Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Qupperneq 51
Helga segir handtökin vera mörg í loðdýrarækt og mikla aðhlynningu og eftirlit þurfi til að ná árangri. Þorbjörg Gígja með nýuppteknar gulrætur úr garðinum en þar er Helga með þónokkra grænmet- isræktun fyrir fjölskylduna. Gulrætur, spergilkál og rófur hafa komið einna best út. Garðurinn er sérstaklega fallegur hjá Helgu og þar er líka nóg pláss til að leika sér. tökin í loðdýraræktuninni séu mörg. „Ég hef komið við í mörgum búgreinum, hef unnið fjósi, í fjárhúsi og við hross en flest handtökin í því sem ég hef kynnst eru í minknum. Það þarf mikla aðhlynningu og mikið eftirlit til þess að ná árangri og allt gangi vel.“ Fóðrið skiptir höfuðmáli í ræktuninni. „Við erum svo vel sett hér með þessa staðsetningu. Við erum með alla fóðuröflun í kringum okk- ur. Við erum með okkar eigin fóðurstöð og lögum fóðrið fyrir okkar dýr sjálf. Ef það er eitthvað sem er ekki í lagi á búinu getum við brugðist við strax. Fóðrið er grunnurinn. Við sækjum fiskafskurð niður á fiskmarkað, fáum kjúklingaafskurð og annað slíkt hjá Ísfugli, svo fáum við fitu úr sláturhúsunum og kol- vetni frá veitingastöðum sem geyma afskurð af snittum fyrir okkur. Við erum með stórar vélar hérna uppfrá og stóra frysta og kæla. Það er mjög mikilvægt þegar þú ert að fram- leiða fóður fyrir minka að þetta sé allt rosa- lega ferskt. Þeir eru mjög viðkvæmir fyrir fóðrinu. Þeir hafa styttri garnir en önnur spendýr og nýta fóðrið illa,“ segir hún og út- skýrir að þess vegna sé það sem komi frá þeim svona öflugur áburður. Söðlasmiðjan í sókn Söðlasmiðjan hefur vaxið síðustu ár en Helga smíðar hnakka undir nafninu Ísland Sleipnir. Valdimar Tryggvason, söðlasmiðurinn sem hún vann hjá í Nethyl, eftirlét henni þetta nafn og lagerinn sinn. Í gegnum hann fór hún til Bretlands til söðlasmíðameistarans Steves Sturgess. „Hann hjálpaði mér að hanna hnakk sem mér líkaði við. Ég smíðaði hann hjá hon- um, kom með sniðin heim og er núna að smíða þessa hnakka eftir pöntun. Ég get smíðað hann nokkurn veginn eins og fólk vill hafa hann.“ Á Facebook-síðu hennar, Söðlasmiðurinn í Mosfellsdal, er hægt að sjá skemmtilegar myndir af hnakki í vinnslu. Hún segist þó fyrst og fremst gleðjast yfir því hvað hún sé í skemmtilegri vinnu og takmarkið sé ekki að smíða fjölda hnakka. „Ég er alveg jafnglöð að gera við gömul reiðtygi. Mig langar rosalega að vera sjálfbær. Mér finnst mikilvægt að við vinnum við það sem gerir okkur glöð en það er algjör forsenda að við eigum að borða og sé ekki hent úr húsum okkar.“ Hún ólst upp í Svíþjóð og segir það hafa mótað viðhorf sitt til lífsins en hún flutti ekki til landsins fyrr en hún byrjaði í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. „Við vorum svo frjáls, hjóluðum um allt að veiða halakörtur og klifra í trjánum,“ segir hún og útskýrir að þetta hafi verið lítill bær sem myndi sæma sér vel sem sögusvið í Astrid Lindgren-bók. „Þegar ég var í skóla þar var mikil áhersla lögð á náttúruvernd og hvernig við séum hluti af hringrásinni. Ég held til dæmis að það væri gott að fara með alla grunnskólakrakka út á Álfsnes svo þeir upplifi hvað verður um allt ruslið. Við erum svo neyslumiðuð,“ segir hún en sjálfri fannst henni það sterk upplifun að heimsækja þennan urðunarstað Sorpu. Malaría leiddi afa hennar á Borgina Það er skemmtileg saga á bak við ættarnafn Helgu. „Amma Gunna hitti afa minn, Val Skowronski, á Borginni. Val fæddist í Póllandi en flutti sem lítill drengur til Ameríku með foreldrum sínum. Pabbi hans dó skömmu eftir komuna þangað og mamma hans ól systkinin ein upp. Hann sagði mér frá því hvernig þau fóru og tíndu ber og seldu á markaðnum og keyptu kannski eitt súpubein fyrir peninginn. Hann fer síðan í bandaríska herinn, er sendur út í lönd og fær malaríu,“ segir hún en vegna veikindanna var ákveðið að senda hann til kalda landsins Íslands. „Skemmtilegt hvernig lífið á það til að snúa hlutunum og örlögin grípa í taumana því svo hitti hann ömmu og þau eignuðust fimm börn í Keflavík og þess vegna er ég til. Stundum þarf maður að taka ákvörðun og allt lífið breytist út af þeirri ákvörðun. Það hefur gerst nokkrum sinnum hjá mér.“ Búið er með eigin fóðurstöð og sækir hráefnið í nágrennið, til dæmis fá þau kjúklingaafskurð hjá Ís- fugli, fiskafskurð af fiskmarkaðnum, snittuafskurð frá veitingastöðum og fitu úr sláturhúsunum. Það er gott að fá útrás á trampólíninu. 28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.