Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
✝ Astrid BjörgKofoed-Hansen
fæddist 4. desem-
ber 1939 í Reykja-
vík. Hún lést 22.
september 2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Agnar Eldberg
Kofoed-Hansen
flugmálastjóri, f.
3.8. 1915, d. 23.12.
1982, og Björg
Axelsdóttir Kofoed-Hansen, f.
24.7. 1918, d. 13.4. 2013. Systk-
ini hennar eru Hólmfríður Sól-
veig, f. 1941, m. Þorsteinn Ing-
ólfsson, f. 1944. Emelía Kristín,
f. 1943, d. 2004, m. Constantin
Lyperopoulus, f. 1935. Sophie
Isabella, f. 1945, m. Þorsteinn
Tómasson, f. 1945. Björg Sig-
ríður Anna, f. 1948, m. Þórður
Jónsson, f. 1945. Agnar, f. 1956,
m. Baldína Hilda Ólafsdóttir, f.
1960.
Astrid giftist Einari Þor-
björnssyni verkfræðingi 20.
apríl 1963. Hann fæddist 7. júlí
1938. Foreldrar hans voru Þor-
björn Jóhannesson kaupmaður,
f. 1912, d. 1989, og Sigríður H.
Einarsdóttir, f. 1913, d. 2001.
Börn:1) Agnar Már, f. 1964,
m. Andrea Isabelle Sprich, dæt-
flugi lauk hún síðan 1960. Hún
hóf vélflug 15 ára og fékk flug-
skírteini 17 ára. Skírteini nr.
375. Astrid stefndi að því að
ljúka atvinnuflugmannsprófi.
Hún stundaði nám við Kvenna-
skólann í Kent, Bretlandi, í
tæpt ár og var síðan skiptinemi
í Bandaríkjunum í eitt ár, en
hún fór með fyrsta skiptinema-
hópnum sem héðan fór til
Bandaríkjanna og útskrifaðist
frá Tower Hill High School,
Wilmington, Delaware, 1958.
Á árunum 1959 til 1963 starf-
aði Astrid sem hlaðfreyja og
flugfreyja hjá Loftleiðum. Ast-
rid og Einar hófu búskap sinn í
München í Þýskalandi en lengst
af bjuggu þau í Garðabæ. Ast-
rid var heimavinnandi og sinnti
því starfi með mikilli prýði allt
til æviloka. Hún starfaði um
tíma með Hringnum. Lengst af
var hún í góðgerðarsamtökum
Flugfreyjufélags Íslands, Svöl-
unum, og var formaður um
skeið. Hún var einnig mikill
stuðningsmaður Inner-Wheel,
Görðum, og var forseti 2001-
2002. Árin 1996-1999 var hún
starfandi stjórnarformaður
Laufsins, landssamtaka áhuga-
fólks um flogaveiki.
Síðustu æviár sín, eða frá
2006, bjó hún í Efstaleiti 10,
Reykjavík, ásamt eiginmanni
sínum eftir 30 ára búsetu í
Garðabæ.
Útför Astridar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 2. október
2014, kl. 13.
ur þeirra: Isabelle
Astrid, f. 2000.
Dora-Björg, f.
2004. 2) Þorbjörn
Jóhannes, f. 1967,
m. Kathrine Espe-
lid. Synir Þor-
björns og Önnu
Maríu Viborg
Gísladóttur, skildu:
Einar Gísli, f. 1989,
Þorbjörn Jóhann, f.
1996. 3) Axel Krist-
ján, f. 1970, m. Laufey Sigurð-
ardóttir. Synir þeirra: Sigurður
Ernir, f. 2001, Kristján Már, f.
2009. 4) Einar Eiríkur, f. 1980,
m. Jamaima DẤSouza. Sonur
Einars Eiríks og Ástu Guð-
mundsdóttur, slitu sambúð:
Guðmundur Axel, f. 2001. Börn
Einars Eiríks og Hildar Egg-
ertsdóttur, slitu sambúð: Egg-
ert Snær, f. 2006, Eiður Snær,
f. 2006, Silja Emelía, f. 2007.
Synir Einars Eiríks og Ja-
maima DẤSouza: Jonah Astor,
f. 2014, Noah Fernando, f.
2014.
