Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2014 Daginn sem George Valdimar Tiedemann, sem á íslenska móður og bandarískan föður, var skírður í Kristskirkju á Landakoti árið 1944 var tekin af honum ljósmynd á kirkju- tröppunum – í örmum ókunnugs hermanns. George hefur lengi langað að vita hver maðurinn er en ekki haft erindi sem erfiði. Það var svo nýverið, þegar hann var að fara yfir pappíra úr dánarbúi móður sinnar, að hann rakst á skírn- arvottorð sitt. Þar voru tveir menn tilgreindir sem skírn- arvottar, Vincent Hermanson og Bucks County. George áttaði sig strax á því að Bucks County væri ekki nafn á manneskju, heldur sýslu í Pennsylvaniu, um klukkustund- ar akstursleið frá heimili hans sjálfs. George rauk beint í símaskrána og viti menn Vincent Hermanson er enn við hestaheilsu, 96 ára að aldri, og búsettur í Bucks County. George heimsótti skírnarvott sinn á dögunum og fékk staðfestingu á því að hann væri maðurinn á myndinni. „Hann mundi vel eftir deginum og gat svarað fjölmörgum spurningum mínum um föður minn og reynslu þeirra í seinni heimsstyrjöldinni á Íslandi,“ segir George og bætir við: „Hverjar eru líkurnar á þessu?“ GEORGE VALDIMAR TIEDEMANN DATT Í LUKKUPOTTINN Fann skírnarvottinn sjötíu árum síðar George Valdimar Tiedem- ann og Vincent Hermanson með myndina góðu á milli sín. Hún er sjötíu ára gömul. Makhaya Ntini, krikketgoðsögn frá Suður-Afríku, fer fyrir leiðangri tveggja liða upp á topp Kilimanjaro þar sem áætlað er að spila krikket- leik. Kilimanjaro er í 5.895 metra hæð yfir sjávarmáli og ef tekst að spila verður leikurinn skráð heims- met yfir leik sem spilaður er í mestri hæð. Fyrrverandi heimsmet er 5.165 metrar; sett árið 2009 þegar spilað var í Himalæjafjöllum. Ntini og félagar eru að safna fjár- munum fyrir nokkra málstaði en fyrst og fremst fyrir fyrsta al- þjóðlega krikketvellinum í Rúanda en þar er íþróttin mjög vinsæl. Í leiðangrinum eru 30 leikmenn, Ntini þeirra þekktastur, en einnig er með í för Englendingurinn Ash- ley Giles sem og Heather Knight landsliðskona Englands. „Ég vildi að ég væri tvítugur á ný. Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni,“ sagði Ntini í samtali við AFP-fréttastofuna í grunnbúðum fjallsins. Ntini og félagar bjuggust við að vera átta daga að klífa fjallið en þeir lögðu af stað 20. september. Gangi allt samkvæmt áætlun ætti leikurinn að fara fram um helgina. FURÐUR VERALDAR Krikket á þaki Afríku Krikket er vinsæl íþrótt víða um heim þótt hún hafi aldrei náð fótfestu hér á landi. Í Suður-Afríku er íþróttin næstvinsælust á eftir knattspyrnu. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Jake Gyllenhaal Leikari Gísli Örn Garðarsson Leikari Margeir Ingólfsson Plötusnúður 3 - IN - 1 MICELLAR WATER 0%PARABENLITAREFNIILMEFNI HREINSAR FJARLÆGIR FARÐA VEITIR RAKA ALLT MEÐ 1 HREINSIVÖRU NIVEA SENSITIVE FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.