Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
✝ Steinar Krist-jánsson fædd-
ist í Reykjavík 18.
september 1960.
Hann andaðist á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 24. september
2014.
Foreldrar hans
eru Kristín Jóna
Guðlaugsdóttir
sjúkraliði og ritari,
f. 17.2. 1937, og Kristján Karl
Pálsson prentari, f. 15.7. 1933,
d. 4.11. 2012. Bræður Steinars
eru 1) Gunnar Örn Krist-
jánsson, f. 18.1. 1955, maki;
Birna H. Rafnsdóttir, f. 23.6.
1954. Börn: Kristján Rafn, f.
19.6. 1976, Auðunn Örn, f. 26.8.
1977, Andri Björn, f. 26.9. 1982,
og Tinna Björk, f. 29.4. 1994. 2)
Hafþór Kristjánsson, f. 4.10.
1956, sambýliskona; Sólveig
Björk Jakobsdóttir, f. 9.5. 1950.
Börn: Linda Björk, f. 17.9. 1975,
Karl Steinarsson, f. 29.7. 1991.
Frá fyrra hjónabandi á Sigríður
Rósa dóttur: 5) Sigrún Tinna
Gunnarsdóttir, f.19.7. 1988.
Sambýlismaður hennar er Tóm-
as Björn Guðmundsson, f. 12.2.
1988. Steinar ólst upp í Foss-
voginum og Smáíbúðahverfinu í
Reykjavík og er innfæddur Vík-
ingur og nánast lifði á fótbolta-
velli Víkings í Hæðargarðinum.
Hann lauk grunnskólaprófi frá
Réttarholtsskóla, stúdentsprófi
frá Fjöbrautaskólanum í Breið-
holti 1980 og fór þaðan í Há-
skóla Íslands þar sem hann lauk
viðskiptafræði 1983. Þaðan lá
leið hans til Óðinsvéa í Dan-
mörku þar sem hann lagði
stund á tæknifræðinám. Að
loknu námi rak hann prent-
smiðjuna Offsetprent með föður
sínum eða allt til ársins 2001.
Þá fór Steinar til Wisconsin í
Bandaríkjunum og lærði upp-
stoppun dýra, fugla og fiska.
Hann stofnaði Uppstoppun
Steinars eftir heimkomu sína og
rak það fyrirtæki allt til dauða-
dags.
Útför Steinars fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 2. októ-
ber 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
Pétur Þór, f. 15.7.
1977, Ingi Karl, f.
17.10. 1982, og
Hafþór Gísli, f.
25.8. 1998.
Steinar kvæntist
eftirlifandi eigin-
konu sinni, Sigríði
Rósu Víðisdóttur
tannlækni, f. 14.6.
1961, 16. júní 2001.
Foreldrar hennar
eru Jóhanna Mar-
grét Óskarsdóttir póst-
afgreiðslukona, f. 26.7. 1931, d.
12.7. 1991, og Víðir Sveinsson
skipstjóri, f. 8.8. 1930, d. 19.9.
1968. Stjúpfaðir Sigríðar Rósu
er Pétur Stefánsson skipstjóri f.
14.10. 1943. Dætur Steinars og
Sigríðar Rósu eru: 1) Hanna
Kristín Steinarsdóttir, f. 10.8.
1997, 2) Petra Ósk Steinars-
dóttir, f. 8.4. 2000. Steinar á
einnig tvo syni frá fyrri sam-
böndum: 3) Hjörtur Steinars-
son, f. 31.1. 1987, og 4) Kristján
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún.)
Elsku pabbi, við elskum þig og
söknum þín.
Hanna Kristín Steinarsdóttir
og Petra Ósk Steinarsdóttir.
„Skrúpílanna kristinalla gari
kústí nalla“. Kannski ekki það
gáfulegasta sem hefur verið skrif-
að í gestabókina mína en alltaf
þótti mér jafnvænt um bullið sem
rann upp úr Steinari er ég rétti
honum pennann þegar við vorum
að hittast í kringum menntaskóla-
árin. Að sjálfsögðu var tilefnið
ekkert, bara vinir að hittast og
fara út á lífið. Ungir menn sem af
einhverri ástæðu kusu að hafa fé-
lagsskap af hvor öðrum, strákar
sem voru að verða að mönnum og
sannfærðir um að svona yrði þetta
alltaf og lífið myndi vara að eilífu.
