Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014
Tvær sýningar verða opnaðar í Gallerí
Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 í kvöld, laug-
ardag, klukkan 20. Gunnhildur Þórðardóttir
er listamaður vikunnar og stendur hennar
sýning í viku. Gunnhildur sýnir skúlptúrinn
„Sjónvarp með vígtönnum“ og myndbands-
verkið „Boðorðin 10 í slammi“. Hún skoðar
pönkið sem samfélagslegt tæki til að hafna
ríkjandi viðhorfum og neyslusamfélaginu og
fjallar um þörf mannsins til að gera hlutina á
eigin forsendum.
Á sama tíma verður sýningin „Feng Shui
Problem“ opnuð og þar sýna Nikulás Stefán
Nikulásson og Emma Heiðarsdóttir. Nýju
verkin eru unnin með rýmið í huga, en út-
koman er sögð eitt stórt feng shui-vandamál.
SÝNA Í KUNSTSCHLAGER
PÖNK - PROBLEM
Úr verki Gunnhildar Þórðardóttur, Boðorðin
10 í slammi. Hún er listamaður vikunnar.
Leikskáldið Ingibjörg Magnadóttir. Hún hefur
unnið að ýmiskonar leikhústengdum verkum.
Morgunblaðið/Golli
Útvarpsleikhúsið á Rás 1 frumflytur á sunnu-
dag nýtt íslenskt leikverk, Rökrásina eftir
Ingibjörgu Magnadóttur, í leikstjórn Hörpu
Arnardóttur. Var það unnið í samvinnu við
Listahátíð í Reykjavík.
Verkið fjallar um eldri hjón sem hafa ekki
farið út úr húsi í þrjátíu ár en hafa ákveðið að
opna ólöglega útvarpsstöð.
Leikarar eru þau Kristbjörg Kjeld, Erlingur
Gíslason, Guðrún S. Gísladóttir, Kristján
Franklín Magnús, Jóhanna Friðrika Sæmunds-
dóttir og Vignir Rafn Valþórsson. Kristín
Anna Valtýsdóttir samdi tónlist við verkið en
hljóðvinnslu annaðist Einar Sigurðsson.
NÝTT Í ÚTVARPSLEIKHÚSI
RÖKRÁSIN
Sýning er kallast „Villtar
svefnfarir fyrir iðnaðar-
vistfræðinga“ verður opn-
uð í Verksmiðjunni á
Hjalteyri í dag, laugardag,
klukkan 18. Við opnunina
fremja listamennirnir
gjörning.
Fjórir listamenn hafa
undanfarið dvalið og starf-
að í alþjóðlegri vinnustofu
á Hjalteyri og eiga verk á sýningunni. Það eru
þau Angela Rawlings, Elsa Lefebvre, Maja
Jantar og Philip Vormwald, sem koma frá
Kanada, Frakklandi og Belgíu. Þau hafa komið
sér fyrir í djúpsjávarsafninu Strýtunni og nota
gömlu síldarverksmiðjuna til þess að skapa
staðbundin verk. Listamennirnir hafa boðið
Gústav Geir Bollasyni að sýna með sér.
Samkvæmt tilkynningu lýtur iðnaðarvist-
fræði að rannsóknum á flæði efnis og orku
gegnum iðnaðarkerfi.
SÝNING OPNUÐ Á HJALTEYRI
SVEFNFARIR
Gústav Geir
Bollason
Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Árnesinga í Hvera-gerði klukkan 16 í dag, laugardag. Annars vegar er þaðVegferð, með verkum eftir Halldór Ásgeirsson myndlist-
armann, og hins vegar Umrót, með íslenskri myndlist síðan um
og eftir 1970. Verkin á henni eru í eigu Listasafns Íslands.
