Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Heimspekingurinn KarlMarx sagði eitt sinn aðtrúarbrögð væru ópíumfyrir alþýðuna. Skiptar
skoðanir eru um hvort eitthvað sé til
í þessum orðum hans, hvort trúar-
brögð séu eins konar fíkn sem mann-
fólkið ánetjast. Kenningar og rit
Marx verða þó ekki sérstaklega til
skoðunar á námskeiðinu Lifað án
trúarbragða, sem hefst í kvöld og
verður kennt á þremur kvöldum á
næstu tveimur vikum. Bók Richards
Normans, Um húmanisma, verður
þar höfð til hliðsjónar og hugmyndir
Normans ræddar á gagnrýninn hátt.
Jóhann Björnsson hefur umsjón með
námskeiðinu sem haldið er af Sið-
mennt. Sjálfur lauk Jóhann BA prófi
í heimspeki árið 1992 frá Háskóla Ís-
lands og MA prófi í sömu grein árið
1995 frá Katholieke Universiteit
Leuven í Belgíu.
Sama námskeið var haldið á
vegum Endurmenntunar á síðasta
ári en það kostaði að margra mati of
mikið að sitja námskeiðið. Siðmennt
gat boðið upp á námskeiðið gegn
mun lægra gjaldi og ættu því fleiri
að geta sótt það.
„Í bók Normans er fjallað um
ýmsa þætti sem hafa með hug-
myndafræði húmanismans að gera
og höfundurinn gengur út frá því að
lifa lífinu óháð trú,“ segir Jóhann.
Norman sýnir fram á að hægt sé að
lifa góðu lífi án guðs og trúarbragða.
Á námskeiðinu verður farið yfir
það sem tengist grundvelli þessarar
hugsunar eins og til dæmis að hugsa
gagnrýnið og ýmsum möguleikum er
velt upp. „Það er ekki gengið út frá
Væri líf án trúar-
bragða mögulegt?
Trúarbrögðin hafa löngum verið uppspretta umræðu og rökræðna. Lifað án
trúarbragða er yfirskrift þriggja kvölda námskeiðs sem Siðmennt, félag siðrænna
húmanista, stendur fyrir. Jóhann Björnsson, heimspekingur og kennari, heldur
utan um námskeiðið en sjálfur hefur hann annast fræðslu í kringum borgaralega
fermingu, auk þess sem hann kennir unglingum heimspeki í Réttarholtsskóla.
AFP/Narinder Nanu
Hvernig? „Lifað án trúarbragða“ er yfirskrift námskeiðsins sem haldið
er á vegum Siðmenntar. Skyldi vera hægt að lifa góðu lífi án trúarbragða?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinsælt Í Réttarholtsskóla er heimspeki skyldufag í 8. bekk en valfag í 9.
og 10. bekk. Æ fleiri leik- og grunnskólar bjóða upp á heimspekikennslu.
Það er ekki úr vegi að leggja höfuðið í
bleyti endrum og sinnum og velta
fyrir sér merkingu sjálfs lífsins. Á
vefsíðunni www.heimspekismidja-
.wordpress.com gefur að líta Sísyfos
heimspekismiðju Jóhanns Björns-
sonar heimspekings sem nánar er
rætt við hér til hliðar. Þar er að finna
ýmiss konar fróðleik og spurningar
sem gott er að hafa á bak við eyrað
og hugleiða þegar tóm gefst til. Þar
er einnig að finna umfjöllun um fjöl-
menningarfærni og myndbands-
upptökur af nokkrum fyrirlestrum
Jóhanns. Einn þeirra ber yfirskriftina
Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis
skaðlegt? Hugleiðingar um skóla-
starf á villigötum og skeytingarleysi
menntayfirvalda, tilvist jólasveinsins
og það hvernig er að vera heimspeki-
kennari. Fleira er á síðunni að finna
um viðfangsefni heimspekinnar og
fræðslu ýmiss konar.
Vefsíðan www.heimspekismidja.wordpress.com
Morgunblaðið/Ómar
Hugleiðing Það getur verið gott að hugsa um lífsins spurningar í göngutúr.
Fyrir heimspekilega ástundun
Það er um að gera að drífa sig í Lista-
safn Reykjavíkur, Hafnarhús, og sjá
sýninguna Reactive Wall eða gagn-
virkan vegg. Sýningunni lýkur fjór-
tánda þessa mánaðar en um er að
ræða eitt margra samvinnuverkefna
listamannsins Mojoko sem er frá Íran
og tölvuforritarans Shang Liang frá
Singapúr. Mojoko gerði grafíkina í
verkinu sem er samsett úr 200
myndum frá popplist og dægurmenn-
ingu í Asíu og á Vesturlöndum. Hljóð-
nemi er tengdur í verkið og geta sýn-
ingargestir talað, blístrað eða kallað í
hann og myndirnar í verkinu breytast
eftir hljómi eða hljóðstyrk.
Endilega …
… skoðið gagn-
virkan vegg
Veggur Gagnvirk listaverk á sýningu.
Nóatún
Gildir 3.- 5. okt. verð nú áður mælie. verð
Lambaskankar úr kjötborði ............................... 1.298 1.498 1.298 kr. kg
Lambafille m/fiturönd úr kjötb.......................... 3.998 4.798 3.998 kr. kg
Ungnauta-entrecote úr kjötb............................. 4.598 5.498 4.598 kr. kg
Ferskar kjúklingabr. án aukaefna ...................... 2.498 2.869 2.498 kr. kg
Kartöflur ísl. í lausu ......................................... 199 249 199 kr. kg
Rauð vínber .................................................... 799 949 799 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 2. - 4. okt verð nú áður mælie. verð
Lambainnralæri úr kjötborði ............................. 2.598 3.498 2.598 kr. kg
Lambaprime úr kjötborði.................................. 2.998 3.398 2.998 kr. kg
Lambafille úr kjötborði ..................................... 3.798 3.998 3.798 kr. kg
Nauta-stroganoff úr kjötborði ........................... 1.898 2.398 1.898 kr. kg
Hamborgarar 4x80g m/brauði.......................... 672 772 672 kr. pk.
Fjallalambs súpukjöt frosið .............................. 698 858 698 kr. kg
Ísfugl 1/1 frosinn kjúklingur ............................. 698 729 698 kr. kg
Kjarval
Gildir 2.- 5. sep verð nú áður mælie. verð
SS piparkryddað folaldafile .............................. 2.398 2.998 2.398 kr. kg
Holta kjúklingabr. 100% hrein afurð.................. 2.498 2.998 2.498 kr. kg
Hatting hvítlauksbr. 3 stk ................................. 499 529 499 kr. pk.
Hatting pítubrauð fín 6 stk ............................... 349 389 349 kr. pk.
Oddi sterkur, ruslapokar 10 stk ......................... 399 499 399 kr. pk.
Helgartilboðin
Getty Images/iStockphoto
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Kynnum nýja vefverslun
Auk fjölda annarra tilboða
www.avon.is
Solution BB
Gentle Beauty
Balm 2.695,-
Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150
Big Color
Eye Pencil 2.495,-
nú 995,-
nú 2 fyrir 1
Ultra Color Rich
varalitur 1.895,-
nú 1.495,-
Pur Blanca Edt
fyrir hana 3.395,-
nú 2.895,-
nú 3.195,-
Full Speed
Edt fyrir hann
3.995,-
Tilboð á vefverslun AVON
Til í fleiri litum
Til í fleiri litum
Til í fleiri litum