Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Tryggir fullkomna mælingu á margskiptu gleri
Skjár sem sýnir þér nýju gleraugun frá öllum hliðum
Fljótlegt og einfalt ferli
Skilar þér fullkomnu gleri fyrir þína sjón
BYLTINGARKENND NÝJUNG
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200
OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 LAUGARDAGA 11:00- 14:00
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 18 ÁR
Munnlegur málflutningur fór fram
um frávísunarkröfu Gísla Freys
Valdórssonar, aðstoðarmanns inn-
anríkisráðherra, sem er í tíma-
bundnu leyfi, í lekamálinu svokall-
aða í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir
hádegi í gær.
Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla
Freys, fór í fyrsta lagi fram á að
málinu yrði vísað frá dómi en yrði
það ekki gert krafðist hann þess að
Helga Magnúsi Gunnarssyni, vara-
ríkissaksóknara og saksóknara í
málinu, yrði gert að víkja sæti sök-
um vanhæfis í málinu.
Deilt um „læk“ á Facebook
Þarna vísaði Ólafur í að Helgi
Magnús hefði „lækað“ stöðuupp-
færslu Þórðar Snæs Júlíussonar,
ritstjóra Kjarnans, en þar lýsti
Þórður skoðun sinni á samsæris-
kenningu um einn anga lekamálsins.
Sagði Ólafur að Helgi Magnús væri
þar með vanhæfur til að sækja mál-
ið þar sem hann hefði tjáð sig um
málið á þennan hátt.
Þessu var Helgi Magnús ekki
sammála og sagði að í umræddu
„læki“ fælist síður en svo þátttaka í
umræðu um málið. Skopskyn
manna væri misjafnt og því væri
ómögulegt að segja til um hvað hon-
um hefði fundist fyndið við stöðu-
uppfærsluna, hvað hefði knúið hann
til að ýta á „læk-takkann.“
Á samfélagsmiðlinum Facebook
kemur fram að „læk“ (e. like) sé leið
til að sýna jákvæð viðbrögð og „læk-
ið“ tengi notandann við hluti sem
hann kærir sig um.
Tímarammi brotsins rúmur
Í greinargerð Gísla Freys kemur
fram að ákæra og rannsókn málsins
hafi verið háð miklum annmörkum
og því beri að vísa því frá. Gísli lýsti
sig saklausan af ákæru í lekamálinu
þegar það var þingfest 16. septem-
ber. Er frávísunarkrafan í fyrsta
lagi reist á því að verknaðarlýsing í
ákæru sé svo óskýr að málsvörn
Gísla verði mjög erfið. Í öðru lagi
hafi grunnregla sakamálaréttar um
hlutlægni ákærenda ekki verið virt.
Í þriðja lagi hafi lögregla ekki gætt
meðalhófs við rannsókn málsins.
Loks telur Gísli að jafnræðisreglan
hafi verið brotin. Fór Ólafur yfir
þessi atriði greinargerðarinnar í
ræðu sinni.
Fannst honum tímarammi hins
meinta brots Gísla Freys heldur
rúmur, þ.e. að hann hafi, á tíma-
bilinu frá þriðjudeginum 19. nóvem-
ber 2013 til miðvikudagsins 20. nóv-
ember 2013, látið óviðkomandi í té
efni samantektar er bar yfirskrift-
ina „Minnisblað varðandi Tony
Omos“. Þá fannst honum einnig
skorta upplýsingar um hvernig Gísli
Freyr hefði komið upplýsingunum
frá sér.
Helgi Magnús sagði að rétt væri
að ákæruvaldið hefði ekki nákvæm-
ar upplýsingar um hvernig upplýs-
ingunum var komið á framfæri.
Sagði hann það þó ekki koma í veg
fyrir að brotið hefði verið gegn
þagnarskyldu.
Ólafur sagði einnig að ljóst væri
að rannsóknaraðilar hefðu verið
búnir að ákveða að Gísli Freyr væri
sekur áður en rannsókn málsins
lauk og ákæra var gefin út. Þessu
mótmælti Helgi Magnús.
Dómari hefur nú tekið sér frest til
að ákveða hvort málinu verður vísað
frá eða það tekið til efnislegrar með-
ferðar. Von er á niðurstöðu um frá-
vísunarkröfuna á næstu vikum.
larahalla@mbl.is
Vill að saksóknari
víki sæti í málinu
Helgi Magnús sagður hafa tjáð sig um málið með „læki“
Morgunblaðið/Golli
Þagnarskylda Gísli Freyr Valdórsson gegndi starfi aðstoðarmanns innan-
ríkisráðherra en er nú í leyfi frá störfum á meðan lekamálið er rannsakað.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þótt ekki hafi verið teknar saman tölur um
kartöfluuppskeruna í ár er áætlað að hún sé ná-
lægt meðaltali. Góð uppskera er á Norðurlandi,
Austurlandi og í Hornafirði. Framan af sumri
var útlit fyrir mjög góða uppskeru í Þykkvabæ
og víðar á Suðurlandi en kartöflurnar „drukkn-
uðu“ í rigningunum, eins og einn bóndi kemst
að orði.
