Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
Miðvikudagsklúbbur
eldri borgara
Bridssamband Íslands býður upp
á spilamennsku á miðvikudögum.
Spilaðir verða barómeter eða Mon-
rad Barómeter-tvímenningar.
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðu-
múla 37, 3ju hæð. Spilamennska
byrjar kl. 13 og eru allir spilarar
vanir sem óvanir velkomnir.
Miðvikudaginn 24. september var
spilaður Barómeter-tvímenningur.
Efstu pör voru:
Eðvarð Hallgrss. – Sigtryggur Jónss. 62,8
Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 62,5
Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 55,8
Erlingur Þorsteinss. – Björn Arnarson 51,4
Öll spil og úrslit á miðvikudögum
er að finna á www.bridge.is/eldri
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 22. september var
spilaður eins kvölds Monrad Ba-
rómeter-tvímenningur
Bestum árangri náðu:
Guðl. Sveinss. – Baldur Bjartmarss. 60,6
Kristján M. Gunnarss.– Gunnl. Sævarss.
58,2
Ingólfur Hlynss. – Hermann Friðrikss. 55,3
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Föstudaginn 26. september var
spilaður tvímenningur með þátttöku
18 para. Efstu pör í N/S (% skor):
Sigurður Hallgrs. – Steinmóður Einarss.
58,6
Hrafnhildur Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 55,3
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 55,1
Bjarni Þórarinss. – Oddur Jónsson 53,9
Gróa Þorgeirsd. – Kristín Óskarsd. 53,5
A/V
Tómas Sigurjss. – Björn Svavarss. 63,9
Óskar Ólafsson – Viðar Valdimarss. 63
Jón Hákon Jónss. – Bergljót Gunnarsd. 55,6
Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 50,5
Þriðjudaginn 23. september
spiluðu 29 pör Mitchell-tvímenning.
Efstu pör í N/S:
Guðm. Sigursteinss. – Unnar Guðmss. 63,5
Bragi Björnsson – Björn Árnason 57,9
A/V
Sturla Snæbjss. – Ormarr Snæbjörnss. 60,0
Ásgr. Aðalsteinss. – Sæmundur Björnss.
58,4
BFEH spilar á þriðjudögum og
föstudögum. Spilað er í félagsheimili
eldri borgara í Hafnarfirði í Flata-
hrauni. Spilamennska byrjar kl. 13.
Bridsdeild Félags
eldri borgara
Fimmtudaginn 25. september var
spilaður tvímenningur á 11 borðum
hjá bridsdeild Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Hrafnhildur Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 251
Bergur Ingimundars. – Kristján Guðms.
244
Örn Ingólfsson – Örn Isebarn 226
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 220
A/V
Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 269
Friðrik Jónsson – Óli Gíslason 246
Tómas Sigurjss. – Björn Svavarss. 238
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 232
Mánudaginn 29.september var
spilaður tvímenningur á 14 borðum
hjá bridsdeild Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Efstu pör í N/S:
Björn Árnason – Auðunn Guðmundss. 368
Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 356
Hrafnhildur Skúlad.- Soffía Daníelsd. 338
A/V
Jón Þ. Karlss. – Björgvin Kjartansson 411
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 369
Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 342
Spilað er í Ármúla 37.
Dræmt í Gullsmáranum
„Óveðursdaginn mikla“ 29. sept-
ember var aðeins spilað á 7 borðum í
Gullsmára. Betur má ef duga
skal.
Úrslit í N/S:
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 155
Birgir Ísleifss. - Jóhann Ólafsson 136
Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 131
A/V
Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 170
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgas. 147
Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 124
Skor þeirra Jóns Inga og Sæ-
mundar er rétt um 71%.
Spilað var á 11 borðum í Gull-
smára fimmtudaginn 25. september.
Úrslit í N/S:
Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 200
Sigtryggur Ellertss. – Rúnar Sigurðss. 200
Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonss. 183
A/V
Gunnar Alexanderss. – Elís Helgas. 225
Anna Hauksd. – Hulda Jónasard. 200
Guðbjörg Gíslad. – Sigurður Sigurðss. 198
Íslandsmótin handan
við hornið
Íslandsmót kvenna í tvímenningi
fer fram helgina 11.-12. október
2014. Spilað verður í Síðumúla 37
og er skráningargjald 8.000 á par-
ið.
