Morgunblaðið - 02.10.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2014
eru allmargir læknar innan LÍ sem
falla undir það,“ segir Þorbjörn.
Á lista Stjórnartíðinda kemur t.d.
fram að á kvenna- og barnasviði
Landspítalans séu þrír deildarlækn-
ar í dagvinnu undanþegnir verkfalls-
heimild og tveir á staðarvakt. Þá eigi
t.d. að vera tveir sérfræðilæknar í
dagvinnu í lyflækningum barna og
einn í geislameðferð á lyflækninga-
sviði.
Þrátt fyrir þessar undanþágur
verður spítalinn rekinn á lágmarks
mannafla ef til verkfalls kemur.
„Þessir læknar sem vinna í verkfall-
inu eiga þá að sinna nauðsynlegustu
læknisþjónustu. Það er gert til þess
að koma í veg fyrir að það verði ein-
hver óhöpp. Það er aftur á móti stofn-
ananna að tryggja að það sé heil-
brigðisþjónusta í lagi, einstakir
læknar geta það auðvitað ekki,“ segir
Þorbjörn. „Við vitum það að þegar
við byrjum í verkfalli munu skapast
af því óþægindi sem við vonum að
verði til þess að ýta við ríkisvaldinu.
En við ætlum ekki að stefna að því
að ógna öryggi eða valda neyðar-
ástandi.“
Til þess að koma í veg fyrir að
neyðarástand myndist verður
starfandi undanþágunefnd í
verkfallinu, en það er lögbundið. Í
undanþágunefndinni sitja tveir aðil-
ar, einn sem er tilnefndur af Lækna-
félaginu og annar sem ríkisvaldið til-
nefnir. „Ef menn teldu að það væri að
skapast neyðarástand eða eitthvað
slíkt þá yrði sótt um það til þessarar
nefndar að fá að kalla inn aukamann-
skap. Síðan metur þá nefndin hvort
það sé þörf eða ekki.“
Þorbjörn segir að það sé ljóst að
biðlistar innan heilbrigðisstofnana
muni lengjast ef til verkfalls kemur
en allir sem eigi við bráð veikindi að
stríða fái þjónustu.
Síðast í harðar aðgerðir 1981
Síðasta stóra deila lækna, sem náði
til allrar stéttarinnar, var árið 1981.
Þá sögðu læknar upp stöðum sínum
og stofnuðu fyrirtæki, samvinnu-
félag, sem hafði það að markmiði að
selja stofnunum vinnu þannig að það
skapaðist ekki neitt hættuástand.
Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir
var formaður samvinnufélagsins
Læknaþjónustan og segir hann að
sjúkrahúslæknar hafi þá aðeins sinnt
útköllum. Þessar aðgerðir gengu í
rúman mánuð. „Það náðust samning-
ar og þar komu inn mjög tímabærar
breytingar eins og að fá lífeyris-
greiðslur af öllum launum, ekki bara
grunnlaunum heldur líka af yfir-
vinnu- og vaktagreiðslum.“ Jóhann
Heiðar segir að ekkert í líkingu við
þetta hafi verið gert síðan, fyrir utan
einstaka hópa sem hafi farið í aðgerð-
ir. Lengi vel höfðu læknar ekki rétt
til að fara í verkfall en það breyttist
með lögum árið 1986 þegar opinberir
starfsmenn fengu verkfallsrétt sinn.
Ætla ekki að ógna öryggi
Verkfallið nær til allra lækna sem starfa samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands Gildir um
sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og heilsugæslu Einkastofur starfa áfram Ljóst að biðlistar lengjast
Morgunblaðið/Golli
Landspítalinn Félagar í Læknafélagi Íslands og Skurðlæknafélagi Íslands kjósa um hvort þeir fari í verkfall.
