Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 Sandra Sigurðar-dóttir, mark-vörður Stjörn- unnar, er á fullu að æfa sig fyrir 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hinn 8. októ- ber mætir Stjarnan rússneska liðinu WFC Zvezda-2005 Perm hér heima og 16. októ- ber ytra í borginni Perm nálægt Úral- fjöllum. „Við eigum raunhæfa möguleika á að komast áfram,“ segir Sandra. Stjarnan keppti einnig gegn rúss- nesku liði fyrir tveim árum í meistaradeild- inni en beið þá lægri hlut. Þá hafði Stjarn- an unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta og í sumar unnu þær sinn þriðja titil og annan titilinn í röð. Þær unnu örugg- lega í sumar, töpuðu aðeins einum leik og gerðu eitt jafntefli. „Þetta leit vissulega vel út hjá okkur snemma í sumar en þetta var ekki öruggt fyrr en í næstsíðustu um- ferð.“ Sandra æfir fimm sinnum í viku með Stjörnunni og sex sinn- um ef enginn leikur er. Á veturna er aðeins rólegra en í janúar er aftur allt komið á fullt. Sandra hefur spilað með landsliðinu og nú var aðalmarkvörður liðsins, Þóra Helgadóttir, að leggja skóna á hilluna. „Við erum nokkrar sem munum berjast um aðalmarkvarðarstöðuna.“ Sandra er í námi og er á öðru ári í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands. Áhugamál hennar eru að vera með fjölskyldunni, útvist og íþróttir. Kona Söndru er Hafdís Inga Hinriksdóttir, MA í félagsráðgjöf og förðunarmeistari. Börn þeirra eru Birta Laufey tíu ára og Ágúst Kári tveggja ára. Sandra Sigurðardóttir er 28 ára í dag Bikarmeistari Sandra með bikarinn eftir sigur Stjörnunnar á Selfossi í sumar. Meistaradeild Evr- ópu í næstu viku Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Selfoss Hugrún Sara fæddist 22. október 2013 kl. 5.43. Hún vó 3.624 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Hafdís Inga Ingvarsdóttir og Sævar Andri Árnason. U nnur Björg fæddist í Reykjavík 2.10. 1954 og ólst þar upp. „Við áttum fyrst heima við Klapparstíginn, á milli Hverfisgötu og Laugavegar. En þegar ég var fimm ára fluttum við í raðhús í Bústaðahverfinu. Það voru mikil viðbrigði að flytja nánast úr Miðbænum og inn í Bústaða- hverfi. Þar var þá mikill krakkaskari og rýmra fyrir okkur krakkana að leika okkur. En ég get ekki minnst á æskuárin án þess að minnast á afa minn og ömmu í móðurætt. Þau bjuggu á Hamri á Barðaströnd og þar var ég öll sumur og reyndar oftar. Ég var ekki nema nokkurra mánaða þegar ég fór fyrst vestur með mömmu en seinna fór ég að fara ein, um tíu ára aldurinn, og þarna dvaldi ég öll sum- ur og fram á haust. Það má eiginlega segja að Hamar hafi verið mitt ann- að æskuheimili. Afi og amma voru með fjár- og kúabúskap og auk þess töluvert af hænsnum. Auk þess var Páll, móð- urbróður minn á bænum en hann og Guðrún, kona hans, tóku síðan við búinu. Þarna hefur mér alltaf liðið mjög vel enda hef ég haldið góðu sambandi við móðurbróður minn og konu hans. Ég hef farið til þeirra í heyskap á hverju sumri, síðastliðin tíu sumur, ásamt syni mínum.“ Unnur var í Háagerðisskóla, Breiðagerðisskóla og Réttarholts- skóla. Hún stundaði síðan nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur vetur- inn 1974-75. Kletturinn á bak við ORG Unnur sinnti verkakvennastörf- um alla tíð, lengst af hjá Hampiðj- unni: „Ég starfaði hjá Hampiðjunni í samtals þrjá áratugi en þó með tveimur hléum. Í fyrra hléinu starf- aði ég hjá gosdrykkjaverksmiðj- unni Sanitas en í seinna skiptið vann ég hjá kexverksmiðjunni Unnur Björg Pálsdóttir verkakona – 60 ára Hjónin Unnur og Oddur á rannsóknarsetri og bóka- og alþýðulistasafni ORG - Ættfræðiþjónustu í Skerjafirðinum. Útsaumur og ættfræði Hannyrðakonan Unnur saumar út. Reykjavík Emil Örn Stefánsson fædd- ist 4. ágúst 2014 kl. 21.44. Hann vó 3.722 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Hanna Rut Heimisdóttir og Stefán Bragason. Nýir borgarar Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isHJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 SÍMI 5 200 200 · GAP.IS ÚTSÖLULOK UM HELGINA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR SÍÐASTI SÉNS! VAXTALAUS STAÐGREIÐSLULÁN BORGUNAR Í ALLT AÐ 6 MÁNUÐI EF VERSLAÐ FYRIR 50.000 EÐA MEIRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.