Íslandsmeistarar frá fyrra ári eru
Esther Jakobsdóttir og Ljósbrá
Baldursdóttir.
Íslandsmótið í einmenningi verð-
ur 17.-18. okt. og hefst spila-
mennska kl. 19 á föstudeginum og
kl. 11 laugardaginn 18. október.
Íslandsmeistari frá 2013 er Kjart-
an Jóhannsson.
Skráningu lýkur á miðnætti
fimmtudaginn 16. okt.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Mér finnst það
ekki raunverulegt
að vera sest niður
og skrifa minning-
argrein um þig, elsku Gunnhild-
ur mín. Mér sem finnst við enn
vera að kynnast. Því miður gerði
fjarlægðin á milli okkar það að
verkum að við hittumst ekki
nógu oft en það var alltaf gaman
að kíkja á þig eða heyra í þér í
síma. Þá varstu ekkert að flýta
þér að kveðja. Við gáfum okkur
góðan tíma í að spjalla um allt
og ekkert. Sumt fannst mér ég
ekkert þurfa að segja þér, þú
einhvernveginn vissir það bara.
Mér fannst við eiga margt sam-
eiginlegt og við skildum hvor
aðra mjög vel. Kannski þekkja
sporðdrekarnir sitt fólk bara
svona vel. Mér fannst alveg frá-
bært eitt sinn þegar Gunni sagði
við mig að svona væru sporð-
Gunnhildur
Gunnarsdóttir
✝ GunnhildurGunnarsdóttir
fæddist 28. október
1949. Hún lést 20.
september 2014..
Gunnhildur var
jarðsungin 1. októ-
ber 2014.
drekarnir, þeir
gysu upp annað
slagið og ég vissi
sko alveg hvaðan
hann hafði það og
hafði gaman af. Það
verður sérstök til-
finning hér eftir að
halda í hefð þína
um jólin og verður
hún í hávegum höfð
á okkar heimili, því
skal ég lofa. Ég
ætla að hjálpa börnunum mínum
að halda í minningarnar sem þau
eiga um þig, elsku Gunnhildur
mín.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Minning þín er mér ei gleymd,
mína sál þú gladdir.
Innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Þín tengdadóttir
Þórunn Halldóra Ólafsdóttir.
Gunnhildur systir mín er lát-
in. Hún hafði kennt sé meins í
nóvember á síðastliðnu ári og
greindist síðan í febrúar með
þann sjúkdóm sem nútímavísindi
virðast ekki enn ráða við nema
að litlu leyti; a.m.k. tiltekin form
hans. Þegar Gunnhildur frétti
sjálf hver væri sjúkdómsgrein-
ingin tók hún henni með miklu
jafnaðargeði; Gunnhildur var
sterkur persónuleiki og þessi
viðbrögð komu kannski ekki að
óvart en voru aðdáunarverð
engu að síður, einkum í ljósi
þess sem læknarnir sögðu um
hver yrði líklegasta framvinda
sjúkdómsins, þó að þeir renndu
nokkuð blint í sjóinn með hverj-
ar batalíkur væru og hversu við-
varandi batinn gæti orðið. Gunn-
hildi voru gefin ýmis lyf til þess
að freista þess að vinna á mein-
inu og til þess að halda uppi eðli-
legri líkamsstarfsemi eins og
kostur var. Lyf sem nokkrar
vonir voru bundnar við brást nú
um miðjan júlí og skömmu
seinna lagðist hún inn á Land-
spítalann við Hringbraut og
kvaddi hinn 20. september sl.
Mér sem bróður hennar hafði
að sjálfsögðu brugðið við frétt-
irnar, að hún hefði veikst svona
alvarlega; fannst mikið óréttlæti
að systir mín sem nýlega hafði
keypt sér nýja og stórglæsilega
íbúð fengi ekki að njóta allra ár-
anna framundan þegar vinnu er
lokið. Gunnhildur hafði alltaf
verið fús til verka; hún vann í
nokkur ár við ýmis störf á
Reykjavíkurflugvelli áður en
hún giftist en tók þá að sér hús-
móðurhlutverk sem hún leysti
með prýði auk þess sem uppeldi
3-5 ungra barna var að mestu á
hennar ábyrgð þar sem maður
hennar var sjómaður á þessum
árum og mikið fjarverandi. Þeg-
ar börnin uxu úr grasi fór Gunn-
hildur að vinna við umönnun
aldraðra á Elliheimilinu Grund
um nokkurn tíma en fljótlega
eftir að þau Siggi skildu tók hún
að sér ýmiss konar þrif og ræst-
ingastörf, einna lengst hjá Land-
vernd og Skógræktarfélagi
Reykjavíkur og starfaði þar
fram að því að hún þurfti að
hætta að vinna nú síðla vetrar.