Vegferð er sögð vera í raun umfangsmikil dagbókarfærsla sem
veitir innsýn inn í upplifun Halldórs á náttúrunni og leiðir hans
til að útfæra sína eigin heimsmynd. Sýningin er að hluta til yf-
irlit – og um leið endurlit til þess tíma sem Halldór byrjaði að
vinna að myndlist. Hér sjáist að þráðurinn hafi aldrei slitnað og í
yngri jafnt sem eldri verkum megi greina ólíkar útfærslur á til-
raunum listamannsins með sjálfsprottna skrift, gjörninga og efni
náttúrunnar: eld, vatn og ljós.
Halldór vinnur nú að útilistaverki við Kerhólsskóla í Grímsnes-
og Grafningshreppi og af því tilefni er ferill listamannsins kynnt-
ur í Listasafni Árnesinga.
Umrót er samstarfssýning með Listasafni Íslands, sú þriðja og
síðasta af sýningaröð sem er ætlað að veita innsýn í ákveðin
tímabil og kynna ríkjandi stefnur í íslenskri myndlist. Sýningin
tekur til tímabils sem einkenndist af umróti nýrra strauma.
TVÆR SÝNINGAR Í LISTASFNI ÁRNESINGA
Vegferð Hall-
dórs og Umrót
Halldór Ásgeirsson við eitt verka sinna á sýningunni Vegferð en sjón-
um er beint að upplifun hans á náttúrunni og úrvinnslu á henni.
Verkið Bad Priest eftir Dieter Roth er eitt þeirra sem gefur að líta á
sýningunni Umróti. Sýnd eru verk eftir Dieter, Erró, Rúrí og fleiri.
SÝNINGARGESTIR FÁ INNSÝN Í UPPLIFANIR HALLDÓRS
ÁSGEIRSSONAR OG UMRÓT ÁRANNA UM 1970.
Menning
Sænski myndlistarmaðurinn AndreasEriksson uppgötvaði myndverk eftirKjarval í bók fyrir nokkrum árum og
það leiddi til þess að fyrir rúmu ári setti
hann upp sýningu í Stokkhólmi með nýjum
verkum sem hann kallaði Landskap (till
Kjarval) og gaf þau einnig út á bók, en verk-
in vann hann út frá sýn Jóhannesar Kjarvals
á landið. Eriksson er einn kunnasti listamað-
ur sinnar kynslóðar í Svíþjóð og hafði þá ný-
verið verið fulltrúi þjóðar sinnar á Feneyja-
tvíæringnum. Hann hefur verið hér á landi
síðustu vikuna og sett upp áhugaverða sýn-
ingu í báðum sölum Kjarvalsstaða; þar renna
saman sýningin Roundabouts, sem er yfirlit
yfir verk hans, samvinnuverkefni fimm safna,
og Efsta lag, sýning með samspili verka eftir
þá Kjarval.
„Eftir því sem ég stilli fleiri verkum Kjar-
vals upp, finnst mér hann verða reiðari að
sjá á ljósmyndunum frammi á ganginum,“
segir Eriksson brosandi. „Ég hugsa í sífellu;
ætli Kjarval þætti þetta í lagi.“
Eriksson kom í þriggja daga heimsókn
fyrr á árinu, kafaði þá niður í safn verka
Kjarvals og valdi fyrir sýninguna málverk og
allrahanda skissur og teikningar. „Sjálfsagt
mætti finna hundruð málverka eftir hann
sem mætti raða upp eins og þessum,“ segir
hann og bendir á röð málverka meistarans í
austursalnum, þau hafa verið tekin úr römm-
unum og raðað í þétta línu, hvert við annað.
„Þau eru næstum í sömu stærð, líklega gerð
fyrir ferðamöppuna hans. Það mætti gera
gríðarlanga röð með þessum hætti.“
En hver er hugmyndin bak við að raða
verkum Kjarvals upp á þennan hátt?
„Þetta er eins og eitt málverk sem þenst
út. Það er eins og þau séu í felulitum og ef
þau væru sett út í náttúruna væri erfitt að
sjá þau. Þessi framsetning snýst um mál-
verkið og eðli þess. Kjarval fór út á næstum
hverjum degi og vann að nýjum verkum;
þetta var endalaust verkefni, frekar en það
að mála einstök verk. Þetta var lífsstíll, hans
aðferð við að vinna. Ferlið að mála var hon-
um greinilega afar mikilvægt.“
Eriksson segist alls ekkert hugsa um
myndefni verkanna, um staði eða árstíðir
sem Kjarval endurspeglar.
