Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Side 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Menning Þ egar Sturla Friðriksson kom heim til Íslands ár- ið 1946, eftir að hafa lokið mastersnámi í erfðavísindum við Cor- nell-háskóla í Íþöku í Bandaríkj- unum, fékk hann enga atvinnu hér sem erfðafræðingur, enda var það ný fræðigrein og fá verkefni hér á því sviði. Hann stofnaði síðar til- raunastöðina við Korpu, og fór að gera tilraunir með alls kyns fræ. „Ég fór að reyna að finna hvaða fræ henta best á tún hér, enginn hafði vitað það áður, það voru bara notuð einhver dönsk fræ,“ segir Sturla. „Ég greiddi úr því, fór að nota íslensk fræ og fræ sem ræktað var í Danmörku af íslenskum jurtum. Síðan fór ég í að finna út hvaða fræ hentuðu best til sandgræðslu, til upp- græðslu á uppblásinni jörð. Rann- sóknir á uppblæstri urðu mitt ævi- starf. Ég rannsakaði hvernig landið leit út þegar landnámsmennirnir komu að Íslandi, hvernig þeir eyði- lögðu skógana og urðu valdir að því að landið á hálendinu fór að blása upp. Gróðurþekjan minnkaði og upp- skeran af grónu landi; fé þurfti að fækka og landsmönnum fækkaði líka, úr 80.000 niður í 45.000,“ segir hann. „Það var allt uppblæstrinum að kenna og ég fór að kanna hvernig mætti græða landið upp.“ Erindið til Sturlu á heimili hans í Skerjafirði er annars ekki að ræða þá merkilegu sögu alla, eða ótal mörg ferðalögin sem hann hefur lagst í á langri ævi; á heimilinu gef- ur að líta minjagripi víða að úr heiminum, uppstoppuð dýr og húðir, afrísk vopn, falleg málvek og hvers kyns viðurkenningar. Sturla gaf fyr- ir nokkrum árum út athyglisverða bók sem hann kallaði Heimshorna- flakk og þar segir af ferðum hans til sumra af þeim rúmlega 130 löndum og landsvæðum sem hann hefur heimsótt. Hann er kominn á tíræð- isaldur, er vel ern og hefur nú skrif- að nýja bók, Náttúrubarn. „Þessi bók er um æskuár mín og ættmenni. Hún nær fram til þess tíma er ég lýk náminu í Bandaríkj- unum árið 1946,“ segir hann. Eldri kynslóðir Íslendinga kannast sér- staklega vel við ættmenni Sturlu, svo tengd sem þau eru við söguna um og eftir þarsíðustu aldamót. Nægir að nefna hina kunnu Sturlu- bræður en þeir voru Sturla og Frið- rik, faðir Sturlu, Jónssynir. Þeir voru einhverjir mestu athafnamenn hér, komu víða við í atvinnulífinu, auðguðust umfram aðra, stofnuðu kunn fyrirtæki og reistu reisulegar byggingar. „Sturlubræður voru efnuðustu menn á Íslandi á sinni tíð. Hugsaðu þér allt það sem þeir tóku sér fyrir hendur,“ segir Sturla fullur aðdáun- ar og tekur að segja frá forfeðrum sínum. „Langafi minn, Pétur Pétursson, var prestur á Miklabæ á Skagafirði. Hann útskrifaðist úr Hólaskóla og þá var ekkert brauð laust fyrir hann. Biskupinn ráðlagði honum að ganga að eiga ekkjuna á Sjávar- borg, Elínu Grímólfsdóttur, sem var tuttugu árum eldri en hann. Þau giftust og hann varð fljótt efnaður bóndi. Þá kom að því að Oddur Gíslason prestur á Miklabæ týnd- ist.