Margs er að minnast úr æsku
og í gegnum árin. Ég er yngstur
af systkinunum og var vel pass-
aður af Gunnhildi og eldri systur
okkar Borghildi þegar ég var að
stíga mín fyrstu spor í Miðbæj-
arskólanum og almennt meðan
ég var að vaxa úr grasi naut ég
stuðnings Gunnhildar systur
minnar. Við hittumst alltaf
reglulega í gegnum árin, bæði
þegar foreldrar okkar voru á lífi
en síðan kannski minna en þó
nokkrum sinnum á ári við ýmis
tilefni sem tengjast fjölskyld-
unni. Það var alltaf sérstakt til-
hlökkunarefni á aðfangadag þeg-
ar dóttir mín og ég keyrðum út
pakkana að koma við hjá Gunn-
hildi til að fá ýmsar tegundir af
smákökum. Ég vil einnig minn-
ast dagstundar sem við systkinin
áttum saman nú í maí í ár;
Gunnhildur var þá vel hress eins
og hún var lengstum í maí og
júní og við sátum yfir kaffibolla
og rifjuðum upp gamla og góða
tíma.
Ég votta börnunum þínum öll-
um Soffíu, Gunnari, Ingibjörgu,
Jóni og Andra og öllum barna-
börnunum mína dýpstu samúð.
Jakob Gunnarsson.
Elsku amma núna ertu farin
og ert komin til ömmu Ellu, afa
Gunnars og ömmu B. Við eigum
margar skemmtilegar minningar
um þig og þú fylgdist alltaf svo
vel með öllu sem við vorum að
gera og hafðir svo mikið áhuga á
því. Það var svo gaman hjá okk-
ur þegar þú komst í afmælið
hans Sigga og við vorum að
keppa á Andramótinu. Okkur
fannst svo gaman að koma í nýja
húsið þitt sem þú varst svo
ánægð með. Okkur langar að sjá
þig aftur en við vitum að þú ert
að passa okkur og að núna líður
þér vel. Við munum varðveita
allar góðu minningarnar sem við
eigum um þig í hjarta okkar.
Þín
Benedikt, Ólöf, Ásmundur,
Sigurður Fannar
og Kristján Freyr.
Þegar við förum héðan getum
við ekki tekið neitt með okkur.
Peningar skipta engu máli, frami
skiptir engu máli og síst af öllu
hvort þú náðir þínum markmið-
um. Það eina sem skiptir máli er
hvort þú átt góðar minningar,
hvort þú gerðir það sem þér
þótti skemmtilegt og gaf þér
ánægju. Hvort tíminn var vel
nýttur. Amma átti stóra fjöl-
skyldu sem elskaði hana og
amma fékk mikla ánægju af því
að sjá velgengni og hamingju
fólksins síns. Hún hugsaði vel til
og um alla í fjölskyldunni. Hvar
sem við vorum í heiminum var
það víst að amma myndi hringja
á afmælisdegi og sýna okkur
umhyggju. Ein af mörgum góð-
um minningum okkar um ömmu
var þegar hún kom í heimsókn
til okkar til Bandaríkjanna. Þá
fengum við að kynnast ömmu
betur en nokkru sinni fyrr og
sáum hversu hlýjan hug hún bar
til okkar.
Síðasta árið var henni mjög
erfitt sökum veikindanna. Í
hvert sinn sem við hittum ömmu
sáum við að þrátt fyrir erfiðið
hélt hún í vonina. Það þarf gíf-
urlegan kjark og hugrekki til að
takast á við veikindi sem þessi.