„Ég hugsa alls ekkert um það. Ég hugsa
um málninguna, litina, um málverkið.
Það fyrsta sem ég upplifði þegar ég kom
til landsins var að leigubílstjórinn fór að
segja mér sögur af Kjarval,“ segir hann. „Sá
næsti sem ég hitti sagði fleiri sögur. Og í
hvert sinn sem ég horfi á Kjarvalsverk með
Íslendingi segir hann mér hvaða fjall er á
myndinni. Ég hef enga tengingu við það og
verð að nálgast verkin sem málari; málari lít-
ur á málverkið, á sköpun listamannsins og
hún hefur ekkert með landafræði að gera.“
Það er áhugaverð nálgun fyrir Íslendinga
sem hafa á tíðum allt að því þráhyggju-
kenndan áhuga á stöðum í myndlist.
„En verkin eru fyrir mér í fyrsta lagi um
það að mála og Kjarval fer aftur með olíu-
litina niður í landið, niður í svörðinn, líttu
bara á þessi verk,“ segir hann og bendir á
málverkaröðina þar sem varla sést í sjón-
deildarhring, bara hraun, gróður og mold.
„Kjarval tengir saman jörðina og framleið-
anda olíulitanna.“
Erikssen hefur valið að sýna úrval teikn-
inga eftir Kjarval, sumar eru í kössum sem
standa á gólfinu, önnur á veggjum í samtali
við hans eigin verk. Í einu rýminu eru brons-
afsteypur hans af moldvörpuhaugum og tré
sem hann hefur klofið og sett aftur saman
sem tvö, í öðru rými eru sérkennileg mál-
verk sem verða til þegar hann málar með
leysiefni á frauðplast, sem leysist við það
upp, og þá gerir hann afsteypur í gips af
formunum sem myndast.
„Mér finnst gott að sýna þessi verk hér,
þau tengjast bæði yfirborði jarðarinnar og
hvítum striga; þau eru eins og inngangur í
málverkið. Ég kem alltaf aftur að málverkinu
og striganum sem tengingu við snjó. Með
þeim sýni ég sum síðustu verk Kjarvals, um
litaspjald málarans.
Ég valdi þessar teikningar Kjarvals þarna
frammi því mér þykja þær svo opnar og svo
eru margar þeirra einfaldlega um það að
vera úti í náttúrunni. Þær eru mótaðar af
allt að því þráhyggjulegri nálgun og end-
urtekningum; það er eins og hann hafi í sí-
fellu þurft að safna myndum.“ Sem dæmi um
þráhyggju bendir hann á eina blaðsíðuna í
lítilli skissubók sem Kjarval hefur fyllt með
orði sem hann skrifar upp aftur og aftur:
starfa, starfa, starfa …
„Oft eru teikningarnar líka eins og minn-
VERK EFTIR ANDREAS ERIKSSON OG JÓHANNES KJARVAL MÆTAST Á KJARVALSSTÖÐUM
„Jafnvel enn meira hraun“
KUNNUR SÆNSKUR MYNDLISTARMAÐUR, ANDREAS ERIKSSON, HEFUR STILLT MYNDVERKUM SÍNUM UPP MEÐ
VERKUM JÓHANNESAR KJARVAL OG HEFUR EKKI ÁHUGA Á ÞVÍ HVAÐA STAÐI VERKIN SÝNA. „ÉG HUGSA ALLS
EKKERT UM ÞAÐ. ÉG HUGSA UM MÁLNINGUNA, LITINA, UM MÁLVERKIÐ,“ SEGIR HANN.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Kofi Ted Kaczynskis; málverk frá 2004 eftir
sænska listamanninn Andreas Eriksson.