Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Við undirritun kjara- samninga á almennum vinnumarkaði sl. vetur, undirrituðu VR og Landssamband ísl. verzlunarmanna ann- ars vegar og Samtök atvinnulífsins hins veg- ar, sameiginlega bókun um aukið við- skiptafrelsi og kaupmátt. Þar segir m.a. að þeir sem að bókuninni standa muni á árinu 2014 eiga aðild að sam- eiginlegri vinnu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins við endurskoðun tolla. Þá lýstu aðilar einnig yfir í bók- uninni að knýjandi þörf væri fyrir aukið frelsi og samkeppni í við- skiptum með landbúnaðarvörur. Í þeim viðræðum sem framundan eru um gerð nýs kjarasamnings á al- mennum vinnumarkaði, er aðkall- andi að leita allra leiða til að bæta kjör alls almennings í landinu. Í því samhengi er mikilvægt að huga af mikilli alvöru að breytingu á þeirri miklu tollvernd sem innlendur land- búnaður býr við. Það er augljósasta skrefið til að stíga í núverandi stöðu og myndi þegar hafa þau áhrif að kaupmáttur almennings batnaði til muna. Eins og bent hefur verið á er sú tollvernd sem innlend kjúklinga-, svínakjöts- og eggjaframleiðsla býr við ein sú mesta sem nokkurs staðar þekkist. Með því að draga úr þeirri vernd, þó ekki væri nema um helm- ing til að byrja með, væri hægt að auka almennan kaupmátt í landinu verulega. Annar ávinningur af því að draga úr slíkri tollvernd væri margvíslegur. Fyrir það fyrsta myndi það greiða fyrir farsælli niðurstöðu í þeim kjara- viðræðum sem fara í hönd. Einnig myndi það vera marktækt skref í þá átt að auka frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Slíkt er nauðsyn- legt þar sem landbúnaðarvörur vega mjög þungt í matarinnkaupum hvers heimilis. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur myndi koma öllum almenningi til góða, bæði með beinum og óbeinum hætti. Alþingismönnum ber að hugsa um það fyrst og síðast hvernig bæta megi hag almennings í landinu, þangað sækja þeir umboð sitt. Með því að stuðla að auknu frelsi og auk- inni samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur sýna alþing- ismenn í verki að þeir taka það hlut- verk sitt alvarlega. Eftir Andrés Magnússon og Ólafíu B. Rafnsdóttur »Eins og bent hefur verið á er sú toll- vernd sem innlend kjúk- linga-, svínakjöts- og eggjaframleiðsla býr við ein sú mesta sem nokk- urs staðar þekkist. Andrés Magnússon Andrés er framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu og Ólafía er formaður VR. Ólafía B. Rafnsdóttir Kjörin leið til að bæta kjörin Upphaf sjó- mannaafsláttarins má rekja til ársins 1954, þá segir sagan að illa hafi gengið að manna fiski- skipin. Til þess að gera störfin eftirsókn- arverðari tók ríkið að sér að greiða til við- bótar umsömdum laun- um sjómanna svokall- aða fatapeninga. Í gegnum árin hefur þessi hluti launa sjómanna tekið ýms- um formbreytingum og í lokin var um skattaafslátt að ræða. Með árunum tók hagur útgerðarinnar að vænkast verulega og alveg sér í lagi eftir að hið svokallaða kvótakerfi var tekið upp sem m.a. hefur leitt til þess að farið var að láta útgerðina greiða sérstakt gjald fyrir aðgengi að auðlindinni. Við þær aðstæður átti útgerðin auð- vitað, að eigin frumkvæði, að taka á sig hlut ríkisins í launum sjómanna þ.e. kostnaðinn af sjómannaafslættinum; það hlýtur að vera nokkuð kátlegt fyr- irkomulag að ríkið rukki útgerðina um áðurnefnt gjald en greiði henni síðan til baka hluta af því í formi