Við vorum mikið saman á þess-
um árum og vorum heimagangar
hvor hjá öðrum. Steinar hafði erft
stríðnina frá föður sínum og þeim
þótti gaman, feðgunum, að atast í
mér. Aðallega varð þeim tíðrætt
um að ég gæti ekkert í fótbolta og
fleiri blammeringar fylgdu. Mér
þótti vænt um þessa stríðni vegna
þess að ég vissi alltaf að hverju ég
gekk er ég hitti þá saman og vissi
líka að þarna fóru hjartahlýir
menn, góðir menn sem myndu
alltaf vera til staðar ef ég þyrfti á
þeim að halda. Manni þykir vænt
um þegar foreldrar vinanna fylgj-
ast með manni, spyrja og taka
fagnandi á móti þegar maður birt-
ist.
Steinar var sannur vinur og
milli okkar ríkti hlýja og velvild
hvors í garð annars.
Ég hvarf svo til útlanda til
margra ára að elta drauma mína
en Steinar safnaði sínum draum-
um á Íslandi. Við héldum alltaf
sambandi og hittumst er ég kom
heim í frí. Aldrei heyrði ég hann
reyna að segja mér til eða leggja
dóm á það brölt sem ég kaus mér
en ef ég þurfti að tala, þá hlustaði
hann.
Fyrir tveim árum er ég kom
heim úr enn einu útlandaflandrinu
fluttum við fjölskyldan upp í Graf-
arvoginn og þar bjuggu Steinar,
Sigga Rósa og börnin. Til þeirra
var gott að koma og við sáum báð-
ir fram á að nú myndi samgang-
urinn aukast á ný. Það gerði hann
vissulega en því miður á annan
hátt en við hefðum báðir viljað.
Það á enginn að þurfa að deyja
54 ára. Steinar átti yndislega fjöl-
skyldu sem ég hef kynnst betur en
áður undanfarna mánuði og
þeirra harmur er mikill. Þeirra
missir og hans missir. Þetta átti
ekki að fara svona. Það á ekkert
að fara svona. Eftir hundrað ár
man enginn að við vorum hérna
og því er hver dagur, hvert ár,
hvert andartak svo dýrmætt og
Steinar og hans fjölskylda áttu að
eiga heila mannsævi saman.
Við Steinar ræddum ekki mikið
veikindi hans og það sem við viss-
um báðir en við fengum okkur
kaffi saman og stundum sat ég
bara á stól við hliðina á honum og
horfði á hann vinna í bílskúrnum.
Sögðum fátt, stundum ekkert en
mér þótti vænt um að vera þarna
þó aðrir hefðu staðið sig betur og
komið oftar og meira. En maður
getur alltaf gert betur, gert
meira, verið meira. Ég veit og
fann að honum þótti líka vænt um
að ég var þarna. Það skipti máli.
Kannski var það sem Steinar
skrifaði gjarnan í gestabókina
ekki svo mikið bull, kannski var
þar sannleik að finna um að vera
ungur, vera vinur og vera í and-
artakinu og með orðum Steinars
sjálfs kveð ég góðan dreng með
þökk fyrir allt, „uxi gaxi galóme
nella vis“.
Jón Bjarni.
Góður vinur er fallinn frá. Það
er erfitt að kveðja tryggan félaga
eftir hart nær 40 ára kynni, sér-
staklega þar sem enn átti eftir að
skrifa síðustu kaflana í lífsbókina.
Við kynntumst Steinari á ung-
lingsaldri á þeim tíma þegar menn
hætta að vera unglingar og verða
fullorðnir. Á þeim tíma þegar eitt
ár er jafn lengi að líða og 10 ár
þegar brauðstritið er tekið við.
Allir atburðir á þessum árum, þó
ómerkilegir séu, verða eitthvað
svo stórir og minningarnar hrann-
ast upp.
Uppátækin voru mörg og sum
hver ekki til frásagnar. Vináttan
sem verður til á þessum árum
endist að eilífu og þó ekkert sé ei-
líft þá er ævi hvers manns ein ei-
lífð út af fyrir sig.
Við eigum góðar minningar
með þér Steini minn, minningar
sem við höfum oft rifjað upp sam-
an og með örðum vinum og fé-
lögum gegnum tíðina. Einnig eig-
um við minningar um baráttu þína
við erfiðan sjúkdóm. Þú varst allt-
af ljúfur og kátur og kunnir senni-
lega ekki að vera leiðinlegur.
Kæri Steinar, takk fyrir vinátt-
una, takk fyrir allt bullið og ruglið,
allan hláturinn og undir það síð-
asta grátinn. Þín verður sárt
saknað, en við eigum margar góð-
ar minningar um þig sem við get-
um yljað okkur við þar til okkar
tími kemur.