Amma sýndi þann kjark og gafst
aldrei upp. Á endanum getur
enginn beygt vilja náttúrunnar
en við vonum að amma sé komin
á betri stað. Þrátt fyrir að það sé
óendanlega erfitt að missa ein-
hvern sem manni þykir vænt um
þá vonum við að henni líði betur
og sé án kvala og veikinda.
Við trúum því að amma vaki
yfir okkur áfram, hugsi til og um
okkur. Við munum alltaf hugsa
til hennar og sakna hennar sárt.
Þrátt fyrir að hún sé ekki hér
lengur, mun hún alltaf búa í
huga okkar og hjarta.
Egill Almar, Kjartan Logi,
Stefán Snær, Gunnar Jök-
ull, Alma Hildur og Ágúst
Bjarki (börn Ágústar og
Soffíu).
Komið er að leiðarlokum hjá
okkur vinkonunum í bili eða þar
til við hittumst aftur á nýjum
stað. Vinskapur sem nær yfir
tæpa hálfa öld kemst þó aldrei
að leiðarlokum þó svo að hlé
verði á af og til. Það má segja að
það sé lýsandi fyrir vinskap okk-
ar Gunnhildar í gegnum árin.
Aldrei var það þó svo að það
slettist upp á vinskapinn heldur
fórum við okkar leiðir og vorum
uppteknar við að sinna öðrum
verkefnum en svo var þráðurinn
tekinn upp annað slagið og það
var eins og tíminn hefði staðið í
stað.
Þegar við Gunnhildur kynnt-
umst vorum við ungar píur með
allt lífið framundan og okkur
stóðu allir vegir færir að okkar
mati. Svo kom að því að þessar
dömur giftu sig og eignuðust
börn og buru. Þá var oft eini
kosturinn til að halda vinskapn-
um við að hringjast á og það
gerðum við svo sannarlega en
símtölin voru færri en þau hefðu
getað verið en lengd hvers sím-
tals bætti upp fyrir það. Börnin
okkar þekktu fljótt við hvern
mæðurnar voru að ræða og
gerðu sér grein fyrir að ekki
skyldi trufla næsta klukkutím-
ann eða svo. Trygg og traust
vinátta sem var ekki vökvuð
reglulega en þó af og til er
hverjum dýrmætt að eiga.
Gunnhildur mín, þú varst mér
mjög kær vinkona og ég kveð
þig með trega í hjarta en eins og
vinskapur okkar hefur verið þá
tökum við upp þráðinn á nýjum
stað þegar sá tími kemur. Ég er
þakklát fyrir að hafa gengið með
þér síðustu mánuðina og að hafa
tækifæri til að kveðja þig að
sinni þegar stundin þín nálgaðist
og þakka þér vináttuna og
traustið. Megi englarnir vaka yf-
ir þér kæra vinkona.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku Soffía, Gunnar, Ingi-
björg, Jón og Andri og fjölskyld-
ur; harmur ykkar er mikill en
eftir stendur minning um góða
móður og sterka konu. Guð
blessi ykkur.
Jórunn.
Góð vinkona mín, hetja og
baráttukona er fallin í valinn fyr-
ir aldur fram.
Þegar ég minnist ungdómsára
okkar Gunnhildar hlýnar mér
um hjartarætur og ég hugsa til
hennar með gleði og þakklæti í
huga. Það var mikið hlegið enda
blasti lífið við og framtíðin brosti
breitt til okkar. Gunnhildur var
ein af umhyggjusömustu og
heiðarlegustu manneskjum sem
ég hef kynnst. Það var alltaf
hægt að treysta því sem hún
sagði. Engu að síður gat hún
verið hörð í horn að taka ef svo
bar undir, ég tala nú ekki um ef
henni var á einhvern hátt mis-
boðið. Þá var hún ekkert lamb
að leika sér við. Það kom að því
að alvara lífsins tók við hjá okk-
ur báðum en þrátt fyrir ólík
verkefni í lífinu höfum við alltaf
haldið góðum tengslum og hist
reglulega. Gunnhildur fylgdist
afar vel með högum vina sinna
og vissi til að mynda upp á hár
alla afmælisdaga þeirra, barna
þeirra og jafnvel barnabarna.
Minni hennar var með ólíkindum
gott og oft rifjaði hún upp ým-
islegt sem ég hafði löngu
gleymt. Auk þess að vera stál-
minnug var hún afar talnaglögg.