Astrid ólst upp í foreldra-
húsum í Reykjavík. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá Austurbæj-
arskóla 1955. Hóf svifflugnám á
Sandskeiði 13 ára, yngsti svif-
flugmaður hér. C-prófinu í svif-
Minningarnar hrannast upp
og það er erfitt að henda reiður á
þeim. Astrid var komin á ung-
lingsár þegar ég komst til vits og
ára. Hún var elsta systir mín en
níu ára aldursmunur var á okk-
ur. Ég man eftir að hafa farið
inn í herbergið hennar þegar
hún var ekki heima til að skoða
dótið hennar. Þar var allt í röð
og reglu og hún búin að kaupa
sér falleg húsgögn. Hún vann
sem flugfreyja í nokkur ár og
notaði tækifærin sem hún hafði
til að „safna í búið“, eins og það
hét á þeim árum. Hún hafði góð-
an smekk og vildi hafa fallega
hluti í kringum sig.
Astrid var alltaf stóra systir
mín og ég leit upp til hennar.
Hún var fyrsta barn foreldra
okkar og átti að verða strákur
eins og við allar systurnar. Áður
en hún fæddist fengu mamma og
pabbi sendan stóran kassa frá
útlöndum með barnafötum. Gert
var ráð fyrir því að það væri
strákur á leiðinni. Mömmu þótti
synd að nýta ekki öll þessi fal-
legu föt og það kom fyrir að Ast-
rid var klædd í strákaföt.
Hún fékk tækifæri til að gera
hluti sem ekki var sjálfgefið að
stelpur á hennar aldri gerðu.
Pabbi tók hana með sér á Sand-
skeið og hún byrjaði að læra
svifflug 13 ára og lauk einkaflug-
mannsprófi 17 ára. Hún fékk að
stjórna herþotu frá Keflavíkur-
flugvelli og það þótti fréttnæmt
á þeim tíma að kona gæti gert
það. Hún fór sem skiptinemi til
Bandaríkjanna í fyrsta hópnum
sem fór frá Íslandi á vegum
AFS. Hún var heppin með fjöl-
skyldu og hélt sambandi við
hana eftir heimkomuna.
Astrid og Einar bjuggu í
München í nokkur ár á meðan
Einar var að ljúka námi sínu og
þegar þau komu heim fór ég að
venja komur mínar til hennar.
Ég plataði hana með mér í tísku-
skóla þar sem við lærðum förðun
og að sýna á tískusýningum og
hún fékk tækifæri til að nýta sér
þá reynslu og hafði gaman af. Ég
sótti mikið til hennar og við
heimsóttum hvor aðra með eða
án barna. Það var gott að koma í
Einilundinn og oft enduðu þær
heimsóknir með kvöldverðar-
boði. Dætur okkar nutu þessara
samverustunda og eiga góðar
minningar um Astrid. Hún lét
sér annt um fjölskylduna og
fylgdist vel með börnum okkar
systkinanna.
Astrid undi hag sínum vel sem
heimavinnandi húsmóðir. Hún
var félagslynd og tók þátt í starfi
Svalanna og Inner Wheel. Þegar
synirnir voru orðnir stálpaðir fór
hún að vinna fyrir Lauf, félag
flogaveikra, og var formaður
þess félags í nokkur ár. Það var
gaman að fylgjast með því hvað
hún lagði sig fram í því starfi.
Astrid naut sín vel sem gest-
gjafi. Hún hafði gaman af því að
hafa fólk í kringum sig og veita
vel og var hrókur alls fagnaðar.
Í veikindum sínum undanfarin
ár sótti hún félagsskap og stuðn-
ing hjá Ljósinu. Þar prjónaði
hún litríkar flíkur sem hún hafði
gaman af að gefa litlu börnunum
í fjölskyldunni. Mestan stuðning
fékk hún hjá Einari, hann var
stoð hennar og stytta í veikind-
unum.
Við Þórður og dætur okkar
þökkum Astrid samfylgdina og
vottum Einari og fjölskyldunni
innilega samúð.
Björg Kofoed-Hansen.
Astrid systir mín var skörung-
ur sem lét ekkert stoppa sig.
Hún skilgreindi vandamál sem
verkefni og hafði ávallt lausnir á
reiðum höndum. Alltaf var hún
tilbúin að rétta hjálparhönd ef á
þurfti að halda. Við vorum sex
systkinin, hún var elst og ég var
yngstur en á milli okkar var mik-
il vinátta og kærleikur.