Í eitt augnablik í tímans rás,
er ævi manns eitt lítið tár.
Sem fellur á vangann
og brosir til þín á leið til sjávar
Við vottum öllum aðstandend-
um Steinars okkar dýpstu samúð.
Kveðja.
Matthías og Helgi.
Steina hitti ég fyrst í knatt-
spyrnuleik á Víkingsvellinum við
Hæðargarð, trúlega 1971 í 5.
flokki. Hann var góður. Við
kynntumst svo í Fjölbrautaskóla
Breiðholts, boltinn áhugamálið.
Jafnan var farið í Krummahóla í
hádegisverð, plata sett á fóninn og
fyrir kom að skólinn gleymdist.
Steini var í raun feiminn þó að
hann léti lítið á því bera. Hann var
jú töffari. Ég minnist árshátíðar í
Háskólabíói, það vantaði tvo
stráka til að sýna Kabarett. Með
miklum fortölum tókst mér að fá
Steina til að vera með. Sýningin
tókst stórvel og Steini lengdist um
1-2 cm. Danssporin notuðum við
síðan óspart. Oft var farið í bíó og
Steini fékk sér alltaf kók með
lakkrísröri og Prins Póló. Hann
elskaði kók og lakkrísrör. Skóla-
árin voru fljót að líða, margt brall-
að, sumt í lagi, annað ekki. Steini
tilheyrði diskókynslóðinni á 8.
áratug síðustu aldar. Við strák-
arnir fórum í Klúbbinn, Holly-
wood, Broadway og Óðal frá
fimmtudegi til sunnudags.
Skemmtanahaldið var taumlaust
og við vorum eilífir.
Steini var veiðimaður af lífi og
sál. Með veiðistöng eða byssu í
hönd leið honum best. Upp úr
1990 fórum við Steini að draga
okkur saman í rjúpnaveiði og
fljótlega bættist Hermann bróðir í
hópinn. Í yfir 20 ár gengum við 3
saman til rjúpna, oftast var farið
norður á Árbakka. Við komuna
þangað var setið langt fram á nótt
í eldhúsinu og sagðar sögur. Alltaf
náði Steini að toppa sögu síðasta
manns, sama hvort um var að
ræða fjölda, stærð eða veiðiað-
ferð. Var þá mikið hlegið. Þetta
voru skemmtilegar ferðir, um
brött og erfið fjöll að fara, afla
skipt jafnt og bróðurlega í lokin,
sama hvað hver veiddi.
Steini fór utan og lærði upp-
stoppun 2003 og kom heim með al-
þjóðleg réttindi. Þessi nýja vinna
hentaði Steina vel, hann útbjó frá-
bæra aðstöðu og gat unnið þegar
heilsan leyfði. Steini notaði 360°
aðferð á fiskinn, þá má skoða hann
frá öllum sjónarhornum án þess
að saumur sjáist og verkefnin
hlóðust upp. 2005 fór Steini til
BNA með tvo fugla á heimsmeist-
aramót í uppstoppun og fékk 2.
verðlaun, glæsilegur árangur.
Í framhaldi var Steini beðinn
um að stoppa upp tunglfisk sem
fannst í Þorlákshöfn. Á sjómanna-
daginn 2005 var þar haldin sýning
á þessum furðufiski ásamt dýra-
safni Steina og þar mátti sjá hve
ótrúlegum árangri hann var búinn
að ná.
Nokkrir skólafélagar í FB hafa
verið svo lánsamir að halda hóp-
inn, farið í haustveiði. Þó að Steini
væri orðin lasinn mætti hann jafn-
an. Hann var alla tíð mjög minn-
ugur á menn og málefni og kunni
skil á mörgu. Það verður söknuð-
ur að hafa ekki Steina með í för.
Síðast er ég hitti Steina sagði
hann: „Nú er komið að lokum, ég
vildi við gætum sest niður með
Jóni Geisla“. Ég játti því. „Við
verðum þá að gera það á hvítu
skýi,“ hann glotti. Húmorinn var
aldrei langt undan. Já Steini
minn, við fáum okkur Jón Geisla
saman á hvítu skýi einn daginn og
tökum um leið nokkur létt diskó-
spor.
Með himnaför þinni er eins og
hluti af sjálfum mér sé horfinn á
vit eilífðarinnar. Og við sem vor-
um eilífir.
Elsku Sigga Rósa, Stína og
fjölskylda, minning um góðan
dreng lifir.
Oddur Þ. Hermannsson
(Oddi).
