Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 40
Tíska Blóðug háskólapeysa til sölu *Verslunarkeðjan Urban Outfitters hóf í haust sölu ásvokallaðri háskólapeysu sem vakti gífurlega hneyksl-an. Peysan, sem var bleik að lit, fór mjög fyrir brjóstiðá fólki enda var hún alsett blóðdropum. Áletrunin vareinnig afar óhugnanleg þar sem peysan var merkt há-skólanum Kent State en árið 1970 varð skotárás íKent State-skólanum þar sem árásarmaðurinn myrti fjóra nemendur og særði níu. Urban Outfitters hefur beðist afsökunar á þessum ósmekklega gjörningi. E in klassísk – hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Bleik Aftur-slá, Christian Dior-jakki og svartir lakkskór frá Topshop. Ég hef bundist þessum flíkum tilfinningalegum böndum og skammast mín ekki fyrir að ofnota þær, sumt er einfaldlega alltaf viðeigandi. En þau verstu? Kjóll úr Weekday sem var með svo stórum blöðruermum að ég virkaði áttföld. Eftir að þjóðþekktur söngvari og hjartaknúsari hélt ég væri nýbúin að fæða barn (hef aldrei lagt í þann gjörning) skutlaði ég umræddum kjól í mikilli geðshræringu inn í skáp þar sem hann fær að dúsa – þangað til ég fer sjálf í barnaframleiðslu. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Kvöld eitt fyrir nokkrum árum stóð ég fyrir framan spegil, í heiðbláum samfestingi og gulllituðum pinnahælum og setti heila túpu af bláu glimmerföndurlími á augnlokin. Við hlið mér stóð Rakel vin- kona mín sem reyndi eftir bestu getu að næla á sig risastóran silfurlitaðan tjullkjól með biluðum rennilás en allt gekk þetta hálfbrösulega því við vorum báðar með þykkar blúndufermingargrifflur á höndunum. Þetta var sumsé fyrir ’85-ballið í Mennta- skólanum við Sund en við vinkonur sammæltumst um að þetta gæti allt eins verið djammgalli fyrir venjulegt ball – við værum hvort eð er alltaf svona klæddar. Svarar þetta spurningunni? Hvað heillar þig við tísku? Það sem heillar mig við tísku er að hún er í fyrsta lagi fjöl- menningarleg (fullorðinsorð). Ég hef til dæmis ferðast um Vestur-Afríku og mætt ein- staklingum sem ég gæti ekki átt minna sameiginlegt með; við töluðum ekki sama tungumálið, komum úr sitthvorum heiminum, trúnni, samfélagslegum gildum – nefndu það. Samt gátum við horft hvert á annað og hugsað: „… flott týpa!“ Þeir sem heillast af tísku deila nefnilega ákveðinni sameiginlegri hug- myndafræði sem mér finnst virkilega fallegt (hér má byrja að syngja lagið We are the World). Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Ekki klæðast neinu sem Whoopi Goldberg eða Miley Cyrus myndu ganga í. Allt þar á milli er í fínu lagi. Ætlarðu að fá þér eitthvað sérstakt fyrir veturinn? Í vetur ætla ég að ganga í svartri vintage Yves Saint Laurent-ullarkápu sem ég fann um dag- inn. Ég er nefnilega eins konar „vint- age-lukkutröll“ – sýndu mér ruslahaug og ég finn mér vintage-merkjavöru. Ekki málið! Hvað er það síðasta sem þú festir kaup á fatakyns? Fyrir utan stóra-YSL- kápumálið þá var seinasta flíkin sem ég eignaðist hælaskór úr COS en það er uppá- haldsverslunin mín. Maðurinn minn kaupir alltaf á mig skó – án hans væri ég berfætt. Áttu þér uppáhaldsfatahönnuð? Uppá- haldshönnuðurinn minn er Rakel Jónsdóttir en hún er sömuleiðis uppáhaldsvinkona mín, svo það tvennt helst í hendur. Þar að auki held ég mikið upp á Hildi Björk Yeoman, Jör, Guðrúnu Helgu Krist- jánsdóttur og Berglindi Óskarsdóttur. Mér finnst skemmtilegra að fylgjast með íslenskum fatahönn- uðum því við lifum öll og hrærumst í sama um- hverfinu hér á Íslandi. Þess vegna finnst mér áhugaverðara að skoða vinnuna þeirra en hjá stórum nöfnum úti í heimi sem eru oftar en ekki með heila hersingu af starfsfólki á bak við sig. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Tísku- lega dömuleg skinka með slatta af merkjasnobbi. Hvaða tískublöð eða tískublogg lestu? Ég vinn sem blaðamaður á Nýju lífi svo það er partur af starfinu að skoða reglulega bæði tískublöð og -blogg. Nýtt líf er mitt uppáhaldstímarit, það rætt- ist stór draumur þegar ég fékk starfið enda hef ég skoðað tískublöð alla mína tíð af mikilli áfergju. Dönsku blöðin Cover og Eurowoman skoða ég líka reglulega sem og ítalska Vogue. Blogghringurinn er stór (alltof stór) en á þeim rúnti verða á vegi mínum meðal annars Elísabet Gunnars á Trendnet, The Cut og fyrirmyndin mín í lífinu; The Man Repeller. DÖMULEG SKINKA MEÐ SLATTA AF MERKJASNOBBI Anna Margrét hefur mikinn áhuga á tísku og skoðar reglulega bæði tískublöð og -blogg. Morgunblaðið/Kristinn Væri berfætt án kærastans ANNA MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR STARFAR SEM BLAÐAMAÐUR Á NÝJU LÍFI AUK ÞESS SEM HÚN KENNIR BEYONCÉ-DANS Í KRAMHÚSINU. ANNA MARGRÉT SEGIST VERA EINS KONAR „VINTAGE-LUKKUTRÖLL“ OG GETA FUNDIÐ NOTAÐAR MERKJAVÖRUR Í RUSLAHAUG. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Anna fann fallega „vintage“ Yves Saint Laurent-kápu um daginn sem verður ef- laust vel nýtt í vetur. Anna skoðar reglulega danska tímaritið Cover. Verslunin Cos er í miklu eft- irlæti. Rakel Jónsdóttir er uppáhaldsfata- hönnuður Önnu, sem fylgist vel með tískunni á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.