Ef eitthvað þurfti að reikna var
hún oftar en ekki komin með
rétta útkomu áður en mér hafði
tekist að finna vasareikninn í
símanum.
Eftir því sem árin liðu sá ég
hversu mikil hvunndagshetja
Gunnhildur var í raun. Hún náði
því takmarki sem alla foreldra
dreymir um en það er að sjá
börn sín ganga menntaveginn og
verða að góðum og gegnum
manneskjum. Þetta tókst henni
með elju og atorkusemi. Ríki-
dæmi hennar fólst í börnunum
hennar, barnabörnunum og
barnabarnabörnunum.
Gunnhildur greindist með erf-
iðan sjúkdóm síðasta vetur. Það
var mikið áfall fyrir hana sjálfa
og alla sem að henni standa.
Þegar hún greindist var hún
nýbúin að festa kaup á yndis-
legri íbúð sem hún hlakkaði til
að njóta, og ekki síst þar sem til
stóð að hætta að vinna. Mig tek-
ur sárt að tækifæri hennar til að
njóta alls þessa hafi verið frá
henni tekið.
Allt frá því að fréttir bárust af
sjúkdómsgreiningunni hef ég
fylgst náið með líðan hennar og
erfiðu dauðastríði. Allan þennan
tíma hef ég undrast æðruleysi
hennar og þolinmæði. Hún bar
alltaf von í brjósti og vonaði að
Guð sem hún trúði staðfastlega á
myndi hjálpa henni. Hún barðist
því af miklum hetjuskap til síð-
ustu stundar. Gunnhildur trúði
því að forfeður hennar myndu
sækja hana þegar yfir lyki og af
þeim sökum væri dauðinn ekki
alslæmur. Hún dó því friðsæl og
sátt í faðmi barna sinna.
Elsku Soffía, Gunnar, Inga,
Jón, Andri og fjölskyldur. Mínar
innilegustu samúðarkveðjur og
megi almættið styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Helga María Bragadóttir.
Einhver mesta
gæfa hvers manns
er að eiga móður
sem getur elskað og
hefur kærleiksríkan faðm. Í lífs-
ins ólgusjó er það hennar vega-
nesti sem býr okkur undir öld-
urnar sem brotna á okkur í
tímans rás. Esther Eyjólfsdóttir
var einstök móðir, eiginkona,
tengdamóðir og amma. Hún
sinnti fjölskyldu sinni af einstakri
alúð og var alltaf til staðar fyrir
fólkið sitt. Við systkinin kynnt-
umst henni þegar bróðir okkar,
Gunnar, fór að venja komur sínar
hinum megin götunar til Gunnu
sinnar í Eskihlíðinni. Síðan eru
liðin rúm fjörutíu ár og á þessum
tíma hefur bróðir okkar ásamt
Gunnu mætt í Valatröðina alla
sunnudaga og helgidaga og feng-
ið að njóta einstakrar umhyggju,
kærleiks og gestrisni hjá Ester
Vigdís Ester
Eyjólfsdóttir
✝ Vigdís EsterEyjólfsdóttir
fæddist 17. maí
1925. Hún andaðist
5. september 2014.
Útför Esterar fór
fram 15. september
2014.
og Ingimundi. Þar
hefur stórfjölskyld-
an komið reglulega
saman og ræktað
með sér einstök fjöl-
skyldutengsl sem
tekið var eftir. Þetta
hefur verið föst hefð
í tilveru þeirra og
gefið bróður okkar
mikið. Við systkinin
erum þakklát og
viljum á þessari
stundu þakka Ester og fjölskyldu
hennar alla þá góðvild og hlýju
sem bróðir okkar hefur mætt á
þessari tæpri hálfri öld sem hann
naut samvistum við hana.
Og Gunna okkar þú getur svo
sannarlega fundið til þakklætis
fyrir að hafa átt slíka móður. Við
hin getum þakkað fyrir að hafa
kynnst henni og hún mun minna
okkur öll á hvað það er sem raun-
verulega skiptir máli í lífinu og
gefur lífinu gildi. Við sendum fjöl-
skyldunni innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
blessa Ester og megi minning
hennar vera okkur öllum hvatn-
ing til góðra verka.
Birgir Hauksson, Ingibjörg
Hauksdóttir og fjölskyldur.