Steinar
Kristjánsson
HINSTA KVEÐJA
Nú er komin kveðjustund
kærar þakkir döpur sendum,
eignumst síðar endurfund
á eilífðarinnar veiðilendum.
(Baldur Jónasson.)
Bestu þakkir fyrir sam-
fylgdina kæri vinur. Send-
um fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur.
Einar og Sigrún.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar með eftirfarandi
ljóði en í dag hefði hún átt afmæli.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér,
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
Ása Jónsdóttir
✝ Ása Jónsdóttirfæddist á
Akureyri 2. októ-
ber 1938. Hún lést
á Sjúkrahúsi Akur-
eyrar 17. maí 2014.
Útför Ásu fór
fram í kyrrþey frá
Akureyrarkirkju 2.
júní 2014.
samfylgd þín um horfin
ár.
Fyrir allt sem okkur
varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er
gafstu
í verki góðri konu vitni
ber.
Aðalsmerkið: elska og
fórna,
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elva Vigfúsdóttir.
✝ IngvarGeorgsson
fæddist í Siglufirði
26. ágúst 1943.
Hann lést 16. sept-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Hólmfríður
Ingibjörg Guðjóns-
dóttir, f. á Ísafirði
19.7. 1907, d. 2.9.
2010, og Georg
Pálsson, f. á Seyð-
isfirði 21.12. 1908, d. 25.8. 1957.
Systkini Ingvars eru Soffía, f.
15.4. 1931, og Kristinn, f. 31.12.
1933.
Eiginkona Ingvars er Sigríð-
ur Þorláksdóttir, f. 24. október
1952. Dóttir þeirra er Hólm-
fríður, f. 14.11. 1985, sambýlis-
maður hennar er Steinar Örn, f.
28.3. 1983. Börn Ingvars eru
Gunnar Guðjón, f. 21.5. 1969,
Halla Sigrún, f. 21.12. 1971, syn-
ir hennar eru Ásgeir Aron og
Benjamín Reza, og Arna Fríða,
f. 22.7. 1973, dætur hennar eru
Hera Margrét og Edda Ísold.
Börn Sigríðar eru Ásta Björg
Reynisdóttir, f. 5.7. 1974, eigin-
maður hennar er Magnús Már, f.
28.7. 1974, dætur
þeirra eru Katrín
og Þórey Sesselja,
og Friðrik Þór
Reynisson, f. 22.10.
1976, eiginkona
hans er Hrönn, f.
19.5. 1976, börn
þeirra eru Emil,
Máni og Freyja.
Fyrrverandi eig-
inkona Ingvars var
Valgerður Mar-
grét, f. 1947, d. 2008.
Ingvar ólst upp í Siglufirði til
ársins 1958 þegar hann fluttist
með móður sinni til Reykjavíkur
eftir að faðir hans lést. Í Reykja-
vík gekk hann í gagnfræðaskóla
Vesturbæjar. Hann starfaði um
tíma í millilandasiglingum og
síðan við skrifstofu- og banka-
störf alla tíð eftir það. Ingvar
gekk til liðs við Frímúrararegl-
una árið 2001. Hann var kosinn í
stjórn Samtaka aldraðra árið
2003 og var endurkjörinn æ síð-
an. Hann var kjörinn gjaldkeri
samtakanna árið 2005 og sinnti
þeim störfum til æviloka.
Útför Ingvars fór fram í kyrr-
þey að hans ósk.
Það eru aðeins nokkrar vikur
síðan ég átti með Ingvari stund,
en síðan var stjórnarfundur Sam-
taka aldraðra, sem varð að halda,
þar sem Ingvar og hans trausti
förunautur og eiginkona, Sigríð-
ur Þorláksdóttir, hugðu hvíld og
frið að finna á fjarlægum friðar
stað. Því miður mátti öðruvísi
verða.
En það mátti líka öðruvísi
verða að ég ætti göngugetu á
stjórnarfundinn. Viðgerðarþörf
kallaði mig á hjartadeild og því
gerðust þau sögulegu tíðindi að
kona stjórnaði fundi stjórnar
Samtaka aldraðra í fyrsta skipti á
42 ára starfsferli. Sem betur fer
var stjórn samtakanna ljóst að
mynd yrði að taka af sögulegum
áfanga, síðasta verkefni Ingvars
fyrir SA má þá líka vera á vegg-
festu þilja húsnæðis samtakanna.
Það hafa mörg vötn til sjávar
runnið á árum SA, og margt á
dagana drifið. Sumt má geymast,
annað gleymast eins og gengur.
