Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014 ✝ Magnea Eyrúnfæddist í Kefla- vík 10.4. 1938. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 17.9. 2014. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Sig- urðardóttir, f. í Keflavík 19.10. 1913 og Jens Yngvi Jóhannsson, Mjóa- bóli í Dalasýslu, f. 26.2. 1917, d. 27.7. 1951 Systur Magneu eru Halldóra Jensdóttir, f. 15.11. 1936, maki Ari Sigurðs- son, f. 11.5. 1933. Eygló Jens- dóttir, f. 11.1. 1942, maki Guð- mundur Sigurðsson, f. 2.11. 1938, d. 20.9. 1998, Jóhanna Jensdóttir, f. 20.1. 1946, maki Erich Sehner f. 24.4. 1940. Magnea kvæntist Lenard Boyce Fisher,rafmagnsfræðingi f. 10.01.1945,Texas, Bandaríkj- unum. Börn þeirra: María Isabel Grace Fisher, f. 25.7. 1965, kenn- ari, maki Unnar Sveinn Stef- ánsson, 19.1. 1962, flugvirki. oría Sól Tryggvadóttir f. 27.4. 2004, nemi. Magnea ólst upp á heimili for- eldra sinna í Keflavík ásamt 3 systrum sínum. Ungar að aldri missa þær föður sinn og var lífið barátta eftir það. Tekist var á við sorgina og annaðist móðir þeirra heimilið þar eftir með góðum stuðningi elstu dætra sinna. Eftir nám í Barnaskóla Keflavíkur fór Magnea í Hús- mæðraskóla á Laugarvatni þar sem hún átti góðan tíma. Hún fór síðar í frekara nám til Kaup- mannahafnar í smurbrauðsskóla Óskars Davíðsen. Kunnáttuna þaðan nýtti hún til undirbúnings margra veislna sem þær systur tóku að sér. Þegar hún kom heim aftur hóf hún starf hjá Kaupfélagi í Kefla- vík og var þar gjaldkeri í mörg ár. Einnig vann hún á fólks- bílastöðinni. Magnea fluttist aft- ur til útlanda og bjó í 8 ár í Bandaríkjunum, flyst síðan til Ís- lands á ný, ferðast mikið Vestur í Dali með fjölskyldu sinni og átti þar góða tíma. Eftir heimkom- una frá Bandaríkjunum var barnagæsla hennar aðalstarf þar til hún hætti störfum sökum aldurs. Útför Magneu fór fram frá Keflavíkurkirkju 30. september. Börn þeirra: Jenný María Unnars- dóttir, f. 25.9. 1994, einkaflugmaður og atvinnuflugmanns- nemi, Unnar Már Unnarsson, f. 25.9. 1994, einkaþjálf- aranemi, Andri þór Unnarsson, f. 9.1. 1997, nemi og Tanja Marín Unn- arsdóttir, f. 2.3. 2004, nemi. 2) Róbert Jens Fis- her, f. 7.9. 1972, húsasmiður, maki Bryndís Lúðviksdóttir, f. 29.9. 1968, bankastarfsmaður. Börn þeirra: Aníta Lind Róberts- dóttir, f. 17.10. 1997, nemi og Sonja Bjarney Róbertsdóttir, f. 1.2. 2002, nemi. 3) Magnea Lynn Fisher, f. 17.3. 1976, húsmóðir og sálfræðinemi við HA., maki, Ellert Hannesson, f. 25.3. 1980, húsasmiður. Börn: Hugrún Perla Ellertsdóttir, f. 26.12. 2012, Tinna Björt Guðbjörnsdottir, f. 11.10. 1995, nemi. Gabríel Ari Tryggvason, f. 7.4. 2003 og Vikt- Ef rósir vaxa á himnum þá Drottinn bið ég þig að taka eina í höndina og færa henni móður minni. Segðu henni endilega að rósin sé frá mér, smelltu svo kossi á kinn hennar og knúsaðu þar til ég læt sjá mig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Róbert Jens Fisher. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Minn trausti vinur Magnea Ey- rún hefur lokið lífsgöngu sinni og kvatt þennan heim. Hún var gæzkurík kona sem verður sárt saknað af þeim er henni kynntust á langri ævi. Okkar fyrstu kynni voru fyrir nær sextíu árum þegar við Hall- dóra, systir hennar, gengum í hjónaband sem hefur verið far- sælt og stendur enn. Magnea var kjarkmikil dugn- aðarkona með sterkan persónu- leika. Hún bjó erlendis mörg ár með eiginmanni sínum sem starf- aði meðal annars í Alaska. Hann starfaði sem rafmagns- tæknifræðingur á herflugvelli við Yukon-fljótið í litlu þorpi langt inni í auðnum Alaska. Þau áttu tvö börn, unga telpu og dreng. Eiginmaður hennar veikist hastarlega og var vart hugað líf og var fluttur á sjúkra- hús fjarri heimili þeirra. Aðstæð- ur á þessu svæði eru þannig að þeir sem þar búa þurfa mikið þrek og þolgæði til að dvelja þar. Vet- urinn er langur og mikill kuldi og