Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 42
Magnea Einars- dóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir hanna áhugaverðar prjónaflíkur með öðruvísi áherslum. Morgunblaðið/Kristinn Magnea Einarsdóttir stofnaði fyrirtæki sember heitið magnea fyrir rúmu ári, stuttueftir útskrift úr hinum virta listaháskólaCentral Saint Martin. Síðan þá hefur magn- ea sýnt tvær línur sem eiga það sameiginlegt að ein- kennast af áhugaverðri textílnotkun með ríka áherslu á prjón. Nú er væntanleg í verslun ný lína frá fyrirtækinu sem sýnd var á hátíðinni Reykjavík Fashion Festival síð- astliðið vor en þá bættist einnig nýr hönnuður inn í fyr- irtækið, Sigrún Halla Unnarsdóttir, sem nam fatahönnun við Designskolen Kolding í Danmörku. „Sigrún kom inn fyrir RFF sem stílisti, það gekk svo vel að hún vann hjá fyrirtækinu allan febrúar og mars og svo vildum við ekki sleppa hvor annarri,“ útskýrir Magnea en þær Sigrún kynntust í gegnum kennslu þar sem þær kenna báðar við textíldeild Myndalistarskóla Reykjavíkur. „Sigrún hefur gríðarlega reynslu í framleiðslu og við fórum beint í að undirbúa framleiðsluna eftir RFF,“ seg- ir Magnea og bætir Sigrún við að þær stöllur séu sam- mála um uppbyggingu fyrirtækisins. „Við lærðum í svip- uðum skólum og tölum svolítið sama tungumál þegar kemur að hönnun og ferlinu sjálfu,“ segir Sigrún. Magnea útskýrir að nú skipti þær mikið með sér verkum þar sem hún einbeiti sér aðallega að efnum en Sigrún sjái að mestu um form og snið. „Samstarfið er rosalega skemmtilegt því það kemur margt inn sem kemur manni á óvart. Við erum svo mikið að ping- ponga hugmyndum á milli.“ Textíllinn einfaldar formin Línan er væntanleg í verslunina Jör í byrjun næsta mán- aðar. Mikil áhersla er lögð á prjón, sem Magnea segir að muni alltaf einkenna línur fyrirtækisins. „Við viljum einbeita okkur að því að þróa okkar eigin efni en það lagði ég upp með til þess að byrja með. Ég var með ákveðnar hugmyndir sem mig langaði til þess að þróa og vildi halda áfram að búa til prjón sem hægt væri að framleiða í vélum. Ég held að við séum ekkert að fara að snúa við blaðinu. Það er líka það skemmti- lega við þetta – að prófa eitthvað nýtt,“ útskýrir Magn- ea og bætir við að vegna þess hve rík áhersla er lögð á prjón og textíl séu formin á flíkunum eilítið í einfaldari kantinum. Innblástur línunnar er að mestu leyti sóttur til bygg- ingarsvæða í Berlín og vinnufatnaðar. Með línunni verða einnig framleiddir hattar sem sýndir voru á sýningunni. „Hattarnir eru innblásnir af vinnuhjálmum. En að gera prjónafatnað sem er innblásinn af vinnufatnaði – það er ekkert rosalega mikið samasemmerki þar á milli. Endur- skinsþráður sem sýndur var á prjónaflíkunum er inn- blásinn úr vinnufatnaði og beinum línum bygginga,“ bæt- ir Sigrún við. Magnea og Sigrún segjast finna fyrir meiri orku í fata- hönnunargeiranum á Íslandi og tækifærin séu sífellt að aukast. Einnig segja þær Ísland góðan stað til þess að stofna ný hönnunarfyrirtæki vegna þess hve mikið áhugi almennings hérlendis hefur aukist. „Af því að við erum á Íslandi höfum við miklu meira tækifæri á að kynna okkur, bæði hér og úti. Ef við værum til dæmis úti í London eða á stærri stað myndum við bara hverfa í fjöldann.“ Magnea segir jafnframt fá störf í boði fyrir fatahönn- uði á Íslandi. „Þannig að við verðum að búa okkur til eitthvað sjálf. Núna finnst mér vera einhver orka. Ég er í stjórn fatahönnunarfélagsins og það vilja allir að eitt- hvað gerist og fólk fer á flug. Maður vill því nýta þessa orku til að koma þessu á næsta stig.“ Magnea og Sigrún vinna nú hörðum höndum að næstu línu og stefna á að halda til Kaupmannahafnar í byrjun næsta árs og kynna línuna fyrir breiðari markaði. „Við samsömum okkur svolítið Kaupmannahöfn og finnst okkar stíll passa þar. Ég held að það sé gott að byrja þar og kynnast markaðnum. Þó verður maður að finna sinn stað og við erum að byrja á því núna,“ bætir Sigrún við að lokum. SAMSTARFIÐ KEMUR SÍFELLT Á ÓVART Fleiri tækifæri og aukin orka MAGNEA EINARSDÓTTIR OG SIGRÚN HALLA GUNNARSDÓTTIR HANNA ÁHUGAVERÐAR FLÍKUR HJÁ FYRIRTÆKI SÍNU SEM BER HEITIÐ MAGNEA. RÍK ÁHERSLA ER LÖGÐ Á TEXTÍL OG PRJÓN EN NÝ LÍNA TÍSKUHÚSSINS ER VÆNTANLEG Í VERSLUNINA JÖR Í OKTÓBER. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Tíska Ljósmyndari/Aldís Páls.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.