Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 30 Sölustaðir: Jói Útherji Hagkaup Debenhams Intersport Joe´s - Akureyri Bjarg - Akranesi K-Sport - Keflavík Hafnarbúðin - Ísafirði Efnalaug Dóru - Höfn Karlmenn - Laugavegi Herrahúsið - Laugavegi Kaupfélag Skagfirðinga Sentrum - Egilsstöðum Axeló - Vestmannaeyjum Verslunin Tákn - Húsavík Blómsturvellir - Hellissandi Heimahornið - Stykkishólmi Sportbær Skóbúð - Selfossi Pex - Reyðarfirði og Neskaupsstað Verslun Bjarna Eiríkssonar - Bolungarvík Verslun Guðsteins Eyjólfssonar - Laugavegi Ný haust og vetrarlína komin í verslanir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við erum á Halanum að eltast við ufsa. Nei, það er ekki mikið að hafa, leiðindaveður og ufsinn virð- ist horfinn. Það fær enginn verðlaun fyrir þessa hörmung fyrsta sólarhringinn í þessum túr,“ sagði Víðir Jónsson, skipstjóri á Kleifabergi RE 70, þeg- ar slegið var á þráðinn til hans í gær. Hann sagði leiðindaveður á miðunum í umhleyp- ingunum, sem ganga yfir þessa dagana, á milli gerði þó þokkalegt vinnuveður. Hann sagði að skipin væru dreifð á Vestfjarðamiðum og ágætlega hefði gengið hjá þeim sem væru á karfa og gull- karfa. Lítið hefði fengist af ufsa, en margir væru spenntir fyrir að reyna fyrir sér í ufsanum þessa dagana. Getur verið fiska leiðinlegastur „Það gekk ágætlega á ufsanum í fyrra, en núna er hann bara ekki viðlátinn og hvort hann kemur eða hvenær veit maður ekki,“ sagði Víðir. „Ufsinn getur verið fiska leiðinlegastur ef sá gállinn er á honum. Í öðrum tegundum getur verið tregt, en þær hverfa ekki með öllu eins og ufsinn getur gert.“ Frystitogarinn Kleifaberg er 40 ára gamalt skip í eigu Brims hf. Skipið var smíðað í Póllandi 1974, kom til landsins sem Engey RE og var lengt 1982. Á nýliðnu fiskveiðiári var afli skipsins einstakur eða um 11.800 tonn, sem gerir tæp þúsund tonn í hverjum mánuði ársins. Var útnefndur skipstjóri ársins Á sjávarútvegssýningunni í síðustu viku var Víðir útnefndur skipstjóri ársins eða framúrskar- andi skipstjóri. Í umsögn dómnefndar segir: „Víðir þekkir fiskimiðin flestum skipstjórum betur og hefur byggt upp þrautþjálfaða áhöfn sem náð hef- ur ótrúlegum afköstum í vinnslu. Kleifabergið, sem er orðið 40 ára gamalt skip, veiddi og vann rúmlega 11.200 tonn af fiski á árinu 2013 og nam aflaverðmætið tæplega 2,7 milljörðum króna. Ekkert botnfiskveiðiskip hefur náð slíkum ár- angri fyrr og óneitanlega vekur athygli að hér skuli vera um að ræða einn elsta frystitogara landsins.“ Víði finnst ekki gaman að tala um þessi verð- laun, viðurkennir þó að árangurinn hafi verið góð- ur, en jú, hann hafi verið fyrirliði í góðu liði. „Svona viðurkenningar eru mest fyrir skipið og ástæðu- laust að gera mikið úr minni persónu. Strákarnir um borð, skipið sjálft og umhverfið sem hefur ver- ið skapað á þetta. Við höfum haft góðar aflaheim- ildir, sérstaklega í Barentshafinu, og erum fljótir að vinna aflann þegar við komumst í gott fiskirí. Ég var í landi í allt sumar og aðrir sáu um þetta á meðan. Mér sýnist það ekki hafa gengið neitt síð- ur og heldur betur ef eitthvað er. Það er samt ekki hægt að neita því að það er dágóð hrúga af fiski sem við höfum veitt síðustu ár.“ Stóran hluta aflans hefur Kleifabergið sótt norð- ur í Barentshaf, en þar er Brim með talsverðar aflaheimildir í þorski og fleiri tegundum. Hann segist ekki vita annað en Kleifabergið farið þangað í febrúar á næsta ári. Þessi bátur verður ekki eilífur „Annars veit maður lítið um framtíðina og þessi bátur verður ekki eilífur frekar en annað. Hér er mjög gott stand á öllu og skipi og búnaði hefur ver- ið vel við haldið og talsvert endurnýjað. Samt er Kleifabergið hálfgerður torfbær miðað við nýjustu skipin í flotanum,“ segir Víðir. Hann hefur verið viðloðandi sjóinn frá því að hann fór fyrst til sjós 15 ára gamall fyrir rúmum 40 árum og 18 ára gamall í Stýrimannaskólann. Með öðrum er Víðir búinn að vera með Kleifabergið í 17 ár eða frá því að skipið fékk það nafn. Bróðir Víðis er Guðmundur Þ. Jónsson skip- stjóri á aflaskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA. Þeir