ísing. Hitastigið er 20 til 35 gráð- ur í mínus. Það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir stöðu ungu konunnar með börnin sín tvö og eiginmaðurinn í lífshættu í fjar- lægð. Ég set þessa frásögn hér til að sýna fram á aðstæður Magneu og erfiðleika sem hún þurfti að sigr- ast á. Eftir nokkra daga fékk hún fréttir um að maður hennar væri líklega kominn úr lífshættu en það yrði langt í land að hann yrði útskrifaður af sjúkrahúsi. Rætt var um hvort rétt væri að Magnea færi með börnin úr þess- ari einangrun heim til Íslands og síðan réðist hvort framhald yrði á dvöl þeirra á Alaska. Mannkostakonan Magnea var fljót að taka ákvörðun. Hún myndi dvelja þar áfram þar til maður hennar næði heilsu og þá tækju þau sameiginlega ákvörðun varðandi framhaldið. Þegar litið er til þess að mörg hundruð kíló- metra þyrfti að fara til að komast í samband við Íslending kemur í ljós að kjarkur og trúmennska var ríkur þáttur í eðli hennar. Eft- ir Alaska-dvölina flutti hún heim til Keflavíkur og bjó börnum sín- um fagurt heimili sem þau kunnu vel að meta og urðu öll þrjú fyr- irmyndarfólk og móður sinni til sóma. Barnabörnin voru ljósið í lífi hennar og voru þar ást og kær- leikur allsráðandi. Allan síðasta áratug hefur hún barist við ólæknandi sjúkdóm en hélt fullri reisn fram á síðasta dag. Tveimur dögum fyrir andlátið heimsóttum við Halldóra hana á sjúkrahúsið og ræddum saman og hún hefur séð áhyggjusvip á okk- ur því hún brosti blíðlega og talaði rólega við okkur og var greinilega sterkari aðilinn. Ég vil kveðja mína kæru vin- konu með síðara erindi í ljóði Kristjáns Runólfssonar. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. Ég vil færa fjölskyldu hennar og systrum og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Söknuður þeirra er sár en minning um kærleiksríka móð- ur og vin mun lifa. Blessuð sé minning hennar. Ari Sigurðsson. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð þig systir góð. Þú varst ein- stök kona með stórt hjarta og ósérhlífin, hugsaðir alltaf fyrst um aðra og varst ætíð tilbúin að hjálpa og gafst góð ráð þegar á reyndi. Elsku góða systir mín, við átt- um margar góðar stundir saman, ferðalögin sem við fórum með börnin okkar í gamla sumarhúsið í Dölunum. Það var oft glatt á hjalla, börnin fengu að fara á hestbak og undu sér vel úti í nátt- úrunni. Það var oft margt um manninn í kotinu, bæði börn og fullorðnir og sofið í hverju rúmi og á dýnum á gólfinu og allir voru ánægðir. Við systurnar unnum svo vel saman og allt gekk þetta vel hjá okkur eins og alltaf frá því við vorum börn. Þegar pabbi dó svona ungur frá okkur fjórum systrum og mömmu sem var ástrík og ynd- isleg móðir þá héldum við allar hver utan um aðra og veittum hver annarri styrk til að takast á við erfiðleika sem að steðjuðu hverju sinni. Það hefur alltaf verið mikil samstaða í okkar fjölskyld- um sem eru orðnar nokkuð fjöl- mennar. Börnin okkar barna- börnin og barnabarnabörnin hafa tileinkað sér gott samband og vin- áttu. Kæra systir, ég þakka þau ár sem við áttum saman. Ég veit að þér líður vel með fólkinu okkar sem tekur á móti þér. Ljóð Þórunnar Sigurðardóttur verður mín hinsta kveðja til þín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Ég votta börnum hennar og öðrum ættingjum einlæga samúð. Missir þeirra er mikill en minning um ástríka móðir gleymist ekki. Guð blessi þig elsku systir. Halldóra Jensdóttir. Elsku yndislega fallega mamma mín að innan sem utan, þín verður sárt saknað. Þú ert og verður alltaf fallega hetjan mín og fyrirmynd. Betri mömmu og ömmu er ekki hægt að hugsa sér og ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið þig sem móður og ömmu barnanna minna. Ég var alltaf svo mikil mömmustelpa og mun alltaf vera það. Ég man stundirnar með þér þegar ég var lítil stelpa og lá á þér á kvöldin í sófanum og kallaði þig