Þegar maður hugsar til baka
þá man ég aldrei eftir því að Ast-
rid hafi nokkurn tíma verið döp-
ur eða þreytt. Hún sýndi alltaf
glaðlegt fas og drífandi fram-
komu og það var hennar mottó
að njóta lífsins og vera ekkert að
væla. Hún lagði sig eftir því að
hrósa fólki og hvetja til dáða og
mér leið alltaf vel eftir að hafa
átt samtal við Astrid.
Hún var áhugasöm um fé-
lagsmál og tók meðal annars að
sér að vera formaður Laufs – fé-
lags flogaveikra í nokkur ár, án
þess að hún hefði sjálf haft
reynslu af þeim sjúkdómi eða
aðrir henni nákomnir. Hún fann
að hún hafði mikið fram að færa
og vildi nýta krafta sína til góðs.
Það fór ekki fram hjá neinum
þegar Astrid mætti á staðinn –
hvar sem var. Hún var ávallt
glæsileg til fara. Henni lá hátt
rómur og hún átti auðvelt með
að tala til fjöldans og með sínu
geislandi brosi kallaði hún fram
hlýju og góða líðan hjá öllum
sem í kringum hana voru.
Það var alltaf gott að sækja
Astrid heim og þau hjónin Astrid
og Einar voru dugleg að bjóða
ættingjum og vinum í mat. Ég
man ekki eftir að hafa fengið
annað en veislumat hjá þeim
hvort sem það var formlegt mat-
arboð eða bara tilfallandi innlit.
Um leið og ég votta Einari og
sonum þeirra samúð mína þá
þakka ég fyrir að hafa fengið að
eiga svona góða og trausta syst-
ur sem var eins og klettur í haf-
inu til hinsta dags en jafnframt
viðkvæm og hjartahlý. Blessuð
sé minning hennar.
Agnar Kofoed-Hansen.
Ég kveð hana Astrid Björgu,
móðursystur mína, með þakklæti
og söknuði. Það var alltaf gaman
að sitja með henni að spjalli um
alla heima og geima. Astrid var
áræðin ævintýrakona, víðförul
og hafði skoðun á flestu. Hún var
sem unglingur í hópi fyrstu
AFS-skiptinema sem fóru frá Ís-
landi á vit ævintýra í Bandaríkj-
unum og fyrst íslenskra kvenna
til að taka einkaflugmannspróf.
Hún valdi flugfreyjustarfið og
flaug á vit menningar í stórborg-
um Evrópu og Ameríku. Ég fékk
að fara með Astrid í heimsókn til
Emilíu, móðursystur minnar í
Grikklandi þegar ég var á ung-
lingsárum. Ég á góðar minning-
ar úr þeirri ferð, enda forréttindi
að fá að verja tíma með heims-
borgurunum Astrid og Emmu í
Aþenu, hinni fornu háborg vest-
rænnar menningar.
Astrid var ávallt höfðingi
heim að sækja. Hún var mikill
fagurkeri og bar heimili hennar
og Einars þess merki, bæði í
Einilundi og Efstaleiti þar sem
fallegum listmunum var svo hag-
anlega fyrir komið að unun var á
að líta. Eftir að hún giftist Einari
helgaði hún sig fjölskyldunni og
þau komu fjórum kraftmiklum
strákum til manns. En hana
langaði alltaf í stelpu og mér
fannst ég oft vera ein af stelp-
unum hennar. Ég var af mörgum
talin lík henni og henni fannst
hún þess vegna eiga heilmikið í
mér. Það var ekki leiðum að líkj-
ast og ég hef oft óskað þess að
ég hefði jafn góðan smekk og
hún. Astrid var stórglæsileg og
með fallegt bros sem náði til
augnanna. Hún var alltaf óað-
finnanlega til fara og valdi föt sín
af mikilli kostgæfni. Astrid var
litaglöð. Uppáhaldslitirnir henn-
ar voru dökkbleikur, appelsínu-
gulur og hárauður. Hún bar
þessa liti ótrúlega vel og skildi
ekkert í öllum þessum fallegu ís-
lensku konum sem bara vildu
klæðast svörtu.