launa til sjómanna. Nei, útgerðin lét það nú al- veg eiga sig að sýna sjómönnunum sínum það veglyndi að bæta þeim upp tekjumissinn þegar ríkið ákvað, í framhaldi af hruninu, að afleggja sjó- mannaafsláttinn í áföngum. Skiljanleg ákvörðun Það var útaf fyrir sig skiljanleg ákvörðun þar sem ríkiskassinn barð- ist í bökkum og alls staðar skorið nið- ur eins og hægt var, stundum meira en góðu hófi gegndi. Sjómanna- afslátturinn var hirtur án þess að sjó- mönnum væri bættur skaðinn á nokkurn hátt sem hlýtur að vera nokkuð sérstakt að laun heillar stétt- ar séu lækkuð án þess að hún hafi þar nokkuð um að segja og sennilega ein- stakt í okkar samfélagi. Spurning hvort einhverjum öðrum hópi laun- þega hefði verið boðið upp á slíka meðferð. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að sjómannaafslátturinn hafi verðið opinber styrkur til sjó- manna; það er misskilningur, hann var alltaf hluti af launum þeirra og því í reynd styrkur til útgerðarinnar kjósi menn að nota orðið styrkur í þessu sambandi. Sama gildir um hinar sérstöku greiðslur ríkisins til bænda. Þar er ríkið að greiða bændum beint hluta af launum þeirra sem neytendur ættu auðvitað að greiða í gegnum hærra verð á landbúnaðarafurðunum. Í reynd er engin leið að halda því fram að beingreiðslurnar til bænda séu rík- isstyrkir til þeirra. Þær eru aftur á móti styrkir til neytenda landbún- aðarafurða því án þeirra mundu þess- ar heilnæmu vörur hækka verulega í verði með þeim afleiðingum að barn- margar fjölskyldur á lágum launum mundu tæpast hafa ráð á þeim. Sam- kvæmt upplýsingum á vef Hagstof- unnar kostaði 1 lítri af mjólk, í nóv- ember á liðnu ári um 130 kr. en myndi kosta án niðurgreiðslna tæpar 200 kr. samkv. uppl. frá MS. Mjólkin er ódýr Til samanburðar kostaði 1 lítri af kóki 316 kr. Allir sem hafa velt þessum málum eitthvað fyrir sér hljóta að sjá hvað mjólkin er ódýr vara sé hún borin saman við kókið sem hlýtur að vera miklu, miklu ódýr- ara í framleiðslu. Mér finnst deilurnar um verðið á mjólkinni nokk- uð skrítnar og frómt frá sagt ómálefnalegar og alveg sér í lagi að blanda bændunum í þær; gera þá að bótaþegum á framfæri hins op- inbera sem er rangt eins og hér hefur verið rakið. Langskynsamlegast er að hætta öllum beingreiðslum til bænda en hækka á móti landbúnaðarvörurnar um sem beingreiðslunum nemur. Það mundi auðvitað hafa áhrif á allar vísi- tölurnar sem við erum farin að lifa eftir en tæpast trúi ég því að allir vísi- tölufræðingarnir okkar myndu eiga í vandræðum með að ráða á því bót. Aðra eins brekku hafa þeir nú klifið, blessaðir, og ekki orðið meint af. Síðan yrði að koma til móts við þá, sem stunda svo illa launaða vinnu að engin leið er að draga fram lífið á henni án bóta af einhverju tagi sem málhagir einstaklingar í þjónustu hins opinbera munu örugglega finna auðskilin heiti á. Í flýti kemur í hugann lýsandi sam- heiti „lífsgæðastyrkur“ sem yrði greiddur, eins og nafnið ber með sér, til þess að auka lífsgæði þeirra sem búa við svo þröngan kost að þeir geta ekki veitt sér þau lífsgæði að hafa á borðum, að neinu marki, heilnæmar íslenskar landbúnaðarafurðir. Með réttu á ekki að líta á þessa styrki sem ölmusu, af einhverjum toga, til þeirra sem njóta, heldur til fyrirtækjanna sem greiða svo lág laun að á þeim ein- um og saman er engin leið að draga fram lífið á mannsæmandi hátt. Styrkirnir eru af sama toga Í grunninn eru allir