mjúka koddann minn. Ég áttaði mig á því daginn sem ég kvaddi þig að ég fór heim með vatnskoddann sem ég gaf þér og nú sef ég allar nætur með hann og hann er svo mjúkur og góður en hann getur aldrei jafnast á við alvöru mjúka koddann minn sem ert þú sem ég elska af allri minni sál og af öllu hjarta. Mamma, við vorum nánar og ég veit að við munum halda því áfram. Nú eru þjáningar þínar búnar og þú komin úr efnislíkama þínum sem var búinn að ganga í gegnum svo miklu meira en hægt er að ímynda sér að nokkur geti gengið í gegnum, þú gerðir allt sem þú gast og við fjölskyldan til að geta haft þig lengur hjá okkur. En núna ert þú, elsku mamma, komin heim í Sumarlandið og ég veit að allir taka vel á móti þér og munu hlúa að þér. Ég veit að þú ert á góðum stað því þú ert og varst alltaf góð við allt líf og allir voru jafnir í þínum huga hvort sem það voru dýr eða menn. Ég er alveg viss um að við eigum eftir að finna fyrir návist hvor annarrar og við munum svo sameinast á ný þegar ég kem heim til þín. Ég elska þig, elsku besta mamma mín, og takk fyrir allt sem þú kenndir mér, gafst mér, hjálpina, kærleikann, vináttuna, allar stundirnar og þá miklu ást sem ríkti á milli okkar. Ég sakna þín svo sárt en við munum finna leið saman til að knúsa hvor aðra, ég elska þig svo mikið. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson) Gabriel Ari vill bæta við að hann elski þig svo mikið og segist hafa elskað þig svo mikið öll ellefu árin sem hann fékk með þér. Og þú varst rosalega skemmtileg segir hann og hann segir sko roo- ooooosalega með mörgum o-um. Viktoria Sól segir að hún elski þig mikið og þú sért alltaf með svo fallegt hár. Hugrún Perla segir alltaf „amma Magga“ og ég segi henni að þú sért farin að lúlla með öllum hinum fallegu englunum. Elskum þig. Þín mömmustelpa, Magnea Lynn Fisher (Sissy). Ég minnist Möggu frænku fyrst þegar ég var fimm ára gam- all. Magga bjó þá hjá móður- ömmu minni og var búin að eign- ast frumburð sinn, Isabellu. Árið 1970 fluttist Magga til Kaliforníu í Bandaríkjunum með þáverandi eiginmanni sínum, Lenard (Lynn) Fisher. Magga og Lynn fluttust síðan til Alaska og þaðan kom hún í heimsókn til Íslands sumarið 1974. Í för með henni voru Bella og Róbert sonur hennar sem hún eignaðist árið 1972. Magga ákvað að bjóða elsta bróður mínum, Jens, að koma með sér til dvalar hjá þeim hjónum í Alaska í heilt ár. Ég var svo heppinn að Jenni var nýorðinn faðir á þessum tíma svo að hann gat ekki nýtt sér þetta einstaka boð. Fyrst svo var bauðst mér að þiggja boðið sem ég 14 ára gamall og fullur af æv- intýraþrá þáði með þökkum. Árið sem ég dvaldi hjá Möggu og Lynn í Alaska reyndist einstök lífs- reynsla og eitthvað sem ég hefði aldrei viljað missa af. Ég tel mig hafa verið einstaklega heppinn að hafa fengið þetta tækifæri. Gæfa mín fólst ekki síst í því að fá að dvelja hjá Möggu frænku sem reyndist mér jafn góð og besta móðir. Eflaust hef ég reynst henni erfiður enda orkumikill unglingur á þessum tíma en Magga kunni svo sannarlega lagið á mér. Ég minnist þess að Magga leyfði mér meðal annars að keyra stóra ameríska kaggann sem hún átti. Því miður reyndist ég ekki betri bílstjóri en svo að ég keyrði út í skurð. Magga sagði „no pro- blem“ og þrátt fyrir þetta óhapp fékk ég að keyra aftur síðar. Þetta lýsir Möggu vel; hún var ekki að hafa áhyggjur af smáhlutum. Annað sem mér er minnisstætt tengist því að það var ekki mikið úrval af matvöru í litla þorpinu þar sem Magga bjó og þurfti því að panta mestallan mat frá næstu borg. Þegar matarsendingarnar komu var mikil hátíð í bæ og við krakkarnir kunnum vel að meta allt góðgætið sem barst okkur í risastórum umbúðum. Sérstak- lega fannst mér gott að laumast í barnakrukkumatinn sem ætlaður var Robba litla frænda mínum og hafði ég aldrei smakkað svona gott ávaxtamauk. Eðlilega fékk ég skammir frá