“ Margir þekkja hann úr sögunni um þau Miklabæjar-Solveigu, sem var sögð ganga aftur. „Já, hann hvarf með hesti sínum eins og Ein- ar Benediktsson orti um,“ heldur Sturla áfram. „Þá losnaði það emb- ætti og Pétur sótti um og fékk. Elín á Sjávarborg lést þegar hún var sjö- tug og þá bað Pétur ungrar stúlku sem lengi hafði verið á heimilinu, Þóru Brynjólfsdóttur biskups Hall- dórssonar á Hólum. Þau eignuðust dótturina Elínborgu og þrjá syni: Pétur sem varð biskup, Jón Pét- ursson háyfirdómara, sem var afi minn, og Brynjólf sem varð kon- ungshirðir í Kaupmannahöfn og stjórnaði Íslandsdeild konungsins. Einn bróðir fór með konungs- valdið, einn með guðsvaldið og einn með dómsvaldið. Þetta voru merki- legir bræður. Ég reisti minnisvarða um þá á Víðivöllum í Skagafirði, þrjár súlur úr stuðlabergi.“ Fékk Laxfoss að gjöf Sögurnar af ættingjum Sturlu eru forvitnilegar. Seinni eiginkona Jóns Péturssonar háyfirdómara var Sig- þrúður Friðriksdóttir Eggerz, „dótt- ir Friðriks á Ballará á Skarðsströnd sem skrifaði ritin Úr fylgsnum fyrri alda“, segir Sturla. Sigþrúður fékk að erfðum jörðina Laxfoss við Norð- urá. „Síðar eignaðist faðir minn hana, Sigþrúður gaf honum Lax- fossinn. Hann var einu sinni á ferðalagi vestur í Dölum og reið framhjá fossinum. Honum þótti fossinn undurfagur og sá að þar mætti áreiðanlega veiða lax á stöng. Þegar hann kom suður sagði hann það við móður sína, sem svaraði: Farðu bara uppeftir og reyndu. Þú mátt eiga jörðina! Faðir minn fór þá aftur að Norðurá og fór að veiða lax eins og Englendingar, og þótti skrýtið um aldamótin 1900, með bambusstöng og flugum. Um það leyti voru þeir Sturlubræður farnir að veiða með stöng í Elliðaánum, Korpúlfsstaðaá og fleiri litlum ám í nágrenni Reykjavíkur. Þeir voru meðal fyrstu Íslendinga sem veiddu á þennan hátt.“ Sturla segir að Friðrik hafi látið taka öll net upp úr Norðurá og til að það gengi keypti hann fimm aðr- ar jarðir í nágrenni við Laxfoss. „Svo fór hann að veiða. En hann vildi ekki vera við það allt sumarið og fór þá að leigja veiðina hluta af sumri til Englendinga, meðal annars hinum kunna kapteini Aspinall. Fað- ir minn sagði mér margar sögur af þessu þegar ég var strákur,“ segir Sturla en hann dvaldi iðulega sum- arlangt með fjölskyldunni í bústað hennar við Laxfoss, en þar héldu ensku veiðimennirnir einnig til. Stórtækir Sturlubræður Saga Sturlubræðra er afar áhuga- verð. „Já. Faðir minn gekk í Lærða skólann og varð stúdent 1882, fór svo utan, til Kaupmannahafnar, að læra lögfræði og lauk heimspeki- námi. Hann kom heim, fór í guð- fræði og varð guðfræðingur, mess- aði þá einu sinni í Dómkirkjunni en leist ekki á að þurfa að flytja frá Reykjavík eitthvað út á land og ger- ast prestur. Hann tók því ekki vígslu. Þá var Sturla bróðir hans búinn að stofna verslun í gömlu Innréttingunum í Aðalstræti, árið 1883. Faðir minn ákvað að vera í búðinni með honum og gerast kaup- maður. Hann ætlaði ekki að vera prestur,“ segir Sturla og hlær. „Þegar ég spurði föður minn hvað ég ætti að læra vildi hann ekki ráðleggja mér neitt, vegna þess að hans lærdómsferill var alltaf rangur, sagði hann,“ segir erfðafræðingurinn Sturla. Morgunblaðið/Einar Falur STURLA FRIÐRIKSSON HEFUR SKRIFAÐ BÓK UM UPPVÖXT SINN OG FJÖLSKYLDU „Ég var þessi drengur“ STURLUBRÆÐUR KOMU VÍÐA VIÐ Í ATVINNULÍFI LANDSINS FYRIR UM EINNI ÖLD. ÞEIR STOFNUÐU MEÐAL ANNARS FÉLÖG UM GULLLEIT, ÚTGERÐ, MJÓLKURFRAMLEIÐSLU OG VIRKJANIR. STURLA, SONUR ANNARS ÞEIRRA, SEGIR Í NÝRRI BÓK FRÁ ÆSKU SINNI OG ÞAR Á MEÐAL BRÆÐRUNUM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.