styrkirnir, þ.e. barnabætur, vaxtabætur, húsnæð- isbætur, man ekki fleiri heiti í bili, til- komnir af sömu ástæðu og sjó- mannaafslátturinn á sínum tíma, sem hluti af launum viðkomandi, sem er greiddur úr sameiginlega sjóðnum en ekki sjóði þess sem nýtur starfskrafta viðkomandi launþega. Honum er hlíft, þrátt fyrir að rekstur hans skili oftast góðum arði. Síðan er skatt- greiðendum gert að herða ólina til þess að standa straum af styrkjum til fyrirtækja sem ganga vel og eru jafn- vel að greiða eigendum sínum veru- legan arð en hafa ekki metnað til greiða fólkinu sínu næg laun til mannsæmandi framfærslu. Eftir Helga Laxdal Helgi Laxdal »Hættum að orða bændur við bóta- þega á framfæri hins opinbera. Höfundur er vélfræðingur og fyrrv. yfirvélstjóri. Í hlutastarfi hjá ríkinu Borgaryfirvöld virðast kappkosta að greiða götu hjólreiðamanna og gangandi fólks í ríkum mæli en líta ekki jafn hýru auga til borgarbúa sem kjósa að aka um götur í bifreið- um sínum. Fyrir rúmlega hálfum mánuði var boðaður bíllaus mánu- dagur. Eru nokkrar líkur á því að boðaður verði hjólreiðalaus dagur? Tæplega. Mig dreymir aftur á móti, og marga, marga fleiri, um ótal Dags-lausa daga og ósnortna Vatns- mýri. Halldór Þorsteinsson, fv. skólastjóri Málaskóla Halldórs. Hjólalausir dagar Vatnsmýri Framtíð mýrinnar er enn þrætuepli. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Skortur á fjár- munum til reksturs á Landspítalanum hefur verið eitt mesta áhyggjuefni í umræðu þjóðarinnar allt frá fullnustu síðustu fjár- lagagerðar og þó öllu lengur. Þegar fjárfrek verkefni í flokki ör- yggis- og velferð- armála þarf að svelta vegna skorts á fjármunum, verða þau fjölda fólks og stjórnvöldum áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, hefur margsinnis komið fram í sjónvarpinu og lýst áhyggjum vegna þessa máls. Áhyggjusvipur ráðherrans er sannfærandi og manni dettur í hug áhyggjusvipur gamals manns sem er að leita að gleraugunum sínum en kemur ekki auga á þau vegna þess að þau sitja á nefinu á hon- um. Heilbrigðisráðherrann er skip- stjóralærður og hefur setið í stjórn útgerðarfyrirtækja. Verðmætasta auðlind þjóðarinnar er fiskistofn- arnir í hafinu umhverfis landið. Nýting þeirrar auðlindar hefur lengi verið deiluefni með þjóðinni, enda pólitískt viðfangsefni stjórn- valda á hverjum tíma. Kvótakerfið er meginorsök fólksflóttans af landsbyggðinni og nýjasta dæmið er fyrirhugaður búsetuflutningur fjölskyldna frá þremur sjáv- arplássum sem býðst að elta fisk- vinnslu úr heimabyggð í fjarlægan landshluta vegna þess að fólkið hefur verið svipt réttinum til að veiða fiskinn sem syndir utan við hafnarmynnið. Þeim djöfulskap verður að linna. Auðlindin er stór- lega vannýtt og býður upp á að í hana séu sótt þau verðmæti sem skortir til að viðhalda traustum rekstri Landspítalans og tryggja auk þess fólkinu í sjávarplássunum búsetuöryggi. Við eigum að stöðva þann ósóma að mannlíf í kvóta- lausum sjávarplássum sé sett á uppboðsmarkað kvótagreifa. Í dag eru kvótalausir trillukarl- ar að borga 70-80% af aflaverð- mæti beint í vasa sægreifa og á sama tíma berast fréttir af land- burði af þorskafla! Sjávarútvegs- áðherrann er ósveigj- anlegur og harðneitar að auka við aflaheim- ildir. Þetta er sam- félagslegur ósómi. Sjálfstæðisflokkurinn boðar frelsi ein- staklingsins til at- hafna. Frelsi ein- staklingsins til athafna er allt önnur mynd af stjórnsýslu en sá pilsfaldakapítal- ismi sem úthlutar