Möggu frænku sem hefur séð fram á að birgð- irnar myndu ekki endast vel ef ég héldi þessu háttalagi áfram. En hún var fljót að fyrirgefa mér enda í hennar eðli að láta öllum líða vel. Eftir að ég fullorðnaðist hef ég áttað mig æ betur á því hversu erfitt það hefur verið fyrir Möggu að búa á þessum af- skekkta og á margan hátt harð- býla stað svo fjarri sínu heima- landi. Til marks um það má nefna að fyrsta árið í Alaska bjuggu þau hjónin í bjálkakofa án rennandi vatns eða annarra þæginda. Alltaf stóð Magga sig eins og hetja; hvort sem það var 30 stiga hiti eða 50 stiga frost. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ár með Möggu og fjölskyldu hennar. Vegna þín, elsku Magga, upplifði ég ævintýri sem flestir drengir á unglingsaldri hefðu gef- ið allt fyrir; ég kynntist veiðum, sleðaferðum, bátsferðum á Yukon ánni, ekta indjánum og öfgum náttúrunnar í stórfenglegri feg- urð Alaska. Elsku Bella, Robbi, Sissý og fjölskyldur – megi minningin um Möggu styrkja ykkur á erfiðum tímum. Ágúst Guðjón Arason. Elsku kæra frænka mín, þetta er erfitt en mér hefur reynst best að kveðja mína nánustu með fá- einum orðum og setja það á blað. Við áttum margar góðar stundir saman, spjölluðum um allt milli himins og jarðar sem við ræddum kannski ekki við aðra. Það sem fór fram á milli okkar var geymt innra með okkur eins og spjallið okkar síðustu helgina áður en þú kvaddir. Ég var þér svo ævinlega þakklát að þú skyldir vera í næsta herbergi við pabba minn þegar hann prílaði fram úr rúminu árla morguns yfir rimlana öfugum megin og mottan var hinum meg- in, þú hringdir á næturvaktina á HSS, hann skall í gólfið og braut sig og svo lést hann pabbi minn 4. desember 2013. Þú varst alveg „einstök“ elsku frænka, barðist hetjulega við þinn sjúkdóm í öll þessi ár, þú fékkst alla þá bestu umönnun á HSS sem hægt var, þú varst ein í stóru herbergi með sér salerni og sturtu og varst líka með sjónvarp með öllum stöðvum til að gleyma þér í og meðan á meðferð- um stóð. Nú er baráttu þinni lokið hér í þessu jarðlífi. Við vorum sammála í svo mörgu – aldrei að tala illa um náungann, vilja ekki fara aftur í tímann og breyta ein- hverju og fá einhver ár hér í við- bót. Við getum verið stoltar af börnunum okkar og fjölskyldum þeirra og þínir nánustu voru mjög duglegir að stytta þér stundir, þú vildir ekki láta dekra mikið við þig en þú vildir vera fín, mála þig, smá varalit og augabrúnir, svo sáu þær um að lakka og snyrta á þér neglurnar og sjá til þess að þú fengir gott og hollt að borða. Ég votta þeim mína dýpstu samúð, þeim Bellu, Sissy og Ró- bert, einnig systrum þínum og fjölskyldum þeirra allra. Það er guð sem gefur lífið, viltu gefa okk- ur öllum styrk sem syrgja brott- för þína og sendu einhvern til þeirra sem færir þeim þinn frið. Magnea mín, farðu í Jesú nafni. Takk fyrir allt og allt, þú varst al- gjör hetja, ég veit að það verður tekið á móti þér með útbreidda arma og ég veit líka að við sjáumst aftur. Ávallt þín vinkona og frænka, Guðrún Pétursdóttir. Magnea Eyrún Jensdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs bróður míns, stjúpföður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORGILS STEFÁNSSONAR til heimilis að Hlévangi, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlévangi og á bæklunardeild Landspítalans í Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Stefán Stefánsson, Birgir Kristjánsson, Sigríður Kristjana Kristjánsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Einar Guðberg Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SJÖFN ZOPHONÍASDÓTTIR leikskólakennari, lést laugardaginn 27. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. október kl. 13.00. Gunnar M. Steinsen, Snorri Gunnarsson, Hróðný Njarðardóttir, Lilja Anna Gunnarsdóttir, Kristrún Sjöfn Snorradóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.