botninn á fallegu glasi eða skál. Stráið grænmetinu og ávöxt- unum yfir. Bætið 2-3 msk. af rækjum í hvert glas, hellið smávegis af sí- trónusósu yfir hvert glas. Skreytið með steinselju. SÍTRÓNUSÓSA 3 msk. pítusósa 2 msk. sætt sinnep ferskur sítrónusafi eftir smekk svartur pipar, sítrónupipar og hvítlauksduft eftir smekk Hrærið saman pítusósuna, sinn- epið og kreistið sítrónuna til að þynna og bragðbæta sósuna. Smakkið þá loks til með svörtum pipar, sítrónupipar og hvítlauksdufti. Rækjukokteill 1 dós sólþurrkaðir tómatar 1 krukka fetaostur heil planta af ferskri basilíku (gott að kaupa eina í potti) 1 rauðlaukur 1 askja Chili-smurostur frá Philadelphia 1 kjúklingabringa á hvern gest salt og pipar kjúklingakrydd að eigin vali safi úr ferskri sítrónu brauðrasp að eigin vali, mjög smátt saxað Maukið sólþurrkuðu tómatana, fetaostinn, basilíkuna og rauðlaukinn vel saman í matvinnsluvél og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Skerið vasa í bringurnar, stingið hnífnum djúpt í bringuna en passið að þær fari ekki í sundur, þær eiga að hanga saman. Setjið basilíkufyllinguna í vasana og lokið fyrir með tannstönglum. Smyrjið bringurnar með sí- trónusafa og stráið brauðraspi yfir þær, betra er að setja meira en minna. Stráið yfir þær kjúklingakryddi, salti og pipar. Setjið bringurnar í eldfast mót og hitið við 250°C í miðjum ofni í um það bil 30 mínútur en bringurnar eiga að vera dúnmjúkar og safaríkar og mikilvægt er að fylgjast vel með þeim. Fylltar basilíkubringur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.