Astrid barðist í áratug við
brjóstakrabbamein og bar sig
með einstakri reisn í þeirri bar-
áttu. Hún hélt smekkvísi sinni
fram á síðasta dag og mætti í
sumar í fjölskylduafmæli í nýjum
kjól sem klæddi hana einstak-
lega vel og á rauðum háhæluðum
skóm. Eftir að hún veiktist byrj-
aði hún að prjóna með stöllum
sínum í Ljósinu og þar lék hún
sér líka með litina og setti saman
á sinn hátt. Sophie mín fékk ynd-
islega fallega bleika, fjólubláa og
appelsínugula peysu frá Astrid
sem er mikil uppáhaldsflík og
börnin fengu öll frá henni fín
eyrnabönd sem hafa verið mikið
notuð.
Mottóið hennar Astrid var:
„Lífsgleði njóttu, svo lengi kost-
ur er“ og hún lifði eftir því fram í
andlátið. Góðu dagana mátti
heyra af henni á Laugaveginum,
á listviðburði eða í kaffiboði. Ein-
stakt starfsfólk Heimahlynning-
ar og líknardeildar hjálpaði
henni að vera heima fram á dán-
ardag. Oft kom hún okkur í fjöl-
skyldunni á óvart í staðföstum
ásetningi sínum að njóta lífsins
fram undir það síðasta og notaði
síðustu vökustundina sína til að
hrósa fólkinu sínu og þakka fyrir
sig. Við sem elskuðum Astrid
þökkum fyrir að hafa fengið að
njóta hennar og læra af henni að
lifa lífinu lifandi.
Björg Þorsteinsdóttir.
Það slokknaði ljós og ilmurinn
af einhverju svo fínu og fallegu
dofnaði. Þessi ilmur sem fær
mann til að brosa og anda djúpt.
Maður fyllist orku og finnur fyr-
ir kærleika og gleði frá jákvæð-
um verum. Astrid vinkona mín
og nágranni var ein af þessum
verum. Ferskur norðanvindur í
bland við danskan sólskinsdag –
alin upp í systrafansi á menning-
arheimili frumkvöðuls á annarri
öld.
Stjarna stígur af sviði og skil-
ur okkur eftir með djásn og dýr-
mæti. Það gera drottningar þeg-
ar þær kveðja. Í hennar
fjársjóðshirslur getum við geng-
ið alla okkar ævidaga.
Við erum lukkudýr og eigum
að þakka fyrir það með því að
standa okkur og hugsa vel um
fólkið okkar, sagði hún stundum.
Hún var heimspekingur, ráðgjafi
og leiðsögumaður þegar henni
sýndist svo. Áræðni, hugrekki og
umfram allt gleði voru leiðarljós-
in og hún vafði lífsreglunum eins
og perlubandi utan um okkur
sem vorum svo lánsöm að fylgja
henni á æviför.
Áttu ekki rauða hælaskó? Það
gengur ekki. Allar konur verða
að eiga rauða hælaskó. Þeir
verða að vera svo einstakir, svo
dásamlegir að þú þurfir enga
aðra flík, sagði vinkona mín
ákveðin. Daginn eftir fór ég og
keypti rauða hælaskó. Annað
kom einhvern veginn ekki til
greina. Í búðinni rann upp fyrir
mér hvað Astrid átti við: Vertu
þinn besti vinur, leyfðu þér að
stíga út úr hversdeginum og
búðu til ævintýrin. Þau gerast
ekki af sjálfu sér.
Kaffibolli að morgni dags,
rabb um fólk og fyrirbæri,
skeggræður um kvöldfréttirnar.
Allt vakti áhuga hennar og ekk-
ert var óviðkomandi.
Yngsta dóttir okkar mætti í
veröldina. Íslenskur fáni dreginn
að húni í næsta húsi. Auðvitað
flöggum við þegar nýjar mann-
eskjur mæta, sagði Astrid og
nýjum íbúa í Einilundi var fagn-
að sem þjóðhöfðingja.
Saman eiga þau Einar svo
stóran og fallegan ættboga. Allir
þessir strákar sem hún var enda-
laust stolt af og stelpurnar sem
hún dásamaði. Hún var heims-
kona, sómdi sér og naut sín í
stórborgum veraldar, teygði
ræturnar til Danaveldis og
dreifði afleggjurum til Sviss,
Noregs, Afganistans og Ind-
lands. Öll fá þau í veganesti leið-
beiningar um að njóta stundar-
innar og leita nýrra landamæra.