Læknaverkfall
» Læknafélag Íslands verður
með kynningarfund í kvöld fyr-
ir félagsmenn sína, í framhald-
inu verður opnað fyrir rafræna
atkvæðagreiðslu og leitað eftir
samþykki félagsmanna til að
hefja verkfall 27. október.
» Læknafélag Íslands er ekki
með verkfallssjóð en hefur
kannað stofnun slíks sjóðs.
Verkfallssjóður verður því ekki
nýttur í deilunni nú en það
hefur ekki áhrif á einbeittan
vilja lækna til að ná fram
kjarabótum, að sögn Þor-
björns.
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Ef félagar í Skurðlæknafélagi Ís-
lands og Læknafélagi Íslands sam-
þykkja að fara í verkfall 27. október
næstkomandi gætu um 850 læknar
lagt niður störf. Innan Læknafélags-
ins eru um 750 félagsmenn en auk
þeirra eru 100 læknar í Skurðlækna-
félaginu.
Þorbjörn Jónsson formaður
Læknafélags Íslands (LÍ) segir að
allir félagsmenn Læknafélagsins sem
starfa samkvæmt kjarasamningi
þess leggi niður störf. „Ef þeir eru
ráðnir samkvæmt einhverju öðru eða
eru með sérsamning þá gildir það
ekki. En verkfallið nær til allra
þeirra sem starfa samkvæmt kjara-
samningi LÍ og það gildir um sjúkra-
hús, heilbrigðisstofnanir og heilsu-
gæslu,“ segir Þorbjörn.
Starfsemin verður óbreytt hjá
læknum sem reka sínar eigin stofur.
Stór hluti lækna á Landspítalanum
starfar líka á einkastofum en þá sam-
kvæmt samningi við Sjúkratrygging-
ar Íslands og verður sú starfsemi því
óbreytt. Verkfallið á aðeins við það
starfshlutfall sem þeir eru í á Land-
spítalanum.
Læknar sem starfa á einkareknum
heilsugæslustöðvum munu ekki fara í
verkfall, þeir eru á sérsamningum.
Því mun verða óbreytt starfsemi á
Heilsugæslunni í Salahverfi sem er
rekin af einkahlutafélaginu Salus og
hjá heimilislæknum sem reka sínar
eigin stofur í Domus Medica og í Lág-
múla. Þá hafa hjúkrunarheimili sína
eigin lækna sem ættu ekki að fella
niður störf.
Verkfallið nær til lækna á Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins og á öll-
um heilsugæslum á landsbyggðinni.
Heilsugæslustöðin á Akureyri var
rekin af bænum fram til gærdagsins,
en þá varð starfsemi stöðvarinnar
hluti af þjónustu Heilbrigðisstofnun-
ar Norðurlands sem varð til við sam-
einingu heilbrigðisstofnana sem fór
formlega fram í gær. Læknar þar
fara því í verkfall.
Störf undanþegin verkfalli
Í Stjórnartíðindum er gefinn út
listi einu sinni á ári yfir þau störf hjá
stofnunum ríkisins sem eru undan-
þegin verkfallsheimild og eru nokkr-
ar stöður á Landspítalanum á þeim
lista. „Þar eru tilgreind læknisstörf
sem þarf og á að vinna í verkfalli. Það
Allt stefnir í að skurðlæknar á
Landspítalanum fari í verkfall í
lok mánaðarins. Lilja Stefáns-
dóttir, framkvæmdastjóri skurð-
lækningasviðs spítalans segir að
ef til verkfalls komi muni biðlist-
ar í aðgerðir lengjast sem nemur
afköstum hvers dags. „Aðgerðir
flokkast í bráðaaðgerðir og val-
aðgerðir og síðan er
millistig sem eru
aðgerðir sem
liggur mikið á,
undir það flokk-
ast t.d. krabba-
mein. Öllum
bráðatilfellum
verður
sinnt en
ef það
koma upp
vafaatriði
um mikil-
vægi að-
gerða er reynsla okkar sú að
menn eru mjög faglegir í und-
anþágunefndinni, þannig að það
er til farvegur til að leysa þau
mál.“
Spítalinn verður rekinn á eðli-
legan hátt fram á síðustu
stundu. „Við munum halda áfram
að kalla fólk inn til aðgerða en ef
ekki semst fyrir boðaðan verk-
fallsdag verður fólki gerð grein
fyrir því.“
Lilja segir undirbúning fyrir
verkfall farinn af stað, meðal
annars hafi verið boðað til fund-
ar á skurðlækningasviði í næstu
viku með yfirlæknum og fulltrú-
um mannauðsdeildar og lögfræð-
ingum, þar sem farið verði yfir
undanþágulistann og skýrt vel út
hvaða reglur gilda í verkföllum.