Margt hefur verið svo stór-
skemmtilegt, að efni væri í heilar
bækur, t.d. áfangarnir í bygging-
arsögu 442 íbúða Samtaka aldr-
aðra þar sem ryðja hefur þurft
burt mörgum erfiðum farartálm-
um og gleðistundirnar við af-
hendingu íbúðanna og sigrar
þegar við lukum öðrum velferð-
arverkefnum samtakanna. Allt
þetta hefur frá upphafi verið gert
við frumstæð skilyrði og alltaf við
of lítið fjármagn.
Við getum sagt með handafl-
inu eða hugsjónum einum saman.
Það var og er reyndar enn
þyrnum stráð vegferð. En sem
betur fer hefur tekist að skila
flestu með miklum sóma.
Harmur og söknuður býr nú í
brjóstum stjórnarmanna og í
hugum þeirra allra er sem þjóð-
skáldið Jóhannes Katlaskáld seg-
ir í „Eigi skal höggva“:
„Gáfunnar ársal Æsir bjartir lýsa.
Einherjar djúpt í sálu falla og rísa.“
Ingvar var kosinn í stjórn
Samtaka aldraðra 2003 og hefur
verið endurkjörinn æ síðan.
Árið 2005 var hann kjörinn
gjaldkeri samtakanna, sem hefur
reynst einstök happagjörð, þar
sem hans mikla reynsla af fjár-
málagæslu og gerð vandaðra
skilagreina jók mjög á öryggi
stjórnar og auðveldaði mjög
kynningarstarfið til félaga sam-
takanna og annarra ráðamanna.
Ingvar var harður, æðrulaus, yf-
irvegaður, já einrænn, sjálfum
sér nægur, en umfram allt annað
heiðursmaður sem dustaði ekki
verkrykið undir teppi, en borð-
lagði til greiningar ef greina
þurfti.
Aðaleinkenni Ingvars var
hæversk og kurteis framkoma
með þungri undiröldu alvöru-
manns. Óhætt er að segja að við-
skiptaaðilar samtakanna og við
félagar hans í stjórn SA bárum
mikið traust til allra verka sem
hann vann og naut Ingvar mik-
illar virðingar fyrir. Sannarlega
vann hann af trúmennsku og
ábyrgðarkennd fyrir velferð SA
og hlúði að bjartri framtíðar-
hyggju, þá sérstaklega með í
huga Sléttuvegs-sigra SA 2008-
2011. Sigra sem unnust vegna
vandaðra verka hans.
Já, stundum koma inn á leik-
svið sérhvers manns menn, sem
verða gimsteinar minninganna.
Takk fyrir mig og Samtök
aldraðra.
Eiginkonu Ingvars, Sigríði
Þorláksdóttur, og öllum öðrum
aðstandendum sendir stjórn
Samtaka aldraðra hugheilar
samúðarkveðjur og kærar þakkir
og biður góðan Guð að blessa
minningu Ingvars Georgssonar
félaga okkar, góðs drengs og son-
ar Siglufjarðar.
Erling Garðar Jónasson,
formaður Samtaka aldraðra.
Kveðja frá veiði-
félögunum Á-Stöng
Nú þegar sumri hallar og grös-
in sölna erum við enn minnt á
umbreytinguna, sem við öll eig-
um í vændum.
Vinur okkar og veiðifélagi,
Ingvar Georgsson, er látinn langt
um aldur fram og langar okkur
að minnast hans. Andlát hans bar
snöggt að en þó ekki alls kostar
óvænt, en Ingvar hafði um skeið
glímt við sjúkdóm, sem nú hafði
betur.
Ingvar var ljúfur í lund,
traustur, úrræðagóður, orðheld-
inn og umtalsgóður með afbrigð-
um. Einmitt eins og góðvinir eiga
að vera.
Við félagarnir í veiðifélaginu
Á-Stöng söknum nú góðs vinar í
stað og höldum á vit minning-
anna, sem eru margar og aðeins
góðar.
Stutt er síðan Grímur Jónsson,
foringi okkar og vinur, fór í þessa
sömu ferð með veiðistöng sér við
hlið. Því ætlum við að þeir fé-
lagarnir geti veitt saman „fyrir
ofan brú“ flestum stundum – alla
daga á snældurnar sínar.
Nú verða björtu minningarnar
um Ingvar Georgsson huggun
harmi gegn.
Við veiðifélagarnir biðjum
Ingvari guðsblessunar, þökkum
honum einkar ljúfa samferð og
vináttu og sendum eiginkonu
hans Sigríði, fjölskyldu og ástvin-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Bjarni Ingvar Árnason.
Ingvar Georgsson