Það er nú það minnsta sem við
getum gert, elskan mín, ómar úr
fjarskanum.
Og ég flissa í gegnum tárin, af
því að gleðin liggur enn í loftinu
og lífshamingjan. Sennilega ligg-
ur leynimeðalið hennar Astridar
þó ekki síst í því að vera harður
af sér, vera duglegur. Og það
bergmálar fyrir eyrum í bland
við léttan hlátur: Þú átt bara
þetta eina líf. Njóttu þess og not-
aðu það. Það gerir það enginn
fyrir þig. Maður er ekkert bætt-
ari með vol og víl. Ég nenni ekki
væluskjóðum. Maður á að þakka
fyrir það sem maður hefur alla
daga. Lífið er of stutt.
Já, lífið er sérstaklega stutt
þegar jákvæðu verurnar kveðja.
Ég er þakklát, svo einlæglega
þakklát fyrir að hafa kynnst Ast-
rid Kofoed-Hansen, þakklát fyrir
hjartasjóðina sem hún skilur eft-
ir handa mér og mínum að njóta.
Elsku Einar, synir og fjöl-
skylda, við Helgi, Birta, Erla og
Soffía sendum okkar dýpstu
samúð á kveðjustund.
Kristín Helga Gunnarsdóttir.
Það er svo ótalmargt sem upp
í huga minn kemur við andlát,
elsku vinkonu minnar, Astrid
Kofoed-Hansen, þar á meðal
ljóðlínur úr ljóðinu „Söknuður“
eftir Jóhann Jónsson þar sem
segir:
Hvar hafa dagar lífs þíns
lit sínum glatað?
Astrid vinkona gaf svo sann-
arlega lífi mínu lit. Hún var lífs-
glöð til hinsta dags. Hún var
pjöttuð til hinsta dags. Hún
hugsaði um fjölskyldu sína og
vini til hinsta dags. Þannig var
hún bara, engri lík og okkur sem
áttum hana að vini ógleymanleg.
Glæsileg og glaðlynd var hún svo
eftir var tekið, en gat líka verið
dul á hugsanir sínar.
Astrid var yndisleg vinkona. Í
gegnum áratugi hefur tryggð
hennar við mig og okkur öll í
fjölskyldunni verið ómetanleg.
Það ber að þakka. Veikinda-
stríðið hefur verið langt og
strangt, en vinkona mín var ekki
á því að gefast upp. Þegar góðir
dagar komu nýtti hún þá til að
gleðjast, njóta og skapa góðar
minningar. Þetta gerði hún með
hjálp Einars síns, sem hefur ver-
ið kletturinn og stoð hennar í
veikindunum.
Við Axel biðjum Guð að
styrkja Einar og fjölskylduna
alla, í sorg og söknuði. Guð blessi
minningu Astrid okkar. Minning
hennar mun lifa.
Hallfríður Konráðsdóttir.
Bognar aldrei – brotnar í
bylnum stóra seinast.
(Stephan G. Stephansson.)
Í meira en 10 ár hefur óvel-
kominn gestur bankað á dyrnar
hjá Astrid vinkonu minni og í 10
ár hefur hún reynt að bægja
þessum gesti frá sér. En hinn
óvelkomni gestur varð ágengari
með hverju árinu. Astrid lét þó
engan bilbug á sér finna og sýndi
ótrúlegan styrk í þessari hörðu
baráttu. En þar kom þó að hún
gat ekki meir og brotnaði í byln-
um stóra seinast.
Við Astrid kynntumst fyrir 50
árum í München í Þýskalandi,
þar sem eiginmenn okkar lögðu
stund á verkfræðinám. Við urð-
um fljótt góðar vinkonur, bjugg-
um stutt hvor frá annarri og
hittumst nánast daglega. Heim-
komnar til Íslands bjuggum við
lengi vel nálægt hvor annarri og
var samgangur milli okkar því
alltaf mikill og góður.