„Ef til verkfalls kemur tökum við
svo hvern sólarhring fyrir sig,“
segir Lilja.
Undirbúningur verkfalls hafinn
SKURÐLÆKNINGASVIÐ LANDSPÍTALANS
Lilja
Stefánsdóttir
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Ketilbjöllur
þriðjud. og fimmtu
d. kl 12:00
Cross train Extre
me XTX
Mánud. þriðjud. o
g fimmtud. kl. 17.
15
Laugardagar kl.10
.00
Spinning
mánudaga, miðvik
udaga og
föstudaga kl. 12:0
0 og 17:15
Opnir
tímar:
Frír prufutími
Persónulegt þjónusta og
vinalegt umhverfi
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands
samþykkti í gær að senda umræðu-
skjal til aðildarfélaga ASÍ um hlut-
hafastefnur lífeyrissjóða og launa-
kjör stjórnenda í
fyrirtækjum í
þeirra eigu.
Halldór Grön-
vold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri
ASÍ, sagði að lokn-
um fundi mið-
stjórnarinnar á
Akureyri, að nú
verði það verkefni
um 300 þingfull-
trúa sem sækja 41. ársþing ASÍ 22.-
24. október að komast að niðurstöðu
„og er þetta upplegg ætlað til að
styðja þá við það vandasama verk“.
„Ég gef mér það að það sé fullur
stuðningur við að sett verði einhvers
konar viðmið. Útfærslan er flóknara
mál og ég þori ekki að fullyrða um
það nákvæmlega hver sú niðurstaða
verður,“ segir Halldór.
„Í skjalinu er ekki að finna töluleg
viðmið. En það kæmi mér ekki á
óvart að krafa um slíkt komi fram á
þinginu sjálfu … Það er ljóst að það
er skýr krafa innan okkar samtaka
og meðal okkar félagsmanna í
aðildarfélögum ASÍ, að mótuð verði
stefna af hálfu ASÍ sem þá fulltrúar
okkar í stjórnum lífeyrissjóða, og
eftir atvikum fulltrúar sjóða í stjórn-
um fyrirtækja, noti í sínu starfi, m.a.
hvað varðar fjárfestingar.“
Í skjalinu er vikið að kaupaukum.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, seg-
ir sambandið „ekki á móti kaupauk-
um og að menn fái umbun fyrir að
gera vel“. „Við teljum hins vegar
mjög mikilvægt að slík kerfi séu ekki
óeðlileg að umfangi en jafnframt að
þau stuðli að langtímahugsun – að
stjórnendur geti með skammtíma-
athöfnum ekki skaðað hagsmuni
fyrirtækja og starfsmanna til lengri
tíma litið.“ baldura@mbl.is
Telja mikinn stuðning
við þak á laun stjórnenda
Miðstjórn ASÍ sendir aðildarfélögunum umræðuskjal
Halldór
Grönvold
Ákall um aðgerðir
» Forseti ASÍ segir að innan
sambandsins sé mikið kallað
eftir meira aðhaldi í launa-
kjörum hjá stjórnendum.
» Lífeyrissjóðir launafólks séu
stórir eigendur í mörgum
stærstu fyrirtækjum landsins.