sameiginlegum eigum þjóðarinnar til fárra útvalinna fjöl- skyldna en meinar fólki að nýta arfborinn rétt til sjálfsbjargar í heimabyggð. Er komið að því að sjálfstæðismenn þurfi að íhuga í alvöru hvort pólitísk sambúð með framsóknarmaddömunni sé þeirra fyrirheitni stjórnsýsluakur? Og nú að öðru: Þann 8. október er auglýstur morgunverðarfundur í Hörpu og við sjáum nöfn og myndir af þeim sjö einstaklingum sem þar taka til máls. Þetta er íburðarmikil auglýs- ing og minnir á tíma útrásarvík- inganna sem gjarnan vöktu á sér athygli með svona tilstandi. En þarna eru ekki myndir af Hannesi Smárasyni eða Pálma í Fons, svo einhver þekkt nöfn útrásarvíkinga séu nefnd, enda eru það engin áform um útrás sem þarna munu verða rædd. Mér býður í grun að um sé að ræða undirbúning að inn- rás af þeim toga sem þessari þjóð muni verða dýr ef áform heppnast. Efni fundarins er málefni sjávar- útvegs og frummælendur eru frá LÍÚ, SA og SF. Þarna mun sjáv- arútvegsráðherra verða frummæl- andi og allt yfirbragð dagskrár segir frá því að þarna sé verið að hrista saman lykilfólk í síðustu áróðursorrustu fyrir fullnustu Al- þingis á lögunum sem lengi hafa verið í undirbúningi og beinast að því að færa nýtingarrétt fiskistofn- anna til núverandi handhafa lengra inn í framtíðina en mörgum hugnast. Þá er komið að því að velta fyrir sér af hverju þorskafli okkar í 200 mílna fiskveiðilögsögu er aðeins 2/3 hlutar þess þorskafla sem þriggja mílna lögsaga skilaði fyrir 90 árum? Er það eðlilegt að stjórnvöld séu að guma af öfunds- verðum árangri af fiskveiðistjórn Hafró? Varla. Aflaheimildir eru veðsettar lánastofnunum, þær eru andlag sem bankarnir fá við lán- tökur útgerðarfyrirtækja. Hvað gerðist fyrir nokkrum árum þegar sjávarútvegsráðherrann sá ýsu- stofninn vera að styrkjast svo að hann tvöfaldaði aflaheimildir í ýsu? Leiguverð á ýsukvóta hríðféll! Og nú er áleitin spurning hvort þær knöppu aflaheimildir sem sjáv- arútvegsráðherrann úthlutar – samkvæmt tillögum Hafrann- sóknastofnunar þar sem sitja í stjórn nokkrir fulltrúar frá LÍÚ – séu fremur miðaðar við hagsmuni útgerða og lánastofnana en hags- muni þjóðarinnar sem þarf að skerða þjónustu Landspítalans, löggæslunnar og svo fjölmargra annarra brýnna samfélagsverk- efna? Er komið að spurningunni hvort ástæða sé til að efast um fullan trúnað stjórnvalda við um- bjóðendur sína? Vonandi ekki. En það er verðugt áhyggjuefni að núna erum við að draga á land innan við helming þess afla sem við fiskuðum fyrir daga vísinda- legrar stjórnunar þó öllum skip- stjórum beri saman um að mokafli sé. Ég leyfi mér að lokum að vona að Kristján Þór Júlíusson sé mað- ur til að taka erfiðar ákvarðanir og treysti því að reynsla hans sem sveitarstjóra og skipstjórnarmanns af landsbyggðinni reynist honum drjúg í þessu krefjandi verkefni. Það er mikil áskorun að standa frammi fyrir lausn tveggja erf- iðustu verkefna samfélagsins árið 2014. Lausnin á áhyggjum heilbrigð- isráðherrans er einfaldlega sú að hann hætti leitinni að gleraug- unum. Hann er með þau á nefinu og lausnin blasir við. Vandi Landspítalans og vannýtt auðlind Eftir Árna Gunnarsson frá Reykjum » Auðlindin er stórlega vannýtt og býður upp á að í hana séu sótt þau verðmæti sem skortir til að viðhalda traustum rekstri Land- spítalans. Árni Gunnarsson Höfundur greinarinnar er lífeyrisþegi og fyrrverandi fiskmatsmaður hjá ríkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.