eru synir Jóns Eggerts Sigurgeirssonar, aflaskip- stjóra í Bolungarvík, sem lengi var með báta og skip Einars Guðfinnssonar. Nefna má að á móti Guðmundi með Vilhelm er enn einn Bolvíking- urinn, Birkir Hreinsson. „Dágóð hrúga af fiski“  Af verðlaunahátíð í ufsaveiðar og umhleypinga á Halamiðum  „Kleifabergið hálfgerður torfbær miðað við nýjustu skipin í flotanum,“ segir Víðir skipstjóri Ljósmynd/Bragi Ragnarsson/Brim hf. 40 ára gamalt aflaskip Kleifaberg RE-70 á reynslusiglingu á Eyjafirði í september 2009 eftir að skip- ið var málað í litum Brims hf. í fyrsta sinn. Á síðasta fiskveiðiári var afli skipsins 11.800 tonn. Ljósmynd/Ottó Harðarson Skipstjórinn á brúarvængnum Vel hefur gengið á Kleifabergi og þakkar Víðir það góðri áhöfn og þeim aðstæðum sem útgerðin hefur skapað. Umhverfisstofnun hefur veitt Há- skóla Íslands heimild til þess að flytja til landsins og rannsaka erfða- breyttar mýs. Mýsnar eru með mis- munandi erfðabreytingum og eiga að koma að gagni við rannsóknir á krabbameinssjúkdómum og við kennslu. Það er lífefna- og sameinda- líffræði læknadeildar HÍ sem mun rannsaka mýsnar í dýraaðstöðu há- skólans undir eftirliti dýralækna við tilraunastöð hans í meinafræði, að því er kemur fram í leyfinu frá Um- hverfisstofnun Mýsnar verða notaðar til þess að rannsaka áhrif erfðabreytinga á sortuæxli. Það verður gert með því að láta mismunandi breyttar mýs æxlast og með vefjatöku, að því er kemur fram í umsókninni um leyfið Mýsnar eru frá viðurkenndri til- raunastofu í Frakklandi. Í umsókninni kemur einnig fram að ekki sé vitað um neinar hugsan- legar afleiðingar þess að erfða- breyttar mýs sleppi út í umhverfið. Músastofnarnir sem fluttir verða inn séu innræktaðir og því ekki líklegir til að spjara sig í íslenskri náttúru ef þeir slyppu út. Einnig kemur þar fram að erfðabreytt mús hafi aldrei sloppið af rannsóknarstofu frá því að rannsóknir á þeim hófust hér á landi árið 2006. kjartan@mbl.is Erfða- breyttar mýs leyfðar  Nýttar við rann- sóknir og kennslu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Rannsóknir Hefðbundin, óbreytt ís- lensk hagamús sem víða finnst. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mun í næstu viku taka að sér verkefnastjórn hjá embætti rík- islögreglustjóra í eitt ár. Hefur Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlög- fræðingur hjá embætti lög- reglustjórans á Suðurnesjum, ver- ið sett í embætti aðstoðarlögreglustjóra á höf- uðborgarsvæðinu í fjarveru Harð- ar. Hörður fær það hlutverk að efla og samþætta alla starfsemi lög- reglunnar og sjá til þess að fjár- munir nýtist sem best í ljósi þeirra breytinga sem eru framundan. Um áramótin verður lögregluemb- ættum landsins fækkað úr fimm- tán í níu. Þau voru 24 talsins áður en þeim var fækkað árið 2007. Hörður, sem hefur starfað sem lögreglumaður í 38 ár, mun hefja störf hjá ríkislögreglustjóra 8. október nk. Verkefnið er til eins árs og verður hann áfram aðstoð- arlögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu. Alda Hrönn var sett aðstoðar- lögreglustjóri í gær. Hún mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeld- ismála hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Hún hefur starfað innan lögreglunnar frá 1999 og var m.a. settur saksóknari efnahags- brotamála um eins árs skeið. Sam- hliða þessu mun Alda starfa áfram á Suðurnesjum til 1. nóvember til að ljúka verkefnum sínum þar. Aukið samstarf „Það vantaði mann í skipulags- mál og -vinnu. Það blasir við að kerfið er að breytast, það er verið að fækka embættunum. Um ára- mót koma ný embætti og stærri en færri. Það þarf að huga að því að samræma allt skipulag og koma í veg fyrir tvíverknað og svo fram- vegis. Og leita þarf leiða til að auka enn meira samstarf á milli embætta,“ sagði Hörður í samtali við mbl.is í gær. Hörður tekur fram að ein lög- regla sé starfandi í landinu. Búa þurfi um hnútana með þeim hætti að lögreglan starfi sem ein heild og að fjármagn nýtist sem best. jonpetur@mbl.is. Breytingar í yfir- stjórn lögreglunnar Hörður Jóhannesson Alda Hrönn Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.