Afar léleg uppskera kom upp úr kartöflu-
görðum bænda á síðasta hausti, nema helst í
Hornafirði. Nú voraði vel um allt land og vel leit
út með uppskeru framan af sumri. Nýjar kart-
öflur komu óvenju snemma á markaðinn.
„Það er mun skárri uppskera en í fyrra. Ég
hef ekki tekið þetta saman en sýnist að upp-
skeran sé í meðallagi og sumsstaðar í slöku
meðallagi,“ segir Óskar Kristinsson, kart-
öfluræktandi í Dísukoti í Þykkvabæ og stjórn-
armaður í Sambandi garðyrkjubænda. Mikill
meirihluti uppskerunnar kemur úr Þykkvabæ
og því ræður uppskeran þar úrslitum um heild-
aruppskeruna.
„Drukknuðu“ í rigningunni
Óskar tekur þannig til orða að kartöflurnar
hafi drukknað í rigningunum í júlí. Ágúst bjarg-
aði því sem bjargað varð en september var úr-
komusamur. Segist Óskar hafa sleppt því að
taka upp úr blautustu görðunum. Flestir kart-
öflubændur hafa lokið uppskerustörfum. „Það
hefur engin friður verið fyrir rigningum. Menn
stoppa á meðan mesta rigningin gengur yfir og
reyna að halda áfram á meðan uppstytta er. Nú
er allt ófært. Ég er ekki viss um að þeir sem
eiga eitthvað eftir nái því upp. Svo spáir frosti
um helgina,“ segir Óskar og tekur fram að
hann telji ekki mikið eftir í görðunum.
Bergvin Jóhannsson, kartöflubóndi á Áshóli í
Eyjafirði og formaður Landssambands kart-
öflubænda, segir að uppskera sé ágæt á Norð-
urlandi. Þar sé gott meðalár. Hann segir að
taka verði kartöflurnar upp snemma eða stoppa
vöxtinn því fólk sé hætt að vilja stórar kart-
öflur. Því sé ekki lengur hægt að nýta góð sum-
ur til fulls.
Bergvin telur að heildaruppskeran hafi verið
6-7 þúsund tonn á árinu 2013. Ljóst er að heild-
aruppskeran er meiri en þá en hún nær ekki
meðaluppskeru sem er 13-14 þúsund tonn.
Bergvin telur að uppskeran verði ekki nema
1500–2000 tonnum meiri en í fyrra.
Erfitt að eiga við kaupmenn
Kartöflubændur eru ósáttir við það verð sem
þeir fá fyrir kartöflurnar. Bergvin Jóhannsson
segir að búið sé að berja verðið svo langt niður
að bændur séu komnir í klemmu. Nefnir hann
40–50 króna lækkun til framleiðenda en dæmi
séu um hækkun um 50 kr. út úr búð á sama
tíma. Hann segir að menn hafi enga afkomu og
séu að hætta, einn af öðrum.
Óskar Kristinsson segir alltaf erfitt að fá
hækkanir hjá kaupmönnum. Þannig hafi
ekki tekist að hækka verðið í haust þrátt
fyrir verulegar hækkanir á tilkostn-
aði. „Kaupmennirnir virðast ekki
skilja að við þurfum kaup eins
og þeir.“
Slök meðaluppskera af kartöflum
Góð uppskera á norðan- og austanverðu landinu Rigningar settu strik í reikninginn í Þykkvabæ
Bændur óánægðir með lágt verð Ekki tekst að fylla í skörð þeirra sem hætta
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kartöflur Uppskerustörfum er almennt lokið
hjá kartöflubændum. Menn eru misánægðir.
„Það tókst vel til í ár, aldrei þessu vant.
Uppskeran er framar björtustu vonum,
mjög nálægt því að vera 20-föld uppskera
á Héraði, heilt yfir,“ segir Helgi Hjálmar
Bragason, kartöflubóndi á Setbergi í Fell-
um. Hann segir að allur gróður hafi vaxið
vel í þessu góða sumri. Kartöflurækt hef-
ur látið undan síga á Fljótsdalshéraði
vegna þess að illa hefur árað. Undanfarin
ár hafa næturfrost byrjað snemma og
stoppað vöxt kartaflna. Fyrsta nætur-
frostið í ár kom í þessari viku, eftir að öll
uppskera var komin í hús.
Helgi selur stóran hluta uppskerunnar
til mötuneytis álvers Alcoa-Fjarðaáls. „Ég
var hættur en byrjaði aftur fyrir hvatn-
ingu þess sem rekur mötuneytið,“ segir
Helgi og er ánægður með að geta haft
tryggan markað. Hann rekur litla vinnslu
og selur kartöflurnar skrældar. Þær fara
víðar en Helgi segir að lítil uppskera hafi
hingað til takmarkað möguleikana.
Hann hefur keypt kartöflur af öðr-
um til að geta sinnt föstum við-
skiptum.
Selur kartöflurn-
ar til álversins
GÓÐ UPPSKERA Á HÉRAÐI
Helgi
Bragason