Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 59
28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Sverrir Norland sendir frá sér fyrstu skáldsögu sína sem nefndist Kvíðasnillingarnir. Hann segir sögu þriggja drengja, sem brátt verða ung- lingar og fyrr en varir fullorðnir menn. Höfundur flakkar milli áratuga og dregur upp mynd af hlutskipti karla í samtímanum og fjöldi persóna kemur við sögu. Skáldsagan hlaut nýræktar- styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Bókin er ágætlega stíluð og höfundur býr yfir hugmynda- auðgi – sem er gott veganesti fyrir framtíðina. Hér er kominn höfundur sem á örugglega eftir að skrifa fleiri skáldsögur. Nýr höfundur á markaði Ótal bækur hafa verið skrifaðar um Viktor- íu drottningu og nú hefur ein bæst við sem þykir með þeim betri, en höfundur hennar er rithöfundurinn AN Wilson, en hann er höfundur rómaðrar bókar um Viktoríutím- ann, The Victorians, og hefur viðamikla þekkingu á þessu tímabili sem kemur sér vel við ritun ævisögu drottningar sem var ansi sérstakur persónuleiki. Wilson þykist takast afar vel að draga upp skýra og eftirminnilega mynd af konu sem ríkti í 61 ár, hafði skoðanir á öllum mögu- legum hlutum, var ástrík eiginkona en skelfi- leg móðir níu barna sem hún stjórnaði eins og einræðisherra og hafði sérstaka andúð á syni sínum Bertie sem erfa skyldi ríkið. Wilson telur að Viktoria hafi alist upp á Englandi eins og innflytjandi. Hún var af þýsk- um ættum og talaði þýsku við móður sína, eiginmann sinn og börn sín. Hún var afkasta- mikill bréfritari og skrifaði af miklum móð í dagbók sína um alla mögulega hluti, sem ger- ir glöggskyggnum ævisagnaritara kleift að lesa í persónuleika hennar og greina hann. Sannarlega var engin venjuleg kona þarna á ferð. Viktoría drottning er heillandi viðfangsefni. EFTIRMINNILEG DROTTNING Aðdáendur Arnaldar Indriðasonar bíða spennt- ir eftir 1. nóvember en þann dag kemur út ný skáldsaga eftir hann, Kamp Knox, og ekki þarf mikla spámanns- gáfu til að fullyrða að hún verði metsölubók. Bækur Arnaldar eru lesn- ar úti í hinum stóra heimi þar sem þær fá góðar við- tökur. Sunday Times fjallaði á dögunum um Reykjavík- urnætur sem kom út hér á landi árið 2012 og fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar. Eins og vænta mátti er umsögnin hlýleg og færni höfundarins er hrósað. Gagnrýnandinn rekur sögu- þráð bókarinnar í stuttu máli og hittir svo sannarlega naglann á höfuðið þegar hann segir að helsti kostur bókarinnar sé hin ríka samúð höfundar með fórnarlömbum glæpa. Þess má svo að lokum geta að Mýrin og Skuggasund eru komnar út í kilju, báðar stór- fínar bækur. SUNDAY TIMES HRÓSAR ARNALDI Ný bók Arnaldar kemur út 1. nóvember. Sunday Times ber lof á eldri bók hans, Reykjavíkurnætur. Einn af vinsælustu og virtustu höfundum okkar, Einar Már Guðmundsson, fagnaði nýlega sextugsafmæli sínu. Bækur hans hafa verið þýddar á rúm- lega 30 tungumál. Einar Már hóf feril sinn sem ljóðskáld og út er komið úrval ljóða hans á ensku. Bókin nefnist On the Point of Erupting og er safn 50 ljóða. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar formála að bókinni. Hér er komin afar góð gjöf til vina erlendis. Ljóðaúrval Einars Más á ensku Víkingar, nýir höfundar og ljóð á ensku NÝJAR BÆKUR KVÍÐASNILLINGARNIR, FYRSTA SKÁLDSAGA SVERRIS NORLANDS, OG SALTVATNASKIL, LJÓÐASAGA EFTIR HRAFNHILDI ÞÓRHALLS- DÓTTUR, ERU NÝJAR BÆKUR. ÁHUGAVERÐUM HEIMI VÍKINGANNA ER LÝST Í NÝRRI BÓK FYRIR BÖRN OG UNGLINGA. ÚRVAL AF LJÓÐUM EIN- ARS MÁS ER SVO KOMIÐ ÚT Á ENSKU. Nýir höfundar blanda sér í bóka- flóðið sem nú skellur senn á. Salt- vatnaskil er fyrsta bók Hrafnhildar Þórhallsdóttur og í undirtitli er verkið titlað sem ljóðasaga. Hrafn- hildur, sem fæddist árið 1975, lærði bókmenntir og ítölsku við Háskóla Íslands og árið 2013 lauk hún MA-gráðu í ritlist við sama skóla. Það er bókaforlagið Nikka sem gefur bókina út. Ljóðasaga Hrafnhildar Víkingarnir – norrænir sæfarar og vígamenn er áhugaverð og ríkulega myndskreytt bók fyrir börn og unglinga eftir Robert MacLeod. Í bókinni er ferðast aftur í tímann og á vit víkinga. Lífi þeirra er lýst og sagt frá heimi þeirra og vitanlega einnig fjallað um goðsagnir og sögur sem tengjast þeim. Höfundur tileinkar bókina afa sínum sem bjó við strönd Skotlands og var sannfærður um að víkingagröf væri í grenndinni. Spennandi heimur víkinganna *Óþörfustu manneskjurnar eru þærsem breytast ekkert með árunum.James M. Barrie BÓKSALA 17.-23. SEPTEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 NáðarstundHannah Kent 2 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 3 Lífið að leysaAlice Munro 4 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigrujónsson 5 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 6 RottuborgariDavid Williams 7 Amma biður að heilsaFredrik Backman 8 Delicious IcelandVölundur SnærVölundarson 9 Lífríki íslandsSnorri Baldursson 10 Óvættaför 16 GorgóníuhundurinnKímon Adam Blade Kiljur 1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 2 Lífið að leysaAlice Munro 3 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 4 Amma biður að heilsaFredrik Backman 5 KvíðasnillingarnirSverrir Norland 6 Leikur hlæjandi lánsAmy Tan 7 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón 8 Svar við bréfi HelguBergsveinn Birgisson 9 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 10 Maður sem heitir OveFredrik Backman MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Betur sjá augu en auga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.