Astrid var glæsileg kona, há
og grönn, og sópaði að henni
hvar sem hún fór. Hún var mikil
félagsvera, átti fjölda vina og
kunningja og naut þess að vera
innan um fólk. Hún var líka mik-
ill fagurkeri og vildi hafa fallegt í
kringum sig. Fyrir henni var ull
ekki bara ull og silki ekki bara
silki. Hún vildi „quality“ enda
ber heimili þeirra Einars þess
fagurt vitni að þar fór smekk-
manneskja. Astrid hafði gaman
af ættfræði og að tengja saman
hinar ýmsu fjölskyldur, var vel
minnug og lét gamminn geisa
um menn og málefni. Hún gat
verið hvatvís á stundum og hafði
ákveðnar skoðanir, lét engan
eiga neitt hjá sér en rökstuddi
mál sitt af festu. Astrid starfaði
áður fyrr sem flugfreyja, en eftir
að hún giftist Einari sínum var
hún lengstum heimavinnandi
húsmóðir. Hún sinnti ýmsum fé-
lagsmálum og var aufúsugestur
hvar sem hún kom. Astrid sýndi
m.a. oft fatnað fyrir hin ýmsu
módelsamtök, var virkur félagi í
Svölunum og félagi í Inner
Wheel Görðum. Þá var hún um
nokkurt skeið formaður í félagi
flogaveikra „LAUF“.
Þau hjónin Astrid og Einar
ferðuðust víða og voru skíðaferð-
ir til Lech í uppáhaldi hjá þeim.
Þegar Agnar elsti sonurinn flutti
til Zürich beindust ferðalögin oft
þangað og fjölskyldan þar heim-
sótt.
Nú þegar Astrid hefur kvatt
er mér efst í huga trygglyndi
hennar, glaðværð og jákvæðni.
Ég mun sakna hins vikulega
hittings okkar þar sem við,
ásamt Haffý vinkonu okkar,
spjölluðum um daginn og veginn,
gerðum að gamni okkar og fór-
um á „trúnó“ eins og unga fólkið
segir og ég mun sakna allra sím-
talanna hennar sem byrjuðu
jafnan á „Hæ hvað segirðu?“
Það verður án efa pilsaþytur í
himnaríki þegar Astrid valhopp-
ar inn um Gullna hliðið. Ég bið
henni blessunar himnaföðurins
og kveð hana með orðum lista-
skáldsins góða:
Flýt þér vinur í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson.)
Hlíf Samúelsdóttir.
Vorið 1969 var mér örlagaríkt.
Þá kynntist ég Astrid minni sem
átti eftir að verða stór áhrifa-
valdur í mínu lífi.
Ég var aðeins 13 ára, hún gift
og þá tveggja drengja móðir.
Hlutverk mitt var að gæta
drengjanna hennar. Þetta sumar
var upphafið að gæfuríkri sam-
leið okkar, sem hélt til hinstu
stundar.
Astrid var einstök kona. Hún
elskaði lífið og lífið elskaði hana.
Hvar sem hún kom var eftir
henni tekið. Hávaxin, glæsileg
en brosið hennar og glaðværðin
voru hennar aðalsmerki. Sann-
kölluð hefðarkona. Alltaf svo vel
uppfærð með varalitinn, silki-
slæðuna og fallega skartgripi.
Ertu heima? Astrid á línunni
að kanna hvernig ég og fólkið
mitt hafi það. Vakin og sofin yfir
velferð minni. Alltaf tilbúin að
hlusta og veita ráð. Stundum
þegar engin ráð voru til þá var
svarið: „Ditta mín, við þurfum
ekki að skilja alltaf allt ...“
Vinkonur mínar voru vinkon-
ur hennar þó ein kynslóð í aldri
skildi að. Það skipti ekki máli.
Hún gat auðveldlega sett sig í
spor okkar. Gladdist með okkur
á góðum stundum. Alltaf mið-
punkturinn í hópnum. Hún
fylgdist vel með stefnu og
straumum í tískunni og kaus sér
einungis vandaðan og vel hann-
aðan fatnað. Kíkja í verslanir og
sjá eitthvað fallegt var mikil
upplyfting í sumar þegar heilsan
leyfði.
Við hentum oft gaman að því
að ég væri dóttir hennar sem
hún eignaðist ekki. Milli okkar
myndaðist með árunum móður/
dóttur samband sem varð enn
sterkara eftir að ég missti móður
mína. Hún studdi mig í hvívetna
með allt sem ég tók mér fyrir
hendur í leik og starfi.
Astrid Björg
Kofoed-Hansen