Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 275. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Fundu lík Alice Gross í ánni 2. Seld á 12 Bandaríkjadali 3. Með hjólið að láni í rúm 40 ár 4. Íbúar lamaðir vegna morðsins »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Breska sjónvarpsþáttaröðin Forti- tude, sem tekin var upp að miklu leyti á Reyðarfirði á þessu ári, verður sýnd í janúar á RÚV. Heimskunnir leikarar fara með helstu hlutverk í þáttunum, þ.á m. Christopher Eccle- ston, Michael Gambon, Stanley Tucci og Sofie Gråbøl og Björn Hlynur Har- aldsson, sem hér sést í stillu úr þáttaröðinni Hraunið, fer einnig með stórt hlutverk í Fortitude. Þáttaröðin Fortitude sýnd á RÚV í janúar  Reykjavík Shorts & Docs verður gestahátíð stuttmyndahátíð- arinnar Timishort sem fer fram í Timisoara í Rúm- eníu 2 - 5. októ- ber. Níu íslenskar stutt- og heimild- armyndir sem sýndar hafa verið hin síðustu ár á Shorts & Docs verða sýndar á hátíðinni í Rúmeníu auk tveggja mynda sem hafa tengingu við Ísland. Á næstu Shorts & Docs-hátíð, sem haldin verður í apríl 2015, verða sýndar rúmenskar myndir, að sögn Heather Millard, stjórnanda hennar. Shorts & Docs á Timi- short í Rúmeníu  Barnabókin sígilda Helgi skoðar heiminn, eftir myndlistarmanninn Halldór Pétursson og rithöfundinn Njörð P. Njarðvík, hefur verið endur- útgefin á íslensku, ensku og dönsku og kemur einnig út í fyrsta sinn á þýsku. Helgi fer um heiminn Á föstudag Vestanátt, víða 10-15 m/s, en 15-23 N-lands. Slydda eða snjókoma fyrir norðan, en rigning við sjávarmál. Á laugardag Suðaustan og síðar austan 5-10 m/s. Rigning á SA- verðu landinu, stöku skúrir eða él V-til, víða þurrt N- og NA-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 10-18, snýst í sunnan 10-18 austantil síðdegis. Víða rigning eða slydda, fyrst SA-lands. VEÐUR Fyrir nákvæmlega áratug, nán- ar tiltekið 17. september 2004, tók ungur framherji, Atli Guðnason að nafni, drjúgan þátt í því að senda Stjörnuna niður í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Á sama tíma var FH að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil. Saga FH og Stjörnunnar síðustu tíu árin er ólík en á laugardaginn standa þau nánast jafnhliða og sigur- vegarinn í Kaplakrika hampar Íslandsbikarnum í leikslok. »2 Atli sendi Stjörnuna í 2. deildina „Ég er í raun búin að eiga tvö mjög góð tímabil núna og ég er kannski stoltust af því, eftir að hafa oft verið spurð í fyrra hvort ég væri að „toppa“, að ég skuli hafa náð að halda því áfram,“ segir Harpa Þorsteins- dóttir sem hefur skorað 55 mörk fyrir Stjörnuna í efstu deild í fót- bolt- anum á tveimur árum og var í gær út- nefnd besti leikmaður deild- arinnar í ár. »1 Stoltust að hafa náð að halda þessu áfram „Upphaflega markmiðið var alltaf sjö mánuðir og tólf dagar eins og síðast. Markmiðið var að ná þessu á sama tíma en vera samt í betra standi held- ur en síðast,“ segir Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handknattleik og at- vinnumaður í Þýskalandi, sem er að komast af stað á ný eftir að hafa slit- ið krossband í hné í annað skiptið á skömmum tíma. »4 Markmiðið að vera í betra standi en síðast ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Um þessar mundir eru 80 ár frá því fyrst var horft á sjónvarp á Íslandi. Tveir menn nutu stundarinnar á Sjónarhæð á Akureyri: Grímur Sig- urðsson, síðar útvarpsvirkjameist- ari, og F.L. Hogg, breskur verk- fræðingur sem hingað hafði komið á vegum trúboðans Arthurs Gook og Sjónarhæðarsafnaðarins. Söguvarða Þetta var á allra fyrstu árum sjónvarps í heiminum, löngu áður en Íslendingar vissu almennt hvað sjónvarp var. Grímur og Hogg horfðu á til- raunaútsendingar frá Crystal Pa- lace Studios í London og í tilefni tímamótanna var í vikunni afhjúpuð söguvarða við Eyrarlandsveg á Ak- ureyri, þar sem þessarar tilraunar í sjónvarpsmálum er minnst. Varðan er norðan og neðan við Mennta- skólann, þar sem sér yfir Pollinn, skammt frá Sjónarhæð. Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs skólans, af- hjúpaði vörðuna í tengslum við ráð- stefnu sem námslína í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild HA stóð fyrir á mánudaginn í tilefni tímamótanna en þar var fjallað um tjáningarfrelsi og þá félagslegu ábyrgð sem því fylgir. Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri, segir til- raunastarfsemi þeirra Gríms og Hoggs á árunum 1934 til 1936 merkilega en þeir tóku á móti sjón- varpssendingunum með búnaði sem þeir höfðu að hluta til útbúið sjálfir. „Sjónvarpsmóttaka þeirra félaga var tvímælalaust fyrsta sjónvarp á Íslandi og raunar voru þeir þátttak- endur í sjónvarpstilraunum á algeru bernskuskeiði þess. Móttökubún- aður var til staðar á Akureyri vegna þess að skömmu áður höfðu verið gerðar þar merkilegar tilraunir til að setja þar á fót trúboðsútvarp,“ segir Birgir. Tvö stór möstur voru steinsnar frá þeim stað þar sem söguvörðunni var valinn staður. Vélrænt sjónvarp varð undir „Í Lundúnum var verið að gera tilraunir með sjónvarpssendingar um langan veg, tilraunir sem segja má að hafi verið liður í alþjóðlegri keppni um hvaða tækni yrði ofan á í sjónvarpsútsendingum, einkum þó og sér í lagi í útsendingum hjá BBC. Sjónvarpsútsendingarnar sem tekið var á móti á Akureyri voru svokallað vélrænt sjónvarp, sem skoski uppfinningamaðurinn John L. Baird var frumkvöðull að, en það var einmitt fyrirtæki hans sem stóð að útsendingunum frá Crystal Pa- lace. Hið vélræna sjónvarp varð undir í samkeppninni og ekki varð framhald á útsendingum í þessu formi til Akureyrar frá hausti 1936.“ Horfðu á sjónvarp nyrðra 1934  Grímur Sigurðsson og F.L. Hogg á Akureyri sáu útsendingu frá London Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Söguvarða Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri, og Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs skólans, við söguvörðuna. „Svo virðist sem frumkvöðla- starfsemi þeirra Fredriks Hoggs og Gríms Sigurðssonar – fyrsta Íslendingsins sem horfði á sjón- varp hér heima – hafi ekki vakið mikla athygli hér á landi fyrr en nú. Ekkert var um sjónvarpsmóttök- urnar fjallað í blöðum á meðan þær stóðu yfir, og lítið hefur verið um þær skrifað,“ segir Birgir Guð- mundsson dósent við HA. Vakti enga athygli FRUMKVÖÐLASTARFIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.